Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓheppni hjá ÍA í Evrópukeppni – meistararnir til Bosníu / B1 Skömm að ætla að skella skuldinni á Seaman / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r22. j ú n í ˜ 2 0 0 2 MORGUNBLAÐIÐ hefur feng- ið til birtingar myndir af fólkinu sem lést í hinu hörmulega slysi í Blöndulóni að kvöldi 17. júní. Þau sem fórust voru Jing Li, fædd 27. júlí 1970, og Albert Junchen Li, sonur hennar á fyrsta ári, fæddur 30. ágúst 2001. Jing Li var eiginkona Davíðs Tong Li sem komst lífs af úr slysinu. Í slysinu fórust einnig hjónin Shouyuan Li, fæddur 29. september 1936, og Xiuping Lin, fædd 15. ágúst 1942. Hjónin voru foreldrar Davíðs Tong Li, en fólkið var allt af kínversku bergi brotið og til heimilis í Lækjasmára 21 í Kópavogi. Söfnun handa Davíð Tong Li hófst þriðjudaginn eftir slysið. Að sögn Sveins Óskars Sigurðssonar, vinar Davíðs Tong Li, hefur söfnunin farið vel af stað og sagði Sveinn Ósk- ar að þakka bæri þeim fjöl- mörgu sem skrifað hafa í minn- ingabók sem liggur frammi á veitingastað Davíðs Tong Li á Smáratorgi í Kópavogi og komið með blóm þangað. Stofnaður hefur verið reikn- ingur í Búnaðarbanka Íslands á Smáratorgi sem hægt er að leggja inn á. Reikningurinn er nr. 328-13-888. Hjónin Shouyuan Li og Xiuping Lin. Jing Li og sonurinn Albert Junchen Li. Létust í slysinu í Blöndulóni FJALLAÐ var um öryggisviðbún- að í tengslum við heimsókn forseta Kína og aðgerðir gagnvart fylg- ismönnum Falun Gong á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gær. Komu m.a. fulltrúar þriggja ráðu- neyta á fundinn auk fulltrúa Mannréttindastofu. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, formaður nefndarinnar, segir að gestir nefndarinnar hafi svarað spurningum nefndarmanna og veitt fullnægjandi upplýsingar um ástæður þeirra aðgerða sem gripið var til. ,,Ég heyri að stjórnarandstaðan telur ekki svo vera en það er ekki rétt. Spurningum var svarað og at- burðarásin skýrð í öllum meginat- riðum,“ sagði hún. Fjallað var um málið að beiðni Lúðvíks Bergvinssonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Hann segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum og ýmsum spurningum sé enn ósvarað. Hann segir að illa hafi gengið að fá upplýsingar um á hvaða forsendum ákvarðanir um takmörkun á ferðafrelsi Falun Gong-fólksins byggðust. Einnig hafi verið beðið um upplýsingar um tilurð hins umdeilda svarta lista, með nöfnum fylgismanna Falun Gong, en takmarkaðar upp- lýsingar fengist um það. Tryggja átti að forseti Kína yrði ekki fyrir hugarangri Sagði hann að þó hafi komið fram að sú ákvörðun að takmarka ferðafrelsi fólksins hafi byggst á áhættumati lögreglunnar en þeg- ar reynt hafi verið að fá nánari upplýsingar um matið hafi verið vísað á lögregluna, en fulltrúi hennar kom ekki á fundinn. ,,Það kom líka fram að þeir höfðu ekki kynnt sér starfsemi Falun Gong áður en ákvörðun var tekin um bannið,“ segir Lúðvík. Hann seg- ir að einnig hafi komið fram á fundinum að eitt stærsta við- fangsefni öryggisgæslunnar hafi verið að tryggja að Jiang Zemin, forseti Kína, yrði ekki fyrir hug- arangri, eins og það hafi verið orðað. ,,Við óskuðum eftir að allsherj- arnefnd aflaði þeirra upplýsinga sem ekki fengust en formaður nefndarinnar neitaði því og taldi að þær upplýsingar sem hægt væri að veita væru komnar fram. Það er því ljóst að meirihluti nefndarinnar mun ekki beita sér frekar en að sjálfsögðu munu ein- stakir þingmenn í krafti sinnar stöðu skrifa ráðuneytum og óska eftir upplýsingum,“ segir Lúðvík. Allsherjarnefnd fjallaði um aðgerðir vegna Falun Gong Ósammála um hvort fullnægjandi skýring- ar séu komnar fram HUNDAFANGARAR frá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja og lögreglu tókst í sameiningu í gær að fanga sex hunda sem gengið höfðu lausir um Hafnir í Reykjanesbæ síðustu daga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru hundarnir allir af sömu tegund og var talið að hér væri um að ræða tík með fimm hvolpa. Íbúar bæjarins voru lítt hrifnir af lausagöngu hundanna sem allir eru frekar stórir, að sögn lögreglu, og hafði hún fengið marg- ar kvartanir vegna þeirra að und- anförnu. Hundarnir eru nú í vörslu lög- reglu og getur eigandinn vitjað þeirra þar. Hundar völsuðu um lausir í Höfnum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hér er einn hundanna sem náðist í aðgerðunum í gær. SUMARSÓLSTÖÐUR eru sá tími ársins þegar dagurinn er lengstur og draga nafn sitt af því að sólin stendur í stað og hvorki hækkar sig né lækkar. Hvað er betra en vera úti þegar komið er sumar, sólin skín og nóttin er nánast ekki til og allt er orðið fallega grænt af ný- sprottnu grasi? Litli hrúturinn hennar Ruggu sem á heima í Mýrdalnum gat verið ánægður með að móðir hans skyldi bera einmitt þennan sólríka dag enda var hann fljótur að brölta á fætur og næla sér í mjólkursopa hjá móður sinni. Ekki er hægt að segja að þetta sé venjulegur burðartími hjá ánni þetta árið en það er alltaf ein og ein ær sem ber annaðhvort óvenju snemma eða óvenju seint. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ærin Rugga karar nýborna hrútinn sinn. Sólstöðulamb EINS hreyfils flugvél af gerðinni Jodel nauðlenti við bæinn Á á Skarðströnd klukkan 20.17 í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Flugvélin var á leið frá Tungubakkaflug- velli í Mosfellsbæ að Holti í Önundarfirði. Dautt var á hreyfli flugvélarinnar Flugmaður annarrar flug- vélar á sömu slóðum lét flug- stjórn í Reykjavík vita kl. 20.15 að dautt væri á hreyfli flugvélarinnar og að flugmað- ur hennar hygðist lenda á vegi skammt frá bæ á Skarð- strönd. Tveimur mínútum síð- ar lét sami flugmaður vita af því að flugvélin hefði lent á túni við bæinn Á. Hreyfilblöð flugvélarinnar skemmdust við lendinguna en mennina um borð sakaði ekki, sem fyrr segir. Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsókn málsins og lögregluyfirvöld á svæðinu voru einnig látin vita af atvik- inu. Einka- flugvél nauðlenti á Skarð- strönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.