Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 27 50+10 lítra, þrír litir í Skútuvogi Tvíbreið vindsæng 3.595 kr. Bakpoki 8.995 kr. Tilboð í verslun Skútuvogi 16, í dag laugardag. Opið10-16 137x191x13 cm Verð áður: 5.800 kr. Sumartilboð 16 hlutir í boxi Útilegubox 2.290 kr. Einkaumboð Fæst í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins og Bensínstöðvum Esso um land allt 10 63 B / T A K T ÍK 1 9. 6´ 02 Nælon lína Stangveiðisett hannað fyrir íslenskar aðstæður Flugubox Dropasökkur Klippur IG-síld STJÓRNARANDSTAÐAN í Perú krafðist þess í gær að ríkisstjórn landsins segði af sér eftir að hún ákvað að fresta umdeildri sölu tveggja raforkufyrirækja í suður- hluta landsins sem seld voru belgísku fyrirtæki á uppboði fyrir viku. And- stæðingar einkavæðingar í Perú boð- uðu til verkfalls í sólarhring á mið- vikudag til að mótmæla sölunni á raforkufyrirtækjunum tveimur og að- gerðirnar urðu til þess að Alejandro Toledo, forseti Perú, ákvað að fresta sölunni. Innanríkisráðherra Perú sagði af sér í kjölfar ákvörðunar rík- isstjórnarinnar, sem var tekin að loknum 12 tíma fundi með leiðtogum mótmælenda. Hefur ríkisstjórnin ákveðið að bíða eftir úrskurði dómara um lögmæti sölunnar til belgíska fyrirtækisins Tractebel, en andstæðingar hennar segja raforkufyrirtækin eign lands- svæðisins sem þau eru á og vilja að gengið verði til kosninga um söluna. Með sölunni þótti Toledo hafa svikið loforð sitt frá því í kosningunum í fyrra um að þau yrðu ekki seld. Lourdes Flowers, leiðtogi banda- lags hægriflokka, sem eru í stjórnar- andstöðu, sagði að kúvending stjórn- arinnar sýndi að hún væri ekki fær um að stjórna landinu og krafðist þess að hún segði af sér. „Deilan snýst ekki um einkavæðingu eða minni miðstýringu, heldur um getu ráðamannanna til að stjórna.“ Óeirðir í suðurhluta Perú og víðar Eftir að tilkynnt var um söluna á raforkufyrirtækjunum fyrir viku blossuðu upp óeirðir og breiddust þær út um mestan hluta Suður-Perú, en fyrirtækin eru í borgunum Are- quipa og Tacna. Óeirðirnar náðu að landamærum Chile í suðri en einnig í norðurátt til höfuðborgarinnar Lima. Toledo lýsti yfir 30 daga neyðar- ástandi og setti á herstjórn í Arequipa og var útgöngubann sett á yfir nóttina í borginni. Mótmælendur ögruðu því banni með því að berja í tóma potta og hrópa vígorð gegn ríkisstjórninni. Einn mótmælandi lést af völdum táragass í uppþotum á laugardag í síðustu viku og yfir 100 manns slös- uðust meðan á götumótmælum stóð í borginni. Í ofanálag boðuðu vöru- flutningabílstjórar um land allt til tveggja sólarhringa verkfalls til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á tryggingalöggjöf vörubílstjóra. Í samkomulaginu sem náðist milli stjórnvalda og mótmælenda á mið- vikudag er kveðið á um að neyðar- ástandi verði aflétt innan tveggja sól- arhringa og hvetja báðir aðilar borgara til að stöðva strax öll ofbeld- isverk. Toledo gaf út opinbera yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa ekki útskýrt á fullnægjandi hátt einkavæðingarstefnu stjórnar sinnar. Toledo hefur átt í vök að verjast í forsetaembættinu að undanförnu. Hann var kjörinn forseti Perú fyrir rúmu ári og hlaut þá tæp 53% at- kvæða í síðari umferð forsetakosning- anna. Var kjöri hans lýst sem sigri lýðræðisins eftir tíu ára valdatíma Al- bertos Fujimoris sem tók sér nánast alræðisvöld í landinu. Síðan Toledo var settur í embætti hafa vinsældir hans hins vegar snarminnkað og nýjustu kannanir sem gerðar voru í Lima áður en óeirð- irnar hófust gáfu til kynna að fylgi hans meðal höfuðborgarbúa væri 30% og þaðan af minna. Ákvörðunin um frestun á sölu raforkufyrirtækjanna gæti orðið til þess að erlendir fjár- festar hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir legðu út í fjárfestingar í Perú. Mótmæli gegn einkavæðingarstefnu stjórnvalda í Perú Hægrimenn krefjast afsagnar stjórnarinnar Lima, Arequipa. AFP, AP. STAÐFEST var í gær að 111 menn hefðu farist í slysi í kola- námu í Norðaustur-Kína og var þá enn fjögurra manna saknað. Lokuðust flestir mannanna inni er gasspreng- ing varð í námunni á fimmtu- dag en ástand öryggismála í kínverskum námum þykir öm- urlegt. Í Kína farast um 10.000 námamenn árlega samkvæmt opinberum tölum en þeir eru taldir vera miklu fleiri. Fyrir tæpu ári flæddi inn í tinnámu í Guangxi-héraði og í heila viku var því haldið fram, að einn maður hefði farist. Síðan var birt talan 70 en fjölmiðlar segja að um 200 manns hafi látið lífið. Klögumálin ganga á víxl RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, kveðst enga ábyrgð bera ef viðræður um sameiningu Kýpur í eitt ríki fara út um þúfur. Sakaði hann Glafcos Clerides, forseta Kýpur- Grikkja, um að reyna að spilla við- ræðunum. Clerides svaraði og sagði að ekki þyrfti að kenna Denktash klækina. Hefði hann hingað til verið einfær um að eyðileggja viðræður milli þjóð- arbrotanna á eyjunni. Líklegt er að Kýpur-Grikkir fái aðild að Evrópusambandinu 2004 hvort sem þá verður um að ræða eitt ríki eða tvö á Kýpur. Hefur það rekið á eftir viðræð- unum og var stefnt að sam- komulagi fyrir júnílok. Á því eru nú litlar líkur. Abu Sayyaf- foringi felldur ABU Sabaya, einn af foringj- um Abu Sayyaf, skæruliða- hreyfingar múslima á Filipps- eyjum, féll í átökum við filippeyska sjóliða í gær. Kom filippeyskt herskip að báti með honum og nokkrum manna hans við strönd Mindanao-eyj- ar og var bátnum sökkt eftir nokkur vopnaviðskipti. Segja hermennirnir að Sabaya hafi fallið í sjóinn er hann var skot- inn en lík hans hafði þó ekki fundist í gær. Vandlifað í Bangladesh FORSETI Bangladesh, Badr- uddoza Chowdhury, sagði af sér í gær að kröfu stjórnar- flokksins í landinu. Var hann sakaður um að hafa sýnt stofn- anda flokksins óvirðingu með því að vera ekki viðstaddur at- höfn við grafreit hans. Sonur forsetans sagði í gær, að um hefði verið að ræða athöfn á vegum stjórnarflokksins, eins flokks af mörgum í landinu, og því forsetaembættinu óviðkom- andi. STUTT Yfir 100 náma- menn fórust Denktash
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.