Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ sími 462 2900 Brúðargjafirnar fást hjá okkur Erum líka á Glerártorgi Sími 462 2901 Blómin í bænum FYRIRTÆKIN Ístak hf. og Nýsir hf. hafa kært til kæru- nefndar útboðsmála útboð á rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Tvö tilboð bárust í fram- kvæmdina, að undangengnu lok- uðu útboði í forvali, annars veg- ar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar frá Íslenskum aðalverk- tökum hf., ISS á Íslandi ehf. og Landsafli hf. Um er að ræða svonefnda einkaframkvæmd, sérstök valnefnd fór yfir tilboðin og varð tilboð þeirra síðar- nefndu fyrir valinu. Mat byggt á tilfinningum, ekki útboðsgögnum Stefán Þórarinsson, rekstrar- stjóri Nýsis, sagði í samtali við Morgunblaðið að Ístak og Nýsir hafi boðið upp á mjög góða byggingu og ódýrari en hinir að- ilarnir buðu upp á. „Við teljum að það mat sem lagt var á okkar lausnir hafi ekki byggst á útboðsgögnum, heldur einhverjum tilfinningum manna. Útboðsgögn voru mjög afger- andi um hvernig byggingin ætti að vera og eftir þeim fórum við en það gerðu hinir aðilarnir ekki. Okkur var gefið niður úr öllu valdi fyrir lausnina og þótt við hefðum boðið upp á 13% ódýrari byggingu dugði það ekki til.“ Stefán sagði að einkafram- kvæmd sem þessi snerist ekki um arkitektúr, heldur um hag- kvæmni, útsjónarsemi og að uppfylla ákveðnar þarfir. „Við teljum að þessi vinnu- brögð nefndarinnar hafi ekki verið nógu vönduð og að hún hafi heldur ekki farið eftir þeim útboðsgögnum sem hún gaf út sjálf. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur fyrir þar sem við eigum hlut að máli. Við kærum þetta, þar sem við teljum klárlega á okkur brot- ið, þó það verði ekki til annars en að menn vandi sig betur næst. Það virðist reyndar allt í kringum þetta mál frá upphafi vega vera afskaplega klúðurs- legt og það ætlar engan enda að taka.“ Kostnaður við útboðið nem- ur allt að 15 milljónum kr. Stefán sagði að fyrirtækin hefðu eytt miklum fjármunum og vinnu í tilboðið og að ekki væri óvarlegt að áætla þann kostnað upp á 12–15 milljónir króna. Bætur til tilboðsgjafa hefðu lítið að segja í þá upphæð. „Við erum því mjög ósáttir og gerum þá kröfu að þessir menn vandi sig, sem við teljum að þeir hafi ekki gert nægilega vel í þessu tilviki.“ Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra aðal- verktaka, hafði ekki frétt af kæru Ístaks og Nýsis þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að undir samninga verði skrifað og að við byggjum þetta hús,“ sagði Stefán en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Útboð á rannsókna- og nýsköp- unarhúsi við Háskólann Ístak og Nýsir kæra útboðið MIKIL uppbygging er nú hafin á Möðruvöllum í Hörgárdal, en heimamenn hafa í hyggju að end- urnýja tvær sögufrægar byggingar á staðnum. Það er ætlunin að koma upp safnaðarheimili, flóru- og sögusafni og aðstöðu fyrir ferða- fólk. Hafist var handa við að end- urnýja svokallað Leikhús, en það var leikfimihús Möðruvallaskóla. Skólahúsið sjálft brann fyrir 100 árum síðan, árið 1902. Skólinn var byggður árið 1880 og Leikhúsið var einnig byggt sama ár. Nauðsynlegt þótti að styrkja undirstöður þess þegar hafist var handa við að endurnýja húsið og var minjavörður Norður- lands eystra, Sigurður Berg- steinsson, fenginn til að fylgjast með greftri fyrir þeim. Fljótlega komu í ljós miklar hleðsluleifar. Til að valda sem minnstu raski á forn- leifum við framkvæmdirnar var ákveðið að láta húsið hvíla á stoð- um og þótti nauðsynlegt að forn- leifafræðingar sæju um að grafa og rannsaka holur fyrir stoðirnar. Í ljós hafa komið fjögur bygging- arskeið, það yngsta er brunarústir frá því bærinn brann árið 1712. Við vegghleðslu frá næstelsta skeiðinu fundust leifar eftir sá, en sáir eru stór keröld sem grafin voru niður í gólf og í þeim voru geymd mat- föng, súrmatur og skyr. Aldursgreiningar á elstu bygg- ingarskeiðunum liggja enn ekki fyrir, en líklegt þykir að þau nái að minnsta kosti aftur til klausturs- tímans, 1296 til 1551. Mikil uppbygging