Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK tunga á mörg orðyfir ýmis fyrirbæri, athafnirog eiginleika. Það ætti þvíekki að þurfa að vefjast fyr- ir þeim sem tala málið og skrifa að auka texta sinn fjölbreytni með því að velja ekki alltaf sama orðið um sama hlutinn. Þrátt fyrir það ber nokkuð á því að einstök orð verða svo fyrirferð- armikil í málinu að þau nánast ryðja burt öðrum orðum sömu eða svipaðrar merkingar. Meðal rúm- frekra orða er lýsingarorðið ásætt- anlegur og andheiti þess, óásætt- anlegur. Þegar umsjónarmaður ætlaði að leita á náðir Ritmáls- skrár Orðabókar Háskólans á Net- inu og forvitnast um aldur dæma greip hann í tómt – engin dæmi fundust um orðin. Þykir umsjón- armanni þessi dæmaskortur benda til þess að orðin séu tiltölulega ný í málinu. Annað sem styður þá til- gátu er að í annarri útgáfu Ís- lenskrar orðabókar (1983) er orðin hvergi að finna en ásættanlegur hefur ratað inn í þriðju útgáfu hennar, tölvuorðabókina frá 2000. Ýmsir viðmælendur umsjón- armanns fullyrða að þeir hafi fyrst heyrt þessi orð hrjóta ónafn- greindum ráðherra af vörum á ní- unda áratug tuttugustu aldar. Síð- an hafi fjölmiðlar tekið útbreiðsluna að sér. En hvað á þetta orðagjálfur um orðaleppa þessa tvo að þýða? Eru þeir nokkuð verri eða ljótari en til dæmis orðin áreiðanlegur eða óáreiðanlegur, árennilegur eða óárennilegur, sem líkt eru samsett og hafa löngu unnið sér þegnrétt í íslensku? Því er til að svara að um- sjónarmaður amast ekki við orð- unum á fagurfræðilegum for- sendum – þá yrði einnig að reka hornin í óáreiðanlegur og óárenni- legur. Það sem honum þykir slæmt er hversu herská orðin ásætt- anlegur og óásættanlegur eru og hafa nánast lagt undir sig merk- ingarsvið þar sem mörg eldri orð, sum þjálli og öll fallegri að mati hans, hafa lengi deilt í sátt og sam- lyndi. Þar hefur viðunandi orðið einna harðast úti og andheiti þess, óviðunandi. Einnig má benda á orðin aðgengilegur, boðlegur, tækur, bærilegur, þolanlegur, sæmilegur og viðeigandi (og and- heiti þeirra) þar sem þau henta samhengis vegna. Nýjum orðum er ætlað að auðga málið og mörg þeirra gera það sem betur fer. En þegar þau taka upp á því að útrýma mörgum orðum sem fyrir eru í málinu og þjóna hlut- verki sínu með prýði er lítill fengur að þeim – þau gera tunguna fátæk- ari. Þau eru eins og minkur sem tekur sér bólfestu þar sem fyrir er fjölskrúðugt dýralíf – að vísu bæt- ist ein tegund í fánuna um stund- arsakir en hætt er við að þeim fækki þegar fram í sækir. Ýmsir mætir menn hafa áður reynt að rýra hlut marg- nefndra orða, ásættanlegur og óásættan- legur. Því miður virðast þeir ekki hafa haft erindi sem erfiði. En dropinn holar steininn, segir máltækið. – – – Í framhaldi af því sem ritað er hér að framan er ekki úr vegi að minnast á sögnina látast í merk- ingunni deyja. Hún veður mjög uppi á kostnað annarra sagna svo sem deyja, andast, falla og farast og orðasambandanna bíða bana og láta lífið. Það er gamalgróin ís- lensk málvenja að segja að fólk farist þegar það lætur lífið í slysi og falli ef því er banað með vopni. Þetta orðalag lætur nú undan síga fyrir látast. Algengt er að sjá í blöðum fyrirsagnir á borð við „Næstum tvö hundruð manns lét- ust í lestarslysi“ og „Fimm ung- menni létust í skotárás“. Í fyrri setningunni býður hefðin að ritað sé fórust í stað létust og í þeirri seinni féllu. Ekki veit umsjónarmaður nein dæmi þess að sögnin látast sé not- uð í nútíð í þessari merkingu. Eða kannast einhver við að svo hafi verið tekið til orða: „Margt fólk læst af völdum reykinga á hverju ári“? Þótt dauðinn sé einatt heldur óskemmtilegt umfjöllunarefni er engin ástæða til annars en að nýta þau blæbrigði sem tungan býr yfir þegar fjallað er um hann. – – – Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að finna að máli þeirra sem fjalla um íþróttir í ljós- vakamiðlum. Þó getur umsjón- armaður ekki orða bundist þar sem honum finnst keyra um þver- bak þegar fjallað er um heims- meistarakeppnina