Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ K æri félagi Jiang. Við höfum lengi verið vopnabræður, einmitt þess vegna þótti mér svo sárt að horfa upp á fall þitt og sendi þér, þótt seint sé, innilegar samúðar- kveðjur. En mér finnst brýnt að traustir liðsmenn flokksins á þess- um hörmungatímum hans gefist ekki upp. Staðan er vissulega ægi- leg, öll okkar afrek eru nú troðin í svaðið og við hrakyrtir, sagðir vera nátttröll og jafnvel kallaðir frum- stæðir villimenn með blóði- stokknar hendur. Þetta eru grimm örlög. Ef allt á ekki að tapast verðum við að berj- ast áfram en ekki heldur gleyma að stunda sjálfs- gagnrýni. Ég fullyrði að allt sé ekki tapað enn, ungu oflátungunum og gagn- byltingarsinnunum gæti mistekist og þjóðin risið upp gegn þeim. Hver veit nema þá verði á ný leitað til reyndra manna? Við höfum oft rætt atburðina 1989 án þess að komast að end- anlegri niðurstöðu. Við sjáum núna að fleiri mistök voru gerð. Þegar 45% fulltrúanna á Alþýðuþinginu 1998 sátu hjá við atkvæðagreiðslu um skýrslu framkvæmdastjórn- arinnar hefðum við átt að skilja að breyta yrði kúrsinum. Meira en þúsund fulltrúar sátu hjá! Alltaf höfðu fáeinir sýnt þessa svokölluðu dirfsku, ég man að þegar þú varst kjörinn forseti 1993 sátu nokkrir hjá en auðvitað gerðum við ekkert í þessu, fáráðlingarnir voru ekkert hættulegir. En þetta var miklu öfl- ugra og hefði átt að vera viðvörun. Þú gerðir margt rétt, tillaga þín árið 2001 um að kapítalistar fengju að ganga í flokkinn var snilld. En hvers vegna vildir þú ekki hlíta mínum ráðum og gera þessa slægu undirróðursmenn í Falun Gong meðábyrga? Ég vildi nota marg- reynda aðferð, draga úr þeim máttinn með hlýju en banvænu faðmlagi. Ég vildi setja upp Falun Gong-deildir um allt landið, okkar deildir sem við gætum fylgst vand- lega með og stýrt þannig að lítið bæri á. Það hefði verið upplagt að brjóta hefðina, fela þeim erfitt ráð- herraembætti og láta þá brjóta hausinn á því. Hvers vegna sýndir þú ekki jafn mikinn sveigjanleika gagnvart þessum furðufuglum og þú vildir sýna nýju kapítalist- unum? Ég veit að félagi Li hefur sakað þig um að hafa fyllst hégómlegri ástríðu eftir að þú varðst forseti. Þú hafir verið á stanslausum ferða- lögum um heiminn til að baða þig í ljómanum sem því fylgdi að vera þjóðhöfðingi fjölmennasta ríkis heims, láta útlendu djöflana beygja sig og bukta í návist þinni. Ég er sjaldan sammála Li og hann reyndi nú alltaf að grafa undan þér. En hitt er alveg ljóst að þú hlustaðir ekki á neinar viðvaranir fyrir Íslandsferðina alræmdu. Ferðina sem aldrei skyldi hafa ver- ið farin, litla þúfan sem velti stóra hlassinu. Við munum eftir mótmælunum í Sviss og hvernig þú tókst í lurginn á mönnum þar, ólátum í Bretlandi, alls kyns svívirðingum sem hellt var yfir okkur í fjölmiðlum. En nú er löngu orðið ljóst að Íslending- arnir voru búnir að segja diplóm- ötunum okkar að útilokað væri að hindra Falun Gong og aðra í að smána Kína. Þeir báru fyrir sig lög um tjáningarfrelsi, lýðræðið, allt þetta venjulega bull. Íslending- arnir sögðu skýrt og ákveðið: Við munum koma í veg fyrir allt of- beldi gegn Jiang og ekki hika við að beita hörðu til þess en frið- samleg mótmæli getum við ekki bannað eða falið. Embættismenn okkar afsökuðu sig með því að þeir hefðu svo oft heyrt svona mótbárur en við- skiptahagsmunir, vonir um að græða á okkur, hafi næstum því alltaf sigrað. Þess vegna hafi þeim ekki dottið í hug að svona hlutir gætu gerst í þessu hlægilega litla landi sem þarf á viðskiptum við alla að halda og