Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Gretar Þor-geirsson fæddist á Akureyri 9. janúar 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli 14. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorgeir Ágústs- son, f. 15. júní 1909, d. 30. júlí 1953, og Guð- rún Einarsdóttir, f. 27. febrúar 1899, d. 4. desember 1985. Hálf- systir Einars er Stella Stefánsdóttir, f. 8. október 1923, og al- bræður Pétur, f. 2. janúar 1928, og Stefán, f. 10. ágúst 1931, d. 18. apríl 2001. Hinn 16. desember 1954 kvæntist Einar eft- irlifandi eiginkonu sinni Jórunni Þóru Magnúsdóttur frá Grímsey, f. 21. júní 1932. Börn þeirra eru Hulda Ingibjörg, f. 3. júlí 1955, maki Halldór Jóhannsson, f. 27. maí 1953; Þorgerð- ur Guðrún, f. 13. jan- úar 1959, maki Ótt- ar Þór Jóhannsson, f. 6. september 1959; og Magnús Garðar, f. 7. júní 1967, maki Christína Madelen Person, f. 10. janúar 1966. Barnabörn og barnabarnabörn eru 18. Útför Einars fer fram frá Mið- garðakirkju í Grímsey í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Elsku pabbi minn. Þakka þér allt það sem þú varst mér. Þakka þér fyrir ótal ánægju- stundir sem ég átti með þér. Far í friði. Þín Hulda Ingibjörg. Elsku afi. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Þú og amma voruð alltaf tilbúin að passa mig þegar ég var lítil og sát- um við þá oft við að spila heilu dag- ana. Yfirleitt leyfðir þú mér að vinna en ef ég tapaði þá fór ég í fýlu og hætti að spila. Þá fórst þú stundum niður í kjallara eitthvað að brasa og ég lagðist með eyrað við gólfið í eld- húsinu og hlustaði eftir því hvað þú værir að gera og sagði við ömmu: „heyrirðu, hann meira að segja flaut- ar“. Með því að flauta fannst mér þú ekki taka fíluna í mér alvarlega. Svo þegar ég var á áttunda ári veiktist þú alvarlega og fórst þá á hjúkrunar- heimilið Sel á Akureyri. Þá urðu stundirnar sem við áttum saman allt of fáar þar sem ég bý úti í Grímsey. Það var svo gaman að sjá brosið breiðast yfir andlitið á þér þegar við komum í heimsókn. Elsku afi, það var svo gott að kúra í hálsakotinu þínu og fá klapp á kinn- ina. Þakka þér fyrir alla þá blíðu og þolinmæði sem þú sýndir mér. Nú veit ég að þú hefur það gott hjá Guði og þú munt fylgjast með mér. Ástarkveðjur, þín Bergfríður. Elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Hvíl í friði. Þín Þorgerður (Dodda). EINAR GRETAR ÞORGEIRSSON Hann afi er dáinn. Þannig tilkynnti Elín dóttir mín mér lát afa síns Hreggviðs Guð- mundssonar. Í stuttu máli sagði hún mér aðdraganda og lát afa síns. Hreggviður og Elín, afi og amma Elínar, voru alltaf það skjól sem hún gat leitað í og þang- að leitaði hún ef hún þurfti einhvers HREGGVIÐUR GUÐMUNDSSON ✝ Hreggviður Guð-mundsson fæddist á Löndum á Hvalsnesi 28. maí 1914. Hann lést á Landspítala við Hringbraut hinn 9. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvalsneskirkju 15. júní. með en þau voru alltaf tilbúin að leggja henni lið af rausn og alhug. Víst er að Hreggviðs verður sárt saknað af afkomendum og vin- um. Elín mun halda áfram að fylla sinn sess í huga okkar. Ég kynntist þeim hjónum Hreggviði og Elínu á miðju ári 1962 þegar ég kom í fyrsta skipti að Vallartúni 2 með dóttur þeirra Bergdísi þegar hún kynnti mig fyrst fyrir þeim hjónum. Að sjálfsögðu var ég kvíðinn fyrir að hitta þau í fyrsta sinn, en kvíðinn leið strax hjá í ná- vist þeirra og hefur svo verið alla tíð síðan. Hreggviður gekk Bergdísi og Sævari í föðurstað og unni þeim sem sínum börnum sem þau end- urguldu honum á sama hátt. Þau eru börn Kristjáns Jónatanssonar og Elínar frá fyrra hjónabandi. Elín og Hreggviður eignuðust síðar Guð- mund Óla. Þessi samstæði systk- inahópur syrgir nú föður sinn ásamt móður sinni og öðrum. Þrátt fyrir að böndin hafi rofnað þegar fram í leið, tel ég mig hafa átt og eiga vináttu ykkar allra og met það mikils. Ég tek nú þátt í söknuði ykkar við fráfall Hreggviðs Guðmunds- sonar. Far þú í friði, Hreggviður. Þorgeir Örn Elíasson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Fyrir rúmum 30 ár- um