Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mapei múrefni
er allt sem þú þarft
Sími 525 3000 • www.husa.is
Kítti, flotmúr, flísalím, fúga,
viðgerðarefni og fleira.
Íslendingadagurinn í Gimli
Merkasta hátíð-
in í Nýja-Íslandi
Íslendingadagurinn íGimli í Kanada verðurmánudaginn 5. ágúst í
ár, en Íslendingadagshá-
tíðin stendur yfir 2. til 5.
ágúst að þessu sinni. Há-
tíðin fer nú fram í 113.
sinn, en þetta er elsta hátíð
þjóðarbrots í Kanada. Til
að byrja með var hátíðin í
Winnipeg en hún var flutt
til Gimli 1932 og verður
þar því í 70. sinn í sumar.
Timothy Grant Arnason,
forseti Íslendingadags-
nefndar, er á Íslandi um
þessar mundir í boði for-
sætisráðuneytisins og ut-
anríkisráðuneytisins í
þeim tilgangi að kynna há-
tíðina. Hann hitti Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, í gær, heimsækir
Vesturfararsetrið á Hofsósi í dag
og síðan er gert ráð fyrir að hann
hitti m.a. Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta Íslands, Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, Jón Kristjáns-
son, heilbrigðisráðherra, og Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, borg-
arstjóra í Reykjavík. Hann verður
með viðtalstíma í utanríkisráðu-
neytinu frá klukkan 10 til 12 á
morgun, fimmtudag, fyrir þá sem
hafa áhuga á að koma fram á há-
tíðinni í náinni framtíð. Morgun-
blaðið hitti Tim og hann var fyrst
spurður um ástæður þess að hann
hefði unnið eins mikið og lengi
fyrir Íslendingadaginn og raun
ber vitni.
„Ég fæddist inn í þetta áhuga-
starf. Björn Valdimar Arnason,
faðir minn, sem er 86 ára, hefur
verið í stjórn Íslendingadags-
nefndar í meira en 40 ár og var
forseti 1970 og 1971. Vilhjálmur
Arnason, afi minn, fór í nefndina
þegar hátíðin var flutt til Gimli
fyrir 70 árum og starfaði lengi í
henni, en hann var sonur Dórot-
heu Soffíu Abrahamsdóttur og Jó-
hanns Péturs Árnasonar frá Vill-
ingadal í Eyjafirði. Kristín Jónína
Benson, móðir mín, hefur alla tíð
tekið virkan þátt í starfinu og var
Fjallkona 1973, þannig að fjöl-
skyldan hefur tengst þessu eins
og öðrum málum í íslenska sam-
félaginu í Manitoba. Íslendinga-
dagurinn hefur verið stór hluti af
lífi okkar, en ég er líka í stjórn
Kanada-Íslandssjóðsins og er ráð-
gjafi nefndarinnar Sameinað ís-
lenskt átak.“
Hvernig er dagskráin í ár?
„Við erum með fjölbreytta dag-
skrá og reynum að bæta hana á
hverju ári með því að brydda upp
á einhverju nýju, en þetta er
merkasta hátíðin í Nýja-Íslandi ár
hvert. Í ár verðum við með ís-
lenskt leikrit, Völuspá eftir Þór-
arin Eldjárn, og félagar úr Harm-
onikufélagi Reykjavíkur
skemmta, en uppistaða dagskrár-
innar byggist á hefðbundnum
þáttum eins og margs konar
keppni fyrir alla aldurshópa, eld-
húsi ömmu, þar sem gestir geta
fengið íslenskan mat, margs kon-
ar sýningum og menn-
ingarviðburðum að
ógleymdri skrúðgöngu
og flugeldasýningum. Í
stuttu máli gengur
þetta út á að vera með
eitthvað fyrir alla á þessari fjöl-
skylduhátíð.“
Hvað er gert ráð fyrir mörgum
gestum?
„Við rennum mjög blint í sjóinn
hvað fjöldann varðar, en á und-
anförnum árum hafa verið um
40.000 gestir árlega. Fyrir tveim-
ur árum vorum við með um 60.000
manns sem er met, en aðalatriðið
er að það er rými fyrir alla og allir
eru velkomnir. Við höfum oft
fengið gesti frá Íslandi og í þessu
sambandi má nefna að Jón Krist-
jánsson, heilbrigðisráðherra, flyt-
ur minni Kanada á hátíðinni, en J.
Timothy Samson minni Íslands.
Connie Magnusson er fjallkona í
ár og flytur hátíðarræðuna.“
Í fyrra var íslensk-kanadísk
kvikmyndahátíð, Gimli kvik-
myndahátíðin, hluti af skemmtun-
inni. Verður hún aftur í ár?
„Já. Kvikmyndirnar vöktu
mikla athygli í fyrra en þær voru
sýndar á stóru tjaldi úti á Winni-
pegvatni og sami háttur verður
hafður á í sumar. Að þessu sinni
verður kvikmyndahátíðin dagana
á undan Íslendingadagshátíðinni
sjálfri þannig að skemmtunin
verður lengri en á meðal mynda
verður Rare Birds eftir Sturla
Gunnarsson. Í tengslum við Ís-
lendingadaginn gengst vikublaðið
Lögberg-Heimskringla fyrir
Opna íslenska mótinu í golfi eins
og í fyrra og verður það föstudag-
inn 2. ágúst.“
Hver er tilgangur heimsóknar-
innar til Íslands?
