Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 52
Leifs Eiríkssonar sem kynntu tillög- urnar segja að ljóst hafi verið á miðju síðasta ári að stöðin myndi ekki uppfylla margþætt hlutverk sitt nema með meiri uppbyggingu, áætl- un hafi ekki legið fyrir og því hafi verið ráðist í verkið. Stjórnin íhugar að gera tillögurn- ar að sínum og segir Höskuldur Ás- geirsson framkvæmdastjóri að næst þurfi að huga að forgangsröðun. Segir hann ljóst að með fyrstu verk- efnum verði að auka afköst í tösku- móttöku og bæta aðstöðu farþega með stækkun á sjálfri stöðinni. Einn- ig hljóti fljótlega að verða ráðist í stækkun tengibyggingar milli norð- ur- og suðurbyggingar flugstöðvar- innar og fjölgun bílastæða. Mikil uppbygg- ing í Leifsstöð STJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. hefur látið vinna tillögur um uppbyggingu stöðvarinnar til ársins 2025, sem kynntar voru í gær. Kostnaður við uppbygginguna nem- ur á bilinu 25 til 30 milljörðum króna en í henni felst m.a. stækkun á inn- ritunarsvæði, aukin afköst í tösku- móttöku, fjölgun flughlaða og bíla- stæða. Gert er ráð fyrir að fjöldi brottfararfarþega á klukkustund geti aukist úr um 1.250 í 3.200 og komufarþega úr 1.300 í 3.150. Breska fyrirtækið BAA, sem sér um þróun og rekstur flugvalla, var fengið til að segja fyrir um fjölda far- þega sem ætla má að fari um stöðina allt til ársins 2025, meta núverandi afkastagetu og móta tillögur að framtíðaruppbyggingu. Fulltrúar stjórnar Flugstöðvar  Búist við/6 TAÍVANSKIR prófessorar sem hugðust taka þátt í Tólftu norrænu baltísku ráðstefnunni í heilbrigðis- verkfræði og heilbrigðiseðlisfræði, sem verður haldin í Reykjavík í næstu viku, hafa ekki fengið vega- bréfsáritun til Íslands. Að sögn Þórðar Helgasonar, heilbrigðisverk- fræðings á Landspítalanum og for- seta ráðstefnunnar, hafa einhverjir þeirra haft samband við forsvars- menn hennar í gegnum tölvubréf og kvartað undan því að fá ekki vega- bréfsáritun til Íslands. Í tölvubréfi frá einum prófessoranna segir að hann hafi fengið þær slæmu fréttir að íslensk stjórnvöld veiti hvorki Taívönum né Hong Kong-búum vegabréfsáritanir til Íslands næstu daga vegna heimsóknar kínverska forsetans til Íslands. Hann segir að hann og nokkrir samstarfsmanna hans hafi skilað inn greinum fyrir ráðstefnuna og að auki greitt ráð- stefnugjald, ferðir og gistingu vegna Íslandsferðarinnar. Hann segir þau öll áhugasöm um að komast á ráð- stefnuna ef aðstandendur hennar geti aðstoðað þau við að fá vega- bréfsáritun. Tíminn sé naumur svo nauðsynlegt sé að grípa strax til ráð- stafana. „Við erum ekki mjög ánægðir með að þetta muni hugsanlega trufla ráð- stefnuna, það er að segja ef fólkið fær ekki vegabréfsáritun. Það eru 140 fyrirlesarar væntanlegir á ráð- stefnuna og það er töluvert að missa 9 manns úr ekki stærri hópi. Við höf- um haft samband við bæði dóms- mála- og utanríkisráðuneytið og að þeirra sögn var sendur út listi með nöfnum þessa fólks og beðið um að það fái áritun. Fólkið ætlar eflaust að leggja af stað hingað ekki seinna en á föstudag eða laugardag svo það er ekki seinna vænna að þetta komist á hreint,“ segir Þórður. Taívanskir þátttakendur á vísindaráðstefnu Neitað um vegabréfs- áritun til Íslands MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skífan Hægt að afrita læst- ar geisla- plötur AFRIT af safnplötunni Eldhúspartí fm957, fyrstu íslensku geislaplötunni sem átti að vera læst og ómögulegt að afrita, eru nú aðgengileg á Net- inu. Þýðir það að einhverjir hafi náð að sneiða hjá afritunarvörninni, spila umrædda plötu í tölvu og taka afrit af henni. Eiður Arnarson, útgáfustjóri Skíf- unnar, segist vita til þess að mönnum hafi tekist að afrita plötuna læstu og að hún gangi nú manna á millum á Netinu. Hann segist allt eins hafa búist við að það myndi gerast en sér komi þó á óvart hversu auðvelt það virðist hafa verið. Ekki er ljóst að sögn Eiðs hvort eða hversu mikið þetta kemur niður á sölu plötunnar sem hann segir þó hafa staðið undir væntingum.  