Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 39 STIGAMÓT Hellis var skipu- lagt í þeim tilgangi að gefa skák- mönnum færi á að hækka á al- þjóðlega stigalistanum sem FIDE mun birta í byrjun júlí. Fjórtán sterkir skákmenn taka þátt í mótinu. Sú nýjung var tekin upp í þessu móti að ekki er heim- ilt að fresta skákum. Fjórum um- ferðum af sjö er lokið og Björn Þorfinnsson hefur tekið forystuna á mótinu með 3½ vinning. Staðan er annars þessi: 1. Björn Þorfinnsson 3½ v. 2. Sigurður Daði Sigfússon 3 v. 3.–5. Sævar Bjarnason, Bragi Þorfinnsson, Arnar Gunnarsson 2½ v. 6.–9. Snorri Bergsson, Rík- harður Sveinsson, Ingvar Þór Jó- hannesson, Stefán Kristjánsson 2 v. 10.–12. Lenka Ptacnikova, Hrannar B. Arnarsson, Kristján Eðvarðsson 1½ v. 13. Dagur Arngrímsson 1 v. 14. Guðmundur Kjartansson ½ v. Taflmennskan á mótinu hefur verið afar fjörleg og úrslitin oft óvænt, bæði þegar tekið er tillit til stigamismunar keppenda og eins þegar skoðað er hvernig skákirnar þróuðust. Efsti maður mótsins, Björn Þorfinnsson, hef- ur haft heilladísirnar með sér í mótinu og kann líka að fagna svo um munar þegar þær leggja hon- um lið. Þeir gera ekki miklu betur knattspyrnumennirnir í heims- meistarakeppninni, sem nú stend- ur yfir, þegar þeir ná að skora mark. Það er hins vegar Hrannar B. Arnarsson, nýendurkjörinn for- seti Skáksambands Íslands, sem hefur nýtt sér best þetta tækifæri til að fjölga alþjóðlegu skákstig- unum, en eftir fjórar umferðir hefur hann hækkað um 23 stig. Ein allra villtasta skákin á mótinu fram að þessu var viður- eign þeirra Sigurðar Daða Sigfús- sonar og Braga Þorfinnssonar. Sigurður Daði teflir afar djarft í skákinni, og uppsker glæsilegan sigur. Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon Svart: Bragi Þorfinnsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 – Önnur leið er 7. Bb3. 7. … a6 8. Bb3 – Þegar hvítur teflir Velimirovic- árásina leikur hann venjulega strax 8. De2. 8. … Dc7 9. De2 – Með þessum leik, ásamt langri hrókun, er Velimirovic-árásin sett í gang. Rólegri skákmenn leika 9. 0–0, ásamt f2–f4–f5 o.s.frv. 9. … Be7 Svartur getur reynt að hefja strax gagnaðgerðir á drottning- arvæng með 9 … Ra5. 10. 0–0–0 0–0 Ekki er hægt að birta skák með þessari byrjun, án þess að geta grunnskákarinnar: 10. … Ra5 11. g4 b5 12. g5 Rxb3+ 13. axb3 Rd7 14. Rf5 exf5 15. Rd5 Dd8 16. exf5 0–0 17. f6 gxf6 18. Bd4 Re5 19. gxf6 Bxf6 20. Hhg1+ Bg7 21. Bxe5 dxe5 22. Dxe5 f6 23. Re7+ Kf7 24. Dh5+ og svartur gafst upp (Velimirovic-Sofrevski, 1965). Danski alþjóðameistarinn Svend Hamann fann betri vörn fyrir svart: 16. … Bb7 (í stað 16. – 0–0). 11. g4 Rd7 Upphafsmaður afbrigðisins, júgóslavneski stórmeistarinn Dragoljub Velimirovic, vann fal- lega skák á móti Júlíusi Friðjóns- syni á Reykjavíkurskákmótinu 1974: 11. … Rxd4 12. Hxd4 b5 (12. – e5 13. Hc4, ásamt 14. g5) 13. g5 Rd7 14. e5!? d5 15. Hh4 g6 16. f4 b4 17. Ra4 Bb7 18. Bd4 Bc6 19. De3 Hfb8 20. Hg1 Da5 21. f5 Bxa4 22. fxe6 fxe6 23. Dh3 Rf8 24. Hxh7 Rxh7 25. Dxe6+ Kf8 26. Hf1+ Ke8 27. Hf7 Hb7 28. Bxa4+ Dxa4 29. Hxh7 Kd8 30. Bb6+ Hxb6 31. Dxe7+ og svartur gafst upp. 12. Hhg1 Rc5 13. Rf5!? – Önnur leið er 13. g5. t. d. 13. – b5 14. Kb1 Bb7 15. Hg3 Rxd4 16. Bxd4 b4 17. Dh5 bxc3 18. f3 Rxb3 19. axb3 e5 20. Hh3 (20. Bxc3 Bc8) 20. – h6 21. Be3 cxb2 22. Hg1 Da5 23. c4 Bxg5 24. Hhg3 Da1+ 25. Kc2 Da2 26. Hb1 Bxe3 og svartur vann (Garma-Vladimirov, Kalkútta 2001). 