hefði þess vegna átt að vera til friðs. Ekki ætla ég að reyna að verja allt sem þú gerðir í Íslandsferðinni en skil samt vel að fát skyldi koma á þig. Verst var að í reiði yfir sví- virðingum sem þú sást á sumum spjöldunum skyldir þú missa vald á skapi þínu og þannig andlitið. Oft er búið að rifja þetta allt upp, hörkurifrildið í beinni útsendingu við ráðherraflónin, ljósmyndabók- ina sem þú fleygðir aftur í slétt- mála forsetann þeirra á flugvell- inum vegna myndar af gulu mótmælaspjaldi á fremstu síðu. Ákvörðun þín að flýta brottförinni var sennilega vanhugsuð, hún gerði mönnum erfitt að þagga málið niður. En Íslendingarnir komu sví- virðilega fram við okkur. Ein- hverjir segja að þetta hafi verið klaufaskapur hjá þeim. Ég efast sjálfur um það, helsti leiðtogi þeirra hefur víst alltaf verið á móti kommúnistum og nefnt þá öllum illum nöfnum. Núna segja ungu mennirnir okkar, snillingarnir miklu, sem allt geta og kunna, að þessi ómerkilega þjóðarnefna hafi gert Kína greiða með því að neita að fela vandamálin. Nú er víst tal- að um að verðlauna þá með sér- stökum aðgangi að mörkuðum hér! En niðurstaðan er alveg ljós, Ís- landsferðin, sem átti að verða eins og hvert annað formsatriði, varð kornið sem fyllti mælinn. Nið- urlægingin sem þú varðst að sætta þig við var svo hrópleg og allir vissu um hana eftir slysið með fréttamyndina. (Er búið að finna svikarann sem laumaði henni til sjónvarpsins í Peking?) Andstæð- ingar okkar heima fyrir urðu allt í einu vígreif ljón. Og þið fenguð all- ir reisupassann. En er flokkurinn örugglega dauður? Kannski en það er ekki víst. Þú hefur sennilega heyrt um væntanlegan, leynilegan mið- stjórnarfund sem menn ræða um í hálfum hljóðum. En ég ætla að biðja þig um það nefna hann ekki við nokkurn mann – í bili. Þinn félagi Tang. Íslenska þúfan Oft er búið að rifja þetta allt upp, hörku- rifrildið í beinni útsendingu við ráð- herraflónin, ljósmyndabókina sem þú fleygðir aftur í sléttmála forsetann þeirra á flugvellinum vegna myndar af gulu mótmælaspjaldi á fremstu síðu. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EKKI virðist mögu- legt að fá efnislega um- ræðu í alvöru um þá hættulegu galla sem virðast á gagnagrunni þeim sem Hafrann- sóknastofnun notar til að reikna út nýtingar- stefnu á botnlægum fiskistofnum eins og þorski. Stærstu gall- arnir virðast: 1. Gert er ráð fyrir ótakmörkuðu fæðu- framboði í hafinu. 2. Árlegur náttúru- legur dánarstuðull er ágiskuð föst stærð 20%. Þessar tvær ágiskuðu forsendur, sem hafa reynst rangar, valda end- urtekið skekkju í útreikningum gagnagrunnsins, með margfeldis- áhrifum og þannig verða til falskar upplýsingar um „árangur“, „ofveiði“ eða „ofmat“. En – þar sem það eru sex hliðar á teningnum, skulum við reyna að skoða þetta mál – stærð þorskstofns- ins, þorskstofninn – frá fleiri hliðum. Kemst þorskstofninn í loðnunót? Stór loðnunót getur verið 700 metra löng og 200 metra djúp. Rad- íus er þá 111 metrar þegar nótinni er kastað í hring. Rúmmál nótar- innar verður þá 111 x 111 x 3,14 x 200 = 7,7 milljónir rúmmetra eða 7,7 milljónir tonna af sjó. Þar sem þorsk- stofninn er talinn um 600 þúsund tonn, rúm- ast fræðilega meira en 12 íslenskir þorskstofn- ar í slíkri loðnunót! Ís- lenski þorskstofninn tekur svo lítið pláss og ... allir trúa því! Kemst þorskstofninn í Þingvallavatnið? Þingvallavatnið er um 80 ferkíló- metrar. Ef við reiknum allan íslenska þorskstofninn í Þingvallavatnið (600 þúsund tonn) þá hækkar yfirborð vatnsins um aðeins 7,5 millimetra! Þorskstofninn á Íslandsmiðum tekur ekki meira pláss en svipað magn og rignir í Þingvallavatnið á um klukku- tíma í mígandi rigningu og ... allir trúa því! 10 cm þorsklag á 1,33 x 1,33 sjómílum 10 cm meðalþykkt á þorskstofni á svæði sem er aðeins 1,33 x 1,33 sjó- míla dugar til að rúma allan þorsk- stofninn á Íslandsmiðum. 