Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 32
UM ÞESSAR mundir sýnir Edwin Kaaber eigin olíu- og akr- ílverk í veitinga- húsinu Þrastar- lundi, Selfossi. Edwin, sem er tónlistarmaður að aðalstarfi, er bú- settur í Kópavogi en hefur haldið fjöldamargar sýning- ar í Þrastarlundi, oftast að sumri. Edwin hefur sótt ýmis myndlist- arnámskeið en er sjálfmenntaður í list sinni að hluta. Á sýningunni í Þrastarlundi gefur aðallega að líta náttúru- og landslagsmyndir auk uppstillinga. Sýningin er til 28. júní. Sýnir náttúru- myndir Edwin Kaaber LISTIR 32 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GLERAUGNAVERSLUNIN Linsan í Aðalstræti heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt um þessar mundir, en hún var opnuð hinn þriðja júní 1972. Eðlilega ýmislegt sérstakt um að vera í versluninni, aðalhönnuður gleraugnaumgerð- anna, hinn nafntogaði Alain Mikli, tyllti hér tá, en hann hefur und- anfarið fengið hinn heimsþekkta hönnuð Philippe Starck til liðs við sig. Þá eru á veggjum og stöllum á gólfi verk eftir nafnkunna listamenn sem mér skilst að séu meðal fastra viðskiptavina, og heldur sýningin áfram í hinum vistlegu húsakynnum Handverks og hönnunar hinu megin við götuna. Þá hefur verið gefið út vandað bókarkorn prýtt fjölda mynda af þekktum viðskiptavinum með gleraugu frá versluninni, svo og listamönnunum sem eiga verk á sýningunni. Eins og margur veit setja gler- augu á manninn mark, þetta sér- staka kennileiti ásjónunnar er afar mikilvægt, og þótt sjónglerið sjálft sé í sjálfu sér aðalatriðið skyldi eng- inn vanmeta umgerðina. Gera raun- ar fáir ef marka má fólk sem mátar umgerðir í gleraugnaverslunum og tekur sér yfirleitt rúman tíma til þess fyrir framan speglana, ekki síður en föt, hatta og skó í öðrum verslunum. Þá er inni í myndinni að ákveðnar umgerðir komist í tízku, sem skynsamlegast er að taka með nokkrum fyrirvara, því hverju sem hver og einn klæðist er farsælast að það spegli persónu hans en ekki annarra. Svo langt hefur jafnvel gengið að ákveðnar umgerðir verði að þjóðareinkennum, líkt og þessi svörtu og þykku sem voru svo al- geng í Svíþjóð eftir seinni heim- styrjöldina og þóttu réttilega merki ábyrgðar, skapfestu og virðuleika, sem fæstir er báru stóðu þó eðlilega undir, frekar en að nægilegt sé að klæðast eins og aðalsmaður til að hljóta greifatitil. Í tímans rás hafa margir satt að segja verið fundvísir á umgerðir er féllu að persónuleika þeirra, voru í raun á stundum óþægilega afhjúpandi um hann, lík- ast fingraförum skaphafnarinnar. Ofanskráð á allt við ennþá, að því viðbættu að hátæknin hefur náð vettvanginum jafnt í gerð sjónglerja sem umgerða. Úrvalið aukist ótæpi- lega, þróunin um leið opnað hönn- uðum víðfeðmt svið, bæði um útlit og liti, og kröfur viðskiptavinanna aukist til allra muna í samræmi við velmegun í mannheimi. Hér eru þeir Alain Mikli og Philippe Starch vel meðvitaðir um þróun mála eins og umgerðirnar sem við blasa eru til vitnis um. Myndverkin eru af mörgum toga og frá ýmsum tímabilum og hér falla þau einna best að gjörning- unum sem bera í sér fágaða kímni eins og kemur fram hjá Kristjáni Davíðssyni, en þó einkum Þóru Sig- urþórsdóttur, sem koma manni í gott skap, svo og hin tærari hönnun líkt og hjá Vigni Jóhannssyni... Gleraugnahönnun LIST OG HÖNNUN Linsan/Aðalstræti 9 Handverk og hönnun Aðalstræti 12 Alain Mikli, Philippe Starck. Steinunn Þórarinsdóttir, Þóra Sigurþórs- dóttir, Óli G. Jóhannsson, Kogga, Eiríkur Smith, Kristján Davíðsson, Vignir Jó- hannsson, Jón Axel Björnsson, Guðrún Kristjánsdóttir. Opið rúmhelga daga á tíma Linsunnar og á tíma Handverks og hönnunar. Stendur til sunnudagsins 29. júní. Að- gangur og bæklingur ókeypis. GLERAUGNAUMGERÐIR/MYNDVERK Bragi Ásgeirsson Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir og rithöfundurinn Matthías Johann- essen skarta umgjörðum hönnuðanna Alain Mikli/Philippe Starck. ON THE Line (eða Beðið á lín- unni) er ein af þessum rómantísku gamanmyndum fyrir yngri kyn- slóðina, sem framleiddar eru í tugatali og nær hugsunarlaust í draumaverksmiðjunni. Reyndar er