Auðvelt að afrita / 48 Fækkað um 70 stöðugildi ÝMSAR hagræðingaraðgerðir standa nú yfir hjá fyrirtækjum Baugs. Leiða þær meðal annars til fækkunar á 70 stöðugildum hjá fyr- irtækjunum en alls starfa hjá þeim um 1.800 manns. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-Ísland, en undir það fellur m.a. allur verslunarrekstur á Íslandi í matvöru og sérvöru, 70 verslanir, tjáði Morgunblaðinu að ýmsar hag- ræðingar- og framleiðniaukandi að- gerðir stæðu nú yfir hjá Baugi. Sagði hann þær meðal annars fela í sér að fækka þurfi stöðugildum í sumum fyrirtækjanna en stöðugildum fækk- ar alls um 70. Ekki þarf þó að segja upp 70 starfsmönnum heldur sagði Jón mögulegt að flytja menn til í starfi og að fækkunin gerðist líka með því að ráða ekki nýja starfs- menn fyrir þá sem hætta hjá fyrir- tækjunum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ákváðu seint í gærkvöldi að heimila öllum þeim Falun Gong-meðlimum, sem voru í haldi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvíkurskóla í gær, land- göngu á Íslandi. Var þessi ákvörð- un tekin að loknum fundi samráðs- nefndar ráðuneytanna þriggja í gærkvöldi. Falun Gong og lögregla funduðu í gær Morgunblaðinu barst eftirfar- andi fréttatilkynning frá forsætis- ráðuneytinu skömmu eftir mið- nætti: ,,Samráðsnefnd þriggja ráðu- neyta – forsætisráðuneytis, utan- ríkisráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis – hefur í kvöld þingað um málefni meðlima Falun Gong-hreyfingarinnar sem nú dveljast á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans. Jafnframt hafa starfsmenn lögreglustjóraembætt- isins í Reykjavík átt fundi með talsmönnum Falun Gong sem staddir eru í Reykjavík og gefið nefndinni skýrslu um niðurstöðu þeirra. Í ljósi viðræðna hefur verið sam- þykkt að lögregluyfirvöld taki við yfirlýsingu framangreindra tals- manna Falun Gong-félaga þar sem þeir heita því að fara í hvívetna að fyrirmælum lögreglu meðan á heimsókn forseta Kína hingað til lands stendur, virða öryggissvæði og koma saman á sérstökum svæð- um samþykktum af lögreglu. Jafnframt hefur verið ákveðið að veita landgöngu öllum þeim Falun Gong-meðlimum sem dvalið hafa í dag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvíkurskóla að því tilskildu að þeir undirriti samsvarandi yf- irlýsingu og að framan greinir. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka sem kostur er komu fleiri meðlima Falun Gong á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Um 70 Falun Gong- félagar voru í haldi Um 70 iðkendum Falun Gong, sem komu hingað til lands í gær, var synjað um landgöngu. 26 þeirra komu með flugvélum frá Bandaríkjunum í gærmorgun og voru fluttir í Njarðvíkurskóla þar sem þeir voru í haldi lögreglu. Á fimmta tug félaga í Falun Gong, sem komu frá Kaupmannahöfn um hádegi, og nokkrum með síðdegis- vélum frá Evrópu, var einnig synj- að um landvist. Fólkið neitaði að afhenda farseðla sína og snúa aft- ur til baka með síðdegisvélum frá landinu. Var gert ráð fyrir því að hóparnir dveldu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Njarðvíkurskóla í nótt. Fólkið er af ýmsu þjóðerni en flestir af asískum uppruna. Skv. upplýsingum lögreglu var fólkið friðsamt og samvinnufúst. Meðlimum Falun Gong heimiluð landganga Ákvörðun forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra seint í gærkvöldi Falun Gong-iðkandi, í haldi lögreglu í Njarðvíkurskóla, kallast á við Morgunblaðið í gegnum glugga í gær. Morgunblaðið/Júlíus  Vill/4  Ætlum/10  Mótmæla/15  Samvinnufúst/26-27 Þurfa að undirrita yfirlýsingu um að virða öryggissvæði og fara að fyrirmælum ♦ ♦ ♦ Baugur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.