Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til kaupenda tækja sem brenna gasi Vinnueftirlitið hefur á þessu ári bannað sölu á nokkrum tækjum sem brenna gasi og uppfylla ekki kröfur um öryggisbúnað o.fl. Kaupendur tækjanna eru hvattir til að gæta að því að ...  tækin séu CE-merkt,  óska eftir leiðbeiningum á íslensku,  fá staðfestingu á því að tækin uppfylli lágmarkskröfur um öryggi. Tækin sem hér um ræðir eru m.a. gaseldavélar til heimilisnota, fyrir sumarbústaði, ferðahýsi og tjöld, ofnar til hitunar, ísskápar, hitarar fyrir ferðahýsi, yljarar, vatnshitarar og útigrill. Samkvæmt reglum nr. 108/1996 skulu gastæki vera örugg í notkun og valda hvorki heilsutjóni né umhverfisspjöllum. Meðal annars eru gerðar eftirfarandi kröfur: 1. Tækin skulu vera CE-merkt sem vottar að þau séu framleidd samkvæmt kröfum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. 2. Tæki, sem ætluð eru til notkunar innanhúss, skulu vera með öryggisbúnaði sem kemur í veg fyrir að óbrunnið gas safnist upp í herbergjum. 3. Tækjunum fylgi leiðbeiningar á íslensku. Leiðbeiningarnar skulu innihalda: - tæknilegar leiðbeiningar til þess sem setur tækið upp, - leiðbeiningar um notkun og meðferð, - viðeigandi viðvaranir, einnig á umbúðum. 4. Á tækjunum skulu vera upplýsingar um takmarkanir á notkun þegar við á. Dæmi: Eingöngu til notkunar utanhúss. Á HUGMYNDAÞINGI um framtíðarskipulag Mýrar- götusvæðis sem haldið var á dögunum í Ráðhúsi Reykjavíkur kom fram al- mennur vilji meðal fólks um að halda ætti í hafnsækna stafsemi samhliða uppbygg- ingu íbúðarsvæðis á skipu- lagssvæðinu. Nokkuð bar einnig á því að fólk teldi æskilegt að Geirsgatan yrði sett í stokk frá Sæbraut vestur á Ánanaust. Svæðið sem um ræðir af- markast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, slipp- svæði og Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í norðri, Norðurstíg í austri og lóð- armörkum við Vesturgötu í suðri. Húsfyllir var á þinginu sem haldið var í síðustu viku. Ætlunin var að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila á svæðinu sem gætu komið til góða við gerð samkeppnis- lýsingar en í haust er ráð- gert að efna til samkeppni um skipulag svæðisins. Ráðgert er að niðurstaða úr þeirri samkeppni geti legið fyrir snemma á næsta ári. Fram komu viðbrögð frá fólki sem starfar á hafn- arsvæðinu, íbúum á svæð- inu og annarra borgarbúa sem hafa áhuga á skipu- lagsmálum í miðborginni og arkitektum. Kemur til greina að flytja hús Að sögn Helgu Braga- dóttur, skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, er það nýmæli að haldið sé samráðs- og hugmyndaþing í upphafi skipulagsvinnu. Fyrir liggja forsendur og stefnumark- anir úr Aðalskipulagi um framtíð svæðisins en fólk var hvatt til að mæta og greina frá hugmyndum sín- um og væntingum um svæðið. Ekki liggur fyrir ákvörð- un um nákvæma staðsetn- ingu Mýrargötunnar í framtíðinni, að sögn Helgu, en svæðið, sem skipulagið nær til, er norðan Mýrar- götu og um 3 hektarar að flatarmáli með möguleika á 15 þúsund fermetra bygg- ingarmagni. Helga segir stefnt að því að tengja sam- an á jákvæðan hátt íbúð- arbyggð við hafnar- og at- hafnasvæði um Mýrargötu og að markmið þingsins hafi meðal annars verið að laða fram vibrögð þar að lútandi. Hún segir að vinna þurfi húsakönnun