Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 47 HARUKI Murakami er með helstu og vinsælustu höfundum síðustu ára eins og hefur áður verið sagt frá á þessum stað. Undanfarin ár hefur hann verið afkastamikill; frá 1998 hafa komið út á Vesturlöndum fjór- ar nýjar bækur hans, The Wind-Up Bird Chronicle, South of the Bor- der, West of the Sun, Underground og Sputnik Sweetheart, og ein göm- ul, Norwegian Wood. Í vikunni berst síðan hingað til lands ein bók til, After the Quake, sem hér er gerð að umtalsefni. Sjálfskipuð útlegð Murakami var mörg ár í sjálfskip- aðri útlegð, fluttist til Bandaríkj- anna 1986, ekki síst til að geta skoð- að heimaland sitt úr fjarlægð. Jarðskjálftinn mikli í Kobe 17. jan- úar 1995, en hús foreldra hans hrundi í skjálftanum, og gasárásin í neðanjarðarlestakerfi Tókýó tveim- ur mánuðum síðar, 20. mars, varð honum mikið umhugsunarefni að því hann hefur sagt, enda þóttist hann sjá að undir niðri japönsku samfélagi byltu sér myrk öfl; undir sléttu og felldu yfirborði kraumaði óánægja og spenna. Báðir atburð- irnir áttu síðan eftir að verða honum efni í ritverk, gasárásin var undir- staða bókarinnar Undergound, sem kom út á síðasta ári. Að sögn Murakamis sjálfs kom lesendabréf honum af stað við Un- derground, en hann rakst á það í glanstímariti. Í því lýsti eiginkona manns sem lent hafði í gasárásinni hvernig hann naut stuðnings og samúðar fyrst eftir árásina en eftir því sem batinn tók lengri tíma sner- ist samúðin upp í háð og fyrirlitn- ingu. Murakami dreif í að ræða við sem flest fórnarlambanna eða að- standenda þeirra og byrjaði með 700 nöfn. Honum tókst að hafa upp á 140, en þegar á reyndi vildu ekki nema 60 segja sögu sína og sumir ekki nema að hluta. Vonleysi án uppgjafar Murakami lýsti því í viðtölum vegna útgáfu bókarinnar á sínum tíma að þegar verkið hófst hafi hann verið uppfullur fordóma í garð launaþrælanna sem láta sig hafa það að fara af stað til vinnu eld- snemma á hverjum morgni, vera tvo tíma eða lengur á leið í vinnuna og snúa síðan heim á kvöldin; sjá aldrei börn sín nema um helgar og njóta nánast engra samvista við maka eða aðra ástvini. Hann áttaði sig þó snemma á því að launafólkið var að þrauka við aðstæður sem hann gæti ekki ráðið við; það sætti sig við lífið því það ætti enga möguleika á að breyta því. Minnið um fólk sem sit- ur fast í aðstæðum sem það ekki fær breytt eða vill breyta, hversu óþolandi sem þær eru, er reyndar sterkt í verkum Murakamis; leitun er að annarri eins lýsingu á vonleysi og undir lok Hard Boi- led Wonderland and the End of the World, án þess þó að gefist sé upp. Undir lok Undergro- und ræðir Murakami síðan við liðsmenn Aum Shinri Kyo, „samtaka hins æðsta sannleika“, sem stóðu að gasárás- inni í Tókýó. Einhverjir þekkja kannski til leið- toga hreyfingarinnar, Shoko Asahara, sem sauð saman hræru úr búddafræðum, hindúa- trú og Kristni, með hann sjálfan sem Krist endurborinn, og krydd- aði með Opinberunar- bók Jóhannesar og spá- dómum Nostra- damusar (virðist ekki svo ýkja frábrugðinn stofnanda Falun Gong, Li Hongzhi, en það er önnur saga). Leit að betri og fegurri heimi Í viðtölunum við félaga úr söfnuðinum, þó ekki þá sem tóku beinan þátt í árásinni, komst Murakami að því að þeir voru ósköp venjulegt fólk, og margir reyndar betur gefnir en gengur og gerist. Allir áttu þeir það þó sameig- inlegt að ná ekki að samsama sig japönsku samfélagi, að kunna ekki við neysluhyggjuna sem þem fannst gegnsýra samfélagið; þeir voru í leit að betri og fegurri heimi og í raun á sinn hátt fórnarlömb Shoko Asa- hara líkt og þeir sem urðu fyrir taugagasinu. Því er þetta allt rifjað upp að í vikunni kemur út ný bók eftir Murakami, After the Quake, sem getið er í upphafi. Í henni er hann öðrum þræði enn við sama hey- garðshornið, að segja sögur af fólki sem er fast í aðstæðum sem það ekki getur breytt, fólki sem á erfitt með að sætta sig við lífið eða fólki sem ekki á heima í þessum heimi. Sögurnar eru sjálfstæðar en þó ekki því jarðskjálftinn í Kobe tengir þær saman aukinheldur sem aðrir þræð- ir, leyndir og augljósir, tengja það saman, önnur minni og þráhyggja. Steinhjörtu og