Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 13 LANDSMÓT skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri dagana 16.– 23. júlí næstkomandi og er und- irbúningur í fullum gangi, en skáta- hreyfingin kynnti á dögunum Fjöl- miðlasetrið sem verður á mótssvæðinu. Guðmundur Pálsson mótsstjóri segir að búist sé við fimm þúsund manns þegar mest verði, en lands- mótið er haldið á þriggja ára fresti. Að hans sögn koma þátttakendur al- staðar að úr heiminum, til dæmis koma nokkrir þátttakendur frá Hong Kong. „Við gefum einnig fjölskyldum skátanna og öðru áhugafólki kost á að koma og dvelja með okkur allan tímann eða skemur. Þá gista þau á sérstöku fjölskyldusvæði en á því gilda önnur lögmál en á að- almótsvæðinu,“ segir Guðmundur og bendir á að hápunktur mótsins verði laugardagurinn 20. júlí, en þá verði sérstök hátíðardagskrá sem endi með glæsilegri kvöldvöku. Landsmótið er sóknarfæri fyrir skátahreyfinguna Hann segir að landsmót skáta sé sóknarfæri fyrir skátahreyfinguna og því sé mikil áhersla lögð á kynn- ingarmál. Einar Elí Magnússon, starfsmaður Bandalags íslenskra skáta, heldur utan um þau málefni og mun stýra Fjölmiðlasetrinu. Hann segir að kynningarstarfið und- anfarna mánuði hafi einkum beinst að innviðum hreyfingarinnar, það er skátafélögunum sjálfum, en nú standi til að efla það út á við. „Það er að sjálfsögðu heilmikil vinna sem felst í að koma Fjölmiðlasetrinu á laggirnar,“ segir Einar og útskýrir að Fjölmiðlasetrið, sem starfrækt verði á mótssvæðinu, muni hýsa vef- setur, mótsblað, útvarpsstöð og standa fyrir tengslum við sjónvarps- og annað fjölmiðlafólk. „Þeir sem munu koma til með að bera hitann og þungann af þessari umfjöllun er ungt fólk, sem þegar hefur reynslu af fjölmiðlum,“ bætir hann við. „Miðpunktur fjölmiðlasetursins verður fréttastofa sem mun á hverj- um degi leggja línurnar í umfjöllun þeirra miðla sem starfa á mótinu, en það er til að tryggja að fjölmiðlun af mótinu segi frá því sem við viljum segja frá og verði vönduð,“ bendir Guðmundur á. Að sögn Einars verður aðstaða fyrir fréttaritara á svæðinu til að vinna sitt efni beint frá mótsstað og senda það sínum fréttastofum ásamt mynd- og hljóðefni, auk þess sem öll- um fjölmiðlum verður veittur raf- rænn aðgangur að ljósmyndabanka mótsins. Öflugt fjölmiðlasetur á landsmóti skáta Morgunblaðið/Arnaldur Fulltrúar skátahreyfingarinnar á fundi, þar sem stofnun Fjölmiðlaseturs var kynnt. LANDHELGISGÆSLAN lítur al- varlegum augum atvik sem varð í Kollafirði þegar skemmtibátur stefndi á mikilli ferð á eftirlitsbát varðskipsins Ægis. Með snarræði tókst að forðast ásiglingu. Gæslu- menn hafa ekki lent í ásiglingartil- raun síðan á þorskastríðsárunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Landhelgisgæslunni vegna atviks sem varð þegar eftirlitsbáturinn var sendur inn á Kollafjörð til eftirlits síð- astliðna helgi. Þetta var gert eftir að Gæslunni barst listi frá Siglingastofn- un um að fjöldi skemmtibáta væri án haffæris og því í farbanni. Einn skemmtibátanna stefndi á mikilli ferð á eftirlitsbát varðskipsins en með snarræði tókst að forðast ásiglingu. Veitti skemmtibátnum eftirför „Eftirlitsbáturinn kom að nokkrum skemmtibátum við Þerney og þar af voru tveir án haffæris, skv. lista Sigl- ingastofnunar. Ákveðið var að fara á svæðið og tilkynna skipstjórum bátanna að þeir mættu ekki vera á sjó. Þegar viðræðum við umráða- menn bátanna var lokið varð stýri- maður varðskipsins þess var að einn skemmtibátanna sigldi af stað og stefndi á mikilli ferð á eftirlitsbát varðskipsins. Með snarræði tókst að