Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÝSKA trygginga-
félagið Allianz keypti
97% hlutafjár í Dres-
dner bankanum um
mitt ár 2001. Á aðal-
fundi bankans nú í vor
kom fram, að Allianz
muni innleysa þrjú
prósentin sem á vantar
og verða eini hluthafi
bankans. Eftir kaupin
á sl. ári varð Dresdner
hluti af Allianz sam-
stæðunni. Allianz er
ein stærsta ef ekki
stærsta tryggingasam-
steypa veraldar og
hafa höfuðstöðvar fyr-
irtækisins verið í
München um langan aldur. Dresdn-
er bankinn var stofnaður í Dresden
1872 og hefur um áratugaskeið verið
annar af tveimur stærstu bönkum
Þýskalands með eignir metnar á yf-
ir 500 milljarða evra,1170 útibú, yfir
50 þúsund starfsmenn og starfsemi í
um 70 löndum. Höfuðstöðvar bank-
ans hafa verið í Frankfurt frá skipt-
ingu Þýskalands í kjölfar síðari
heimsstyrjaldarinnar. Eftir fall
Berlínarmúrsins 1989 varð bankinn
fyrstur vestur-þýskra banka til að
opna útibú í borginni þar sem hann
var stofnaður og hefur ásamt fleiri
fyrrum vestur-þýskum stórfyrir-
tækjum tekið virkan þátt í uppbygg-
ingu austurhluta landsins eftir sam-
einingu þýsku ríkjanna.
Þeir sem fylgst hafa með alþjóða-
stjórnmálum síðustu 2–3 áratugi og
þekkja eitthvað til sögu Þýskalands
muna að á áttunda áratugnum
beindu Rauðu herdeildirnar svoköll-
uðu eða Baader-Meinhof gengið,
spjótum sínum að vestur-þýskum
fjármálamönnum og iðnjöfrum.
Markmið þeirra var að vega að und-
irstöðum Vestur-Þýskalands með
því að vega málsmetandi kaupsýslu-
menn. Vitað er að þeir nutu stuðn-
ings og samúðar skæruliðahreyf-
inga fyrir botni
Miðjarðarhafsins, þ.á
m. öfgahópa innan
PLO og áttu einnig
stuðning vísan hjá ógn-
arstjórninni í Austur-
Þýskalandi. Einn
þeirra vestur-þýsku
frammámanna sem
féllu fyrir hendi Rauðu
herdeildanna var Jurg-
en Ponto, stjórnarfor-
maður Dresdner bank-
ans. Hann var myrtur
fyrir aldarfjórðungi
um það bil sem aðal-
fundur bankans var
haldinn 1977, líklega
vegna þess að bankinn var eitt
helsta tákn efnahagsveldis Vestur-
Þýskalands.
Hvers vegna er þetta dregið sam-
an hér með þessum hætti? Jú, Hall-
dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra,
hefur á opinberum vettvangi gert
tilraun til að vega að Hagfræðistofn-
un Háskóla Íslands með því að
reyna að gera lítið úr Dresdner
bankanum. Hagfræðistofnun byggði
á upplýsingum frá bankanum við
gerð skýrslu sinnar um verð hugs-
anlegs aðgöngumiða Íslands að Evr-
ópusambandinu. Sagði Halldór í við-
tali við Ríkisútvarpið í síðustu viku,
að um væri að ræða banka úr fyrr-
um Austur-Þýskalandi. Var helst á
honum að skilja að þetta gætu þá
ekki verið áreiðanlegar upplýsingar.
Ummælin eru stórundarleg enda er
staðreyndum snúið á hvolf. Þá eru
ummæli Halldórs honum til skamm-
ar jafnvel þó að um slíkan banka
væri að ræða. Verður hann ekki
fyrst að skoða og meta upplýsing-
arnar áður en hann hallmælir þeim
sem leggur þær fram? Hvaða til-
gangi þjónuðu viðbrögð hans öðrum
en þeim að koma ódýru höggi á
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands?
