Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 37 ✝ Andrés Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 11. apríl 1924. Hann and- aðist á Landspítalan- um við Hringbraut 4. júní síðastliðinn. For- eldrar Andrésar voru Ásmundur Gestsson, kennari í Reykjavík, f. 17.6. 1873, d. 11.2. 1954, og Helga Helgadótt- ir, húsmóðir, f. 22.6. 1891, d. 11.9. 1944. Ásmundur og Helga slitu samvistum og flutti Andrés, yngstur systkina sinna, með móður sinni á Lindar- götu í Reykjavík, þar sem hann ólst upp. Systkini Andrésar eru: Selma, húsmóðir, f. 24.2. 1915, d. 12.11. 1997, Halldór Magnús, bif- vélavirki, f. 21.8. 1916, d. 26.1. 1984, Guðrún, húsmóðir, f. 21.5. 1927, d. 2.9. 1980, og Alma, hús- móðir, f. 6.9. 1921. Systkini Andr- ésar, samfeðra, eru: Guðrún Gerð- ur, leikkona, f. 19.11. 1935, og Páll, lækn- ir, f. 23.2. 1934. Andrés kvæntist Guðlaugu Katrínu Gísladóttur 16.8. 1952 en þau slitu samvistum árið 1955. Andrés var í sambúð með Krist- ínu Guðmundsdótt- ur, f. 16.4. 1929, d. 22.7. 1961, og eign- uðust þau eina dótt- ur, Helgu Björgu, f. 29.8. 1959. Hún lést í Danmörku 4.3. 1998 og lætur eftir sig einn son, Réne Thorkels, f. 5.6. 1980. Lengstan hluta ævi sinnar bjó Andrés í Reykjavík og vann ýmis verka- mannastörf, bæði til sjós og lands. Síðustu 17 ár ævinnar bjó hann og starfaði á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför Andrésar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég var átta ára gömul þegar ég sá Andrés í fyrsta sinn. Það var á heimili Selmu systur okkar, hún leiddi mig inn í stofu og þar sá ég stórglæsilegan ungan mann í brún- um jakkafötum. „Þetta er bróðir þinn Gunna mín,“ sagði Selma og ég starði agndofa af aðdáun á þennan nýja bróður. Mér fannst hann flott- ur með dökkt liðað hár, hláturs- glampa í augum og það sem meira var, hann Andrés var með ómót- stæðilegt Clark Gable-bros. Mér fannst eldri bræður mínir tveir ekki komast í hálfkvisti við þetta undur. Og eftir að hafa átt með þeim systk- inum skemmtilega stund þarna í stofunni hennar Selmu kvaddi ég þau og hvíslaði að systur minni um leið og ég fór: „Hann er svo sætur, gaman að hafa eignast svona sætan bróður.“ Selma kyssti mig að skiln- aði og sagði: „Ég mátti til með að lofa þér að hitta hann, en þú skalt ekki tala um hann við pabba þegar þú kemur heim.“ Þegar ég bað syst- ur mína um skýringu á þessari leynd sagði hún mér að það væri svo margt sárt í brjóstinu á pabba eftir skilnað mömmu sinnar og hans. Andrés hafði fylgt móður sinni og þetta yrði ég, seinni konu barnið, að skilja. Auðvitað skildi ég ekki neitt þá, var aðeins sár yfir að mega hvorki segja pabba né félögum mínum frá þeim feng sem mér hafði hlotnast að eignast slíkan hálfbróður. En seinna fékk ég að skilja að á þeim árum var ekki til siðs að tala um sársaukafulla hluti sem gerðust og gerast enn í fjölskyldum. Lífið varð að sýnast slétt og fellt á yfirborð- inu. Næst þegar ég sá Andrés voru liðin 14 ár frá því fundum okkar bar saman í stofunni hennar Selmu. Ég fór og heimsótti hann af því ég hafði frétt að hann lægi mikið veikur á spítala. Þegar ég kom að rúminu hans og ætlaði að fara að gefa hon- um skýringu á hver ég væri sá ég að það var óþarfi því það héngu tvær blaðaljósmyndir af mér fyrir ofan rúmið hans. Voru þessar myndir klipptar út úr leikdómum um leikrit sem þá var á fjölunum í Iðnó og það undarlega var að þessar myndir voru alveg eins, enda klipptar út úr tveimur Morgunblöðum. Mér hlýn- aði óneitanlega um hjartað þegar ég sá að honum Andrési þótti vænt um að vera bróðir minn þótt gamall sársauki foreldra okkar hindraði að við fengjum að kynnast og eiga eðli- leg samskipti sem systkini. Árin liðu og dag einn var ég í heimsóknartíma á Landspítalanum einhverra erinda, frammi á gangi. Þar sat Andrés og við hlið hans kona, sem auðsjáanlega var sjúk- lingur. Eins og alltaf fékk ég fallega brosið hans þegar hann heilsaði mér og kynnti mig fyrir sessunaut sínum: „Þetta er konan mín,“ sagði hann. „Við eigum litla dóttur, hún fær að vera hér á spítalanum meðan mamma hennar er svona veik.