þegar fyrsta ál- verksmiðja á Íslandi var nýreist kynntist ég Þór Ástþórssyni. Þór var einn af þeim frumherjum í verkstjórastöðu sem unnið höfðu við álframleiðslu hjá erlendum þjóðum í Sviss, Þýska- landi og jafnvel víðar. Þór starfaði þá sem vaktverk- stjóri á vakt fjögur í kerskála, þá var aðeins einn kerskáli í Straums- vík. Þótti hann samt æði stór og var þá reyndar stærsta hús á Ís- landi. Tækni og búnaður þess tíma þætti harla frumstæður í dag og bilanir á tækjum voru miklar. Þeg- ar árin liðu urðu kerin eldri og byrjuðu að leka, reynt var að halda kerunum gangandi með því að þétta þau og blása þrýstilofti úr kerskálakjöllurum á leiðara og botn keranna. Þarna voru menn í eld- inum í bókstaflegri merkingu. Það reyndi því mikið á starfs- menn og ekki síst á vaktverkstjóra þess tíma, allt var nýtt í álheimi og engin reynsla fyrir hendi í landinu. Það reyndi því mikið á þessa drengi. Vaktverkstjórar þessir sem ruddu brautina voru með vakt eitt Björgvin H. Björnsson, vakt tvö Einar Sigurjónsson, vakt þrjú Þor- leifur Markússon og með vakt fjög- ur var Þór Ástþórsson. Yfirverk- stjóri var hinn kunni íþróttamaður Jóel Sigurðsson og deildarstjóri var Ingvar Pálsson verkfræðingur. Þór vann sig fljótlega upp hjá fyrirtækinu og varð tækjastjóri yfir ÞÓR ÁSTÞÓRSSON ✝ Þór Ástþórssonfæddist í Reykja- vík 3. mars 1932. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut laugar- daginn 8. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Víði- staðakirkju 18. júní. fartækjum deildarinn- ar. Þór er mér minn- isstæður á aukavakt í kerskála sem ég tók árið 1970 þegar okkur tókst að stöðva þús- und gráðu heitan málminn sem streymdi úr einu ker- inu með fjórum eða fimm leiðurum þegar upp kom einn fyrsti kerlekinn hjá fyrir- tækinu. Mér fannst Þór ráðagóður og kunna skil á öllu sem laut að áltækninni. Síðar þegar undirritaður var orð- inn vaktverkstjóri hjá Ísal kom upp tímabil erfiðleika í kerskálum, kannski vegna lélegra hráefna, en kerin veiktust, ál og raflausn hring- snerust í kerunum. Þetta var fyrir straumbreytingu sem gerð var inn á kerin og var til mikilla bóta. Einu sinni fór eitt kerið algjör- lega á skallann, ál og raflausnar- hringiða myndaðist í kerinu, brenn- andi málmurinn spýttist út um allt, forskautin fóru að losna. Þá leitaði ég ráða hjá Þór. Hann sagði: „Skelltu þremur til fjórum tomm- um af áli í kerið, hækkaðu spennuna í 6-8 volt. Ef það gengur ekki, láttu þá sjúga álið úr kerj- unum aftur og settu raflausn í ker- ið.“ Þessi ráð gáfust vel, sjóðandi kerið varð lygnt sem heiðartjörn. Svona ráð gefin af góðum hug og mikilli visku gáfust vel og fyrir þau er nú þakkað. Ekki ætlaðist Þór samt til þakk- lætis. Hann var listamaður sem vissi mest lítið af hæfileikum sínum sjálfur. Fyrir fimm til sex árum lét Þór af störfum hjá ÍSAL. Oft hitt- umst við samt hjá ÍSAL eftir það, en fyrirtækið fékk hann til að sinna ýmsum tæknistörfum. Fyrir um tveimur árum var Þór að taka myndir af tækjakeppni, sem haldin var í Straumsvík. ,,Ekki vissi ég að þú væri ljósmyndari og það tölvuvæddur,“ sagði ég við hann. ,,Ég vissi það ekki sjálfur,“ svaraði Þór, alltaf jafn ljúfur og lít- illátur. Síðast hittumst við á Landspít- alanum, báðir komnir í geislameð- ferð með sama sjúkdóm. Hann var þá það hress að mér var brugðið er ég heyrði andlátsfréttina skömmu síðar. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan dreng og þakka hon- um samfylgdina. Ég votta eiginkonu og börnum samúð. Blessuð sé minning Þórs Ást- þórssonar. Jóhann Bragi Hermannsson. Elsku besti afi minn. Þór afi minn var sá besti afi sem nokkur gæti eignast. Hann var mér allt í senn afi, pabbi og vinur. Hann studdi alltaf við bakið á mér hvern- ig sem á stóð og var alltaf tilbúinn að reyna að skilja mig og virða mig og mínar skoðanir. Hann var fullur af ást og umhyggju. Fyrir mér var hann algjör snillingur, það skipti ekki máli hvað ég bað hann að gera fyrir mig, hann gat alltaf gert það. Semja eitthvað, teikna eða smíða; alltaf var það ekkert mál. Ég