Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 51 6  %    %     -       #     "  /  &    & "  :E-;-;  >99- &? #"&'$ ;$ (  :# ! !! 5" !! /'>  (      % %+ (#% % % $ . / 0-     &   &   - ;- : * / >99 F%"!A34 )&  *  "     -   !  8 (  *##'"#   +& 1 !! 1  # (  8  !! % %+ (#% % %+ $ +  %     -     # -#  /         &    &  " - ;-$- ;- >99- *&  !"   ?'"!1   & ! 2G$ " "  (  # "  (  "'8 "' "  !!  '"  !! " 8" (  /"  !! * ' (   !"  !! *""  !! 5,$"' "  (  % %+  #+ "%+  (# # #+ "%+ $ 6  %    %    -      # -#     "   / D<; ; H ; +"#" C$ )  %    &  +   4 $    1    + 0  ? #"'!! "'%+#D? !! "' ('1  D? (  "' 6"'%+ !! )D? (  :!!!"@ ;D? !! * #1! ( (#% %+ $    &    &   :>H -  >99 *  # )& ?'"!1  ?< %"!2C  !"  #       $ % $ &  #  ;( "' "  !! :# 8 (1 (  "'%+#"' "  !!  I1! *+ "' "  !! "'& "' "  !! H  (  "'""' "  !! & 9( (  % %+ (#% % %+ $ 6  %    %    -      # -#     "    &    & "   0-J;"K/;>: >99- 1 " C  $ )  %    &  + # $  7 00      '/"* (  *":# 8 !!  !<#8 ! !!  ! :# 8 (  "' <#8 ! (  #8 :41 !! /#'":(!1  !&? * (  * :(!1   /#&8 !! % %+ (#% % %+ $ 6  % $   -     # - #     "     "   "    - *;;H: '+" 2C  $ 1 0  $ "  0!%! !! %! #" (   1!>' D? !! *# "D !" #" ( LLL) ! /%(#*#!! 8  #"'" #" (  # 1'"0& !! % %+ (#% % % $    &    &   H - - >99 *?!#C)& ?'"< % #'    0        ,   *  "   -   "' "  0$) !? !!    (   #%+#) !? !! #  (  *+!"/$) !? (   !  8 (  00 !!  6"' "  !!    % %+ (#% % %+ $ Elsku amma mín, nú ertu farin á betri stað sem mér finnst samt svo erfitt að sætta mig við. Þetta gerðist allt svo hratt, mamma sagði mér að þú hefðir fengið blóðtappa í heilann og mér brá svo því þú hafðir alltaf verið svo hraust. Ég heimsótti þig á spít- alann og þú hélst í höndina mína, ég hélt þá að þetta mundi allt lagast því þú varst kominn undir læknishend- ur en guð ákvað að þín jarðvist yrði ekki lengri því daginn eftir varst þú dáin. Ég trúði því ekki að þú værir ekki lengur hér. Þú varst ótrúleg kona sem hafðir gengið í gegnum margt erfitt en samt varstu alltaf svo kát og hress. Þú varðst aldrei uppiskroppa með umræðuefni og mér fannst alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá öllu sem hafði á daga þína drifið. Ég hef svo margt fallegt að segja um þig en á svo erfitt með að festa það á blað því ég trúi ekki að þú sért farin, elsku amma mín. Ég vildi að þú vær- ir hérna ennþá til að sjá mig verða stóra og taka þátt í mínu lífi en ég veit að þú fylgist með mér að ofan og ég hugsa alltaf til þín. Ég kveð þig með söknuði en við hittumst aftur. Guð varðveiti þig, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Anna Sóley. Lát mig starfa lát mig vaka, lifa, meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða, gleðja og fórna öll mín ár. Kæra Minný mín, nú ertu komin á grænar grundir í betri heimi. Skól- anum hér er lokið. Þú varst snögg að kveðja. En ekki varstu alltaf svo. Hugurinn leitar á gamlar slóðir til Sigló. Þar sem við slitum barnsskón- um, og sólin skein í heiði. Lífið var óskrifað blað. Við fórum báðar snemma að heiman, þú til náms en ég að vinna. Höfðum samt alltaf spurnir hvor af annarri. Þú eignað- ist þín börn, Leó og Sæunni. Árin liðu. Aftur lágu leiðir saman 1972. Þá á Króknum, þú varst þá gift Hauki Stefánssyni, þeim prúða manni. Næstu árin unnum við sam- an hlið við hlið, þú sem hjúkka, ég sjúkraliði. Árið ’88 fór ég til Noregs í vinnu. Þú varst dugleg að hafa sam- band, með bréfum og jólaglaðningi. Þessi ár á Króknum vorum við nán- ar. Alla tíð varstu glöð og hýr, Minný mín, á hverju sem gekk. Þú varst „medmenneske“ eins og Norð- menn mundu orða það, já, þú vildir allra götu greiða, það fann ég oft í okkar starfi. Höfðingi heim að sækja. Síðast er við hittumst áttum við góðan dag saman, löbbuðum all- an Laugaveginn, skoðuðum