“ Við þessi orð hans seildust hendur þeirra beggja yfir borðið og það handtak sleppti ekki meðan þau leiddu mig inn í sjúkrastofu þar sem hún var, dóttirin, gimsteinninn þeirra. „Hún heitir Helga í höfuðið á mömmu,“ sagði Andrés og augu hans ljómuðu af stolti. „Sjáðu, hún vill koma til þín,“ bætti hann við. Og í fang mitt kom hún Helga, það var auðséð að hún hafði ekki aðeins erft nafnið hennar föðurömmu sinnar heldur líka fegurð hennar, því Helga Helgadóttir, fyrri kona föður míns, var annáluð fyrir glæsileika. Stuttu seinna dó Kristín þar á sjúkrahúsinu. Og Andrés, sem sá sér ekki fært að gefa dóttur sinni það uppeldi sem yrði henni fyrir bestu, gaf dóttur sína góðu fólki til ættleiðingar. Kannski kom van- máttur æskuáranna þar til sögunn- ar. Árin sem hann ólst upp hjá ein- stæðri veikri móður höfðu gefið honum þá reynslu sem hann ætlaði ekki sínu elskaða barni. Sínu eina barni. En sársauki þessara ára, konumissirinn og að þurfa að gefa frá sér dýrgripinn sinn, átti eftir að lita allt hans líf eftir það. Nú er hann bróðir minn kominn til Guðs, hann þarf ekki neinar velktar blaðaljósmyndir fyrir ofan rúmið sitt þar til að sannfæra sig um að hann tilheyrði fjölskyldu. Því það eitt veit ég af kynnum mínum við minn elskulega bróður, að hann tilheyrir fjölskyldu Guðs. Og þær sem hann elskaði mest í þessum heimi, konan hans og dóttir, eru komnar þangað á undan honum og mér finnst ég sjái þau þrjú saman í nýjum heimi, heimi sem er fullur birtu og fyrirgefningar. Öll leynd og hulinn sársauki þrífast ekki þar, því veit ég að faðir minn og hans fyrri kona eru þar einhvers staðar nærri og fá að horfa á litlu fjöl- skylduna hans Andrésar sem nú fær að lifa saman. Og af því að þessi heimur, heimur vonarinnar, er svo hátt yfir skilning okkar mannanna hafinn get ég séð hann föður minn seilast eftir hendi sinnar fyrri konu og handtakið verður þétt og lang- þráð. Guðrún Ásmundsdóttir. „Hann var góður þessi.“ Þessi orð heyrast ekki lengur í Hvera- gerði. Andrés Ásmundsson er látinn. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut á fallegasta degi sum- arsins eftir skamma legu. Andrés kom sem heimilismaður í Ás í Hveragerði fyrir 15 árum. Hann gat aldrei verið verklaus og frá fyrstu stundu var hann starfs- maður þar. Andrés var alla tíð þar til nú í vetrarbyrjun „reddari“ og „sendi- herra“ á heimilinu en þá fór heils- unni að hraka. Hann sótti póstinn í mörg ár, braut saman tóma pappa- kassa og gekk frá vörum. Leikarinn Andrés var aldrei langt undan og oft var hlegið dátt í eldhúsinu þegar hann fór með ein- þáttunginn „Hvíti sloppurinn“. Ef „stelpurnar“ í Ásgerði vantaði varalit, augnskugga, hárlit eða hvað það nefndist fór Andrés í apótekið og reddaði þessum málum. Hjá „tuska“ keypti hann skó, peysur, buxur o.s.frv. fyrir hina og þessa. „Nammikarlinn“ – undir því nafni gekk hann hjá börnunum í Hveragerði, því þeir eru margir brjóstsykurspokarnir, fílakara- mellupokarnir og prinspólóin sem hann laumaði í litlar hendur. Oft var guðað á glugga á skrif- stofunni og inn komu karamellur eða eitthvert annað slikkerí. Ófá eru þau prinspólóin sem „húsakonurnar“ hafa innbyrt í gegnum tíðina og svona mætti lengi telja hvernig hann Andrés okkar var. Sagt er að maður komi í manns stað en það kemur enginn í stað Andrésar. Mannlíf í Hveragerði og Ási er fátækara að honum gengn- um, lífshlaup hans var ekki alltaf auðvelt og er það von okkar og bæn að á grænum grundum megi hann hvílast og við vötnin megi hann næðis njóta. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinumegin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pét.) Við samferðafólk vinar okkar Andrésar eigum eftir að sakna hans og biðjum honum Guðs friðar. Eyjólfur og Brynja. ANDRÉS ÁSMUNDSSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 við Nýbýlaveg, Kópavogi LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ;  - %   %   &  .-45 #*3 -335  E= ), , *    '     1& *     *   3   ""# 9          <   "32 "!##    &  / )% : " (F  %$$ 4 F  %$$ .% & F '    ! %$$ +'  " " %'   +'   %$$ "  "+'   %$$1 :', *   *   3 * =>=78$+>=14'=1?@1>=14@AAB1 >>$  $91 9 "AG1 :', *   *   3 * =>=78$+>=14'=1?@1>=14@AAB1 : ,, #"&&91 9 "AG1 ;  -     %    %  %  &    .-H#5 3.! -335  "$""I? #%D ' *  4       2  ""# ?   *    / 8  &C//     6 "  %' #$ 416 ' #$#$  %$$   %6 'J  "#$ %$$ $+%6 ' 6 0!/ 0 %$$ #$ +','  #$  %$$ /  /0')$,9 $" D    54: 5 -335 / "$EG ), , *    6 *  5     2  ""# ?    *             : %,  %/$$' 5 "%/$ %$$ " "7)' " %/$ %$$ 7)"#$' #$%/$ %$$ 5 " $"%/$ "  +'  "# %$")4  "  " ':(, 1 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.