rás atburða í On the Line ekkert ósvipuð síðustu mynd af þessari gerð sem frumsýnd var í bíóhúsum hérlendis, þ.e. 40 Days and 40 Nights, að því leyti að þar hittir ungur og myndarlegur karlmaður, sem er að reyna að koma sér fyrir í lífinu, draumadísina sína, en þarf að fara í gegnum ákveðna þrauta- göngu áður en hann getur sannað ást sína fyrir henni. Aðalsöguhetjan er t.d. umkringd hópi ropandi og graðra vina sem í sakleysi sínu verða óvart til þess að klúðra málinu næstum algerlega fyrir hetjunni okkar. En þó ekki al- veg og á endanum tekst hetjunni að yfirvinna þær innri og ytri hindranir sem komið hafa fram út í gegnum myndina og allt endar svo vel að áhorfandinn nær tárast... Sem rómantísk gamanmynd af þessu tagi er On the Line frekar slöpp. Handritið jaðrar við það að vera nokkurs konar uppkast á köfl- um og nokkuð minna er lagt í hana tæknilega en t.d. 40 Days and 40 Nights. Aðalleikararnir (James Lance Bass og Emmanuelle Chriqui) eru sömuleiðis ekki alveg eins miklar stjörnur í útliti, og verða reyndar öllu viðkunnanlegri fyrir vikið. En á heildina litið er óhætt að setja myndina á sama bás og ofangreinda formúlusystur hennar, sem fremur lágkúrulega afþreyingu sem réttara væri að taka á leigunni en kaupa sig inn á í bíó. Draumadísin fundin KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Eric Boss. Handrit: Eric Ar- onson og Paul Stanton. Aðalhlutverk: James Lance Bass, Emmanuelle Chriqui og Joey Fatone. Sýningartími: 85 mín. Bandaríkin. Miramax, 2001. ON THE LINE (BEÐIÐ Á LÍNUNNI) Heiða Jóhannsdóttir HÚN stendur nánast ljóslifandi frammi fyrir áhorfandanum, bókin hans Nicks Hornby – a.m.k. lengst af. Svo margflókin í einfaldleikan- um, uppfull af dæmalaust tragi- kómískum persónum, meinfyndin og hlý þroskasaga þar sem ólíkustu manngerðir bæta og breyta hver annarri. Hugh Grant fer með aðalhlut- verkið: Will, landeyða og pipar- sveinn á fertugsaldri sem lifir og hrærist í notalega átakalausum heimi. Umvafinn öllu því sem pen- ingar geta veitt í krafti auðs sem hann erfði eftir karl föður sinn og er klár á því að þessi innantóma allsnægtaveröld sé það besta sem getur komið fyrir hann. Hans eina kappsmál er að sænga með sem flestum fögrum konum en sam- böndunum lýkur jafnharðan og hjásvæfurnar komast að sannleik- anum um yfirborðskennda tilveru Wills þar sem ekkert býr undir annað en snoppufrítt letiblóð. Einn góðan veðurdag kynnist Will þjóðfélagshóp sem á eftir að umturna lífi hans – einstæðum mæðrum. Þær eru í hans huga ein- staklega æskilegar hans ábyrgðar- lausa lífsstíl: Fljótar til kynna, ör- yggislausar og eftirgefanlegar. Hann lýgur sig inn í samtök ein- stæðra foreldra undir því yfirskyni að hann eigi ungan son, einkum til að komast yfir eina móðurina. Sem leiðir þá saman, uppablók- ina og Marcus (Nicholas Hoult), 12 ára gamlan son Fionu (Toni Coll- ette), annarrar einstæðrar móður í samtökunum. Mæðginin eru engan veginn í takt við tímann, fullkomin andstaða við allsnægtaplastveröld Wills. Fiona er félagsráðgjafi, und- arleg eftirhreyta hippatímanna, á við þunglyndi að stríða og elur Marcus, sem er í raun bráðskarpur en bældur strákur, upp á skjön við samtímann. Hann er algjört við- undur í klæðaburði og hugsunar- hætti í augum skólafélaganna, sem leggja hann í einelti. Saga af strák er síðan samfelld, fyndin, oft kaldhæðnisleg þroska- saga þar sem Will og Marcus byggja hvorn annan upp á harla óvenjulegan máta. Marcus kemst að því að Will er ósvífinn lygalaup- ur sem lifir í samfelldum blekking- arvef, á engan son en er eftirsókn- arverður kærasti handa Fionu móður hans. Marcus vekur með tímanum mannlegu hliðina í slæp- ingjanum og verður samband þeirra dýrðleg blanda af harðsvír- uðum kúgunum stráksa og hlýjum og mannlegum tilfinningum sem vakna hjá vélmenninu. Marcusi tekst ekki að pota þeim saman en verður til þess að koma Will á spor- ið í hinum raunverulega heimi. Sýna honum að dýrmætustu verð- mæti lífsins fást ekki í Harrod’s. Á sama hátt hjálpar Will hinum unga furðufugli að aðlagast umhverfinu og byggja upp sjálfstraust. Þeir eru báðir tveir, þegar