Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VEGARBRÚNIN reyndist of brött til að þessi bíll kæmist upp á veg norður í Skagafirði síðdegis í gær. Þá var reynt að kippa hon- um upp en ekki vildi betur til en svo að dráttarspottinn hrökk í sundur. Forvitinni rammskagfirskri kvígu brá illa við hvellinn og stökk hún í burt, en fram að því hafði hún fylgst áhugasöm með bjástri mannfólksins. Segja má að kusa litla hafi þurft að spretta hraustlega úr spori undan spott- anum atarna. Morgunblaðið/RAX Á spretti undan spotta HAGVÖXTUR verður aftur á næsta ári, verðbólga lækkar hratt og halli á viðskiptum við útlönd eykst lítillega árið 2003 eftir að hafa dregist saman á þessu ári, að því er kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar sem gefin var út í gær. Spáin var endurskoðuð með tilliti til þróunar efnahagsmála frá því hún var síðast birt í mars sl. Einnig liggja fyrir fyrstu drög að þjóð- hagsspá fyrir árið 2003, þar sem m.a. er tekið mið af ákvörðunum sjávar- útvegsráðherra um kvóta fyrir kom- andi fiskveiðiár. 2,4% hagvöxtur 2003 Í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að efnahagshorfur á árinu 2002 hafi lítið breyst frá því þjóðhagsáætlun var gefin út í mars sl. Nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,8% á þessu ári, en gert var ráð fyrir 0,5% samdrætti í síð- ustu spá. Vísbendingar séu um að niðursveiflunni sem hófst í fyrra sé að ljúka, en sjá megi nokkur merki um aukin umsvif í þjóðarbúskapn- um, þótt of snemmt sé að segja til um það með vissu. Fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að hagvöxtur nemi 2,4% á árinu 2003. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að samdráttur í þjóðarútgjöldum verði enn meiri á þessu ári en áður var áætlaður, eða um 3,2%, frekar en 2,6%. Á móti vegur að gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður verði hag- stæðari en áður var spáð og að hall- inn nemi 8,1 milljarði króna, sem jafngildir 1% af landsframleiðslu, en áður var gert ráð fyrir 2% halla. Á næsta ári er talið að halli á viðskipt- um við útlönd aukist nokkuð frá árinu 2002 og nemi hallinn 11,7 millj- örðum króna sem jafngildi 1,4% af landsframleiðslu. 2,7% verðbólga á milli 2002 og 2003 „Verðlagsþróun hefur verið nokk- uð hagstæð að undanförnu og vegur tvennt þar þyngst,“ segir í frétt Þjóðhagsstofnunar. „Annars vegar hafa aðgerðir til að halda rauða strikinu nú í maí lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og hins vegar hefur styrking krónunnar síð- ustu mánuði vegið þungt. Hugsan- lega er uppsafnaða þörf til hækkun- ar að finna í einstökum geirum, en styrking krónunnar vegur þar á móti. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að verðlag hækki um 5% milli áranna 2001 og 2002 og um 2,3% innan árs- ins 2002.“ Gert er ráð fyrir að verð- bólga verði 2,7% á milli áranna 2002 og 2003. Á sama tímabili er spáð að launavísitala hækki um 4,5% milli ára. Því ætti kaupmáttur launa að aukast um 1,8% milli ára. Gert er ráð fyrir að yfirstandandi samdráttarskeiði ljúki á þessu ári og við taki hægur vöxtur á árinu 2003. Hægur vöxtur á næsta ári „Fyrir liggur ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um kvótaúthlutun fyr- ir fiskveiðiárið sem stendur út ágúst 2003. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla sjávarafurða aukist á árinu 2003. Í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir frekari upp- byggingu stóriðju þar sem engar ákvarðanir liggja fyrir í þeim efn- um,“ segir í frétt Þjóðhagsstofnunar. Spáð er að einkaneysla taki að vaxa á ný á árinu 2003, en að miklar skuldir heimilanna muni halda aftur af vextinum. Gert er ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu verði 1% þar sem gert er ráð fyrir að hluti aukn- ingar kaupmáttar ráðstöfunartekna verði notaður til að lækka skuldir heimilanna. Þá er búist við að sam- neysla