Hitt er svo annað mál, sem einnig
er vert umhugsunar. Hvers vegna
bregst Halldór Ásgrímsson ókvæða
við þegar hann fær upplýsingar um
kostnaðinn fyrir íslenska ríkið af
hugsanlegri aðild að ESB? Nauð-
synlegt er að réttar upplýsingar um
þann kostnað liggi fyrir þannig að
upplýst umræða geti farið fram. Í
stað þess að fagna skýrslunni og
fara í saumana á forsendum hennar
ræðst ráðherrann á háskólastofn-
unina sem annast útreikninginn og
þýska bankann sem upplýsingar eru
fengnar frá og segir að ef þessir að-
ilar hafi rétt fyrir sér hafi hann og
starfsmenn hans í utanríkisráðu-
neytinu haft rangt fyrir sér hingað
til. Það geti naumast verið og þá er
reynt að grafa unda trúverðugleika
beggja þessara aðila. Hefur Halldór
höndlað hinn eina stóra sannleika í
málinu? Einkennilegt er síðan að
kalla til endurskoðunarskrifstofuna
Deloitte&Touche og ætla henni
dómarahlutverk í þessu efni. Hvað-
an kemur sú speki endurskoðend-
anna sem landsmenn eiga að taka
trúanlega umfram Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands og Dresdner bank-
ann? Skyldi vera að þær upplýsing-
ar eigi að koma frá Halldóri sjálfum
og starfsmönnum hans? Málatilbún-
aður þessi einkennist af fumi og fáti
og ber alls ekki einkenni þeirrar yf-
irveguðu og upplýstu umræðu sem
stuðningsmenn ESB-aðildar hafa
verið að kalla eftir um nokkurt
skeið.
Allt á hvolfi hjá Halldóri
Hreinn
Loftsson
Evrópusambandið
Málatilbúnaður þessi,
segir Hreinn Loftsson,
einkennist af fumi
og fáti.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Á höfuðborgar-
svæðinu búa í dag
178.030 manns. Af
þessum einstaklingum
eru rúmlega 20 þús-
und, eða 11%, sem
ekki hafa heimilis-
lækni. Þetta jafngildir
u.þ.b. 5000 fjögurra
manna fjölskyldum.
Þó svo að hver heim-
ilislæknir á höfuð-
borgarsvæðinu sinni
að meðaltali mun fleiri
einstaklingum en eðli-
legt er talið (2000-
2500 manns í stað
1500), er það langt frá
því að duga til að
þjónusta alla íbúa svæðisins. Al-
gengt er að fólk þurfi að bíða í 3-5
daga eftir því að komast að, jafnvel
1-2 vikur þegar ástandið er sem
verst. Margar heilsugæslur á höf-
uðborgarsvæðinu bjóða upp á vakt-
þjónustu utan venjulegs vinnutíma
til að stemma stigu við þessum
skorti og er Læknavaktin í Smár-
anum þeirra stærst. Álagið á
Læknavaktina er mikið, en á með-
alvakt þjónustar hún 100-150
manns. Barnalæknaþjónustan í
Domus Medica veitir einnig þjón-
ustu af svipuðu tagi fyrir börn, en
þangað leita allt að 60 foreldrar
með börn sín á hverjum degi.
Sérfræðingum mismunað
Stór partur af skattpeningum
landsmanna fer í að halda uppi öfl-
ugu heilbrigðiskerfi í landinu. Í
staðinn er þeim kostnaði sem ein-
staklingarnir sjálfir þurfa að
greiða við komu til læknis eða á
sjúkrahús stillt í hóf. Ef læknir
opnar einkastofu, þarf hann ná
samningum við heilbrigðisráðu-
neytið um niðurgreiðslu hins op-
inbera á þjónustunni sem hann
hyggst veita. Ef læknar ná ekki
slíkum samningum, greiðir Trygg-
ingastofnun (T.R.) ekki niður þessa
þjónustu. Heilsugæslulæknar eru
einu sérfræðimenntuðu læknarnir
á Íslandi sem ekki hafa fengið
tækifæri til að gera slíka samn-
inga. Ef heilsugæslulæknir hyggst
starfa á Íslandi eftir sérnám hefur
hann því tvo kosti hvað varðar
vinnu – annars vegar að starfa hjá
hinu opinbera og hins vegar að
starfa sjálfstætt án þátttöku TR,
sem þýðir að sjúklingarnir þurfa að
borga þjónustuna að fullu. Með
hliðsjón af þessu er það ljóst að
heimilislækningar hafa frekar laka
stöðu þegar kemur að því fyrir
unglækni að velja sér sérnám, því
valið um vinnustaði eftir útskrift er
ansi einhæft.
