Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 49 Elsku amma Vala. Þegar ég hugsa til baka til þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman get ég ekki ann- að en brosað. Alltaf höfðum við mikið að gera í leik og starfi. Dagurinn byrjaði á því að við fórum í morgunleikfimi með útvarp- inu. Svo byrjaði dagurinn; við lékum, sungum, spiluðum og hlógum. Að sjálfsögðu var það alltaf svartipétur sem varð fyrir valinu þegar kom að því að spila og alltaf vann afi okkur VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Valgerður Guð-laugsdóttir fæddist í Kerlingar- dal í Mýrdal 7. okt. 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Vík- urkirkju 15. júní. en við hlógum, fengum svartan blett á nefið og reyndum aftur. Já, minningarnar eru margar og góðar, svo margar að ég gæti aldrei sagt frá þeim öll- um en ég mun alltaf muna þær og gleðst yf- ir því að eiga þær. Ég veit að við eigum eftir að hittast einhver tíma aftur og hlakka til þess. Ég man eftir einni bæn sem þú kenndir mér; Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Hjördís Ásta. Amma Helga eins og við kölluðum hana var svona ekta amma. Það er að segja hún var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda og alltaf tilbúin að leyfa mér að koma í heimsókn. Það var ekkert sem hún var ekki tilbúin að gera fyrir okkur barnabörnin sín. Eftir að við barnabörnin fórum að eldast, fórum burtu í skóla og heimsóknirnar urðu færri þá fylgd- ist húnþó alltaf með okkur og naut þess að fá fréttir af langömmu- börnunum sínum fjórum. Því miður munu þau tvö sem nú eru ófædd ekki kynnast henni en ég veit að hún átt eftir að fylgast með þeim eins og okkur hinum. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar þær góðu stundir sem ég hef átt með þér. Ég á aldrei eftir að gleyma þeim ófáu stundum sem ég átti á Reyðarfirði með ykkur afa. Þið máttuð varla koma yfir skarð án þess að taka mig með ykkur til baka. Það var eins og þú hafir beðið eftir mér til að kveðja mig áður en þú fórst, ég rétt náði að koma aftur til Íslands þar sem ég hafði dvalist erlendis því þú lést kvöldið eftir að ég kom heim. Það var svo skrítið að þegar ég sá þig þá gat ég ekki sagt neitt heldur komu bara öll þau lög sem þú hafðir kennt mér þegar ég var lítil upp í huga mér, það er mjög skrítið þar sem ég var löngu búin að gleyma flestum þeirra. Ég veit að þú varst illa farin og að það væri best að afi tæki þig til sín en það er samt alltaf sárt að missa einhvern nákominn þó maður viti að það sé honum fyrir góðu. Ég veit að nú eruð þið afi saman HELGA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Helga KristínKristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. jan- úar 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. júní síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 12. júní. og hann mun gæta þín. Ég mun alltaf muna eftir ykkur. Elsku Magnús Karl, Hjalti Þórarinn og Ás- mundur Hálfdán, ég veit að það er komið stórt skarð í líf ykkar. Þið sem voruð nánast hjá henni ömmu á hverjum degi. Ég veit að það er erfitt fyrir ykkur að skilja hvers vegna hún amma var tekin frá ykkur en þeg- ar þið verðið eldri þá skiljið þið þetta betur. Elsku mamma, Dóra, Addi, Stjáni, Maggi og aðrir, það er stórt skarð komið í hópinn en minningin um ömmu mun þó alltaf vera með okkur. Kveðja. Þín Fjóla Rún. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Helgu Kristínar Kristjánsdóttur, sem ég er skírð í höfuðið á og er það mér mikils virði. Þegar mamma hringdi í mig kvöldið sem amma dó var ég önnum kafin við að lesa undir próf og fékk ég mikið áfall við fréttirnar því amma hafði alla tíð verið mér afar kær. Ég gat alltaf komið til þín og reitt mig á þig, þú vildir gera allt fyrir okkur barnabörnin. Það var venjan að koma við á Eyrarstíg þegar farið var í gegnum bæinn og verður skrítið að eiga ekki eftir að gera það í framtíðinni og engin amma Helga sem bíður í dyragætt- inni og umvefur hlýjum örmum. En þessi heiðríki miðvikudagur þegar þú varst