Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Steinunn Jónas Hallgrímsson og Helgi Arngrímsson. Fyrir hönd Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri tók Helgi við frumkvöðlaverðlaununum. AÐALFUNDUR Markaðsstofu Austurlands var haldinn á Fosshót- eli Reyðarfirði nýverið. Auk hefð- bundinna aðalfundarstarfa voru kynntar nýjustu breytingar á vefn- um www.east.is, sem rekinn er af Ferðamálasamtökum Austurlands. Þá samþykkti fundurinn að í ljósi breyttra aðstæðna, sem leitt geta af sér mikla fjölgun ferðamanna á svæðinu, beiti Markaðsstofan sér fyrir endurskoðun á skipulagi ferðamála á Austurlandi. Þannig verði endurskoðuð tengslin við Ferðamálasamtök Austurlands og Þróunarstofu, með það að markmiði að starf Markaðsstofunnar verði ár- angursríkara. Stjórn Markaðsstof- unnar var endurkjörin en stjórn- arformaður er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Á fundinum kom fram að starf- semi Markaðsstofunnar hefur verið öflug og á síðasta starfsári voru t.d. haldnir 13 fundir í framkvæmdaráði þar sem tekið var á ýmsum málum. Bátamálin svokölluðu brunnu þar heitast á mönnum og kom fram að stjórn Markaðsstofunnar hafði mik- ið beitt sér til að stuðla að áfram- haldandi siglingum með ferðamenn á Austurlandi, hvort sem er á sjó, vatni eða ám. Það væri þó ljóst að mikið og margt þyrfti að koma til svo rekstrarumhverfi siglinganna batnaði. Frumkvöðlaverðlaun veitt Jóhanna Gísladóttir fram- kvæmdastjóri MA rakti fjölmörg verkefni sem Markaðsstofan vann að á síðasta ári og sagði frá mik- ilvægum haustfundi um kynning- armál á Breiðdalsvík og árangurs- ríku málþingi um gönguleiðir á Borgarfirði. Þá kom fram í máli hennar að á sl. ári komu um 50 manns frá innlendum og erlendum ferðaskrifstofum í kynnisferðir til Austurlands á vegum Markaðsstof- unnar, með stuðningi Flugfélags Ís- lands og tuga ferðaþjónustufyrir- tækja á Austurlandi. Á fundinum voru frumkvöðla- verðlaun Markaðsstofunnar veitt í þriðja sinn. Að þessu sinni fóru verðlaunin til Ferðamálahóps Borgafjarðar eystri og veitti Helgi M. Arngrímsson formaður hópsins þeim viðtöku. Ferðamálahópurinn var stofnaður árið 1996 og hefur síðan unnið ótrúlega öflugt starf við uppbyggingu gönguleiða á svæðinu umhverfis Borgarfjörð og útgáfu kortsins Gönguleiðir á Víknaslóð- um. Nú er sú vinna farin að skila þeim árangri að ferðamenn koma í stórum stíl inn á svæðið og skilja þar eftir umtalsverða fjármuni. Í fyrra komu á annað þúsund manns til Borgarfjarðar í skipulagðar gönguferðir. Þetta hefur verið Markaðsstof- unni hvatning til að kynna Austur- land sem paradís göngumannsins og í farvatninu er frekari kynning á Austurlandi sem gönguleiðasvæði. Endurskoða á skipulag ferðamála á Austurlandi Egilsstaðir LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 21 KENNARAR og starfsfólk grunn- skólanna í Borgarbyggð sátu fyrsta hluta námskeiðs um sjálfsmat skóla í Þinghamri á Varmalandi fyrir skemmstu. Það voru þeir Ingvar Sigurgeirsson og Ólafur Helgi Jó- hannsson frá Kennaraháskóla Ís- lands sem sáu um námskeiðið. Þeir byrjuðu á að kynna þær hugmyndir sem liggja að baki sjálfsmati skóla og hvað sjálfsmats- hugtakið þýðir. Síðan var fjallað um formlegar forsendur sjálfsmats, rætt um sjálfsmatsaðferðir og álitamál um námsmat. Í lögum um grunnskóla nr. 66 frá 1995 segir að sérhver grunn- skóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, sam- skipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Að frumkvæði menntamálaráðuneytisins er síðan gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Skólarnir í Borgarbyggð fengu úthlutað styrk að upphæð 235 þús- und kr. frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til þess að fara af stað með sjálfsmat skóla. Styrkurinn verður notaður til þess að greiða fyrir utanaðkomandi aðstoð við að koma þessum verkefnum áfram, og í ágúst er fyrirhugað þriggja daga samfellt áframhaldandi námskeið um sjálfsmat. Sjálfsmat skóla á vornámskeiði á Varmalandi Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Áhugasamir kennarar og starfsfólk skóla á námskeiði. SJÁ EINNIG LANDIÐ BLS 54 ÓVENJULEGT brúðkaup átti sér stað er sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, gaf sam- an breskt par á þilfari skonnort- unnar Hauks á Skjálfandaflóa á dögunum. Um sönginn sá kór höfr- unga sem léku sér í kringum skonn- ortuna meðan athöfnin fór fram. Þau sem gefin voru saman komu frá Englandi til Húsavíkur í tilefni opnunar Hvalasafnsins, en þau heita Richard Charles Sabin og Clarie Alexandra Valentine. Rich- ard Sabin er yfirmaður spen- dýradeildar breska náttúru- fræðisafnsins í London og hefur komið hingað áður og starfað þá með Ásbirni Björgvinssyni hjá Hvalasafninu. Séra Sighvatur hafði á orði þeg- ar hann var stiginn á land aftur að þetta hefði verið mjög skemmtileg athöfn og þarna væri kannski kom- inn nýr valkostur í þeirri öflugu ferðaþjónustu sem rekin væri á Húsavík í dag. Ljósmynd/Páll Stefánsson Höfrungahópur lék undir við óvenjulegt brúðkaup Húsavík Verk- fræðistof- an Hnit opnar útibú Ólafsfjörður VERKFRÆÐISTOFAN Hnit mun á næstunni opna útibú í Ólafsfirði, og mun einn starfs- maður verða þar til að byrja með. Með starfsstöð sinni mun verkfræðistofan Hnit veita viðskiptavinum sínum í Ólafsfirði verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjahönnunar, verkefnastjórnunar og verk- eftirlits, kortagerðar og mæl- inga, landupplýsingatækni og hugbúnaðargerðar. Starfs- stöðin verður búin öllum nauðsynlegum tölvu- og tækjabúnaði. Þegar hefur verið samið við bæinn um uppbyggingu gagnagrunns fyrir Ólafsfjarð- arbæ, sérstaklega með lagna- kerfi bæjarins í huga. Kerfið verður byggt ofan á grunn- og myndkort sem unn- in eru eftir loftmyndum Hnits, teknum úr 1500 og 4000 metra hæð sumarið 2001. Gögnin munu verða að- gengileg stjórnendum og að hluta til almenningi í gegnum Netið. Fyrstu áfangar kerf- isins felast í að skrá allar vatns-, hita- og frárennslis- lagnir bæjarins á stafrænt form. Þar með fást upplýs- ingar um legu allra lagna í bæjarfélaginu ásamt m.a. upplýsingum um aldur þeirra og efnisgerð. Hús verða einn- ig tengd við heimilisföng og þar með er hægt að tengja þau t.d. við gögn fasteigna- mats, byggingarfulltrúa og Hagstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.