sem afastelpa sá stundum ekki sólina fyrir honum afa mínum og því sem hann gerði fyrir mig, fannst það svo flott að ég var að farast úr monti. Hann fyllti hjarta mitt ást og skilningi gagnvart fjölskyldunni. Hann og amma létu mig sjá hvað fjölskyldan skipti miklu máli. Hann hafði endalausa ást til að gefa og deila. Elsku afi minn, ég elska þig af öllu mínu hjarta, ég mun ávallt geyma minningu þína í mínu hjarta og nota góðmennsku þína mér til fyrirmyndar. Þó að fundum fækki, er fortíð ekki gleymd. Í mínum muna og hjarta þín minning verður geymd. Heima í húsi þínu sig hvíldi sálin mín. Ég kem nú, kæri vinur, með kveðjuorð til þín. (K.N.) Þórunn. Faðir og vinur alls, sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgr.) Elsku amma. Það er auðvelt að sakna þín. Þú þreyttist aldrei á því að gleðjast yfir öllum litskrúðugu blómvöndunum sem voru tíndir fyr- ir þig og koma þeim í vatn. Þú varst alltaf til í að spila, og ég sé nú að grunsamlega oft var það sú okk- ar sem færri hafði árin í farteskinu sem bar sigur úr býtum. Þú gafst aldrei upp á því að hekla, prjóna og sauma föt á dúkkurnar mínar, bæði litlar og stórar. Þú varst duglegust allra að safna servéttum út um alla borg til að ég gæti bætt gersemum í safnið mitt. Þú kenndir mér þulur og að spyrja völubeinið stórmerki- legra spurninga. Þú kenndir mér líka eitt bjart sumarkvöld uppi í sumarbústað þá kúnst að raka gras í fang (ég furða mig enn á því hve ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Þórdís Kristjáns-dóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 18. sept- ember 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 14. júní. ótrúlegt magn við gát- um borið í hverri ferð með þessum hætti)! Þú kenndir mér að baka bestu súkku- laðiköku í heimi, svo rækilega að ég kann uppskriftina ennþá ut- anbókar. Þú varst allt- af til staðar og hlóst svo fallega. Þú varst svo góð. Afskaplega er ég heppin að vera eitt af barnabörnunum þín- um. Ég sakna þín, elsku amma og nafna mín. Takk fyrir all- ar gleðistundirnar. Guð blessi þig og varðveiti. Þórdís Heiða Kristjánsdóttir. Á stundu sem þessari finnst manni það illa gert af Atlantshafinu að liggja á milli Íslands og Banda- ríkjanna. Hafið stöðvar þó ekki hug okkar sem þýtur léttilega yfir úfinn sæinn heim til Íslands. Í huganum streyma einnig fram ótaldar minn- ingarnar um hana Þórdísi ömmu. Hún var alltaf svo yndisleg og hafði allt það til að bera til að gera hana að fullkominni ömmu. Hún var hlý, góð og óendanlega þolinmóð. Hún gat setið klukkustundunum saman og spilað á spil við nöfnu sína, hana systur mína, en þar þótti langavit- leysan einna skemmtilegust. Ég hafði hins vegar ekki eirð í mér til að sitja svo lengi yfir spilum og laumaðist frekar upp í svefnher- bergi þar sem geymdur var fullur kassi af dýrindis upptrekkidóti. Mitt uppáhald í eldhúsinu hjá ömmu Þórdísi var maltbrauð með banönum. Ég vildi ekki smjör á brauð sem krakki og því var erfitt að fá bananana til að tolla á þurru maltbrauðinu, en hún amma átti ráð við því, eins og öllu öðru, en hún skar bananana langsum í stað þversum og þá gat ég haldið í þá ásamt brauðinu á meðan borðað var. Seinna meir fór það svo að afi og amma bjuggu um stund í fyrstu íbúð okkar Jóns Hauks. Alltaf þeg- ar við komum í heimsókn í Safa- mýrina talaði amma Þórdís um hve góður andi væri í íbúðinni og hversu gott væri nú að búa í íbúð- inni. Eftir að við svo fluttum inn og afi og amma fóru yfir í Gullsmár- ann skildum við loksins hvað hún var að tala um en það var alveg yndislegt að vera í íbúðinni. Það fyllir mig mikilli sorg að amma Þórdís sé farin en ég veit að hún átti víst sæti í himnaríki, þar sem hún situr þolinmóð og bíður þess að sá tími renni upp að við kíkjum í heimsókn. Ég veit líka að þar mun hún bjóða upp á malt- brauð með banönum, skornum langsum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, megi Guð blessa þig, varðveita og styðja. Gréta Björk og Jón Haukur, Boulder, Colorado.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.