aukist um 3% sem er ívið meiri vöxtur en spáð er á þessu ári. Á árinu 2003 er því spáð að fjárfest- ing taki við sér að nýju eftir sam- drátt næstu tvö ár á undan og nemi vöxturinn 10%. Gæti þar að ein- hverju leyti vaxtalækkana á þessu ári. Endurskoðuð þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar og drög að spá fyrir 2003 Verðbólga lækkar hratt og hagvöxtur árið 2003 SKIPSTJÓRI Guðrúnar Gísladóttur KE-15 braut reglur, sem honum var ekki kunnugt um, þegar hann sigldi skipinu inn í Nappstraumen í Lofot- en þar sem skipið strandaði á þriðju- dag og sökk tæpum sólarhring síðar. Einungis herskip mega fara um þetta svæði. Í norska blaðinu Avisa Nordland kemur fram að sjóeftirlitsmaðurinn Karsten Frostmo lagði fram reglur norska varnarmálaráðuneytisins við sjóprófin í gær. Reglurnar kveða á um að önnur skip en herskip megi einungis sigla eftir sjóleiðum sem varnarmálaráðuneytið hefur sam- þykkt. Nappstraumen er ekki ein af þeim leiðum. Sturla Einarsson, skipstjóri Guð- rúnar Gísladóttur, sagðist ekki hafa vitað af þessum reglum og að hann hefði ekki heldur verið látinn vita af þeim þegar hann hafði samband við hafnsögumann á svæðinu. Við sjóprófin, sem stóðu í allan gærdag, kom fram að skerin sem skipið strandaði á voru ekki merkt inn á sjókort skipsins. Kortin eru unnin eftir mælingum frá 19. öld. Meðdómari í málinu sagði við blaða- mann Avisa Nordland að hann teldi íslenska skipstjórann trúverðugan. Dómarinn er reyndur sjómaður og sagði hann að hefði hann verið ókunnur skipstjóri á þessu svæði með sjókortið sem Íslendingarnir notuðu hefði hann ekki hikað við að fara þá leið sem þeir fóru. Sturla mótmælti einnig í sjóprófunum gagnrýni skipstjóra dráttarbátsins. Sjópróf vegna strands Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Var á svæði sem er ætlað herskipum  Hafði grandskoðað/10 IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra telur að vert væri að huga að því hvort breytinga sé þörf á innbyrðis valdmörkum stjórnar og fram- kvæmdastjóra Byggðastofnunar, að því er fram kom í ávarpi hennar á ársfundi Byggðastofnunar í Hnífsdal í gær. Jón Sigurðsson hagfræðingur er nýr formaður stjórnar Byggðastofn- unar og Aðalsteinn Þorsteinsson, yf- irmaður lögfræðisviðs stofnunarinn- ar, hefur verið settur forstjóri hennar, en staðan verður auglýst síðar. „Í fjármálafyrirtækjum er megin- reglan sú að afgreiðsla einstakra er- inda eða lánveitingar eru á könnu framkvæmdastjóra/bankastjóra, en stjórn sinnir almennri stefnumótun, t.d. setningu almennra útlánareglna. Með setningu núgildandi laga um Byggðastofnun var að nokkru leyti komið á hliðstæðri verkaskiptingu, þar eð heimild var sett inn í 11. gr. laganna þess efnis að stjórn stofn- unarinnar geti falið forstjóra að taka ákvarðanir um einstakar lánveiting- ar. Ef til vill mætti ganga lengra í þessum efnum,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, meðal annars í ávarpi sínu á ársfundinum. Í ársskýrslu Byggðastofnunar kemur fram að útlán stofnunarinnar námu 1,8 milljörðum kr. á árinu 2001. Ógreidd lánsloforð námu um 1.000 milljónum króna um áramót og var ónotuð lántökuheimild 1.100 milljónir kr. sem færist yfir á næsta ár. Iðnaðarráðherra á árs- fundi Byggðastofnunar Vert að huga að valdmörkum  Vert að huga/34 ÖKUMAÐUR innan við tvítugt var tekinn á 121 km hraða á Kárs- nesbraut í vesturbæ Kópavogs fyr- ir hádegi í gær en hámarkshraði þar er 50 km á klst. Var hann þá nýbúinn að öðlast ökuréttindi aftur eftir sviptingu, en réttindin fékk hann um miðnætti nóttina áður. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er þarna mikið um gangbrautir og gatnamót og málið því litið alvar- legum augum. Ökumaðurinn má eiga von á að verða sviptur öku- leyfi. Tekinn fyrir ofsa- akstur í Kópavogi Hafði haft ökuréttindi í nokkrar klukkustundir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.