Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 25
minni en ef mönnun og umfang heilsugæslunnar væri viðunandi. Kostnaður við framhaldsnám í heilsugæslulækningum er líka minni þegar færri eru teknir inn en vilja komast að. Hvað kostar hins vegar að svelta kerfið? Leiða má líkum að því að veikindadögum fjölgi, þar sem fólk kemst ekki til læknis þegar það þarf á að halda. Vaktþjónusta heilsugæslustöðvanna kostar vænt- anlega meira en betur mönnuð þjónusta á dagvinnutíma. Fjölmörg vandamál sem heilsugæslulæknar gætu auðveldlega sinnt, lenda inni á borði hjá öðrum sérfræðimennt- uðum læknum, en þjónusta þeirra er að meðaltali töluvert dýrari en þjónusta sem veitt er á heilsu- gæslustöðvum. Álagið á stóru sjúkrahúsin eykst líka, þar sem þeir sem ekki komast að á heilsu- gæslum leita oft þangað í staðinn. Sú þjónusta sem þar er veitt er yf- irleitt mun dýrari en sú sem heilsu- gæslan veitir. Þetta aukna álag af lítið veiku fólki á bráðamóttöku- rnar gerir það að verkum að erf- iðara er að sinna bráðveikum sjúk- lingum. Þannig hefur þessi kreppa ekki bara kostnaðaraukandi áhrif innan heilsugæslunnar sjálfrar heldur innan alls heilbrigðiskerfins og þjóðfélagins í heild. Mannúð að leiðarljósi Mörgum finnst kannski kaldr- analegt að leggja heilbrigðisþjón- ustu til jafns við hver önnur við- skipti og eru boðberar slíkrar stefnu oft sagðir ómannúðlegir. Þetta er að mati greinarhöfunda stór misskilningur. Það er ekki ómannúðlegt að vilja hag lands- manna sem mestan með því að þeir hafi aðgang að bestu mögulegu þjónustu og hafi val um hvaðan þeir þiggja hana. Auðvitað mun hið opinbera halda áfram að kosta stærstan hluta heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisráðuneytið þarf að hafa yfirumsjón með allri þjónustu í kerfinu, setja reglur og viðhalda öflugu eftirliti. Meðan ráðuneytið stendur sig í þessu hlutverki og hefur lög um heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi, þar sem segir að allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita, þurfum við ekkert að óttast. Leiðir til úrbóta Hvernig má þá bæta ástandið í heilsugæslunni svo framboð á þjón- ustu verði hvoru tveggja nægjan- legt sem og af bestu gæðum? Í fyrsta lagi þarf að veita heilsu- gæslulæknum frelsi til að starfa sjálfstætt líkt og öðrum sérfræði- menntuðum læknum. Það myndi án efa lokka fleiri í stéttina, en und- irmönnun er eitt stærsta vanda- málið sem heilsugæslan glímir við þessa dagana. Í öðru lagi þarf að skjóta styrkari stoðum undir einkaframtakið í heilbrigðiskerf- inu, en samkeppni milli ríkisrek- innar og einkarekinnar heilsu- gæslu undir traustu eftirliti heilbrigðisráðuneytisins, myndi að mati greinarhöfunda auka framboð og gæði þjónustunnar. Í þriðja lagi þarf að tryggja það að allir þeir sem áhuga hafa á að stunda fram- haldsnám í heilsugæslulækningum hér á landi hafi aðgang að náminu, meðan skorturinn er sem nú. Mikið er pressað á um að tak- marka útgjaldaaukningu til heil- brigðismála. Ef reikningsdæmið hér að ofan er haft í huga er ekki annað að sjá en hér sé kjörið tæki- færi til sparnaðar. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. bæta þjónustuna samhliða því að spara peninga. Það er von grein- arhöfunda að stjórnendur heil- brigðismála í landinu fari bráðum að sjá skóginn fyrir trjánum og taki til hendinni við breytingar, svo íbúar höfuðborgarsvæðisins geti farið að vænta mannsæmandi þjón- ustu í heilsugæslunni fyrr en síðar. Ekki er hægt að krefjast neins annars af þjóð sem gefur sig út fyr- ir að vera meðal fremstu velferð- arþjóðfélaga í heiminum í dag. Höfundar eru læknar á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi. Læknar Það er von Margrétar Leósdóttur og Elínar Bjarnadóttur að stjórnendur heilbrigðismála fari að taka til hendinni við breytingar, íbúum til hagsbóta. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 25 Rafmagnssláttuvél 1100W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Silent 33 tilbo›: 16.900 Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 ltr grashirðupoki tilbo›: 44.900 Euro 45 tilbo›: 32.900 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Garden Combi tilbo›: 215.000 Bensínsláttuvél 12,5 hestöfl B&S mótor 170 ltr grashirðupoki fáanlegur Estate President tilbo›: 354.000 Bensínsláttuvél 13,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Park Comfort tilbo›: 490.000 Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Sláttubúnaður að framan Vetrarsól • Askalind 4 • Kópavogi • Sími: 564 1864 Hágæða sláttuvélar áhuga á að afla sér upplýsinga um beinþynningu að fara inn á vefsíðuna www.beinvernd.is skal tekið skýrt fram að lykillinn að næringarlegu jafnvægi felst í fjölbreytni og hóf- semi. Og enginn ætti að velkjast í vafa um eftirfarandi: Kornmeti er hollt sem og fiskur. Baunir eru holl- ar, einnig kjöt, hnetur og fræ. Egg eru holl og að sjálfsögðu ávextir og grænmeti. Og ekki megum við gleyma blessaðri mjólkinni, sem svo sannarlega er sprengfull af hollustu! Bein Í greinarskrifum Jóns, segir Ólafur Gunnar Sæmundsson, má finna ýmsar rangfærslur. Höfundur er næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd. Begga fína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.