Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 41 Sterkar kalk + D-vítamín Styrkir bein og tennur 400 mg af kalki töflur til að gleypa. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Rafmagnssláttuvél 1100W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Silent 33 tilbo›: 16.900 Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 ltr grashirðupoki tilbo›: 44.900 Euro 45 tilbo›: 32.900 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Garden Combi tilbo›: 215.000 Bensínsláttuvél 12,5 hestöfl B&S mótor 170 ltr grashirðupoki fáanlegur Estate President tilbo›: 354.000 Bensínsláttuvél 13,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Park Comfort tilbo›: 490.000 Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Sláttubúnaður að framan Vetrarsól • Askalind 4 • Kópavogi • Sími: 564 1864 Hágæða sláttuvélar ÍSLENSK stjórn- völd vilja að mannrétt- indi víki fyrir viðskipt- um, ofstæki stjórn- valda er notað til þess að verða við þessum kröfum. Nú hefur hinn umdeildi svarti listi lengst og lengist enn. Íslensk nöfn eru kom- in á hann eftir mót- mælin. Aðferðir ís- lenskra stjórnvalda sögðu menn að væru til þess að tryggja ör- yggi kommúnistaleið- togans, en ekki til að koma í veg fyrir mót- mæli. Alls staðar fékk lögreglan að vernda kommúnista- áróðurinn og varð við öllum kröfum starfsmanna kínverska sendiráðs- ins, aðrir urðu að víkja af staðnum fyrir þeim og horfa á áróðurinn án þess að fá nokkuð að gert fyrir utan hina merkilegu gulu línu. Það hefði ekki komið neinum á óvart að sjá allt lögregluliðið í kín- verskum lögreglubúningum alls staðar þar sem Jiang Zemin var og hún hagaði sér að öllu jöfnu í sam- ræmi við það. Menn spurðu lögregl- una ákaft hvort hún væri orðin al- veg heilaþvegin af þessum komm- únistaáróðri. Menn höfðu það á orði að við værum núna með kínversk lög og stefnuskrá sem íslenska lög- reglan varð að framfylgja í einu og öllu og þjóna þannig bæði kín- verska áróðursliðinu og sendi- ráðinu hér í hvívetna. Gúlagið í Njarðvík og áróðurssetrið í Leifs- stöð var eitt af mörgum vopnum sem beitt var því eins og Davíð sagði „að það þurfti að hafa aga á herbúðum“. Ef við gefum okkur það að aðrir þjóðarleiðtogar kæmu hingað eins og t.d. Gaddafhi eða Kim Jong Il og sendu sína svörtu lista myndu þá ís- lensk stjórnvöld hegða sér eins, og stöðva menn erlendis og hafa uppi strangt eftirlit og nota Gúlag eins og gert var í þessari heimsókn? Eftirlitið var mikið hjá kínverska sendiráðinu og menn ljósmyndaðir, hundeltir á bílum því það þurfti að finna menn og koma þeim á svarta listann sem allra allra fyrst. Þannig var þetta á Geysissvæð- inu þar sem ég sagði við ljósmynd- ara frá kínverska sendiráðinu að ég væri fyrir löngu kominn á svarta listann og filman þeirra hlyti að vera búin. Eftir það settist ég niður við hliðina á eldri konu sem spurði á ensku hvað gengi á, en ég sagði konunni að Stóri meistarinn og stríðsherrann Jiang Zemin væri á leiðinni. Við það var tekin mynd af mér og ókunnu konunni og manni hennar. Sagði ég henni þá að nú væri þau komin á svarta listann. Síðan kom eitthvað sem líktist stórum svörtum smalahundum og smalaði okkur út af svæðinu. Vinur minn Mike Chen var síðan handtek- inn og hafður í haldi í meira en klukkustund. Ekki talaði lögreglan við Mike hvað þá leitaði að vopnum á honum. Allt var þetta gert án dóms og laga. Eftir þetta mætti okkur rauða áróðurs- maskínan með sinn há- vaða og óþægilega bumbuslátt. Síðan horfði Jiang Zemin og fylgdarlið hans á okk- ur eins og við værum geimverur. En bak við tjöldin hafði kínverska sendiráðið stöðugar ábendingar í frammi sem íslenska lögreglan hlýddi án þess að