Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                     !"  #       $ % $  !"  !! #""#$%! !!   !!  #&" #"' (  ) !  & !! ! # "& (     (  * !! (#% %+ $        $        *, - ./0   !1  ' ' 1'234 "     &    #   ' $    (   !" # #       $ % $  &  #  " !&+'*' (   * # !! 5" !&+'*' (  !0( !! 0(& "" !&+'*' (  "' 6 !! *& " !&+'*'!! /' (  *&7" !&+'*' (  "'8 9! !! " " !&+'*' (   :!(   " !&+'   % %+ (#% % %+ $    &    &   9 ;<:= >99 &?>8@"  # #A *& &'    ) *&     +     ,   !"   -   <#8 !"' "  (  <  #" !! :# 8 "' "  (  1 #  !! % %+ (#% % %+ $ . / &    &   < * ;>99 ?#" B ?'"!1  *# # !5!CC "     #   #   +  0  1 0/   ,   2 #"        3&    4 $ %        55, *") !? !! #8 ) !? !! < "#) !? !! *#) !? !! D?) !? (   ) !? (  ! #%+ (#% %+ $              * ;  = *+# 1'3    #      ,   *  "  -   $  #"   # 1'") ! 0( !! 0(*# (  +# #"'!! *& 1"*#!! "<  (  #&8  *# (  8  #"'!! *#*#!! 8"   (  &%+ (# #&%+ $ Hann Sigbergur er dáinn. Ég kynntist Sigbergi fyrir tæpum 30 árum er við byrj- uðum að vinna saman á Háskóla- bókasafni. Þegar við hittumst í fyrsta sinn sagðist hann vera frændi minn. Þar með hófst vinátta sem hélst æ síðan. Hann var um árabil minn helsti trúnaðarvinur, vinur sem hægt var að treysta. Hann gaf sér alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð sem vert var að taka mark á. Ég greindist með krabbamein fyrir fjórum árum, skrifaði honum tölvupóst og lét hann vita. Þegar ég mætti til vinnu síðdegis beið hann mín til að lána mér öxlina að gráta við og stappa í mig stálinu. Hann vissi að krabba- mein er algengt í ættinni. Hann skrifaði mér í byrjun apríl og lét mig vita um sitt mein. Hann var bjartsýnn á framtíðina og ætlaði að vera kominn til vinnu eftir nokkrar vikur. Ég beið hans með kaffi þá eftirmiðdaga sem ég var í vinnu í Þjóðarbókhlöðunni, því hann ætlaði að líta við þegar hann yrði rólfær. Þegar við töluðumst við í síma fann ég að ástandið var misgott, en trúði samt að hann kæmi til baka. Ég heimsótti hann síðastliðinn föstu- dag, þá var mjög af honum dregið. Samt brá mér illa þegar mér barst fréttin um andlát hans. Ég vil hvetja alla sem ættaðir eru SIGBERGUR ELÍS FRIÐRIKSSON ✝ Sigbergur ElísFriðriksson fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 7. september 1949. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 8. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 14. júní. frá Eyri við Fáskrúðs- fjörð til að fara í reglu- legt eftirlit frá fertugu svo við þurfum ekki að horfa á bak svona mörgum löngu fyrir aldur fram. Sigbergur var hæg- ur og ljúfur maður. Hann var ekki að eyða orðum að óþörfu, en kíminn og meinhæðinn þegar þannig lá á hon- um. Hann var einn að- alskipuleggjandi flutn- inga úr Háskólabóka- safni þegar flutt var í Þjóðarbókhlöðu og söfnin tvö, Há- skólabókasafn og Landsbókasafn, sameinuð. Flutningarnir hefðu aldrei gengið svona snurðulaust og án lokunar safnanna ef við hefðum ekki átt svo færan skipuleggjanda sem hann var. Hann var einn af okkar færustu skrásetjurum og leitað var til hans frá söfnum víðs vegar að til að fá ráðleggingar á því sviði. Þegar hann veiktist vann hann að skipulagningu flutnings gagna úr núverandi tölvukerfum bókasafna yfir í sameiginlegt lands- kerfi. Skarð hans verður seint fyllt í þessum efnum. Fyrir utan faglegu hliðina var hann þúsundþjalasmiður. Ef ráð- leggingar vantaði við verklegar framkvæmdir, svo sem smíðar og þess háttar, hafði hann ráð undir rifi hverju. Elsku Margrét, Aðalheiður, Auð- ur og Guðmundur, ég veit að missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur innilega samúð á þessari erfiðu stundu. Jóhanna Júlíusdóttir. Skyndilega er settur punktur aft- an við kafla í starfi okkar. Eftir stutta sjúkdómslegu er Sigbergur Friðriksson allur. Leitun verður að manni sem gat á jafn fumlausan hátt unnið í völundarhúsi bókfræði- legra gagna, svarað spurningum og leyst vandamál þar að lútandi. Hvað er það sem fær menn til að leggja fyrir sig ævistarf á sviði bókasafnsfræði og upplýsinga, kunna einhverjir að spyrja? Ég veit ekki hvað það var sem fékk ungan dreng austan af fjörðum til að fara í menntaskóla og síðar að læra þessi fræði í háskóla. Sigbergur sagði mér að hann hefði ætlað að verða járnsmiður, en einhver hefur talið að hæfileikar hans nýttust betur annars staðar. Það er víst að við fengum að njóta þeirrar ákvörðun- ar, því Sigbergur sannaði það með verkum sínum. Ég fékk síðar að sjá sönnun þess að hann hefði einnig vakið athygli með verkum sínum, hefði hann lagt fyrir sig járnsmíðar. Samstarfsmaður minn var ekki margmáll