forða ásiglingu með því að beita fyllsta vélarafli eftirlitsbátsins og bægja þannig hættunni frá. Að mati stýrimanns varðskipsins mátti litlu muna að þarna yrði stórslys. Eftirlitsbáturinn veitti skemmti- bátnum eftirför til að reyna að ná tali af skipstjóra en honum tókst að kom- ast undan. Skipherra varðskipsins hringdi tvisvar í hann en hann huns- aði fyrirmæli en hélt þó að lokum til hafnar þar sem lögregla tók á móti honum." Reyndi ásiglingu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var kosin formaður hverfisráðs miðborgar á borgar- stjórnarfundi í fyrradag en kosið var nú í fyrsta skipti í átta hverfisráð borgarinnar. Frestað var kosningu í hverfisráð Nesja. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn formaður hverfisráðs Vesturbæjar og auk hans sitja í ráðinu Birna Kristín Jónsdóttir, R-lista, og Kjartan Magn- ússon, D-lista. Borgarstjóri er sem fyrr segir formaður hverfisráðs mið- borgar og ásamt henni sitja í ráðinu Steinunn Birna Ragnarsdóttir, R- lista, og Gísli Marteinn Baldursson, D-lista. Hverfisráð Austurbæjar- norður er skipað Björk Vilhelmsdótt- ur formanni, Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur, R-lista, og Jórunni Frí- mannsdóttur, D-lista. Formaður hverfisráðs Austurbæjar-suður er Anna Kristinsdóttir og auk hennar eru í ráðinu Guðmundur Magnússon, R-lista, og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, D-lista. Hverfisráð Grafarvogs er skipað Stefáni Jóni Hafstein sem kjörinn var formaður ráðsins, Þorláki Björnssyni, R-lista, og Guðlaugi Þ. Þórðarsyni, D-lista. Dagur B. Egg- ertsson er formaður hverfisráðs Ár- bæjar og auk hans sitja í ráðinu Rún- ar Geirmundsson, R-lista, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, D-lista. Alfreð Þorsteinsson er formaður hverfisráðs Breiðholts og auk hans sitja í ráðinu Þorlákur Þorláksson, R-lista, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, D-lista. Samkvæmt tillögu um hverfisráð sem samþykkt var í borgarstjórn fyr- ir áramót munu auk kjörinna fulltrúa öll hverfisbundin félög og stofnanir eiga fulltrúa í ráðunum. Í greinargerð sem fylgdi tillögunni sem samþykkt var segir að hverfisráð verði sam- starfsvettvangur íbúa, félagasam- taka, athafnalífs og borgaryfirvalda og virkur þátttakandi í allri stefnu- mörkun hverfisins. Þar verði kynntar framkvæmdir og önnur verkefni sem tengjast hverfunum og leitað skipu- lega eftir ábendingum íbúa um hvað betur megi fara í hverju hverfi. Einn- ig segir að hverfisráðin séu kjörinn vettvangur fyrir samstarf á sviði for- varna, unglingamála, foreldrasam- starfs og menningar- og íþróttasam- starfs. Kosið í hverfisráð Reykjavíkur Borgarstjóri for- maður hverfis- ráðs miðborgar ALBANI sem handtekinn var við komu til Íslands nýlega, þar sem á honum fundust fölsuð vegabréf, var sýknaður af ákæru um að hafa komið með bréfin í því skyni að hjálpa hjón- um með tvö börn, sem vegabréfin voru ætluð, að dvelja ólöglega hér á landi, en þau hafi komið til landsins án löglegra ferðaskilríkja og dvalar- heimilda á Schengen-svæðinu. Í niðurstöðum dómara segir að komið hafi í ljós að fjölskyldan um- rædda hafi komið til landsins á alb- önskum vegabréfum sínum með árit- un inn á Schengen-svæðið sem enn hafi verið í gildi er ákærði var hand- tekinn 8. maí. Ein af meginstoðum ákæruvalds- ins undir þá fullyrðingu að ákærði hafi ætlað sér að aðstoða fjölskylduna við að dvelja ólöglega á Íslandi var fyrri framburður þeirra hjóna fyrir dómi, um að þau hefðu sent sín albön- sku vegabréf með pósti til Albaníu og að þau dveldu því hér án löglegra