Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 59 STEINÞÓR Þórðarson sendir mér tilskrif í Morgunblaðinu 14. júní sl. og er greinilega fastur í því farinu að hann geti haft sína hentisemi með útlagningu Heilagrar ritningar. Hann segir að ég hafi hneykslast mikið á grein hans frá 7. maí sl. Ég myndi fremur orða það svo, að ég hafi orðið dapur og hryggur yfir því hvernig hann leyfir sér að túlka ritninguna. Hvers er að vænta af nemendunum ef kennararnir eru svona? Steinþór kveðst ekki hafa ætlað sér að svara gagnrýni minni, enda ekki talið mikla þörf á því. Virðast mér þessi orð hans vitna um nokkurt yfirlæti gagnvart leikmanni sem hefur vogað sér að andmæla honum. En svo segir Steinþór, að hann hafi séð sig tilneyddan til að svara, þar sem hann hafi engan frið fengið fyrir miklum fjölda áhuga- samra lesenda bréfa okkar. Því seg- ist hann láta til leiðast að koma með fáeinar ábendingar. Það virðist sem Steinþór vilji bara fá að koma fram með boðskap sinn og geri kröfu til þess að allir taki við honum. Hann verður fúll þegar honum er andmælt og telur ekki þörf á því að svara. Hann hafi talað og það eigi að vera nóg. Ég skrifaði bréf mitt ekki beinlínis sem svar til hans, heldur vildi ég vara kristið fólk við kenningum þeim sem hann setur fram um gyðinga og benti því á að lesa ritninguna. Leið- sögn Steinþórs Þórðarsonar í þeim efnum virðist mér vera andleg óholl- usta fyrir þá sem vilja leita sann- leikans í hinni helgu bók. Ég fagna því hins vegar innilega að áhugi komi fram á því sem ritningin segir. Tímarnir sem við lifum á eiga að sýna andlega vakandi fólki hvert stefnir. Guð er vissulega að kalla sitt fólk í viðbragðsstöðu vegna þess sem framundan er. Hið endurreista Ísraelsríki er einn sterkasti vitnis- burðurinn sem við höfum fengið fyr- ir því. Steinþór segist alls ekki hafa sniðgengið þau vers sem fjalla um heimkomu Ísraels og ég benti á. Þau voru samt hvergi í grein hans. Hann segist hafa samið grein upp á 17.000 áslætti en Morgunblaðið hafi takmarkað hann við 6.000 áslætti. Mér þykir þessi viðbára lítilmann- leg. Á nú að kenna blaðinu um? Ég hef haft allnokkur skipti við Morgunblaðið og veit að það hefur sínar reglur varðandi lengd greina. Langlokugrein Steinþórs er langt fyrir utan þann ramma. Hann gat því varla vænst þess að hún birtist óstytt. En greinin hlýtur að hafa birst eins og hún kom með sam- þykki höfundar. Ég kannast ekki við önnur vinnubrögð af hálfu Morgunblaðsins gagnvart greinar- höfundum. Ástæðan fyrir því að versin um heimkomu Ísraels voru hvergi nefnd er því vafalítið sú, að höf- undur hefur ekki kært sig um að nefna þau. Undarlegt þykir mér að Steinþór skuli gera sér far um að gera lítið úr gamla Testamentinu og vitnisburði spámanna þess. Hann ræðir í því sambandi um að þeir hafi verið uppi svo og svo mörgum árum og öldum fyrir Krist. Hvað kemur það málinu við? Biblían er Heilög ritning, inn- blásin af anda Guðs. Hún er óháð tíma og heilagur andi talar sitt orð í fullu samræmi frá Alfa til Omega. Hann talar í gegnum spámenn gamla Testamentisins og postula nýja Testamentisins. Heilagur andi er sjálfum sér samkvæmur í öllu. Jesús lagði út af gamla Testament- inu og gerði auðvitað aldrei lítið úr því. Steinþór Þórðarson virðist ein- göngu nálgast ritninguna með fræðilegri hugsun guðfræðingsins og hann tekur sér sýnilega kenni- mannlegt vald til að útskýra textann að eigin vild. Ég nálgast ritninguna í trú leikmannsins sem veit og við- urkennir að Guð er sá sem kemur til með að hafa síðasta orðið í öllu. Drottinn gaf okkur handbók sem á að vera okkur til leiðsagnar í lífinu. Hann gerði hana þannig úr garði að hún getur fullkomlega nýst okkur með beinum hætti. En kennimann- leg guðfræði bindur þar stundum hnúta sem engir voru fyrir. Margt fleira mætti nefna til and- svara hér, en ekki er svigrúm til þess. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Látum ekki afvegaleiðast Frá Rúnari Kristjánssyni: JÓN Brynjólfsson sendir mér tón- inn þann 16. júní í grein sem ber tit- ilinn „Um beinin 2“ og telur mig ómaklega vega að sér þegar ég gagnrýni harkalega blaðaskrif hans frá 6. júní sem ber titilinn „Um beinin“. Jón lætur að því liggja að þær staðreyndir sem ég nefni til sögunnar séu rugl. Auðvitað er ég á öðru máli og eftirfarandi telst kór- rétt samkvæmt fræðum næringar- fræðinnar: 1. D-vítamín í fæðu er ekki gervi- efni! 2. Skortur á magnesíum er ekki talin algengasta ástæða beinþynn- ingar. 3. Óhófsneysla próteina sem og of lítil neysla ýtir undir beinþynningu. 4. Helstu áhættuþættir bein- þynningar tengjast erfðum, hækk- andi aldri og kynferði. Og næring- arþættir sem tengjast ónógri kalkneyslu og of lágu magni D-vít- amíns í líkama eru taldir meiri áhrifavaldar á þróun beinþynningar en nokkru sinni magnesíum enda skortur á magnesíum talinn mjög sjaldgæfur. Jón biður mig um að taka fleiri rangfærslur, sem finna má í grein hans frá 6. júní, til „meðferðar“: Ég mun ekki verða við þeirri bón en nefni þó tvær rangfærslur til sög- unnar: 1. Eftirfarandi fullyrðing er röng: „Þriðjungur manna með beinþynn- ingu er með mjólkuróþol.“ 2. Eftirfarandi fullyrðing er röng: „Skortur á magnesíum er mjög al- varlegur og einn mesti sjúk- dómsvaldur á Vesturlöndum og veldur því líka, að ál leitar í heilann og veldur heila- og taugasjúkdóm- um.“ Í lok greinar sinnar segist Jón sérstaklega hlakka til að heyra álit mitt á gosdrykkjum! Til að svala fróðleiksþorsta Jóns get ég upplýst hann um að mikil neysla gosdrykkja er að sjálfsögðu áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að kannanir hafa sýnt að þeir sem þamba mikið gos drekka litla mjólk! ÓLAFUR GUNNAR SÆMUNDSSON, næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd. Mjólk er holl 2 Frá Ólafi Gunnari Sæmundssyni: ÉG HEF búið alla mína tíð í lönd- um sem kenna sig við lýðræði og málfrelsi. Er orðin góðu of vön, það hefur gert mig bæði lata og eigingjarna. Tek mannréttindum mínum sem sjálfsögðum hlut, eins og súrefninu sem ég anda að mér. Ég hef þó mjög sterkar skoðanir gegn mannréttindabrotum sem framin eru um allan heim. Það eru skoðanir mínar sem forréttinda- manneskju; stundum barnalegar, stundum einfaldar en alltaf sannar. Það er skömm frá því að segja, en ég hefði hvorki rifið mig upp eldsnemma til að mótmæla fyrir utan Stjórnarráð okkar Íslendinga vegna mannréttindabrota úti í heimi né heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína. Ég hefði ekki end- urskipulagt daga mína til að geta tekið þátt í mótmælum ef málefnin hefðu ekki snert mig beint og per- sónulega. Þótt margir stjórnmálamenn þessa lands hafi að mínu mati oft verið ýmist latir, gráðugir, hroka- fullir eða jafnvel óhæfir, hefur lýð- ræðið og málfrelsið, sem ég trúi að við búum við í skjóli þessara sömu manna, verið mér mikilvægara og ég beðið kosninga með að láta álit mitt í ljós. En nú er mér ofboðið. Það skiptir mig persónulega engu máli hver bauð forseta Kína til Íslands. Það sem hins vegar skiptir mig máli og snertir mig beint er að sú ákvörðun var tekin að takmarka aðgang að landinu og þeirri ákvörðun framfylgt. Það skiptir mig máli