maður, en lét verkin tala því meir. Þó ekki bæri á honum á vinnustað var honum treyst fyrir verkum sem aðrir gátu ekki ráðið við. Hann fékkst við innviði skrán- ingargagna, sem eru flestum not- endum hulinn leyndardómur, en samt grundvöllurinn að því að hægt sé að finna rit þegar til þess þarf að taka. Þekking hans um þessi gögn var aldrei þurr vitneskja, því alltaf gat hann sett sig í spor notandans og skýrt út hver hefði gagn af því að hverjum upplýsingum yrði safn- að. Áhugi hans á smíðum fékk því útrás í því að smíða upplýsingar sem gagnast fólki. Hann var bakhjarl, sem ég greip til hvort sem spurningarnar voru um þessi gögn eða önnur mál, sem komu inn á borð til mín. Ef spurn- ingin var sérlega erfið, var eins víst að Sigbergur væri sá eini sem gat svarað henni. Hans verður sárt saknað, bæði í stað vinar og sam- starfsmanns. Ég færi aðstandend- um og vinum samúðarkveðjur, ekki einungis úr Landsbókasafni, heldur einnig frá samstarfsfólki í Bristol og London. Sveinn Ólafsson. Svala hefur lokið erfiðri baráttu við sjúkdóm sem lagði hana að velli. Þegar Svala ung flutti til fósturforeldra sinna á Drangsnesi fór ekki mikið fyrir henni. Ég man barnslega forvitni að hitta þessa nýju stelpu sem var svo lítil og brothætt einhvern veginn og gekk svo skringilega. Seinna komst ég að því að Svala var bæði stór og sterk hið innra. Svala þurfti að glíma við ýmis veikindi frá unga aldri, þó man ég aldrei eftir að hafa heyrt hana kvarta undan einu eða neinu. Við gengum báðar í Grunn- skóla Drangsness og vorum tvær í okkar árgangi og síðasta árið okkar SVALA ALBERTSDÓTTIR ✝ Svala Alberts-dóttir fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1967. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 30. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju 8. júní. í Drangsnesskóla vor- um við sex í öllum skól- anum. Þannig var oft lítið við að vera og man ég eftir löngum dögum í leikjum með dúkku- lísur á Háafelli. Heima hjá mér sátum við og teiknuðum en Svölu héldu engin bönd með blýant í hendinni, hún var óðara komin inn í dimmustu frumskóga með ljónum og öpum eða inn í dramatísk ástaratriði í indíána- ættbálki þar sem hún óf fólki örlög af fádæma sköpunar- gleði. Teikningar Svölu bjuggu yfir einhverju óútskýranlegu. Eftir Drangsnesskóla fórum við saman á Klúkuskóla í Bjarnarfirði, þar sem við vorum herbergisfélagar í tvo vetur. Í Klúkuskóla var skrítið samfélag og helst eins og ein stór fjölskylda. Þar man ég hvernig sam- band okkar Svölu þróaðist úr leik- félaga- í vinasamband. Alla tíð gát- um við treyst hvor annarri fyrir innstu leyndarmálum og í gegnum tíðina með stopulu sambandi höfum við alltaf náð saman á augabragði. Skólagöngu Svölu lauk með grunn- skólanum og við tók vinna. Svala var í vist hjá frænkum sínum á Drangsnesi og gekk í öll störf innan heimilis af ósérhlífni sem og í frysti- húsinu, þrátt fyrir líkamlega ann- marka. Á unglingsárum flytur Svala til ömmu sinnar í Reykjavík og síðar til Blönduóss þar sem hún hefur búið síðan. Faðir hennar Albert og kona hans voru henni til halds og trausts er hún hóf sinn búskap ein og fjarri heimabyggð. Keypti sér íbúð, bíl og vann í rækjunni. Seinna kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, honum Palla. Það var mikil blessun fyrir Svölu að kynnast honum og fannst manni eins og Svala ætti það inni hjá máttarvöldunum að eiga góða ævi í góðu hjónabandi. Eftir að börnin fæddust, þau Guðbjörg og Albert Óli, var Svala heimavinnandi og helgaði sig uppeldi og heimili. Hún var afskaplega ánægð með það starf og stolt af sinni litlu fjölskyldu. En skjótt skipast veður í lofti og skyndilega vofðu váleg ský yfir sjálfsögðu lífinu í húsi á Blönduósi. Svala greindist með krabbamein og sjúkragangan hófst með sigrum og ósigrum á víxl. Svala barðist af óbil- andi hugprýði, ásamt því að sinna börnum og búi, því það var hennar akkeri þrátt fyrir minnkandi getu. Við hittumst nokkrum sinnum á þessari þrautagöngu og maður varð undrandi á því hvaða seigla og ákveðni fylgdu þessari konu og ávallt barst talið að því hvað allir aðrir en hún þyrftu að líða … En Svala þarf ekki að líða meira. Ég velti því fyrir mér hvort hún sé í æv- intýraheimi indíána og frumskógar- dýra, hvort hún hafi kattliðugan lík- ama þar til að sveiflast í trjánum og leika sér með hinum. Takk fyrir samfylgdina Svala. Palli, Guðbjörg og Albert Óli, mig langar að votta ykkur samúð mína sem og foreldrum, fósturforeldrum og öðrum ættingjum. Ásta Þórisdóttir. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.