öllu er á botninn hvolft, utangarðsmenn á sitt hvorum enda í þjóðfélaginu. Umskiptin ganga ekki áfallalaust fyrir sig og enda ekki í rósadansi en þeir eru á góðri leið með að finna sjálfa sig og ná fótfestu í myndarlok. Marcus byrjaður að falla inn í hóp skólafélaganna, Will er ástfanginn. Aðrar persónur á ásættanlegri stefnu. Þessi undarlega framvinda er merkilega trúverðug, fylgir nokk- urn veginn snjallri og vel skrifaðri sögu. Hún og kvikmyndagerðin eru jafn bresk og Buckingham-höll og því kemur mjög á óvart að leik- stjórar og handritshöfundar Sögu um strák eru engir aðrir en Weitz- bræður sem eiga að baki fátt annað en hinar alamerísku unglinga- myndir kenndar við American Pie! Þeir eiga jafn auðvelt með að setja sig inn í hábreskan hugarheim, sem er hliðstætt afrek hinna þeldökku Hughes-bræðra og Los Angeles- búa sem sendu frá sér From Hell á síðasta ári. Drungalega sögu frá Whitechapel í Lundúnum á Viktor- íutímanum, víðsfjarri rappveröld- inni sem hafði verið viðfangsefni þeirra til þessa. Sem fyrr segir fylgja þeir bræður bókinni skil- merkilega og ná á köflum ótrúlegu flugi. Jólaboðið hjá Fionu er óborg- anlegt, verður örugglega sígilt og er hápunkturinn á frumlegri og frábærri mynd. Bræðurnir hafa klippt út kaflann um Nirvana, Nev- ermind og Kurt Cobain, flutt myndina til samtímans. Í staðinn kemur veikasti hlekkur Sögu um strák, sem er hæpin uppákoma í kringum Killing Me Softly With His Song. Hún skaðar þó ekki heildarsvipinn að ráði. Það er á tandurhreinu að Saga um strák hefði aldrei orðið þvílík skemmtun sem raun ber vitni ef ekki hefði komið til magnaður leik- ur Grants og Hoults hins unga. Grant, sem hefur oftar en ekki ver- ið óþolandi vemmilegur í gegnum tíðina, sýnir á sér glænýja hlið; túlkar tvískinnnung Wills þannig að þessi fáránlega persóna verður fullkomlega sannfærandi. Grant hefur unnið sig í álit með minn- isstæðri túlkun sem á örugglega eftir að færa honum Óskarstilnefn- ingu – í það minnsta. Hoult er einn- ig hreinn og beinn galdramaður. Hann er Marcus, undarlegur en snjall. Utangátta og inni. Collette slær ekki feilnótu frekar en endra- nær og aðrir leikarar hjálpa til að gera Sögu um strák að einni bestu, mannlegustu og skemmtilegustu mynd ársins. Hugh Grant sem landeyða og piparsveinn í About a Boy. Umskipt- ingarnir KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó, Laug- arásbíó. Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri Leikstjórar: Chris og Paul Weitz. Handrit: Peter Hedgeds, Chris og Paul Weitz, byggt á skáldsögu Nicks Hornby. Kvik- myndatökustjóri: Remi Adelfarasin. Tón- list: Damon Gough o.fl. Aðalleikendur: Hugh Grant, Toni Collette, Rachel Weisz, Nicholas Hoult, Sharon Small, Madison Cook. Sýningartími 100 mín. Universal. Bretland 2002. ABOUT A BOY (SAGA UM STRÁK) ½ Sæbjörn Valdimarsson Í ALÞJÓÐAHÚSINU opnaði á dög- unum sýning á verkum eftir ástralska frumbyggjann Francis Firebrace. Hinn 68 ára gamli Francis er staddur hér á landi og mun, auk þess að halda sýningar á verkum sínum, halda námskeið og fyrirlestra um menningu frumbyggja Ástralíu. Viðfangsefni verkanna í Alþjóða- húsinu eru goðsagnir ástralskrar „draumatíma“ (e. dreamtime) frum- byggjatrúar. Francis Firebrace á rætur að rekja til Yotra Yotra-ættbálksins í vestur- hluta Nýja-Suður-Wales. Miðvikudaginn 26. júní mun Franc- is halda fyrirlestur um list frum- byggja í Alþjóðahúsinu og er aðgang- ur að fyrirlestrinum ókeypis. Auk sýningarinnar í Alþjóðahúsinu mun Francis einnig sýna verk sín á Þjóð- lagahátíð á Siglufirði, 2. til 7. júní, og kenna undirstöðuatriði við leik á hið sérstæða ástralska hljóðfæri didg- eridoo. Einnig mun hann kynna hljóðfærið í versluninni Tónastöðinni í dag. Listaverk ástralsks frumbyggja í Alþjóðahúsinu GRAFÍSKI hönnuðurinn og listmál- arinn Arna Fríða Ingvarsdóttir mun í dag, laugardag, opna sýningu á verkum sínum í Húsi málarans að Bankastræti 7. Sýningin opnar klukkan 16 en hún stendur í þrjár vikur. Sýningarstjóri er Sesselja Thorberg. Arna Fríða í Húsi málarans ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.