ferðaskilríkja. Ákæruvaldið hafi því talið að forsenda fyrir áframhaldandi dvöl fólksins hér á landi væri að þau fengju í hendur þau fölsuðu slóvensku vegabréf sem ákærði hafði undir höndum. Nú væri upplýst að fjöl- skyldan sendi vegabréf sín ekki úr landi og í umræddum vegabréfum væri vegabréfsáritun inn á Schengen- svæðið sem enn var í gildi þegar ákærði var handtekinn. Fjölskyldan hafi því ekki dvalið ólöglega á Íslandi þegar ákærði var handtekinn og ekk- ert í rannsókn málsins bendir til þess að tilgangur ákærða með því að af- henda henni vegabréfin hafi verið sá að gera henni kleift að dvelja ólöglega á Íslandi. Sú verknaðarlýsing sem fram kæmi í ákæru fengi því ekki staðist. Það væri því mat dómsins að ákærði hafi ekki gerst sekur um þann verknað sem lýst væri í ákæru og hafi þar af leiðandi ekki gerst sekur um brot þau á lögum sem vísað væri til í ákæruskjali. Væru því ekki efni til annars en að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Í ljósi þessarrar niðurstöðu felldi dómari allan kostnað sakarinnar á ríkissjóð og eru þar með talin 400.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verj- anda ákærða. Þótti sýnt að Albaninn hafi verið fenginn til að koma vega- bréfum og fatnaði til fjölskyldunnar. Hins vegar segir í dóminum að rannsókn málsins hafi miðað að því að upplýsa meinta skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi sem fælist í því að smygla fólki milli landa með því að nota fölsuð ferðaskilríki. Dómara þótti að í ljós hafi verið leitt að fjöl- skyldan umrædda hafi átt von á því að fá send hin fölsuðu vegabréf og hafi ætlað að nota þau til að halda för sinni áfram til Bandaríkja Norður-Amer- íku. Þá taldi dómurinn og ljóst að fjöl- skyldan hafi notið aðstoðar frá Alb- ananum við að hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Hjónin hafi borið fyrir dómi að þau hefðu átt von á manni með sendingu til þeirra. Ákærði hefði haft í fórum sínum fölsuð vegabréf með myndum af fjölskyldunni ásamt fötum sem konan staðfesti fyrir dómi að hún ætti. Einnig hefði ákærði haft í tösku sinni orðsendingu til fjölskyld- unnar með rithönd móður konunnar. Skýringar sem ákærði gaf, fyrst fyrir tollyfirvöldum, síðan fyrir lög- reglu og fyrir dómi, segir dómari að hafi verið misvísandi, mótsagna- kenndar og í hróplegu ósamræmi við aðrar upplýsingar sem lægju fyrir í málinu. Þegar gögn málsins væru könnuð í heild, ásamt framburði vitna, yrði að telja að ákærði hafi ver- ið fenginn til að koma umræddum vegabréfum og fatnaði til fjölskyld- unnar sem hér dvaldist. Miðað við fjarstæðukenndar skýringar ákærða á því hvers vegna hann hafði þessa muni í fórum sínum yrði að telja lík- legt að hann hafi gert sér fulla grein fyrir því að umrædd ferðaskilríki voru fölsuð, segir í dómnum. Komust ekki til Minneapolis vegabréfalaus Þrátt fyrir þetta yrði ekki undan því vikist að horfa til þess að fjöl- skyldan kom til Íslands og dvaldist hér á grundvelli vegabréfsáritunar inn á Schengensvæðið. Hefði ekki verið byggt á því af hálfu ákæruvalds- ins að vegabréfsáritanir þessar væru falsaðar. Yrði því að leggja það til grundvallar að um gildar áritanir væri að ræða. Samkvæmt því sem í þeim stæði var heimill dvalartími ekki liðinn þegar hjónin báðu um hæli hér 10. maí síðastliðinn. Rannsóknargögn málsins bentu eindregið til þess að hjónin hafi ætlað sér að fljúga til Minneapolis 10. maí en þær áætlanir hafi brugðist vegna þess að þau fengu ekki hin fölsuðu vegabréf eins og til hafi staðið. Albaninn sýknaður í vegabréfamálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.