600 þúsund tonn af þorski – 10 cm þykkt að með- altali, rúmast á þessu svæði og ... allir trúa því! Línurall? Afli á línubáta pr. línubala hefur verið með því hæsta sem þekkist hér- lendis s.l. 10 ár. Á línubala eru oftast 420 krókar. Tækni við línuveiðar hef- ur aukist, en lína er nú oftar dregin hraðar en áður og þá slitnar fiskur meira af. Afli hefur ekki bara vaxið pr. línubala, heldur fæst nú góður afli á línu á langtum stærri svæðum en áður var. „Línurall“ gefur þannig til kynna að þorskstofninn sé sá stærsti og dreifðasti í Íslandssögunni, en ... hver má trúa því? Reynsla Reynslan hefur sannað, að við aukna friðun þorsks (frá útfærslu landhelgi, burtreknum 500 togurum, 300% stækkun möskva í botnvörpu, lokun stórra veiðisvæða og niður- skurðar aflakvóta um helming), virð- ist þorskstofninn hafa horast og dreift sér um landgrunnið. Nýting- arstefnan virðist of lág. „Togararall“ metur svo dreifingu þorsks = minna sé til af þorski! Ekki er tekið tillit til breyttrar hegðunar þorsks þótt vitað sé að vaxtarhraði hafi fallið. Ef engan mat væri að hafa á höf- Kristinn Pétursson Allir trúa því! RÍKISSTJÓRN Ís- lands hyggst veita Ís- lenskri erfðagreiningu (ÍE) ríkisábyrgð upp á 20 milljarða króna til þess að liðka fyrir möguleika fyrirtækisins á því að byggja upp eig- in lyfjaþróunardeild hér á landi. Umræðan sem sprottið hefur um þessi áform er um margt mjög athyglisverð og þá sérstaklega ef hún er borin saman við fjaðra- fokið sem stóð um gagnagrunnslögin á haustmánuðum 1998. Miklum meirihluta þjóðarinnar þótti þá sjálfsagt að veita ÍE leyfi til þess að nota heilsufars- upplýsingarnar sem heilbrigðiskerfið hafði byggt upp til þess að smíða gagnagrunn er fyrirtækið gæti hagn- ast á. Nú er annað upp á teningnum því margir þeirra er studdu ríkis- stjórnina í gagnagrunnsmálinu eru nú mjög efins um, eða beinlínis á móti því, að veita ÍE ríkisábyrgð. Ríkis- stjórnin hlustar hins vegar ekki á mótbárurnar og ætlar að halda sínu striki. Þrátt fyrir þetta ætla ég nú að gera tilraun til að skýra nokkrar vís- indalegar forsendur þessa lyfjaþró- unarverkefnis til að sýna hve hér er um lítt rökstudda og áhættusama áætlun að ræða. Líftæknin, eins og við þekkjum hana í dag, á sér ekki langa sögu því það var ekki fyrr en með tilkomu PCR-tækninnar árið 1989 sem hægt var að snúa henni upp í stóriðnað. Síð- an þá hefur tæknivæðingu líftækni- nnar fleygt mjög hratt fram, sem end- urspeglast m.a. í því að lokið var við að raðgreina erfðamengi mannsins langt á undan upphaflegum áætlun- um (verkinu var lokið árið 2000). Rað- greining erfðamengis mannsins er einmitt ein af undirstöðum starfsemi fyrirtækja eins og ÍE sem fást við það sem nefnist functional genomics, sem skilgreina má sem þróun og notkun aðferða sem beita má á allt erfða- mengið til þess að henda reiður á starfsemi eins eða fleiri gena. ÍE er því að nýta sér nýja aðferðafræði, sem, ef marka má grein Alfreðs Árna- sonar í Morgunblaðinu laugardaginn 20. apríl, hefur enn ekki skilað tilætl- uðum árangri. ÍE ætlar nú að bæta um betur og hyggst halda út á nýrri og enn óvissari lendur lyfjaþró- unar sem fyrirtækið ætlar að byggja á nið- urstöðum sem enn virð- ast ekki komnar fram. Það er því