hafin á Möðruvöllum í Hörgárdal Hleðsluleifar komu í ljós við endurnýjun húsa Morgunblaðið/Kristján Sigurður Bergsteinsson minjavörður við hleðsluleifar sem komu í ljós við uppgröft á Möðruvöllum. JÓNSMESSUGANGA verður far- in annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júní, kl. 22 frá þjónustuhúsinu í Kjarnaskógi. Hún er á vegum Minjasafnsins og Skógræktar- félags Eyfirðinga.Rölt verður um skóginn fram yfir miðnætti meðan leiðsögumenn fræða göngumenn um gróður og fugla skógarins og miðla þjóðlegum fróðleik um Kjarnasvæðið og Jónsmessuna. Í göngunni verða einnig fulltrúar Listasumars, Norræna félagsins og Leikklúbbsins Sögu sem leggja sitt af mörkum til þess að auka á dulúðina. Félagar í Leikklúbbnum Sögu hafa ásamt Agnari Jóni Egilssyni sett saman sýningu sem gestir í Kjarnaskógi geta fylgst með hér og þar í skóginum. Sýningin bygg- ist á goðsögnum frá Jónsmessunótt og inn í þær fléttast saga um af- drifaríka atburði. Jónsmessu- ganga og sýning í Kjarnaskógi SÖNGVAKA verður í Minjasafns- kirkjunni næstkomandi mánudags- kvöld, 24. júní, og hefst hún kl. 20.30. Flutt verða nokkur sýnishorn ís- lenskrar tónlistarsögu svo sem dróttkvæði, þjóðlög og danskvæði, trúarlegir söngvar, tvísöngur, rímnalög, stemmur og söngvar frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur verða Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjóns- dóttir. Þetta er þriðja söngvaka sumarsins. Söngvaka SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í norðausturkjördæmi efnir til sumar- ferðar til Grímseyjar laugardaginn 29. júní næstkomandi. Lagt verður af stað frá Dalvík kl. 12 á hádegi og komið til baka kl. 23 um kvöldið. Ýmislegt verður til gam- ans gert, bæði um borð í skipinu og í eynni. Farið verður í skoðunarferð undir leiðsögn og haldin grillveisla. Sérstakir gestir í ferðinni verða Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og Inga Jóna Þórðardótt- ir. Öllum er heimil þátttaka og er hægt að skrá sig í ferðina hjá Gunn- ari Ragnars, Alfreð Almarssyni eða Jónasi Þór Jóhannssyni eða á net- fangið xd@aey.is. Sjálfstæðisflokkurinn í norðausturkjördæmi Sumarferð í Grímsey SAMNINGUR um að tölvurekstr- arfyrirtækið Anza hf. taki að sér að hýsa og reka nýtt miðlægt bóka- safnskerfi fyrir allt landið var und- irritaður á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri nýlega að viðstöddum menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich. Samningurinn, sem gildir í fjögur ár, markar nokkur tímamót í tölvuvæðingu bókasafna hér á landi. Nýja bókasafnskerfið mun gera landsmönnum kleift að nálgast upp- lýsingar flestra bókasafna á Net- inu. Anza mun hýsa og reka kerfið fyrir Landskerfi bókasafna hf. í starfsstöð sinni á Akureyri. Markmiðið með sameiginlegu landskerfi bókasafna er að tryggja landsmönnum aðgang að upplýs- ingum um bækur, tímarit og önnur aðföng sem nýtast í námi, leik og starfi. Kerfið þjónar skólum, al- menningsbókasöfnum og sérfræði- söfnum og verður það aðgengilegt almenningi á Netinu þegar það verður komið í fulla notkun. Mun það hafa mikið hagræði í för með sér fyrir notendur sem geta skoða bókakost flestra bókasafna landsins á einum stað í vefskoðara. Hugbúnaðurinn sem notaður er getur hýst upplýsingar um tvær milljónir titla og fimm milljonir ein- taka af bókum og tímaritum auk þess að halda utan um allt að fimm milljónir útlána á ári. Gert er ráð fyrir að flest bókasöfn landsins muni nýta sér þjónustu landskerf- isins þegar fram líða stundir, enda mun það leiða til verulegs vinnu- sparnaðar og bættrar þjónustu. Anza hýsir miðlægt landskerfi bókasafna á Akureyri Upplýsingar um bókakost aðgengilegar á Netinu Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir samninginn í húsnæði Amtsbókasafnsins, f.v.: Páll Grét- arsson, Tómas Ingi Olrich, Guðni B. Guðnason, Árni Sigurjónsson og Kristján Þór Júlíusson. Gert er ráð fyrir að flest bókasöfn landsins muni nýta sér þjónustu landskerfisins er fram líða stundir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.