jörðuð verður mjög eft- irminnilegur, aldrei mun ég gleyma honum, hvernig það var að sitja ná- lægt þér í kirkjunni og reyna eftir bestu getu að berjast við grátinn. Ég vildi vera sterk eins og ég var búin að þurfa að vera í prófunum bara fyrir þig, því eins og mamma sagði hefði amma viljað að þú klár- aðir prófin og yrðir sterk og að hún yrði alltaf stolt af þér hvernig sem færi. En fram streyma fullt af minningum sem eru mér svo kærar, eins og þegar ég fór með þér að föndra með öllum hinum kerling- unum og eins þegar við gerðum saman koddaverin sem ég málaði á og gaf svo mömmu og pabba í jóla- gjöf. Einnig hvernig það var að koma til þín, alltaf áttirðu eitthvað nammi í töskunni þinni sem þú gafst okkur. Einnig áttirðu nóg af brauði og öðru góðgæti, því dugleg varstu að bjarga þér þótt sjónin værir nánast engin; það hefði ekki hver sem er getað. Það var líka allt- af svo róandi að koma á Eyrarstíg til þín, húsið ykkar afa er svo af- slappandi, það er svo mikil sál í því að eflaust mætti líkja því við himna- ríki en þið ein getið dæmt um það enn sem komið er. Seinna munum við öll hittast aftur. Þetta tók svo á okkur öll að þú, ættarstólpinn, skyldir fara með svona litlum fyrirvara, því ekki var að sjá á þér daginn sem ég kvaddi þig að þú fengir heilablóðfall tveim- ur dögum síðar, en auðvitað varstu komin á góðan aldur og búin að lifa góðu lífi. Mig langar að þakka fyrir þann tíma sem við höfum átt sam- an, hann hefur verið meira en ynd- islegur. Mikill verður missirinn fyr- ir litlu ömmustrákana þína á Reyðarfirði, þá Magnús Karl, Hjalta Þórarin og Ásmund Hálfdán, því þeir voru svo mikið hjá þér. Einnig fyrir þau Grétu og Simma okkar, þau hafa verið þér mikið og munum við alltaf þakka fyrir það. Tíminn græðir sárin, en aldrei mun ég gleyma þér, þú og afi munu allt- af eiga stórt sæti í hjarta mínu. Elsku amma, ég mun sakna þín sárt en nú líður þér vel. Ég vil kveðja þig með sálminum sem þú söngst svo oft: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Helga Kristín Jónsdóttir. Með fáum orðum vil ég kveðja fyrrverandi tengdamóður mína. Elsku Dóra mín, þú tókst mér eins og dóttur þinni er ég kom inn í fjöl- skylduna aðeins 17 ára stelpa. Ég þakka þér af alhug fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert og þá vináttu HREFNA DÓRA TRYGGVADÓTTIR ✝ Hrefna DóraTryggvadóttir húsmóðir, kölluð sínu seinna nafni, Dóra, fæddist í Reykjavík 7. júlí 1925. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut aðfara- nótt 2. júní síðastlið- ins og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 11. júní. sem hefur alltaf verið á milli okkar. Fjölskylda þín var alltaf í fyrsta sæti hjá þér. Þú barst hag henn- ar fyrir brjósti í einu og öllu. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þig og á eftir að sakna þess að heyra ekki í þér og fá hvatningu og styrk frá þér. En nú veit ég að þú ert laus við allar þján- ingar og líður vel og get ég huggað mig við það. Guð styrki börnin þín og fjölskyldur þeirra í sorginni. Þitt skarð verður ekki fyllt. Ég og Guðbjartur sonur minn þökkum þér fyrir allt og minnumst þín með hlýju og söknuði. Ágústa. Elsku Gerða mín. Jafnvel þótt úti skíni sólin og sumarblíðan skarti sínu fegursta er hjartað mitt fullt af söknuði og sorg, sem segir mér það svo sannarlega að þú varst sólargeislinn í lífi mínu. Sá stutti tími sem ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera með þér er mesta upplifun sem ég hef öðlast. Mér finnst ég hafi þekkt þig alla ævi, þú varst svo hrein og bein í öllu sem þú sagðir og gerðir. Við fundum að við gátum treyst hvort öðru fyrir okkar dýpstu tilfinning- um, eins og sannaðist hvað best á því, að strax í upphafi okkar sterku vináttu og væntumþykju í garð hvors annars sagðir þú mér frá bar- áttu þinni gegn þessum illvíga sjúk- dómi sem þú barðist svo hetjulega við allt til dauðadags. Þú vildir að ég væri viss um hversu alvarlegur þessi sjúkdómur er og hvort ég væri tilbú- in til að takast á við þetta stríð þér við hlið, styrkja