Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 55
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 55 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 58.150 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herb- ergi, Expo, 3 stjörnur. Innifalinn morgunverður, íslensk fararstjórn og skattar. Heimsferðir bjóða nú spennandi viku- ferð yfir Verslunarmannahelgina til þessarar heillandi borgar þann 30. júlí, í 6 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina. Gott úrval hótel í boði. Verð kr. 40.450 Flugsæti með sköttum. Aðeins 28 sæti laus Verslunarmannahelgin í Prag 30. júlí - 6 nætur frá kr. 40.450 SENNILEGA finna fuglarnir það á sér hverjir eru vinveittir þeim og gera sér hreiðurstæði í nálægð þeirra. Ágúst H. Guðjónsson, verktaki á Hólmavík, vissi ekki hvað skógarþrösturinn vildi hon- um, sem lét svo ófriðlega, þegar hann gangsetti krana sem hann ætlaði að fara að vinna á en hafði staðið óhreyfður um nokkurn tíma við Þverárvirkjun. „Ég sá mér ekki annað fært en að slökkva á vélinni og athuga hverju þetta sætti því þrösturinn ætlaði bara að ráðast á mig. Þegar ég athugaði undir vélarhlífina var þar þrastarhreiður með sjö ung- um rétt við viftuspaðana.“ Ágúst segir vindstyrkinn á hreiðrið hafa verið mjög sterkan meðan vélin var í gangi en svo vel hafi það ver- ið vafið að það haggaðist ekki. „Ég mun ekki hreyfa kranann fyrr en ungarnir hafa yfirgefið hreiðrið,“ sagði Ágúst. En þetta er ekki eini staðurinn í nálægð Ágústs þar sem þröstur hefur verpt því á dögunum fylgd- ist hann með þresti út um gluggann heima hjá sér sem færði ungum sínum æti í hreiður sem var uppi á krana við heimkeyrsl- una. En eins dauði er annars brauð því köttur í götunni gerði sér lítið fyrir og náði þeim öllum meðan ungamamman sótti mat. Svo fljótur var þrösturinn að gera sér annað hreiður að daginn eftir hafði hann lokið við hreiðurgerð ofan á hliðinu við innganginn í hús Ágústs. Svo sannarlega vita fugl- arnir hvar þeim er óhætt og dýra- vinir búa. Sjö ungar undir vélarhlíf krana Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Ágúst H. Guðjónsson við hreiðrið undir vélarhlíf kranans. Strandir Morgunblaðið/Aðalheiður Blómum skrýdd tilvera Hella Í GÓÐA veðrinu fyrir stuttu mættu konur úr Kvenfélaginu Unni á Rangárvöllum í sína ár- legu gróðursetningarferð á Dval- arheimilið Lund á Hellu, en þær hafa í nokkur ár fært heimilinu sumarblóm sem þær gróðursetja í garði heimilisins og í blómaker á stéttar. Þær mæta einnig með bakkelsi og tertur og gera sér glaðan dag með heimilismönnum, sem kunna vel að meta góðan hug og gjafir þeirra. Á myndinni eru nokkrir heim- ilismenn fyrir utan Lund ásamt hluta kvenfélagskvenna að loknu góðu verki og vel útilátnum trakteringum. FRAMKVÆMDUM er nú að ljúka við eldhúsbyggingu á Sænautaseli í Jökuldalsheiðinni. Eldhúsið er byggt í hlöðutóft við fjárhús sem endurbyggt var fyrir tveimur ár- um. Fjárhúsið verður síðan notað sem veitingasalur sem tekur allt að fjörutíu manns í sæti. Farið var út í þessar fram- kvæmdir til að hægt væri að ganga að ýtrustu kröfum heil- brigðiseftirlits varðandi eldhús sem veitingar eru seldar úr, en heilbrigðiseftirlitið samþykkti ekki veitingasöluna í gamla bænum sem rekin hefur verið síðustu tíu ár. Eldhúsbyggingin er byggð úr timbri en hlaðið er torfi að veggj- unum og sett torf á þakið, eldhús- ið lítur þess vegna út eins og gamall torfbær með burstir. Rekstraraðili á Sænautaseli verður Lilja Óladóttir eins og ver- ið hefur frá upphafi. Lilja segir að nýja eldhúsið og veitingasalurinn geri kleift að taka á móti hópum en það var tæplega hægt í gamla bænum. Enn verða á boðstólum lummur og kaffi í gamla bænum eins og áður. Eini munurinn verður sá að þær verða bakaðar í nýju eldhúsi samþykktu af heilbrigðiseftirliti. Framkvæmdir á Sænautaseli Nýtt eldhús í hlöðutóft Norður-Hérað ÞEIR voru búralegir Árni Bjarna- son og Þórhallur Björgvinsson þegar Rannveig Þórhallsdóttir safnstjóri færði þeim engjakaffið á starfsdögum Minjasafns Austur- lands, undir heysátu sem þeir höfðu lagt á reipi í flekknum. Árni og Þórhallur sögðu líka sög- ur af því þegar vinnukonur komu með engjakaffið í þá gömlu og góðu daga, þegar læðst var með þær bak við heysátuna. Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Engjakaffi á starfsdögum Norður-Hérað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.