Áhugasömum vísað frá
Heimilislækningar er ein fárra
sérgreina sem hægt er að læra hér
á landi. Því miður eru allt of fáir
unglæknar sem hafa valið þetta
nám á síðustu árum. Miðað við það
áhugaleysi sem er á greininni hjá
læknanemum og unglæknum er
ekki að sjá að þeim muni fjölga
mikið á næstunni. Búast mætti við
því, miðað við núverandi ástand, að
reynt yrði að lokka sem flesta í
námið. Reyndin hefur hins vegar
verið sú að stórum hluta þeirra fáu
sem sýnt hafa náminu hér heima
áhuga, hefur verið vísað frá, að
sögn sökum fjárskorts.
Reikningsdæmi
Setjum þetta nú allt upp í reikn-
ingsdæmi. Hvað sparast við núver-
andi kerfi? Jú, launakostnaður til
lækna og rekstrarkostnaður
heilsugæslustöðvanna er auðvitað
Tvær flugur
í einu höggi
Elín
Bjarnadóttir
Margrét
Leósdóttir
ÁRNI Hjartarson
jarðfræðingur gagn-
rýnir í Morgunblaðs-
grein 8. júní sl. Nátt-
úruvernd ríkisins fyrir
,,óvandlega“ unna um-
sögn um mat á um-
hverfisáhrifum Norð-
lingaölduveitu og
sárnar honum mest
hvernig farið er með
hans hlut í málinu. Það
er ekki nema von, því
áður hefur verið veist
að Árna út af sama
máli, þar sem hann
hafði farið með rangt
mál í Morgunblaðinu
og kvaðst ekki hafa séð
ástæðu til að leiðrétta það vegna
þess að með því væri verið að ,,rugla
flesta bara í ríminu“ (Mbl. 19/12/01).
Málavextir eru þeir að Árni full-
yrðir að ,,sveiflur í vatnsborði að
vetri hafa ekki mikil áhrif á vöxt eða
vaxtarskilyrði gróðurs“ (Vatnafar
Þjórsárvera 1999). Þessi fullyrðing
er ekki skilyrt neinum
aðstæðum, t.d. votlendi
eða þurrlendi og er al-
hæfing um allt gróður-
far í Þjórsárverum.
Fullyrðingin er ekki
studd neinum gögnum,
rannsóknum eða heim-
ildum. Ekki er heldur
að finna rökstuðning
fyrir fullyrðingunni í
umræddri skýrslu eins
og Árni heldur fram.
Alvarlegt er einnig að
Árni ber í Mbl. skýrslu
dr. Borgþórs Magnús-
sonar (Norðlingaöldu-
veita – bakvatnsáhif
2002) fyrir sig máli sínu
til stuðnings, en slíkt er ekki að finna
í henni. Borgþór segir að áhrifa muni
gæta í votlendi í Þjórsárverum eins
og við önnur miðlunarlón og að
,,helst skeri sig úr í Þjórsárverum að
þar er rústir að finna í votlendi og
gætu þær orðið fyrir áhrifum þar
sem bakvatnsáhrifa gætir“. Að fara
rangt með heimildir er óheiðarlegt.
Aðalatriðið er það að í mats-
skýrslu Landsvirkjunar um Norð-
lingaölduveitu er ekki vitnað í rann-
sóknir Þóru Ellenar Þórhallsdóttur
prófessors í grasafræði um áhrif
vatnsborðssveiflna á gróðurfar, en
eingöngu vitnað í Árna, sem Spegill
Ríkisútvarpsins (10/5/02) hafði eftir
honum að væru ,,hugleiðingar“. Árni
segir í Mbl. 8. júní að þetta séu ekki
sambærilegar niðurstöður vegna
þess að rannsóknir Þóru væru gerð-
ar við skilyrði þegar vatnsborð
hækkar vegna krapastíflna í rennsl-
isfarvegi Kvíslaveitna að vetri. Stað-
reyndin er sú að hækkun á vatni í
Norðlingaöldulóni gerist einnig að
vetri til og á lónið að vera orðið fullt í
júní ár hvert. Bæði svæðin eru í
Þjórsárverum, þau eru sambærileg
og aðeins nokkrir kílómetrar skilja
þau að. Umræddar rannsóknir Þóru,
sem gerðar voru fyrir Landsvirkjun
og birtar í víðlesnu vísindariti um
heimskautasvæði (Arctic and alpine
research 1993), sýndu að þurrlend-
isgróður, sérstaklega gróður á freð-
mýrarústum, varð fyrir verulegum
áhrifum vegna vatnsborðssveiflna og
leiddi til þess að rústir hrundu og
gróður þeirra eyddist. Á áhrifasvæði
Norðlingaölduveitu eru svipaðar að-
stæður og grunnvatn stendur lægra í
rústunum en í votlendinu í kring.