fyrir svæðið en á því eru mikilvægar götu- myndir með gömlum hús- um, þau elstu byggð upp úr 1850. Hugsanlega komi til greina að flytja einhver þeirra. Helga segir að viðbrögð fólks, sem sótti þingið, hafi almennt verið jákvæð í garð þeirra breytinga sem rætt hefur verið um. Frá íbúum og arkitektum komu hugmyndir um að tengja svæðið við það svæði sem horft var til í tengslum við samkeppni um tónlistar-, ráðstefnu- og hótelbygg- ingu fyrr á þessu ári. Mik- ilvægt væri að líta á þessi tvö svæði sem eina heild. Fram kom hversu mikil breyting hefði orðið við Grófina þegar Listasafn Reykjavíkur og Borgar- bókasafn fluttu starfsemi sína á svæðið. Austurhluti hafnarinnar væri að fá ann- að hlutverk – á sviði menn- ingar og lista til viðbótar við áherslu á sjósókn og hafnarstarfsemi í vestur- höfninni. Geirsgata í eins kíló- metra langan stokk Nokkuð bar á því að fólk teldi æskilegt að Geirsgata yrði sett í stokk frá Sæ- braut að Ánanaustum. Á fundinum sýndu borg- aryfirvöld tvær útgáfur af Mýrargötu yrði hún sett í stokk á 90 og 120 metra kafla. Mýrargatan, sem kemur í beinu framhaldi af Geirsgötu, yrði þá sett í stokk á um 100 metra kafla á skipulagssvæðinu en yrði hún sett í stokk frá Sæ- braut út í Ánanaust yrði stokkurinn um 1 kílómetri að lengd. Fram kom hugmynd um að sett yrði upp sjóferða- og verslunarsýning í Búr- húsinu. Bent var á að verið væri að vinna að því að koma á laggirnar Sjóminja- safni og að hugsanlega mætti tengja þessa starf- semi saman. Fram kom eindreginn vilji fólks um að halda í hafnarstarfsemina, fiskiskip og fiskmarkað á svæðinu. Einnig komu fram áhyggj- ur frá húseiganda á svæð- inu þess efnis að yrði íbúð- um fjölgað um 100–200 við Mýrargötu á næstu tíu ár- um yrði hugsanlega gengið á gömul hús sem fyrir eru í grennd við hafnarsvæðið. Hugmyndaþing um Mýrar- götusvæði haldið í Ráðhúsinu Mikilvægt að halda í hafnsækna starfsemi Morgunblaðið/Golli Svæðið sem um ræðir er norðan Mýrargötu, um 3 hektarar, með möguleika á 15 þús. fermetra byggingarmagni. Reykjavík FRAMKVÆMDIR við Skólavörðu- stíg eru í fullum gangi um þessar mundir en áætlað er að þeim ljúki um mánaðamótin ágúst– september. Að sögn Þórs Gunnarssonar, eftirlitsmanns á svæðinu, er verið að laga og endurnýja allar lagnir í götunni. Þar á meðal eru allar skólplagnir og vatnslagnir end- urnýjaðar en síma- og raflagnir eru ýmist lagfærðar eða end- urnýjaðar. Að því búnu verða snjóbræðslurör sett ofan á og ým- ist hellulagt eða malbikað. Að sögn Þórs voru bæði vatns- og skólplagnir komnar mjög til ára sinna og framkvæmdir því tímabærar. Það er verktakafyrirtækið Háfell ehf. sem sér um fram- kvæmdir á svæðinu en þar starfa að staðaldri um 20 manns. Þór segir að reynt sé að haga framkvæmdum við götuna í sam- ráði við verslunarmenn. Hann vill að endingu koma því á framfæri að neðsti hluti Skólavörðustígs er að sjálfsögðu opinn fyrir gang- andi umferð á meðan á fram- kvæmdum stendur og að verktak- ar reyni eftir fremsta megni að sjá til þess að vegfarendur eigi greiða leið um svæðið. Skipt um lagnir á Skólavörðustíg Morgunblaðið/Kristinn Stundum getur verið gott að fara á háhest og hvíla lúin bein þegar þreytan segir til sín. Áætlað er að framkvæmd- um ljúki undir lok sumars Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.