í fótbolta sem nú stendur sem hæst. Spekingar, oftast þjálfarar, hafa tamið sér af- ar sérstakt málfar sem erfitt er að sjá að eigi sér stoð í íslenskri mál- hefð, margt af því virðist reyndar ættað beint úr ensku. Umsjónarmaður hefur vanist því að tala um varnarleik og að leika vörn, góða eða lélega eftir at- vikum, og jafnvel að verjast þegar svo ber undir. Því finnst honum ankannalegt að heyra þjálfarana sparkfróðu tönnlast í sífellu á „varnarvinnu“ og að „vinna varn- arvinnu“. Fótbolta- eða knatt- spyrnuleikur heitir atgangurinn jafnvel þótt einhverjir hafi atvinnu af að leika hann. Í leik Argentínumanna og Eng- lendinga á dögunum komst ein- hver spekingurinn að þessari nið- urstöðu: „Argentínumenn bjóða sig meira á boltann boltalausir.“ Ekki dugði það þeim til sigurs. Sennilega vænlegra til sigurs að hafa boltann. Sem umsjónarmaður ætlar að slá botninn í skrifið rekur hann augun í „varnarvinnu“ í íþrótta- blaði Morgunblaðsins. Maður, líttu þér nær! – – – Einfeldni – Mér hefur altaf virst það fullkomin tilviljun ef maður setur saman þó ekki sé nema eina setníngu sem er vel gerð. Ein vel gerð blaðsíða í heilu ævistarfi jafn- gildir kraftaverki. Neyðarlegast af öllu er það þó kanski að jafnvel hversdagslegur einfeldníngur get- ur hugsað og sagt þá hluti uppúr þurru sem ágætustum höfundum og snillíngum tókst hvorki að segja né hugsa þótt þeir hefðu fórnað til þess lífi sínu. [Halldór Laxness, 1942.] Einstök orð verða svo fyrir- ferðarmikil að þau ryðja burt öðrum orðum sömu merk- ingar keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson NOKKUR umræða hefur verið undanfarið um biðlista á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) og biðtíma eftir þjónustu þar. Víða ríkir mikil vanþekking á málefn- inu og það því miður stundum notað í póli- tískum tilgangi án þess að bakgrunnurinn sé skoðaður nægilega vel. Umræðan er oft á fremur neikvæðum nótum, en mikilvægt er einnig að vekja at- hygli á því sem er í lagi eða vel gert. For- svarsmenn spítalans geta ef til vill sjálfum sér um kennt að hafa ekki beitt sér meira í umræðunni til upplýsingar fyrir hinn almenna borgara. Biðlistar Í tengslum við sameiningu spít- alanna er verið að samræma bið- lista og skerpa á vinnureglum tengdum þeim í samvinnu við land- læknisembættið. Nokkur losara- bragur hefur víða verið á vinnulagi við biðlista, að hluta vegna skorts á samræmdum reglum, en þrátt fyrir það má gera kröfur um að spítalinn fái að njóta sannmælis. Litið er svo á að biðlisti sé skrá yfir sjúklinga sem beðið hafa lengur en þrjá mán- uði, t.d. eftir skurðaðgerð, en þeir sem fá þjónustu innan þriggja mán- aða teljast vera á svonefndum vinnulista. Flestir sem fara í skipu- lagða skurðaðgerð þurfa tíma til að undirbúa slíkt, m.a. með tilliti til fjölskyldu og vinnu, og eru sjaldn- ast reiðubúnir um leið og ákvörðun um aðgerð hefur verið tekin. Æski- legt væri auðvitað að geta gefið öll- um tíma sem stæðist, með góðum fyrirvara. Á biðlistum, þ.e. lengur en þrjá mánuði, eftir skurðaðgerðum á LSH eru nú um 2.500 sjúklingar, en til samanburðar má geta að gerðar eru yfir 13.000 skurðaðgerð- ir á spítalanum á ári. Vandinn ætti því að vera yfirstíganlegur sé vilji fyrir hendi að leysa hann. Af þess- um 2.500 bíða nú yfir 600 manns eftir augnaðgerðum þar sem við- komandi fer heim 1–2 klst. eftir að- gerð. Þær augnaðgerðir teljast til svonefndra ferliverka sem greidd eru sérstaklega af Tryggingastofn- un ríkisins. Hún ákvarðar hve mik- ið fé rennur til þeirra á hverju ári og stýrir þar með að verulegu leyti lengd biðtíma. Hægt væri að tiltaka fleiri slík dæmi. Margir sjúklingar sem þurfa á skurðaðgerð að halda fara aldrei á biðlista heldur fá þjónustu innan 2–3 vikna, t.d. flestir krabbameins- sjúklingar. Ýmsar sérgreinar hafa auk þess náð því marki að vera ein- ungis með vinnulista. Dæmi um það eru heila- og taugaskurðlækningar og hjarta- og lungnaskurðlækning- ar. Biðlistavandamál eru hins vegar