að notaður var svartur listi til að ákveða hver væri ekki velkominn. Listi sem enginn vill útskýra hvernig er til- kominn. Það skiptir mig máli að ráð- herrar ríkisstjórnarinnar lýstu yfir ábyrgð á forseta Kína og settu hana ofar ábyrgð sinni á lýðveldinu Íslandi og þegnum þess. Það skiptir mig máli að ráða- menn vilja ekki kannast við að hafa tekið margar afdrifaríkar ákvarðanir í sambandi við heim- sókn forseta Kína og benda hver á annan og tala um að hafa aðeins hlýtt tilskipunum. Það skiptir mig máli að dóms- málaráðherra, Sólveig Pétursdótt- ir, telur aðgerðirnar mikilvægar í ljósi viðskipta landanna tveggja. Það skiptir mig máli að utanrík- isráðherra, Halldór Ásgrímsson, tjáir sig ekki frekar um málið en að það sé viðkvæmt. Það skiptir mig máli að forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, afsaki hegðun sína og ákvarðanir með þeim rökum að lýðræði og mann- réttindi séu bæði erfið og flókin viðureignar. Það skiptir mig máli að sami ráðherra bregst við mótmælum þegna Lýðveldisins Íslands með hroka og dónaskap. Það skiptir mig máli að ég hef misst trúna á ríkisstjórn Íslands og er full fyrirlitningar á ofan- greindum aðgerðum ráðherra hennar. Ég krefst opinberrar rannsókn- ar á málinu öllu, ekki síst aðildar lögreglu, og ég krefst þess að for- sætisráðherra biðji þjóðina afsök- unar. ELÍSABET RONALDSDÓTTIR, kvikmyndagerðarmaður, Vesturvallagötu 3, 101 Reykjavík. Opið bréf til forsætisráð- herra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra Frá Elísabetu Ronaldsdóttur: ÍSLENSKU liðin hafa staðið sig afbragðsvel á Evrópumótinu í Salsomaggiore það sem af er en mótið er rétt tæplega hálfnað þeg- ar þetta er skrifað. Í opna flokkn- um hafa Íslendingar verið í hópi efstu þjóða allan tímann og aðeins tapað tveimur leikjum nokkuð af- gerandi. Þetta sannar hve breiddin hér á landi er í raun mikil en að- eins tveir af íslensku spilurunum hafa spilað í landsliði í opnum flokki áður. Þegar 15 umferðum var lokið af 37 í opnum flokki höfðu Íslend- ingar 262 stig og voru í 7. sæti. Ítalir voru komnir með afgerandi forustu, 323 stig, Norðmenn voru í 2. sæti með 288 stig og Búlgarar voru í 3. sæti með 274 stig. Hol- lendingar höfðu 265 stig, Pólverjar og Spánverjar 263 stig, Frakkar 259, Ísraelsmenn 258 og Austur- ríkismenn voru í 10. sæti með 254 stig. Íslenska kvennaliðið hefur einn- ig staðið sig ágætlega það sem af er en aðeins eitt par í liðinu hefur keppnisreynslu á alþjóðamótum á borð við þetta. Íslensku konurnar höfðu 78 stig eftir 5 umferðir og voru í 12. sæti eftir 5 umferðir. Það stefnir í mikla baráttu um sig- ur á mótinu milli Evrópumeistara Englendinga, sem höfðu 109 stig, og heimsmeistara Þjóðverja, sem höfðu 107 stig. Reynslan sagði til sín Íslenska liðið í opna flokknum hefur vakið talsverða athygli í Salsomaggiore og spilað nokkrum sinnum á sýningartöflu, m.a. gegn Skotum í 6. umferð. Íslendingar náðu snemma nokkru forskoti en Skotunum tókst að jafna muninn undir lokin og knýja fram jafntefli. Þetta var spennandi spil úr leikn- um: Austur gefur, NS á hættu. Norður ♠ ÁK8 ♥ G9 ♦ Á102 ♣ÁK976 Vestur Austur ♠ 5 ♠ DG632 ♥ KD852 ♥ 1043 ♦ 9854 ♦ D63 ♣G103 ♣82 Suður ♠ 10974 ♥ Á76 ♦ KG6 ♣D54 Við annað borðið sátu Snorri Karlsson og Karl Sigurhjartarson í NS og Miroslav Dragic og Derek Diamond í AV. Þar opnaði vestur á multi 2 tíglum í þriðju hönd, Snorri í norður doblaði og austur stökk í 3 hjörtu til hindrunar. Karl í suður hefði getað doblað til út- tektar þótt ekki væri enn ljóst hvorn hálitinn vestur átti, en reynslan bauð honum