13. … b5 Hvítur fær góð sóknarfæri á g- línunni ef svartur drepur riddar- ann. Staðan er svo flókin, að erfitt er að fullyrða um möguleika tefl- anda. 14. Bd5 Bb7 Eða 14. … exf5 15. gxf5 He8 16. Bxf7+! Kxf7 17. Dh5+ Kf8 18. Hxg7 Kxg7 19. Bh6+ Kf6 (19. … Kh8 20. Dxe8+ Bf8 21. Dxf8+ mát) 20. Dg5+ Ke5 21. f4+ mát. Eftir 14. … exd5 15. Rxd5 Db7 16. e5 Re6 17. exd6 Bd8 á svartur þrönga stöðu, en hvítur virðist ekki eiga auðvelt með að brjós- tast í gegnum varnirnar. 15. g5 b4 Skákin verður sífellt flóknari. Önnur leið er 15. … Hfc8. 16. Dh5 Re5 17. f4!? – Nýr leikur. Þekkt er 17. Hg3 exf5 18. exf5 bxc3 19. g6 cxb2+ 20. Kb1 hxg6 21. fxg6 Rxg6 22. Dxg6 Re6 23. Bxe6 Bf6 24. Dxf6 fxe6 25. Dxe6+ Df7 26. Hxg7+ og svartur gafst upp (Sion Castro- Rivera Kuzawka, Cordoba 1991). 17. … bxc3 18. fxe5 – Eftir 18. Bxb7 exf5 19. Bxa8 Rc4 stendur svartur til vinnings. 18. … cxb2+ Ekki gengur 18. … exf5? 19. g6 hxg6 20. Dxg6 Re6 21. Bxe6 Bf6 22. exf6 fxe6 23. Dxg7+ Dxg7 24. Hxg7+ Kh8 25. Hxb7 og hvítur hefur yfirburðastöðu. Eftir 18. … exd5 19. Bxc5 dxc5 20. exd5 cxb2+ 21. Kb1 Dd7 22. Hgf1 Hab8 23. c4 g6 24. Rh6+ Kg7 25. Dh4 á svartur ekki auð- velt um vik, þótt hann eigi manni meira. 19. Kb1 Rxe4? Eftir þennan leik er erfitt að finna vörn fyrir svart. Besta vörnin virðist vera 19. … Bxd5!?, t.d. 20. exd5 (20. Bxc5 dxc5 21. exd5 exf5 22. d6 Dd7 23. Hd3 De6 24. dxe7 Hfe8 25. Hh3 Dg6 26. Df3 Ha7; 20. Rxe7+ Dxe7 21. exd5 exd5 22. Hxd5 Re4 23. Hd3 dxe5; 20. exd6 Bxa2+ 21. Kxa2 Da5+ 22. Kxb2 Hfb8+ 23. Kc1 Rb3+ 24. cxb3 (24. Kb2 Rd2+ 25. Kc1 Hb1+ mát) 24. … Dc3+ 25. Kb1 Hxb3+ 26. Ka2 Db2+ mát; 20. Rh6+ gxh6 21. gxh6+ Kh8 22. exd5 Re4 23. Bd4 Rc3+ 24. Kxb2 Hab8+ 25. Kc1 f6) 20. … exf5 og það er vandséð, hvernig hvítur nær mátsókn í þessari stöðu. 20. g6 Rc3+ 21. Kxb2 Rxd1+ 22. Kc1! fxg6 23. Hxg6! – Eftir 23. Bxe6+ Kh8 24. Hxg6 Rxe3 25. Rxe3 dxe5 sleppur svartur með skrekkinn. 23. … Hxf5 Ekki gengur 23. – hxg6 24. Bxe6+ Hf7 25. Dxg6 Bf8 (26. – Haf8 27. Dxg7+ mát) 26. Rh6+ Kh8 27. Rxf7+ Kg8 28. Rg5+ Kh8 29. Dh7+ mát. 24. Bxe6+ Kh8 Eða 24. … Kf8 25. Dxf5+ Bf6 (25. … Ke8 26. Df7+ Kd8 27. Dg8+ Bf8 28. Dxf8+ mát) 26. Hxf6+ gxf6 27. Dxf6+ Ke8 28. Bg5 og við hótuninni 29. Dh8+ mát er ekkert að gera. 25. Bxf5 dxe5 Svartur er varnarlaus: 25. … Bg5 26. Hxg5 g6 27. Dxd1 gxf5 28. exd6 og við hótuninni 29. Bd4+ er engin vörn, eða 25. … Rxe3 26. Hxg7! Kxg7 27. Dxh7+ Kf8 28. Dh8+ Kf7 29. e6+ mát, eða 25. … Bc8 26. He6! g6 27. Bxg6 Bf8 28. exd6 Db7 29. Bd4+ Kg8 30. He7! og svartur verður mát. 26. Dxh7+! Kxh7 27. Hh6++ Kg8 28. Be6+ og svartur gafst upp, því að hann verður mát, eftir 28. – Kf8 29. Hh8+. Hannes að ná sér á strik í Svíþjóð Eftir tap í tveimur fyrstu skák- unum á Sigeman-mótinu í Svíþjóð hefur Hannes Hlífar Stefánsson náð að rétta aðeins úr kútnum. Í þriðju umferð gerði hann jafntefli við Tom Wedberg (2.540) og í þeirri fjórðu sigraði hann sænska alþjóðlega meistarann Emanuel Berg (2.514). Staðan á mótinu er þessi: 1.