Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENN hafa nýtt blíðuna í Reykjavík undanfarna daga með ýmsum hætti en þeir sem vinna úti við eins og smiðirnir tveir hafa væntanlega ekki farið varhluta af góða veðrinu. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá voru þeir niðursokknir í vinnu sína og einbeittir á svip við eina af nýbyggingum borgarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Unnið við smíðar í blíðviðrinu í borginni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Landssíma Íslands af kröf- um sem erfingjar landspildu í Fífu- hvammslandi í Kópavogi gerðu á hendur fyrirtækinu þar sem þess var krafist að eignarnámi á landinu yrði hnekkt, en til vara að greiddur yrði 1,5 milljarður króna fyrir landið. Jafnframt viðurkenndi dómurinn eignarrétt Landssímans á landspild- unni. Hin umdeilda landspilda er um 50 hektarar og að langmestu leyti á Rjúpnahæð. Landsíminn tók landið eignarnámi árið 1947. Héldu erfingj- arnir því m.a. fram að eignarnámið hefði ekki farið fram með fullnægj- andi hætti þar sem greiðsla hefði aldrei verið innt af hendi fyrir landið. Auk þess hefði aldrei verið gengið frá málinu með afsali frá landeiganda til þess sem tók landið eignarnámi. Í stefnu erfingjanna segir m.a. að eig- endur landsins hafi ávallt verið ósátt- ir við eignarnámið og því hafi ekki verið gerður sérstakur reki að því að innheimta bætur fyrr en eftir að fyrir lá að að bjóða út hlutafé í Landssím- anum. Ekki fundust kvittanir eða önnur fylgiskjöl vegna greiðslu eignar- námsbóta. Í niðurstöðum dómsins segir að sé það svo að Landssíminn hafi aldrei greitt fyrir landið sé það óupplýst hvers vegna. Þegar litið sé til þess að Landssíminn hafi þegar eftir eignarnámið tekið við landinu, girt það og látið reisa þar fjarskipta- virki og byggt hús vegna starfsem- innar, án þess að því hafi nokkru sinni verið mótmælt, þá verði ekki fallist á að það sé ósannað að greiðsla hafi aldrei verið innt af hendi. Því sé ekki hægt að líta svo á að eignarnám- ið hafi aldrei farið fram með fullnægj- andi hætti eða að forsendur fyrir eignarnáminu hafi brostið. Ekki var heldur fallist á að landið hafi ekki ver- ið nýtt til þeirra þarfa sem ákvörðun um eignarnám var réttlætt með. Landspildan umrædda er reyndar ekki lengur í eigu Landssímans því áður en til hlutafjárútboðs kom var það fært úr bókum Símans til félags í eigu ríkissjóðs. Ríkissjóður seldi síð- an landið til Kópavogsbæjar ásamt 100 hekturum til viðbótar fyrir 700 milljónir króna. Auður Þorbergsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Helgi Jóhann- esson hrl. flutti málið f.h. erfingjanna en Andri Árnason hrl. flutti málið f.h. Landssímans. Héraðsdómur fellir dóm vegna eignarnáms á Rjúpnahæð Landssíminn átti land- spilduna með réttu VEGURINN um Jökulsárhlíð á milli Hellisheiðar eystri og þjóðvegar eitt er ófær vegna skemmda, samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni á Reyðarfirði. Brúin yfir Kaldá er ónýt eftir óveðrið í vikunni, en þá grófst undan stöpli og brúardekkið brotnaði. Verið er að vinna við að búa til framhjáhlaup sem ætti að verða tilbúið eftir helgina. Sú leið er aftur á móti fær jeppum. Þá er verið að vinna við að lagfæra fyllinguna sem sprakk í veginum um Jökuldal og mun hann að öllum líkindum verða fær í dag. Vegir í Mjóafirði eru aftur orðnir færir en þeir höfðu farið í sundur á fjórum stöðum í kringum Hesteyri. Fjallvegir eru óðum að opnast Vegurinn um Jökuls- árhlíð ófær KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var á miðvikudag dæmdur í hér- aðsdómi Vestfjarða til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haustið 2000 og sumarið 2001 farið inn á friðland í Hrísey og Arnarstapa í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi og sett þar stöng með flaggi í því skyni að hindra arnarvarp. Með þessu braut hann lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Maðurinn viðurkenndi að hafa komið fyrir þeim mannvirkjum sem kveðið var á um í ákæru og að tilgangurinn hafi verið að koma í veg fyrir að hafernir gerðu sér þar hreiður. Maðurinn segir arnarvarp á þessum stað vera til þess fallið að valda sér búsifjum þar sem ernirnir valdi usla í æðarvarpi. Maðurinn var sakfelldur 15. september 2000 fyrir að hafa brennt sinu í Arnarstapa vorið 1999. Ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Maðurinn rauf það skilorð og var því dómurinn tekinn upp og refs- ing dæmd í einu lagi. Í dómnum segir að aðgerðir mannsins, sem komu í veg fyrir að haförn gæti nýtt sér fyrri varpstaði, hafi ver- ið til þess fallnar að draga úr við- komu tegundarinnar en nærri megi geta hver hún yrði að lok- um ef heimilt yrði talið að reisa varnarvirki á þekktum hreiður- stöðum til að koma í veg fyrir varp þar að nýju. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ekki var um varanleg spjöll að ræða og auðvelt ætti að vera að koma friðlandinu í samt lag. Erlingur Sigtryggsson dóms- stjóri kvað upp dóminn. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Pat- reksfirði sótti málið en maðurinn var sjálfur til varnar. Sektaður fyrir að hindra arnarvarp RAFRÆN ökklabönd eru ný teg- und viðurlaga og þótt þau hafi lítið verið í umræðunni hér á landi eru nokkur ár síðan Svíar tileinkuðu sér þessa nýju tækni, sem Bandaríkja- menn hófu að þróa fyrir um tuttugu árum. Erlendur Baldursson, af- brotafræðingur hjá Fangelsismála- stofnun, segir að framkvæmdin í Svíþjóð sé með þeim hætti að menn sem fái stutta fangelsisdóma geti sótt um það til sænsku fangelsis- málastofnunarinnar að fá refsivist- inni breytt í rafrænt eftirlit. Dómþolinn fær að fara til vinnu „Það fer þannig fram að menn eru kallaðir til skýrslutöku og skoð- unar. Ef samþykki fæst, fá þeir bönd, sem að eru fest á ökklann og læst og í þeim er lítill sendir. Það er heilmikil tækni í kringum þetta og þessu er tölvustýrt. Dómþolinn fær að fara til vinnu eða á einhvern ákveðinn stað á viss- um tíma og verður síðan að vera kominn heim á tilteknum tíma. Þess á milli er hann heima og ef hann fer út af heimilinu þegar hann má ekki vera úti, sendir þetta tæki á ökkl- anum boð til móðurtölvu og eftir- litskerfi fer í gang. Þá er hann bú- inn að rjúfa skilyrðin sem honum eru sett og er handtekinn,“ lýsir Erlendur. Hann segir að aðaleftirlitið sé tæknilegt en því sé líka fylgt eftir með því að fara í tíma og ótíma til viðkomandi og athuga hvort það sé ekki allt í lagi og þá aðallega í sam- bandi við vímuefnaeftirlit. Hugsað sem refsing fyrir minniháttar brot Að hans sögn er þetta úrræði hugsað fyrir minniháttar brot og sé aðallega notað á menn sem hafi hlotið dóm fyrir ölvunarakstur og auðgunarbrot. Hann segir að eftir sinni bestu vitneskju hafi þetta gengið ákaflega vel í Svíþjóð og langt yfir níutíu prósent dómþola virði þau skilyrði sem þeim séu sett. Aðspurður hvort hann telji að rafræn ökklabönd henti í íslensku þjóðfélagi, segir hann að svo geti vel verið. Hins vegar sé stofnkostn- aðurinn mjög hár og íslenskt sam- félag sé fámennt. Hann segir að þetta hafi lítið verið rætt hér á landi, en bæði Norðmenn og Finnar séu að skoða þennan möguleika í ljósi góðrar reynslu Svía. Hann seg- ist ekki vita til þess að rafræn ökklabönd séu notuð á Vesturlönd- um annars staðar en í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. „Svíarnir eru mjög ánægðir með þetta og hafa verið að útfæra þetta nánar og láta ná til sífellt fleiri. Þetta er auðvitað heilmikil skerðing á frelsi og einkalífi dómþola, en hann þarf ekki að hætta í vinnunni og fjölskyldan þarf ekki að missa tekjur og líða fyrir að hann fari í tukthús. Þannig að þetta hefur mikla kosti,“ bætir Erlendur við. Rafræn ökklabönd til eftirlits hafa gefið góða reynslu í Svíþjóð Tölvustýrt rafrænt eftirlit ÁKVEÐIÐ hefur verið að slátra öllu sauðfé sem deilt hefur beitarhólfi með salmonellusýktu fé á bænum Ríp í Hegranesi í Skagafirði en á milli 50 og 60 ær hafa drepist þar af völdum sýkingarinnar. Alls voru um 170 fullorðnar ær, 20 hrútar og um 300 lömb í hólfinu áður en sjúkdóm- urinn kom upp. Að sögn Ólafs Valssonar, héraðs- dýralæknis í Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarumdæmi, verður þetta gert til að hindra að smit magnist enn frekar upp á staðnum og einnig vegna dýra- verndarsjónarmiða. „Það er lítið annað hægt að gera. Dýrin eru að veikjast enn og þá er skárra að aflífa þau heldur en að láta þau líða og veslast upp,“ segir hann. Fénu verður fargað á bænum og að því loknu verða hræin sett í lok- aðan vökvaheldan gám og flutt á öruggan urðunarstað. UM 450 ær á vetrarfóðrum á Ríp. Ólafur segir að enn sé ekkert sem bendi til annars en að sýkingin sé bundin við beitarhólfið sjálft. Rætt hefur verið um hvort rekja megi sýk- inguna til hræs af hrossi sem fannst í skurði við beitarhólfið þar sem drykkjarvatn ánna rennur en Ólafur segir ekkert benda til þess að hross- ið sjálft hafi verið sýkt. „Hins vegar er það svo að þegar hræ liggja úti þá er hætta á að fugl komist í þau og við vitum að fuglar geta verið smitberar í þessu. Það er kannski þannig sem þetta gæti hafa gerst.“ Á fimmta hundrað fjár fellt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.