þig og styðja í gegn- um súrt og sætt sem ég svo lagði mig af öllum mætti fram um. Allan þann tíma sem við áttum saman sagðir þú mér og kenndir mér svo margt. Það var þér svo mikið kapps- mál að ekkert kæmi mér á óvart í þínu fari, þú vildir segja mér það allt sjálf augliti til auglitis, og það gerðir þú svo sannarlega. Með þessari hreinskilni og þess- um heiðarleika, þá áður en ég vissi af voru allar mínar tilfinningar orðn- ar þínar. Ég fann fyrir löngun til að tala við þig um svo margt sem ég hafði átt mjög erfitt með að tjá mig um og jafnvel aldrei gert. Já, Gerða mín, eins og hendi væri veifað átti ég skyndilega engin leyndarmál lengur! Mér fannst ég geta sagt þér allt og þú sýndir öllu skilning og sagðir alltaf: „Þetta verður allt í lagi í framtíðinni ef við vöndum okkur í lífi okkar.“ Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu um alla eilífð. Þau fal- legu orð sem þú sagðir við mig í hinsta sinn sem ég sá þig á lífi sem þú af þínum veika mætti minntir mig á að ég ætti að trúa og treysta alla ævi og að ég mætti aldrei gleyma þeim. Þau orð mun ég varð- veita í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku Gerða mín, takk fyrir allt sem við upplifðum saman, þú ert og verður alltaf í minningu minni ynd- isleg og ógleymanleg persóna. Vertu ávallt Guði falin. Kæru börn, Egill Aron og Natalía, Ægir minn, Maja, Stebbi, Egill og Sigga. Megi Guð styrkja ykkur í þessari djúpu sorg. Þinn Stefán Eyjólfsson. „Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ (Bibl- ían) Þú í bleikum kjól, falleg, fíngerð og skemmtilega kaldhæðin. Mér lík- aði strax vel við þig. Berfætt með háhæla skó í annarri hendi. Hafðir gefist upp á göngunni í skónum upp stiga blokkarinnar. Nú er allri þinni göngu í þessum heimi lokið. Ég veit að þú svífur nú um á betri stað. Þú tókst mér opnum örmum og gerðir mér ljóst að ég væri velkomin í þína fjölskyldu. Ég fann strax, að þó að þú spaugaðir mikið þá var önnur hlið dekkri sem ekki vildi hverfa. Þú, sem varst dugleg að hjálpa og ráðleggja öðrum sem áttu erfitt, þér var erfiðara að hjálpa. Þú trúðir mér fyrir þjáningum þínum, ég fann hversu vanmáttug ég var. Þú varst mjög stolt móðir, enda ástæða til. Ég hef sjaldan hitt manneskju sem var meira tilbúin að lána eða gefa GERÐA BJÖRG SANDHOLT ✝ Gerða BjörgSandholt fæddist í Reykjavík 8. júlí 1975. Hún lést 6. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 14. júní. mér það sem hún átti. Elsku fallega, góða Gerða, takk fyrir þess- ar annars alltof fáu stundir með þér en eins og þú sagðir stundum: „Það er ekki magnið heldur gæðin,“ og það á svo sannar- lega við um okkar stundir. Guð geymi börnin þín og fjölskyldu. Ég sakna þín. Eydís. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Gerðu, sem hefur kvatt okk- ur allt of fljótt. Leiðir okkar lágu saman í gagnfræðiskóla. Gerða var einstök manneskja og skar sig úr hvar sem hún kom. Það var alltaf hægt að finna Gerðu í miðjum hópi fólks því henni var ávallt mikið niðri fyrir og annað hvort var hún í miðri frásögn eða þá að maður greindi sérstakan hlátur hennar í fjarska. Við kynntumst á þeim tíma þegar ungt fólk er að byrja að takast á við lífið með öllu sem því fylgir. Gerða hafði einstakt lag á að hvetja vini sína til dáða og láta fólki líða eins og það væri sérstakt. Henni var það mikið í mun að við fyndum hamingj- una og hafði oft orð á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Gerðu. Hún hafði verulega mótandi áhrif á mig sem ég bý að í dag. Hún var svo sannarlega vinur í raun. Ég fékk tækifæri til þess að fylgj- ast með Gerðu úr fjarska síðustu ár- in í gegnum börnin okkar en leiðir þeirra hafa legið saman í skóla og leikskóla. Það er missir í þessari einstöku manneskju sem hún Gerða var. Ég óska foreldrum Gerðu, systk- inum, Ægi og börnum þeirra vel- farnaðar. Megi góður Guð veita þeim blessun og styrk í þessum mikla missi. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16) Geir Brynjólfsson. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.