Jafnvel þótt aðstæður væru öðruvísi
hefði Árni átt að segja frá í skýrsl-
unum í hverju þær væru fólgnar.
Það var einnig óeðlilegt að skýra
ekki í matsskýrslu um Norðlinga-
ölduveitu frá niðurstöðum grasa-
fræðirannsókna, en vitna aðeins til
órökstuddrar fullyrðingar jarðfræð-
ings.
Það er því eðlilegt að höfundar
matsskýrslu um Norðlingaölduveitu
fái orð í eyra fyrir vinnubrögðin og
einnig Árni Hjartarson, sá góði jarð-
fræðingur, fyrir að hanga eins og
hundur á roði á órökstuddri fullyrð-
ingu.
Hver á að fá orð í eyra?
Gísli Már
Gíslason
Umhverfi
Óeðlilegt er að skýra
ekki frá niðurstöðum
grasafræðirannsókna,
segir Gísli Már Gísla-
son, en vitna aðeins til
órökstuddrar fullyrð-
ingar jarðfræðings.
Höfundur er prófessor í
vatnalíffræði og formaður
Þjórsárveranefndar.
ÉG Á alltaf erfitt
með að skilja af hverju
sumir telja mjólk og
mjólkurafurðir óæski-
legar til neyslu og und-
irrót fjölda kvilla sem
hrjá mannkynið. Mjólk
er holl fæða og auðvelt
að sanna það þegar
næringarefnainnihald
hennar er metið.
Ástæða þessara skrifa
er blaðagrein eftir Jón
Brynjólfsson sem birt-
ist í Morgunblaðinu 6.
júní síðastliðinn undir
yfirskriftinni: „Um
beinin“.
Í téðri grein er
fjallað um ýmsa þætti sem hafa áhrif
á styrkleika beina. Meðal annars
segir Jón að ofþjálfun, óhófsneysla
próteina sem og vöntun á næringar-
efnum eins og D-vítamíni og magn-
esíum geti ýtt undir beinþynningu.
Þetta er allt satt og rétt.
Aftur á móti má í greinarskrifum
Jóns finna ýmsar rangfærslur og
verður hér lauslega fjallað um
nokkrar þeirra:
1. Fullyrt er ranglega að D-vítam-
ín í fæðu (reyndar er D-vítamín í
mjólk nefnt sérstaklega til sögunn-
ar) sé gerviefni og beinlínis heilsu-
spillandi. Staðreyndin er að D-vítam-
ín í fæðu (finnst í afurðum eins og
lýsi, feitum fiski, eggjarauðum, lifur
og D-vítamínbættum mjólkurafurð-
um) er fullfært um að
aðstoða við nýtingu
kalks úr fæðunni.
2. Fullyrt er rang-
lega að skortur á magn-
esíum sé talinn algeng-
asta orsök beinþynn-
ingar. Staðreyndin er
sú að þættir sem tengj-
ast erfðum, kynferði og
hækkandi aldri eru
helstu áhættuþættir
beinþynningar. Og
næringarþættir sem
tengjast ónógri kalk-
neyslu, of lágu magni
D-vítamíns í líkama og
lítilli próteinneyslu í
lengri tíma eru taldir
meiri áhrifavaldar á þróun bein-
þynningar en nokkru sinni magnesí-
um enda skortur á magnesíum talinn
mjög sjaldgæfur.
3. Fullyrt er ranglega að þar sem
mjólk er rík að próteinum og fosfór
leiði mjólkurdrykkja beinlínis til
kalktaps úr líkama. Staðreyndin er
sú að steinefnið fosfór er lífsnauð-
synlegt efni fyrir beinin og skortur á
því leiðir til beintaps. Það er reyndar
mjög sjaldgæft að fosfórskortur sé
tilkominn vegna ónógrar neyslu en
aftur á móti geta sum lyf hindrað
upptöku fosfórs og afleiðingin verður
beintap. Hvað varðar próteinneyslu
þá ýtir of lítil neysla undir beinþynn-
ingu rétt eins og óhófsneysla.
Um leið og ég hvet alla sem hafa
Mjólk er holl
Ólafur G.
Sæmundsson