Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 65 DV Kvikmyndir.is  Mbl  Kvikmyndir.com J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is  1/2 kvi myndir.is ÓHT Rás 2ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 7.15 og 10. Vit 380. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 Yfir 30.000 áhorfendur Sýnd. kl. 7.30 og 10. Vit 384. Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Frá framleiðendum I Know What You Did Last Summer og Urban Legend. Sýnd kl. 8. Vit 367 Sýnd kl. 4 og 5.30. Ísl tal. Vit 358. Skilin milli heima hinna lifenda og dauðra er um það bil að bresta. Tryllingsleg og yfirnáttúruleg spenna. Sýnd kl. 9.30 og 11.10. B.i. 16. Vit 388. Sýnd kl. 4, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 393. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 370.  kvikmyndir.is  MBL Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell! Sýn d á klu kku tím afre sti Kvikmyndir.is Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Yfir 47.000 áhorfendur! 1/2 kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. Leitin er hafin! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16. 1/2 RadióX Hún er ein af milljón og möguleikar hans á að finna hana eru engir! 1/2 kvikmyndir.is Sánd Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Almenn forsýning kl. 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. Frumsýning Forsýning Menn eru dæmdir af verkum sínum. Bruce Willis í magnaðri spennumynd. Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Drepfyndin grínmynd með Ryan Reynolds úr Two Guys and a Girl og Töru Reid úr American Pie 1 & 2. Íshestar bjóða sérferðir fyrir hópa. Tímasetning, lengd ferðar og veitingar eru ákveðin í samráði við hvern hóp enda er lögð áhersla á að mæta þörfum hvers og eins. Sérstakir hópafslættir eru fyrir 10 og fleiri. Sími 555 7000 - frá kl. 8:00 til 22:00 alla daga Hestamiðstöð Íshesta Vina- og starfsmannahópar - Sérferðir hvenær sem er. NÚ sjöunda sumarið í röð geta Reyk- víkingar og gestir borgarinnar þóst vera í útlöndum með því að fara á Jómfrúna í Lækjargötu. Á laugardög- um kl. 16 eru nefnilega allir boðnir velkomnir á ókeypis djasstónleika og margir fá sér svo ekta danskt smur- brauð með sem rennur ljúflega niður með einum Tuborg (0,0%) eða svo. Og toppurinn er svo þegar hægt er að færa samkomuna út á Jómfrúartorgið í sumarið og sólina, en það gerist í svona helmingi tilvika, að sögn Sig- urðar Flosasonar, saxófónleikara og skipuleggjanda tónleikaraðarinnar, og Jakobs Jakobssonar, eiganda Jómfrúarinnar. Fólkið veit af djassinum „Það er oftast mjög mikið stuð hjá okkur, já í rauninni alltaf,“ segir Jak- ob. „Við Guðmundur Guðjónsson, meðeigandi minn, lærðum í Dan- mörku þar sem lifandi djass úti og inni á sumrin er mjög algengur. Við vildum koma á sömu stemningunni á Jómfrúnni, þessari dönsku stemn- ingu, þegar við byrjuðum með stað- inn,“ segir Jakob um upphafið. „Og aðsóknin er orðin mjög góð, sérstaklega núna í seinni tíð,“ bætir Sigurður við. „Þetta er orðið svo fast í hugum borgarbúa að það þarf ekki mikla kynningu, fólk bara veit af þessu.“ „Fólk mætir sérstaklega á tónleika og situr þá, líka þegar við erum inni,“ skýtur Jakob inn. „Það er samt alltaf skemmtilegra að vera úti,“ finnst Sig- urði, „þá getum við verið í blekking- arleik að við búum í suðurlöndum. En fólk kemur samt þó það sé rigning og það er iðulega fullt.“ Hátt í hundrað tónleikar Félagarnir segjast ná um þrettán tónleikum á sumri, og núna í sumar verði þeir fimmtán talsins. „Fyrstu tónleikar þessa sumars voru áttugustu tónleikarnir í sumar- tónleikaröðinni, fyrir utan alla aðra tónleika sem við höfum haldið,“ upp- lýsir Jakob. – Og hvað er Sigurður búinn að spila á mörgum af þeim? „Það er nú misjafnt,“ svarar Sig- urður með glott á vör. „Sum sumur mikið, önnur næstum ekki neitt. Það eru líka orðnir svo margir sem vilja spila, og ég reyni að hafa eins fjöl- breytta dagskrá og ég get og að gefa ólíku fólki tækifæri.“ – Er mikið sama fólkið sem kemur á tónleikana? „Það er mikið af útlendingum sem kemur, en auðvitað viss kjarni djass- áhugafólks sem kemur alltaf,“ segir Jakob. „Annars eru tónleikarnir hugsaðir frjálslegri en aðrir tónleikar. Hér er glasaglamur og jafnvel um- ræður.“ „Tónlistin er í léttari og aðgengi- legri kantinum, við erum ekki með þann mest krefjandi djass sem sumir okkar eru að leika stundum,“ útskýrir Sigurður. „Þetta er tónlist sem okkur finnst skemmtilegt að spila og fólkinu á götunni finnst gaman að hlusta á.“ Fjölbreytt flóra listamanna – Og hvernig lítur sumarið út? „Bara vel. Þetta verður fjölbreytt flóra af ólíkum listamönnum sem kemur fram. Bæði eldri og reyndari spilarar og fullt af ungu fólki. Gjarnan þeir sem eru úti að læra og koma með erlenda félaga sína með sér heim í sumar. Það er skemmtilegt fyrir hið íslenska djasslíf og stemninguna hér,“ fullyrðir Sigurður. „Kvartett Kára Árnasonar spilar í dag og loka- atriði sumarsins verður síðan sjálf Helena Eyjólfsdóttir sem kemur að norðan.“ – Og er sérstakt djasssmurbrauð á boðstólnum? „Nei, allur seðillinn er í boði. Við vorum að hugsa um að vera með djassmatseðil sem við værum þá fljót- ari að framreiða, en viljum frekar geta boðið upp á það allra besta,“ seg- ir Jakob ákveðinn. – Og að lokum? „Við færum þjóðinni gleði og von- umst til að sem stærstur hluti hennar komi og gleðjist með okkur,“ segir Sigurður og skálar að lokum við Jak- ob í seinasta bjórsopanum (0,0%). Við færum þjóðinni gleði Morgunblaðið/Golli „Það er alltaf stuð á Jómfrúnni,“ fullyrða Sigurður og Jakob. hilo@mbl.is Djass og dönsk stemning á Jómfrúnni KRYDDPÍAN Mel B hefur fengið hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti á BBC-sjónvarpsstöðinni. Þáttaröðin, sem kallast Burn It, verður að hluta byggð á hinum vinsælu þáttum This Life sem sýndir voru árið 1997 og fjalla um hóp vina í Manchester. Mel B leikur hjúkr- unarkonu í þáttunum. Mel B hefur þegar reynt fyrir sér við þáttastjórnun í sjón- varpi auk þess sem hún kom nýlega fram í verkinu Píkusögum á West End. Mel B stillt og prúð að vanda. Sjónvarpskrydd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.