Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG leit inn hjá kunningja mínum fyrir stuttu, sem rammar inn mynd- ir. Honum var nokkuð niðri fyrir og dró fram bréf sem hann hafði feng- ið sent og sýndi mér. Þarna gaf að líta mynd eftir undirritaðan og fram kom í texta sem með fylgdi að málverkinu hafði verið stolið í op- inberri byggingu á meðan starfs- fólkið skrapp í kaffi. Atvikið átti sér reyndar stað snemma morguns, nánar tiltekið kl. 9.05 á annan hvíta- sunnu. Þegar farið var að kanna málavöxtu, kom á daginn að maður sem staddur var á þriðju hæð í byggingunni hafði séð til kauða, hvar hann skaust inn í bíl og brun- aði á braut með þessa líka fínu mynd. Nú langar mig að biðja þennan listelska smekkmann, sem eflaust er tregur til að láta ránsfenginn af hendi, að lána mér umrætt verk á næstu sýningu mína. Vinsamlega hafðu samband við Hafstein Austmann – símanúmerið mitt er í skránni. Einnig má hafa samband við Innrömmunarstofuna Smiðjuna í s. 568-3890. HAFSTEINN AUSTMANN, listmálari. Óskað eftir málverki sem stolið var Frá Hafsteini Austmann: KÆRA frú Sólveig. Þau tíðindi eru að berast mér til eyrna að ráðuneyti þitt hafi ákveð- ið að afturkalla vegabréfsáritanir til handa gestum okkar hér á landi af þeirri einni ástæðu að skoðanir þeirra samrýmist ekki skoðunum þjóðhöfðingja sem hingað ætlar að koma í heimsókn. Ekki er það nóg heldur hefur víst þeim tilmælum verið beint til þeirra sem gefa út vegabréfsáritanir til landsins að gefa ekki þeim sem hafa þessar skoðanir leyfi til að ferðast hingað. Ég vona svo sannarlega að hér sé einhver misskilningur á ferð og ég vona enn frekar að hér ráði ekki óskir þess mæta gests Jiangs Zem- in sem er, ef þú skyldir ekki hafa vitað af því, æðsti maður einræð- isstjórnar sem pyntar og myrðir þegna sína. Ég get heldur ekki orða bundist yfir þeirri þvælu að hér ráði ótti lögreglu við 29 vopnaða lífverði forsetans, ég vil að þessir menn verði afvopnaðir á Keflavíkurflug- velli þar sem þeir tilheyra að öllum líkindum öryggissveitum forsetans og hafa væntanlega beitt aðra pyntingum eða tekið menn af lífi án dóms og laga. Ég tel öryggi mínu sem borgara þessa ríkis ógnað með því að hleypa þeim vopnuðum á göturnar og tel að lögreglan og dómsmálaráðuneytið hljóti að vera á sama máli þar sem fulltrúar þess nota veru þeirra hér sem afsökun fyrir því að veita ekki meðlimum Falun Gong vegabréfsáritun. Ég geri þá kröfu að Útlendingaeftirlit- ið og ríkislögreglustjóri heimti vopn þeirra þegar þeir koma til landsins og afhendi þau ekki aftur nema þeir geti lagt fram byssuleyfi og umgengist skotvopn samkvæmt reglum þessa lands. Ég hef hingað til verið stoltur af því að búa í lýðræðisríki þar sem ég hef leyfi til að hafa skoðanir hvort sem þær samrýmast skoð- unum yfirvalda eða ekki og hef einnig verið stoltur af því að mega láta þær skoðanir í ljós samkvæmt almennum leikreglum án þess að þurfa að óttast um líf mitt og limi. Ég er ekkert hræddur við að lýsa yfir þeirri skoðun minni að ég vilji ekki hafa Jiang Zemin sem gest minn og vil gjarnan að yfirvöld landsins, yfirvöld sem ég valdi mér meira að segja, segi honum að hann sé ekki velkominn hér. Því miður hafa þegnar Jiangs Zemin ekki tækifæri til að segja skoðun sína á honum og veru hans í emb- ætti né heldur geta þeir sagt frá þeim glæpum sem stjórn hans fremur þar sem líf þeirra gæti ver- ið í veði. Ég mundi áfram vera stoltur af þjóðerni mínu ef mótmælendunum yrði hleypt inn í landið og hinum tigna gesti vísað frá. Ég verð síður stoltur af því ef við tökum þátt í því að þagga niður í þegnum hans og veitum honum þannig stuðning við að beita gerræðistilburðum sem við mundum ekki setja okkur undir sjálf. Með vinsemd og þverrandi virð- ingu, ÞRÖSTUR JÓNASSON, Víðihvammi 10, 200 Kópavogur. Opið bréf til dómsmálaráðherra Frá Þresti Jónassyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.