–3. Peter Heine Nielsen, Thomas Luther, Jonny Hector 2½ v. 4.–7. Nigel Short, Vladimir Ep- ishin, Tom Wedberg, Emanuel Berg 2 v. 8.–10. Jan Timman, Hannes Stefánsson, Leif Erlend Johann- essen 1½ v. Tefldar verða níu umferðir. Mótinu lýkur 14. júní. Teflt með tilþrifum á Stigamóti Hellis SKÁK Hellisheimilið STIGAMÓT HELLIS 3. –13. júní 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Björn Þorfinnsson Sigurður Daði Sigfússon Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10-12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10-12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Safnaðarstarf TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20.30. Gísli Jónasson talar um köllun Jeremía. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is Miðvikudagur 12. júní Skógræktarferð í Heiðmörk Síðari kvöldferð í Heiðmörk til að snyrta reit F.Í. Prýðum landið! Fararstjóri Eiríkur Þormóðsson. Brottför frá BSÍ kl. 19.30 og komið við í Mörkinni 6. Allir velkomnir. Laugardagur 15. júní kl. 8.00 Jarðfræðiferð á Snæfellsnes Fararstjóri Haukur Jóhannesson jarðfræðingur. Mánudagur 17. júní kl. 10.30 Leggjabrjótur, forn þjóðleið milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Fararstjóri Jónas Haraldsson. Munið www.fi.is og bls 619 í textavarpi RUV. 12. júní Reykjafell ofan Hveragerðis (Útivistarræktin) Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Útivistar. Ekkert þátttökugjald. 14.—16. júní Fimmvörðuháls (Næturganga) Brottför frá BSÍ kl. 17.00. Verð 8.700/10.200 (í skála í Básum), 8.200/9.700 (í tjaldi í Básum). Far- arstjóri: Hallgrímur Kristinsson. 14.—16. júní Básar á Goðalandi. Helgarferð í Bása. Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Verð 7.100/8.300. 14.—17. júní Esjufjöll Brottför frá BSÍ kl. 18:00. Verð 19.900/22.800. Fararstjóri: Sylvía Kristjánsdóttir. 14.—17. júní Núpsstaðaskógur Brottför frá BSÍ kl. 18:00. Verð 12.900/14.800. Fararstjóri: Reynir Sigurðsson. 15.—16. júní Fimmvörðuhálsganga Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 7.700/9.200. 16. júní Reykjavegur (R-5) Vatns- skarð — Bláfjöll Fimmti hluti Reykjavegarins. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga/1.700 fyrir aðra. Fararstjóri: Steinar Frí- mannsson. 17. júní Leggjabrjótur Skemmtileg gönguleið frá Botns- dal og yfir á Þingvelli. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.800 fyrir félaga/2.100 fyrir aðra. Farar- stjóri: Tómas Þ. Rögnvaldsson. 21.—23. júní Jónsmessuhelgi í Básum. Munið næturgönguna. SMÁAUGLÝSINGAR ÍÞRÓTTIR mbl.is Eins og undanfarin ár eru sum- arguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Þær eru samstarfsverkefni Elli- málaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Að þessu sinni verður guðs- þjónustan í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 14:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason predikar og þjónar fyrir altari. Litli kór Neskirkju syngur undir stjórn Ingu J. Backman, org- anisti Viera Manasek. Á eftir verða veitingar í boði Seltjarnarnessóknar. Allir eru velkomnir. Sumarguðs- þjónusta Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.