„Þetta er liður í að styrkja enn
frekar böndin milli Nýja-Íslands
og Íslands. Við erum stöðugt að
leita leiða til að kynna Ísland
vestra og notum hvert tækifæri
sem við getum til að minna á land
og þjóð en Íslendingadagurinn er
kjörinn vettvangur til þess. Ís-
lendingadagurinn er líka vett-
vangur fyrir listafólk á
mörgum sviðum og
með viðtalstímanum í
utanríkisráðuneytinu
gefst mér tækifæri til
að kynna fyrir áhuga-
sömu listafólki hvaða tækifæri
það hefur. Við höfum oft verið
með íslenska listamenn og viljum
halda því áfram. Við viljum líka
efla samstarfið við Þjóðræknis-
félagið á Íslandi og Snorraverk-
efnið er okkur mjög hugleikið. Í
heimsókninni gefst mér ennfrem-
ur tækifæri til að tengjast betur
upprunanum. Hér eru ræturnar
og þær eru mikilvægar.“
Timothy Grant Arnason
Timothy Grant Arnason er
forseti Íslendingadagsnefndar í
Gimli í Kanada, en hefur starfað
hjá tryggingafyrirtæki í Winni-
peg frá því hann útskrifaðist úr
Háskólanum í Winnipeg 1976 og
er þar yfirmaður tjónadeildar.
Tim hefur mjög látið til sín taka í
„íslenska“ samfélaginu í Mani-
toba og hefur m.a. verið í stjórn
Íslendingadagsins í um 20 ár, þar
sem hann hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum. Tim er 45 ára
og er kvæntur Delphine Arna-
son. Þau eiga tvö börn, sem eru
Alena Theresa 14 ára og Brady
Michael Bjorn 11 ára.
Fjölbreytt
dagskrá
fyrir alla
Þetta er alveg að koma hjá honum, hr. Sægreifi
þetta er síðasta kanínan, svo kemur þorskur.
MISMUNANDI launakjör starfs-
fólks á vernduðum vinnustöðum
urðu, að sögn Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra, til þess að í
fyrrahaust hófst vinna við úttekt á
launakjörum fólks á öllum vernd-
uðum vinnustöðum hér á landi. Nið-
urstaða vinnunnar liggur ekki fyrir
enn.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um málefni Sólheima kemur
fram að meðallaun fatlaðra einstak-
linga þar fyrir 7 stunda vinnudag
voru 5.300 krónur á mánuði á árinu
2000 og rúmlega 5.600 krónur á
mánuði árið 2001, en Páll segir að
úttektin hafi ekki tengst Sólheim-
um sérstaklega.
„Vegna þess að fólki á vernduð-
um vinnustöðum eru greidd mis-
munandi laun vildum við reyna að
finna eitthvert kerfi sem væri sann-
gjarnt fyrir alla aðila. Þessi vinna
miðar að því að ná þarna skynsam-
legu samræmi sem getur tryggt
hinum fötluðu aðgengi að vinnu, eða
þeim sem eru á því fötlunarstigi að
þeir geti á annað borð unnið, án
þess að það verði svo dýrt að ókleift
verði að halda úti þessum vinnu-
stöðum.“
Ákvarðanir teknar á hverjum
vinnustað fyrir sig
Páll segir að hingað til hafi
ákvarðanir um launakjör á vernd-
uðum vinnustöðum að einhverju
leyti verið teknar á hverjum vinnu-
stað fyrir sig og hafi sumir atvinnu-
rekendur greitt fötluðum lágmarks-
laun þó starfsgeta væri mjög
takmörkuð. Páll bendir á að þessi
mál séu vandmeðfarin enda sé mjög
misjafnt hversu mikla aðstoð hinir
fötluðu einstaklingar þurfi við
vinnu sína, og með því að greiða
fólki hátt kaup líka meðfram því, sé
ekki rekstrargrundvöllur fyrir
starfseminni. Páll bendir einnig á
að atvinnuþátttaka fatlaðra sé ekki
einungis efnahagslegt úrræði, held-
ur einnig félagslegt, og því megi há-
ar launagreiðslur ekki verða til
þess að starfsemi leggist niður.
Aðspurður um álit sitt á launa-
kjörum fatlaðra sem starfa á Sól-
heimum segir Páll að fötluðum ein-
staklingum sé skipt í ákveðna
flokka þar sem fötlun þeirra er
metin. Á Sólheimum séu fyrst og
fremst einstaklingar sem teljast lít-
ið fatlaðir og ef vinnuframlag þeirra
sé eitthvert sé ljóst að hér sé ekki
um háar greiðslur að ræða.
Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins
Launakjör fólks á vernd-
uðum vinnustöðum skoðuð