Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorstína MaríaÁrnadóttir fædd- ist í Holti í Vestur- Aðalvík 3. des. 1922. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 16. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Árni Finnbogason, f. 14. okt. 1889. d. 16. marz 1933, og Hallfríður Ingveldur Guðna- dóttir, f. 15. maí 1893, d. 16. des 1981. María var fjórða í röðinni af sjö systk- inum, en þau eru: 1) Sigrún, f. 15. nóv. 1914, maki Oddur Oddson lögregluþjónn á Ísafirði, nú látinn 2) Kristín, f. 3 maí 1917, látin, eft- irlifandi maki er Grímur Sam- úelsson smiður á Ísafirði. 3) Finn- ey Rakel, f. 8. jan 1919, maki Guðni Ólafsson bifreiðastjóri og verslun- armaður í Súgandafirði, nú búsett í Hafnarfirði. 5) Rannveig, f. 1. des. 1925, maki Bragi Halldórsson, búsett í Reykjavík. 6) Margrét, f. 15. sept. 1929, maki Sigurbjörn Bjarnason, búsett í Hafnarfirði, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 3) Magnús Theodór, f. 14. maí 1949, maki Kristbjörg Magna- dóttir, búsett á Akureyri, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Árni Ingvi, f. 4. maí 1951, maki Elsa Jónsdóttir, búsett á Selfossi, þau eiga tvær dætur og tvö barna- börn. 5) Bjarni Sveinn, f. 2. ág. 1960, maki Gunnhildur Hreins- dóttir, búsett í Kópavogi, þau eiga þrjá syni. María og Benedikt Vagn bjuggu á Flateyri, fyrst að Brimnesvegi 16 til 1960 er þau fluttu að Grund- arstíg 4. Á jóladag 1982 varð Benedikt Vagn bráðkvaddur, að- eins 58 ára að aldri. María flutti þá að Hjallavegi 8 og bjó þar til 1992 að hún flutti á dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði. Árið 1996 flutti hún sig svo til Hafnarfjarðar, fyrst að Sól- vangsvegi 3 en síðustu 3 árin bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. María var félagslynd og tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins Brynju á Flateyri, starfaði í mörg ár með kirkjukór Flateyrarkirkju, vann í verslun og brauðgerð, við fisk- vinnu, en síðustu ár hennar á Flat- eyri vann hún í mötuneyti Hjálms hf. Útför Maríu fer fram frá Flat- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurðsson, látinn, bú- sett á Blönduósi. 7) Herbert, fv. lögreglu- þjónn í Keflavík, f. 27. des. 1930, maki Birna Sófaníasdóttir, búsett í Keflavík. María ólst upp hjá foreldrum sín- um til 4 ára aldurs en var þá sett í fóstur til móðursystur sinnar Halldóru Vigdísar og manns hennar Jóns Þorkelssonar í Stakkadal í Aðalvík, en Jón lést ári eftir að María kom til þeirra og ólst hún upp hjá Halldóru Vig- dísi og sonum hennar til ung- lingsára. Hinn 30. sept. 1945 giftist María Benedikt Vagni Gunnars- syni skipstjóra og útgerðarmanni á Flateyri, f. 15. júlí 1924, d. 25. des. 1982. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Ásgeir, f. 29. júní 1944, maki Hafdís Magnúsdóttir, búsett í Þorlákshöfn. Með Jónu Guð- mundsdóttir á Gunnar þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Alda Snædís, f. 13. apríl 1946, maki Sveinn Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði, elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Alda. Tengdamóðir mín, María Árna- dóttir, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 16. júní sl. Lokið var löngu og ströngu stríði við sjúkdóm svo illskeyttan og óvæginn sem hægt og bítandi braut niður þrek hennar og vilja. Síðastliðin þrjú ár voru henni og ástvinum hennar mjög erfið, ekk- ert var hægt að gera til að stöðva hina hægfara hnignun sem að lok- um vann sigur. Ég viðurkenni það fúslega að oft fann ég til reiði í garð lífslögmálsins vegna vanmátt- ar míns gagnvart veikindum henn- ar og að geta ekkert gert henni