spyrja, rétt eins og í öðrum kommúnista- ríkjum. Að vísu eru til dæmi um undantekningar þar sem kurteisar lögreglur sýndu mönnum virðingu. Auðvitað vilja íslensk stjórnvöld ekkert kannast við svarta listann eða segja okkur nákvæmlega hvað- an hann er kominn. Eru þeir ekki með þessu sem hér er nefnt beinlín- is að taka þátt í og styðja að menn séu ofsóttir og að mótmæli séu ekki leyfð eins og í Kína? Yfir 1.600 pyntuð til dauða, 100 þúsundum varpað í fangelsi, yfir 25 þúsundir sendar í vinnubúðir, og 1.000 settir á geðveikrahæli. Yfir 200 kaþólskir prestar eru í fangelsum, kirkjur og Biblíur brenndar, nema sú biblía sem kínversk stjórnvöld viður- kenna og er ekkert í samræmi við þá Biblíu sem við þekkjum. Eins er það með önnur trúarbrögð, eins og t.d. buddista, en þeir sem stunda þau fræði eru fangelsaðir og stöð- ugt er verið að handtaka fólk með trúarrit þar á meðal Biblíu smygl- ara og þeir settir í fangelsi án dóms og laga. Samkvæmt skýrslu Amnesty Int- ernational 5. mars 2002 – fyrirskip- un frá Jiang Zemin „drepið Falun Gong-iðkendur án miskunnar“. Þetta hefur leitt til þess að yfir fimm þúsund manns hafa horfið og yfir hundrað látist síðustu tvær vik- ur. Á CNN var tilvitnun í Jiang Zemin: „Notið öll tiltæk ráð til að útrýma Falun Gong-hreyfingunni að öðrum kosti verður hún stór- kostlegur veikleiki fyrir kommún- istaflokkinn.“ Yfirlýsing af 53. fundi UN þar sem tilkynnt er um mannréttinda- brot: „Ríkisstjórnin (kínverska), í stöðu sinni til að svara ógn, leitaðist við að réttlæta skipulagða herferð sína gegn Falun Gong með því að uppnefna þau „evil cult“ sem veldi dauðsföllum og sundrungu fjöl- skyldna. Samkvæmt okkar rann- sókn hins vegar hafa einu dauðs- föllin verið af völdum kínverskra stjórnvalda sjálfra.“ Frá Mannréttindasamtökunum Human Right Watch: „Melimir Falun Gong eru friðsamir og lög- hlýðnir borgarar og það fyrirfinn- ast alls engar réttlætingar á þeim ofsóknum sem þetta fólk hefur mátt þola. Sú fullyrðing að kínverskum stöðugleika standi ógn af Falun Gong stenst einfaldlega ekki. Einn- ig sú fullyrðing að það að aðhyllast Falun Gong sé ógn við heilsu manna er jafn röng. Hin raunveru- lega ógnun við heilsu Falun Gong- iðkenda er þegar lögregla og fanga- verðir leggja hendur á þá,“ segir Sidney Jones, yfirmaður hinnar as- ísku mannréttindadeildar. Í The New York Times 6. des 1999 segir: Clinton þáverandi Bandaríkjaforseti gagnrýndi harð- lega alla aðför að Falun Gong og sagði að hún væri byggð á staðlaus- um forsendum. Hann kallaði þetta ógnvekjandi dæmi er ríkisstjórn réðist gegn þeim „sem þreyttu bar- áttu frelsis“. Hann sagði að stefna Falon Gong væri ekki pólitísk og kenningar þeirra og iðkun væri okkur framandi. „En stefnan ætti engu að síður ætíð að vera sú sama, frelsi og réttur væru þau grunnat- riði sem máli skiptu.“ Mönnum er bannað að vera með mótmæli í sínu heimalandi og næst- um því alveg hérna á Íslandi. Menn hér heima þykjast hafa talað við Jiang Zemin um mannréttindi og að sjálfsögðu trúir því ekki nokkur maður þar sem ekkert er sagt nán- ar frá því. Við könnumst öll við þennan sýndarleik. Auðvitað mun Davíð Oddsson ekki tala við frið- sama mótmælendur Falun Gong þar sem hann er svona hliðhollur Ji- ang Zemin. Því maðurinn er bara í því að réttlæta gerðir íslenskra stjórnvalda með frekar lélegum og barnalegum skýringum. Opið bréf til ís- lenskra ráðamanna Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Mótmæli Menn spurðu lögregl- una ákaft, segir Þor- steinn Sch. Thor- steinsson, hvort hún væri orðin alveg heila- þvegin af þessum kommúnistaáróðri. Höfundur er formaður samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.