í búðir, drukkum súkkulaði og röbbuðum saman, þá varstu komin í fallegu íbúðina þína á Skúlagötunni, það var indælt að vera með þér þennan dag. En því fer nú miður að við verðum víst að endurtaka þetta á öðrum stað og í öðrum tíma. Svona er lífið, vin- irnir kveðja hver af öðrum er við komum upp í árin. Kannski er best að verða ekki mjög gamall nú í þessu þjóðfélagi okkar, þar sem æsku- dýrkunin ræður mestu. Við eigum svo langt í land að virða það sem gamlir kveða. Þú hafðir alla tíð taugar heim á Sigló ekki síður en ég. Lengi hafðir MINNÝ GUNNLAUG LEÓSDÓTTIR ✝ Minný GunnlaugLeósdóttir hjúkr- unarkona fæddist á Siglufirði 24. júlí 1934. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 3. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 15. júní. þú æskuheimilið þar og hugsaðir vel um þína góðu foreldra til hinstu stundar. Minný mín, þú sýndir mér mynd af nöfnu þinni að vaða í fjörunni heima á sól- skinsdegi, hún var svo falleg, berfætt og sólin glampaði í sjónum kringum hana. Svona er á Sigló í sól og sumri. Ég vona að Guð gefi að hún erfi eitt- hvað frá þér af léttri lund og góðmennsku. Sendi öllum þínum samúðarkveðjur mínar, sérlega Leó og Sæunni og fjölskyldum þeirra. Guð styrki ykkur í sorginni. Viktoría Særún Gestsdóttir (Vigga Gests.) Hann var ekki stór hópurinn sem hóf nám í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands í janúar 1959. Eftir fyrstu próf minnkaði hann enn. Minný Leósdóttir var ein af þeim sem áfram hélt, en þá var hún að hefja nám í annað sinn. Hún hafði nefni- lega hitt draumaprinsinn, farið að eiga börn og hætt í námi. Ekki átti hún samleið með þeim prinsi, og varð nú að færa þá fórn til að geta hafið nám að nýju að fela öðrum börnin sín. Hún saknaði sárt barnanna og var óviss um hvort ákvörðunin um námið væri rétt. Skólinn gerði kröfu um að allir byggju á heimavist, útileyfi fá, en margir nemendur þoldu illa þetta ófrelsi og fannst það vera að kæfa sig. En auðvitað hafði þetta sambýli sína kosti, við kynntumst mjög vel, deildum súru og sætu, hjálpuðumst að og ólum hver aðra upp. Minný var aðeins eldri en við flestar og lífs- reyndari og hún miðlaði okkur af hlýju sinni, glaðværð og góðum ráð- um. Eitt af því sem einkenndi Minný var snyrtimennskan, allt var hreint sem hún kom nálægt, hún hafði ein- stakt lag á að koma hlutunum þann- ig fyrir að lítið herbergi leit út eins og stássstofa. Sjúklingarnir elskuðu Minný, hún geislaði frá sér hlýju og umhyggju og við vildum allar að Minný hjúkr- aði okkur þegar við værum orðnar gamlar og veikar, þótt við vissum það vel að hún mundi eldast eins og við. Svo kom að útskriftardegi og við tvístruðumst í allar áttir, til útlanda og um land allt. Það gekk ekkert sérlega vel að halda sambandinu, við áttum á þeim tíma flestar nóg með okkur. Við höfðum þó alltaf spurnir hver af annarri, en það var ekki fyrr en síðustu ár að við fórum að mæla okkur mót og hittast, og eina fræga ferð fórum við til Danmerkur en þá bjuggu þar þrjár úr hópnum. Það var svo gaman að vera saman, við færðumst aftur um svona 35 ár. Minný var auðvitað sama glaða og góða stúlkan sem við höfðum skilið við forðum og við hétum því að halda áfram að hittast. Það var svo í byrjun júní sem við ætluðum að hittast í Stykkishólmi og halda upp á 40 ára útskriftaraf- mælið okkar, en ein af skólasystr- unum býr þar. Það var okkur áfall þegar við fréttum lát Minnýjar, og samveran í Stykkishólmi varð þess vegna allt öðruvísi en við höfðum hugsað okkur, hún var sú fyrsta úr þessum litla 13 manna hópi sem kvaddi þessa jarðvist. Við sendum henni hlýjar fyrirbænir og fjöl- skyldu hennar. Blessuð sé minning hennar. Skólasystur úr Hjúkrunarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.