til hjálpar, og ég skil ekki í dag hver tilgangurinn er, né hvaða lærdóm við ástvinir hennar eigum að draga af baráttu hennar, þó svo að ég sé þess fullviss að hinn hæsti höf- uðsmiður muni í fyllingu tímans veita mér þau svör sem ég leita. Kynni mín af Maríu hófust í maí 1970 þegar ég kom í fyrsta sinn sem tilvonandi tengdasonur á heimili hennar og manns hennar Benedikts Vagns Gunnarssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, á Grundarstíg 4 á Flateyri. Synir þeirra tveir þeir elstu höfðu fyrir þá heimsókn mína lagt mér regl- urnar um hvað ég mætti segja, gera og hvernig ég ætti að haga mér í návist móður þeirra. Átti ég af þeim sökum von á því að hitta fyrir hið mesta hex og var því tölu- verður beygur í mér. Það kom fljótt í ljós að ótti minn var ástæðulaus, ég hafði einungis fallið á bragði þeirra bræðra. Maja og Benni tóku mér strax sem einum úr fjölskyldunni og átti ég í þeim góða félaga og sanna vini öll þau ár sem samferð okkar stóð. En hvernig manneskja var tengdamóðir mín? María var fædd í Aðalvík og sett í fóstur aðeins fjögurra ára, hún mótaðist af þeim aðstæðum sem hún ólst upp við, og bar með sér heimaland uppvaxtar og þroskaára frá Aðalvík þar sem lífsbaráttan gat verið hörð og nátt- úruöflin ekki alltaf ábúendum hlið- holl, með sína löngu dimmu vetr- armánuði og stuttu og votviðra- sömu sumur. Samskipti okkar voru alltaf ánæguleg og áttum við oft saman stundir þar sem við gátum hlegið að vitleysunni hvort í öðru, og kannski var það einmitt þessi þáttur, húmorinn, í skapgerð okk- ar beggja sem gerði það að verk- um að við náðum vel saman og gátum alla tíð talað saman, hvort heldur sem um var að ræða per- sónuleg málefni eða brauðstrit hins daglega lífs eins og það birtist okkur á hverjum tíma. En tengda- móðir mín var ekki allra, hún gat verið mjög dómhörð á menn og málefni og lá ekkert á skoðun sinni ef svo bar við, skipti þá ekki máli hvort um var að ræða fjöl- skyldumeðlimi og vini eða ein- hvern bráðókunnan, og ef hún hafði bitið eitthvað í sig voru möguleikarnir á því að fá hana til að skipta um skoðun álíka miklir og að reyna að flytja fjöllin úr stað. Hún var félagslynd og hafði mjög gaman af söng og tónlist, starfaði lengi með kirkjukór Flat- eyrarkirkju og í kvenfélaginu Brynju, og er mér minnisstætt hversu undrandi ég var á því hvað hún hafði mikið að gera í heim- sóknum og félagsstarfi á ekki stærri stað en Flateyri. Hún var mikil húsmóðir og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Allt var hreint og fágað, hver hlutur á sín- um stað og alltaf nóg til að bíta og brenna. Er mér ekki grunlaust um að þessi ríka þörf hennar til að skapa eiginmanni sínum og börnum athvarf sem best var á kosið hafi verið sprottin úr brunni minninga æskuáranna og aðstæðna á uppeld- isárum hennar í Aðalvík og eins þeim árum þegar Benedikt var langtímum fjarri heimili vegna vinnu sinnar sem sjómaður og skipstjóri. Á þeim tíma sem ég kynntist þeim voru þau hjón komin fyrir vind, eins og sagt er, börnin flest búin að festa ráð sitt nema það yngsta, Bjarni Sveinn. Fram undan voru tímar þar sem meiri tími gæf- ist til þess að ferðast, heimsækja vini og njóta lífsins. En almættið hafði önnur áform, höggið kom og það var þungt. Á jóladag 1982 varð Benedikt bráðkvaddur á heimili sínu, aðeins 58 ára að aldri. Við þessi straumhvörf urðu miklar breytingar í lífi tengdamóður minn- ar, kom hún þó oftar hingað suður og naut nálægðar barna og vina. Hún bjó tvo ef ekki þrjá vetur hjá sinni góðu vinkonu Pálmeyju (Pöllu) í Kópavoginum, og ferðuð- ust þær þónokkuð saman erlendis ásamt fleiri vinum. Um 1991 var hún