sannarlega til innan LSH. Í skurð- lækningum eru þau alvarlegust á sviði bæklunarskurðlækninga og al- mennra skurðlækninga, en undir þær sérgreinar falla aðgerðir eins og gerviliðaaðgerðir og þindarslits- aðgerðir. Á biðlistum þessara tveggja sérgreina eru nú um 1.100 sjúklingar. Þar er því verulegur vandi á ferð. Báðar þessar sér- greinar hafa lent í nokkrum hremmingum í tengslum við sam- einingu spítalanna, en góðar vonir standa til að aðstaða þeirra verði bætt fyrir lok þessa árs. Skortur á rekstrarfé Báðar síðasttöldu sérgreinarnar geta auðveldlega unnið á biðlistum sínum fái þær til þess svigrúm. Að- staða er þegar fyrir hendi á skurð- stofum en legudeildir eru enn í uppbyggingu. Þar eru mikil þrengsli sem sjá mun fyrir endann á þegar barnaspítalinn kemst í gagnið. Legudeildir á LSH eiga auk þess stöðugt í vandræðum með að sinna hlutverki sínu vegna aldraðra sjúklinga sem ekki fá viðeigandi úr- ræði í kjölfar bráðameðferðar og teppa því dýrmæt rúm. Á spítalan- um eru að jafnaði yfir 100 sjúkling- ar sem ættu að fá meðhöndlun ann- ars staðar í heilbrigðiskerfinu. Skortur á rekstrarfé hamlar því hins vegar verulega að unnt sé að reka af fullum krafti þá skurðstarf- semi sem LSH gæti boðið upp á. Þrátt fyrir ofangreinda erfiðleika vegna sameiningarinnar hefur skurðaðgerðum á skurðlækninga- sviði fjölgað um 12% fyrstu fimm mánuði ársins 2002 miðað við sama tíma í fyrra. En úreltar aðferðir við fjármögnun spítalans, sem miðast við skerta fjárveitingu ársins á und- an, munu óhjákvæmilega leiða til rekstrarhalla og lokunar skurðstofa síðar á árinu ef ekkert er að gert. Það er eina úrræðið sem spítalinn getur beitt þótt margsannað sé að það sé jafnframt þjóðhagslega dýr- ast og óskynsamlegast. Við slíkar aðstæður mun aftur fjölga á biðlist- um auk þess sem lokunum þyrftu að fylgja uppsagnir á starfsfólki í greinum, þar sem mikill skortur ríkir fyrir. Viðbúið að erfitt muni reynast að manna þær stöður þegar rofar til á ný. Verður raunar að telja í hæsta máta óeðlilegt að spít- alinn sé settur í þá aðstöðu að þurfa að taka slíka ákvörðun sem varðar almannaheill. Afkastatengd fjármögnun Nú er unnið að því í samráði við yfirvöld heilbrigðis og fjármála að þau svið spítalans sem koma að skurðaðgerðum og gjörgæslu taki á næsta ári upp svonefnt DRG (Diagnostic Related Groups) kerfi. Í því felst að legum á spítalanum er skipt í kostnaðarflokka eftir sjúk- dómsgreiningu og mun þá spítalinn fá greitt að hluta eftir afköstum. Með því móti verður það stjórn- valda sjálfra að ákveða hve mikla þjónustu þau vilja kaupa af spít- alanum og þar með hvað þau vilja gera við biðlistana. Lokaorð Ekki þurfa að vera neinir alvar- legir biðlistar á sjúkrahúsum á Ís- landi. Geta er innan núverandi spít- alakerfis til að eyða þeim en tiltölulega lítið rekstrarfé skortir til viðbótar svo að skurðsvið LSH geti starfað af fullum krafti. Úrræða- leysi í málefnum aldraðra veldur auk þess stöðugt truflunum með þeim afleiðingum m.a. að hægar gengur að vinna á biðlistum. Um biðlista á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Jónas Magnússon Biðlistar Nokkur losarabragur hefur víða verið á vinnu- lagi við biðlista, segja Jónas Magnússon og Oddur Fjalldal, að hluta vegna skorts á sam- ræmdum reglum. Prófessor Jónas Magnússon er sviðs- stjóri lækninga á skurðlækninga- sviði LSH og Oddur Fjalldal er sviðs- stjóri lækninga á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði LSH. Oddur Fjalldal Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Steinunn og Trausti bjóða ykkur að skoða þessa gullfallegu og vel skipulögðu 106 fm 4ra her- bergja endaíbúð sem er á 2. hæð í nýlegu fjölbýli á þessum barnvæna stað. Sérinngangur er í íbúðina. Frábært útsýni. Stór garður fyrir börnin. Verð 13 millj. (2557) Laufengi 28 – íbúð á 2. h. h. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is UNDRA-THAILANDSFERÐ 18. sept. Sími 56 20 400 - Tækifæri Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.