Ofurfroskur Í upphafssögunni verður eigin- kona söguhetjunnar, Komura, svo gagntekin af jarðskjálftanum að hún getur ekki slitið sig frá sjón- varpinu, starir án afláts dögum saman þar til hún hverfur á braut og skilur eftir miða þar sem hún segir að það að búa með Komura sé eins og að búa með sneið af lofti, það sé ekkert inni í honum sem hann geti veitt öðrum. Þannig verð- ur skjálftinn til þess að hún breytir lífi sínu vísvitandi og hann, sem er fórnarlamb skjálftans líkt og íbúar Kobe, neyðist til að breyta sínu og sér. Eins og getið er er skjálftinn mikli í Kobe leiðistef After the Quake, stundum sterkt og áhrifa- mikið, en einnig veikt og tregafullt. Ýmislegt fleira tengir sögurnar saman, sjá til að mynda söguna af listamanninum sem óttast það helst að lokast inni í ísskáp og deyja þannig, og síðan í lokasögunni þar sem stúlkan óttast að vera sett í lok- aðan lítinn kassa, hvort tveggja svo augljósar tilvísanir að ekki þarf að orðlengja það. Sagan af Satsuki sem kemur til Taílands í frí og ber innra með sér hatur svo heitt til manns í Kobe að hún óttast að hafa komið jarðskjálftanum af stað kallast á við söguna af Ofurfroski og hvernig hann bjargaði Tókýó með Katagiri. Hatrið sem er eins og eitraður myrkur steinn innra með Satsuki á sér samsvörun í orðunum sem ljúka sögunni af Yoskiya, sem móðir hans segir getinn af guði og kærasta hans kallar Ofurfrosk: „Hjörtu okk- ar eru ekki úr steini. Steinn getur eyðst með tímanum og glatað mynd sinni. En hjörtun eyðast aldrei.“ Hjörtu okkar eru ekki úr steini Með helstu og vinsælustu höfundum síðustu ára er japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Árni Matthíasson segir frá nýjustu bók Murakamis sem kemur út um þessar mundir. Í nýjustu bók sinni segir hinn japanski Murakami sögur sem eiga það sameiginlegt að tengj- ast jarðskjálftanum í Kobe. betra en nýtt „Fylgist með á www.borgarbio.is“ Sýnd kl. 10.10. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl 1/2kvikmyndir.is kvikmyndir.comDV Sýnd kl. 5.50. B. i. 10. J O D I E F O S T E R Einn magnaðasti spennutryllir síðustu ára! Jodie Foster, tvöfaldur Óskarsverð- launahafi, hefur aldrei verið betri. „Meistari spennu- myndanna hefur náð að smíða enn eitt meistaraverkið“ 1/2kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i 16 ára Sýnd kl. 8. B. i. 16. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. STUART TOWNSEND AALIYAH Sýnd Kl. 8 og 10. B.i. 16. Síðustu sýn. Vit 388. Frá framleiðendum I Know What You Did Last Summer og Urban Legend. Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar. Vit 379. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti ALI G INDAHOUSE Sýnd Kl. 10. B.i. 16 ára Vit 385. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8.1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i SLACKERS Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Miðasala opnar kl. 15.30 5 hágæða bíósalir kl. 7.30 og 10. Hversu vel þekkir þú maka þinn? Allt sem þú treystir á Allt sem þú veist Gæti verið lygi Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára. kvikmyndir.com 1/2 RadioX DV 1/2 kvikmyndir.is Sánd Yfir 47.000 áhorfendur! Einn magnaðasti spennutryllir síðustu ára! Jodie Foster, tvöfaldur Óskarsverð- launahafi, hefur aldrei verið betri. Frá David Fincher, leikstjóra Seven & Fight Club „Meistari spennu- myndanna hefur náð að smíða enn eitt meistaraverk- ið“ 1/2 kvikmyndir.com  Radíó X 1/2 HK DV J O D I E F O S T E R Sýnd kl. 5, 8 og 10.30. B. i. 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára. Yfir 30.000 áhorfendur Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 / i i i / i i í i i kl. 4.30. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Einn magnaðasti spennutryllir síðustu ára! Jodie Foster, tvöfaldur Óskarsverð- launahafi, hefur aldrei verið betri. Frá David Fincher, leikstjóra Seven & Fight Club „Meistari spennumyndann a hefur náð að smíða enn eitt meistaraverkið“ 1/2 kvikmyndir.com  Radíó X J O D I E F O S T E R Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. ICE CUBE MIKE EPPS BRJÁLAÐUR HASAR OG GEGGJAÐ GRÍN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.