mikil óvissa tengd núverandi starf- semi ÍE og er hún enn meiri í væntanlegu lyfjaþróunarverkefni fyrirtækisins. Til þess að skýra þetta nánar er rétt að taka eitt dæmi. Í leiðara Science frá 13. október 1989, þar sem verið var að rétt- læta fjármögnun rað- greiningar erfðamengis mannsins, koma fram upplýsingar sem varpa góðu ljósi á þessa óvissu. Leiðarahöf- undur benti á að það væri ekki til mik- ils ætlast að fara fram á 3 milljarða dollara til raðgreiningarverkefnis, sem dreifast átti yfir 15 ár og varpa myndi ljósi á ótal sjúkdóma, í ljósi þess að „cystic fibrosis“-stofnunin hafi á fjórum undangengnum árum eytt 120 milljónum dala í einn sjúk- dóm, svo ekki sé minnst á fjármagnið sem aðrar stofnanir og alríkisstjórnin hafi lagt til sama verkefnis“. Í fram- haldi af þessu bendir hann á að „sjúk- dómar eins og geðhvarfasýki, alz- heimer, geðklofi og hjartasjúkdómar eru líklega fjölgena og miklu erfiðara að ráða fram úr en „cystic fibrosis“ (CF)“. Hér komum við að kjarna málsins því þessi sjúkdómur, sem er banvænn arfgengur sjúkdómur og veldur alvarlegum truflunum á starf- semi lungna og meltingarfæra, orsak- ast einungis af einu geni ólíkt þeim fjölgenasjúkdómum sem ÍE er að rannsaka. Genið sem veldur sjúk- dómnum fannst árið 1989 og í frétt Science um málið frá 1. september sama ár er talið víst að þetta muni „leiða til betri greiningar og líklega til betri meðhöndlunar“ á sjúkdómnum. En þrátt fyrir að orsakagen CF hafi verið með fyrstu mannagenunum „sem voru staðsett, klónuð og rað- greind að fullu og líklegt að nota mætti þessa vitneskju til genalæk- inga hafa tæknilegir erfiðleikar staðið rúmlega áratuga rannsóknum fyrir þrifum. Á sama tíma hafa lyfjafræði- legar nálganir, sem beinast að lífefna- fræðilegum orsökum sjúkdómsins, haldið áram“. (Lancet, 15. desember 2001.) Í stuttu máli má því segja að þrátt fyrir gríðarlegan fjáraustur hafi nánast ekkert gerst í að finna lækn- ingu við sjúkdómnum þrátt fyrir að genið sem veldur honum hafi verið þekkt í 13 ár. Hvað þá að þróuð hafi verið lyf við þessum sjúkdómi á grundvelli erfðafræði hans. Þessi saga CF-rannsókna á undan- gengnum áratug varpar athyglis- verðu ljósi á áætlanir ÍE. Sjúkdóm- arnir sem ÍE rannsakar eru annars vegar taldir orsakast af flóknu inn- byrðis samspili óskilgreinds fjölda gena og hins vegar af flókinni víxl- verkun þeirra við umhverfið. CF or- sakast aftur á móti af einu geni sem er óháð ytra umhverfi einstaklingsins sem þjáist af sjúkdómnum. ÍE hefur enn ekki tilkynnt fund á einu einasta af meintum orsakagenum sjúkdóm- anna sem fyrirtækið rannsakar, en CF-genið hefur verið þekkt í 13 ár. ÍE hyggst byggja lyfjaþróunar- og fram- leiðslufyrirtæki til að vinna lyf eða greiningartæki sem vinna á úr rann- sóknarniðurstöðum sem enn eru ekki komnar (og koma kannski aldrei), meðan 13 ára sleitulausar tilraunir, með tilheyrandi fjáraustri, til þess að finna lækningu og lyf, byggð á erfða- fræðilegum rannsóknum, við CF hafa enn ekki borið árangur. Í ljósi þessa tel ég fráleitt að íslenska þjóðin leggi svo mikið undir með ríkisábyrgð til að fjármagna ÍE-drauminn um lyfjaþró- un, því ég tel yfirgnæfandi líkur á að hann snúist upp í martröð. Um áhættu og Íslenska erfðagreiningu Steindór J. Erlingsson ÍE ÍE hyggst byggja lyfjaþróunar- og fram- leiðslufyrirtæki til að vinna lyf eða greining- artæki sem vinna á úr rannsóknarniðurstöð- um, segir Steindór J. Erlingsson, sem enn eru ekki komnar. Höfundur er líf- og vísindasagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.