að segja 3 grönd enda síðasta tækifærið til að koma fyrirstöðunum í hálitunum að. Þetta reyndist happadrjúg ákvörðun og Karl fékk 11 slagi í 3 gröndum, 660 til Íslands. Við hitt borðið sátu Steinar Jónsson og Stefán Jóhannsson AV og John Matheson og Malcolm Cuthbertson í NS. Þar byrjaði Stefán á veikum 2 hjörtum í vest- ur. Norður doblaði, Steinar pass- aði og nú fannst suðri hann þurfa að sýna 4-lit í spaða og góð spil og stökk í 3 spaða. Norður var þá kominn upp að vegg og í raun neyddur til að lyfta í 4 spaða. Þetta var ekki alvondur loka- samningur og hefði væntanlega unnist með spaðanum 4-2. Stefán byrjaði á laufagosa og sagnhafi drap með ás í blindum og spilaði hjartagosa og gaf slaginn. Stefán fékk á drottningu og spilaði lauf- aþristi sem sagnhafi drap heima, tók ÁK í spaða, spilaði hjarta á ás- inn, trompaði hjarta í blindum og spilaði laufakóng. Í nokkur spenn- andi augnablik velti Steinar fyrir sér stöðunni. Ef sagnhafi átti ekki lauf eftir virtist geta verið hættu- legt að trompa slaginn en eftir smá útreikninga komst Steinar að þeirri niðurstöðu að þá myndi sagnhafi alltaf vinna spilið hvort eð er. Hann trompaði því með sex- unni og tók tvo slagi á tromp. Einn niður, 100 og 13 stig til Íslands. Einvígi varnar og sóknar Skemmtilegt einvígi var háð í þessu spili milli varnar og sóknar en sagan gerist í leik Norðmanna og Búlgara í 14. umferð Evrópu- mótsins. Norðmaðurinn Geir Helg- emo og Búlgarinn Vladimir Mihov glímdu þar hart og höfðu ýmist betur. Norður ♠ G74 ♥ 8642 ♦ ÁK74 ♣104 Vestur Austur ♠ D75 ♠ 963 ♥ K7 ♥ G103 ♦ G1082 ♦ 963 ♣Á753 ♣KG82 Suður ♠ ÁK102 ♥ ÁD95 ♦ D5 ♣D96 Við bæði borð var lokasamning- urinn 4 hjörtu í suður og við annað borðið tapaði norski sagnhafinn spilinu þegar hann svínaði hjarta- drottningu. Við hitt borðið var Mihov sagnhafi eftir að hafa opnað á sterku laufi og síðan sýnt 17-18 jafnskipta punkta. Tor Helness í vestur spilaði út tígulgosa sem Mihov drap með ás í borði. Leikurinn var sýndur beint á Netinu og þátttakendur á spjall- rásum töldu að Mihov myndi nota innkomuna til að svína hjarta. En Mihov sá lengra og byrjaði á að spila litlu laufi úr borði. Nú var komið að Helgemo í austur. Hann sá að laufakóngurinn væri gagnslítill ef sagnhafi ætti ÁD og því stakk hann kóngnum upp án umhugsunar, spilamennska sem bar ríkulegan ávöxt síðar í spilinu. Inni á laufakóng skipti Helgemo í spaða gegnum blindan. Mihov stakk upp spaðaás og án mikils hiks tók hann nú tígul- drottningu og hjartaás og spilaði litlu hjarta. Helness varð að drepa með kóng og var nú í raun enda- spilaður, valdi á endanum að spila blindum inn á tígulkóng. Áhorfendur voru að vonum hrifnir og lýstu því yfir að nú væri spilið unnið. Mihov gæti fríað laufaslag með svíningu fyrir gos- ann, hent niður spaða í blindum og trompað spaða. Þegar bent var á að Mihov ætti enn eftir að hitta á laufið töldu flestir að staðan væri augljós: allir ættu að vita að Helg- emo ætti ekki ásinn líka því með ÁK í laufi hefði hann frekar stung- ið upp ásnum. Mihov henti spaða í tígulkóng og spilaði laufi úr borði. Helgemo lét lítið án hiks og eftir nokkra um- hugsun stakk Mihov upp drottn- ingunni, reiknaði með að Helgemo ætti ÁK. Nú var spilið tapað því Helness drap með ás og spilaði enn tígli og fékk á endanum á spaðadrottninguna. „Mihov hefur greinilega ekki spilað nógu oft við Helgemo,“ var lokadómur áhorfenda. Íslendingar í toppbaráttu á EM í brids BRIDS Evrópumótið í brids er haldið í Sals- omaggiore á Ítalíu, dagana 16.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.