ein eftir á Flateyri. Flutti hún þá að Hlíf á Ísafirði þar sem hún bjó þar til hún kom alfarin hingað suður og bjó í þjónustuíbúð aldr- aðra á Sólvangsvegi 3 í Hafnarfirði. Víst er að sjúkdómur sá er hafði sigur að lokum var farinn að angra hana áður en hún kom hingað suð- ur, en ekki fór að bera á alvar- legum afleiðingum hans fyrr en tæpu ári eftir að hún kom. Lífið er einkennilegt, það fer oft í hringi. Í hennar tilfelli var barátta í upphafi og enda. Við leiðarlok okkar sam- ferðar í þessari tilveru vil ég þakka þér, tengdamóðir mín, fyrir allt og allt, vertu sæl uns við sjáumst aft- ur. Börnum þínum, barnabörnum og öðrum ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margur villtur sporlaus spyr er speki Drottins vís, að bakvið læstar dauðans dyr dagur aftur rís? Í von og trú ég fögnuð fann sem friðar kramið hjarta, því Guðs á vegi gengur hann gegnum myrkrið svarta. (P. Þ.) Þinn tengdasonur, Sveinn Bjarnason. Hún elsku amma mín er dáin, eftir erfið veikindi. Eftir situr í huganum minning um yndislega konu. Það var alltaf gott að koma til hennar ömmu á Flateyri. Þegar afi dó var ég mörgum stundum hjá henni ömmu, gisti hjá henni á vet- urna, og áttum við margar ynd- islegar stundir saman sem aldrei úr minningunni verða teknar. Ég er alveg viss um það, elsku amma mín, að hann afi tekur bros- andi á móti þér. Elsku amma mín, megi guð geyma þig og varðveita þig, takk fyrir allar yndislegu stundirnar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) María Árnadóttir. Elsku Mæja amma er látin og farin til Benna afa. Minningar mín- ar um ömmu eru ljúfar og þær stundir sem við áttum saman á mínum yngri árum hverfa aldrei. Amma missti Benna afa, maka sinn, fyrir um 20 árum og reyndist það okkur öllum erfitt. En nú eru þau saman á ný og vaka yfir okkur. Mæja amma var alltaf mjög dug- leg, iðjusöm og vel til höfð. Ég man eftir því þegar að hún vann í mötu- neyti Hjálms hf. á Flateyri, með Steina, hvað var gott að koma þangað. Amma vildi að ég kæmi í kaffitímanum og fengi mér smurt brauð og kökur svo ég yrði örugg- lega ekki svöng. Hún amma tók alltaf vel á móti mér og það var svo gott að koma til hennar og þá sér- staklega fá að gista yfir nótt, sem ég fékk oft að gera. Á kvöldin þeg- ar krakkarnir á Flateyri voru úti í leikjum fór ég stundum frekar til ömmu að spila rommí og olsen. Við spiluðum oft og skemmtum okkur mjög vel og amma sat ekki á bakk- elsinu. Amma var orðin mikið veik og barátta hennar var erfið. Síðustu ár hafði heilsu hennar hrakað mjög. Þrátt fyrir veikindin fylgdist hún alltaf vel með öllum í kringum sig. Þegar ég eignaðist dóttur mína fylgdist hún með því og beið alltaf eftir að pabbi segði henni nýjustu fréttirnar af okkur. Ég á eftir að sakna ömmu mikið en ég veit líka að hún er hvíldinni fegin. Elsku amma mín, ég bið engla Guðs um að leiða þig til afa og ég veit að endurfundirnir verða ljúfir. Minningarnar um þig lifa að eilífu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði, elsku Mæja amma. Anna Kristín Gunnarsdóttir. MARÍA ÁRNADÓTTIR Kann ég ekki deili á fólki hans, því kynntist ég ekki. Hann átti tvær systur, Selmu sem er látin fyrir nokkrum árum og Ölmu sem býr í Reykjavík. Hann fór í heimsókn til þeirra svo lengi sem hann gat til Reykja- víkur. Þú áttir þína sjúkrasögu sem versnaði með vetrinum. Mig langar bara að pára þessar línur og þakka þér liðlegheit í minn garð. Alltaf var hann að bjóða mér að kaupa eitthvað er hann fór í útréttingar, en svo vil ég kalla það. Hann vann með mikilli alúð fyrir Ás og vildi öllum gott gera. Nú er ekki mitt að ANDRÉS ÁSMUNDSSON ✝ Andrés Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 11. apríl 1924. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 4. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 12. júní. segja um líf hans, ég kynntist því lítið, en ég vissi að hann var barngóður og hafði gaman af að hitta krakkana þegar þeir fóru í skólann. En þá var hann frískur og var í svokallaðri póst- ferð niður í bæ. Nú ert þú laus við þjáningar og kominn í bjarta til- veru sem við öll gerum um síðir. En hér á Ási veit ég að honum leið vel enda búið vel að fólki hér. Mig langar bara að skrifa þessar fátæklegu lín- ur og minnast góðs drengs. Við þökkum öll fyrir að hafa kynnst Andrési, hann var sérstaklega góð- ur í umgengni á sinn hátt. Votta ég fólki hans samúð mína. Vaktu minn Jesú vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þótt sofni líf sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Hólmfríður Thorlacius. Allir fá einhvern tímann að kenna á erfiðleikum í lífinu, stuttum eða löngum. Hún Unna vinkona mín fékk svo sannar- lega að kenna á þeim. Hún barðist mestalla ævi sína við illvígan sjúkdóm eins og margir úr hennar fjölskyldu og missti hún ófáa úr þessum sjúkdómi. Unna vorkenndi sér samt aldrei og bar þessa byrði með meiri djörfung en maður getur ímyndað sér. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast góðan mann, Ólaf Kristófersson, sem gerði mikið fyr- ir hana og hjálpaði henni meira en nokkurn grunar að ganga í gegn UNNA SVANDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Unna SvandísÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 10. desember 1940. Hún lést í Reykjavík 7. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarnes- kirkju 18. júní. um þetta lífskeið. Hann fór með hana til margra landa og sýndi henni margar af fal- legustu perlum lífsins sem er hægt að finna í fjarlægum löndum og Unna hefði sennilega aldrei fengið að upp- lifa ef Ólafur maður hennar hefði ekki far- ið með hana. Mér er minnisstæð ferð til suðurhluta Englands sem við, ég og börnin mín, fórum með þeim og þá sáum við staði, kastala, garða og margt fleira fallegt sem mig hefði ekki einu sinni dreymt um að væri til. Ólafur maður hennar hefur átt í miklum erfiðleikum með heilsu sína, og sýndi Unna þá svo sann- arlega að hún stóð með honum og studdi hann á hvern þann hátt sem hægt var. Hún var börnum mínum afskap- lega góð eins og Ólafur maður hennar og tóku þau þeim sem kær frændsystkinum, sem var þó ekki og þótti þeim ákaflega vænt um þau bæði. Undanfarin ár hefur ekki verið um samgang að ræða hjá okkur, þar sem við fluttum í annað bæj- arfélag og eins og gerist þá heldur maður alltaf að maður hafi nógan tíma til að hafa samband en svo er bara stundum ekki og þetta svip- lega fráfall Unnu sýnir mér og minni fölskyldu það svo sannar- lega. En allavega áttum við margar stundirnar saman og nutum fé- lagsskaps þeirra hjóna. Missir Ólafs er mikill og ekki síður fyrir það að hann er nýbúinn að missa einkabróður sinn og móð- ur. Elsku Óli minn, ég, Stefán og Helena vottum þér og fjölskyldu þinni alla okkar samúð. Með inni- legri þökk fyrir þær samveru- stundir sem við áttum með ykkur Unnu. Og Unna mín, þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með ykkur Óla, það verð- ur aldrei frá okkur tekið. Á meðan þú varst betri til heilsunnar tókstu að þér barnagæslu og ég veit að þau börn elskuðu ykkur Óla og fannst þið vera sem aðrir foreldrar. Við biðjum guð að vera með þér og blessa Unnu á nýja staðnum sem hún er nú komin á. Guð blessi þig, Óli minn, og þakka ykkur fyrir allt. Þóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.