Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENGINN hefur farið varhluta af undanfarinni umræðu um heimsókn forseta Kína og úthýsingu Falun Gong-liða. Allt sem skiptir máli hef- ur vissulega verið sagt en hefur því miður drukknað í alls konar bulli sem kemur þessu máli raunveru- lega ekkert við. Það hefur nefnilega loðað við að mönnum finnist það skipta máli hvernig fyrrnefnd sam- tök fjármagni sína starfsemi, að þeim sé líkt við fótboltabullur eða hópa sem fóru til Genúa í fyrra til að ríða þar húsum með ofbeldi svo dæmi séu tekin. Það er vitað mál og hefur marg verið ítrekað – og viðurkennt af þeim sem bera ábyrgð á því að mót- mælendum var úthýst – að aðferðir Falun Gong felast í því að setjast á einhvern grasblett, setja sig þar í stellingar og hugleiða. Það eina sem þeir gera er að sjást. Þetta er áhrifaríkt eingöngu vegna þess að allir vita hver tilgangurinn með komu þeirra hingað var og í raun og veru gera þeir ekkert sem er bann- að og er því ekki hægt að handtaka þá. Engum stendur nein ógn af þessu á neinn hátt annan en hug- myndafræðilegan og þar erum við komin að kjarna málsins. Ég hef heyrt einhverjar gróusög- ur um að Falun Gong fjármagni starfsemi sína með eiturlyfjasölu í Danmörku. Ég hef ekki séð nein gögn um þetta og hef ekki borið mig eftir því, enda skiptir það okk- ur Íslendinga engu máli. Það er al- farið höfuðverkur Dana. Ef við vilj- um úthýsa þeim á slíkum for- sendum væri okkur nær að láta tollverði leita að dópi hjá þeim og grípa til viðeigandi aðgerða ef eitt- hvað finnst en annars hleypa þeim inn. Að hleypa þeim ekki inn í land- ið á þeim forsendum að þeir hafi skoðun og ætli sér að láta hana í ljós er einfaldlega til háborinnar skammar og ég furða mig á því að það skuli yfirhöfuð þurfa að ræða það. Við höfum stjórnarskrá sem hef- ur í heiðri mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Evrópuþjóðum og Sameinuðu þjóðunum. Aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda í þessu máli voru einfaldlega brot á þeim ákvæð- um íslensku stjórnarskrárinnar sem lúta að tjáningarfrelsi. Íslensk stjórnvöld lögðust niður á sama plan og það sem sést í Kína og lögðu þar með blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á. Hafi Falun Gong tekist að eyði- leggja þessa opinberu heimsókn – eins og einhver kona sem ég man ekki hvað heitir sagði í Kastljósinu – þá er það ekki vegna yfirgangs þeirra sjálfra, heldur vegna þess hvernig íslensk stjórnvöld brugðust við komu þeirra. BALDUR HEIÐAR SIGURÐSSON, nemi. Eggertsgötu 18/301, 101 Reykjavík. Kjarni málsins Frá Baldri Heiðari Sigurðssyni: Í FASTEIGNABLAÐI Morgun- blaðsins 11. júní sl. veltir maður, að nafni Jón Rúnar Sveinsson, því fyrir sér, hvort félagslega eignar- íbúðalánakerfið, sem Húsnæðis- stofnun ríkisins var áratugum sam- an fulltrúi fyrir, hafi verið til góðs eður eigi. – Virðist hann raunar draga í efa hagkvæmni þess. Ég tel hins vegar hafið yfir allan vafa, að Húsnæðisstofnun var þjóð- þrifafyrirtæki, ásamt eignaríbúða- kerfinu, og finnst hörmulegt, að jafngreindur og á margan hátt ef- laust velviljaður maður og núver- andi félagsmálaráðherra skyldi eiga frumkvæði að því að leggja það að verulegu leyti niður. Með því hefur nefndur ráðherra reist sér minnisvarða, að vísu óbrotgjarnan, en sneyddan heiðri. Undirritaður var leigjandi í 25 ár og man vel það öryggisleysi, sem því fylgdi. – Sjaldan bjó ég við mikla okurleigu og margir leigusal- ar voru þægilegir menn. En að hrekjast úr einu leiguhúsnæðinu í annað, áratugum saman, reynir mjög á heilsu og áræði fólks. Það öðlast gjarnan þá kennd, að það sé hálfgert utangarðs í þjóðfélaginu. Mjög þótti mér skipta um til bóta þegar ég og fjölskylda mína eignuðumst eigið húsnæði fyrir röskum 30 árum á vegum fé- lagslega eignaríbúðakerfisins. Erf- itt var í fyrstu að klúfa kaupin fjár- hagslega, en tókst með Guðs hjálp og góðra manna. Síðan hefi ég hneigst til að líta á okkur sem sjálfstætt fólk, þótt vonandi séum við ekki enn óháð Guðs hjálp, fremur en aðrir. Eflaust hafa margir svipaða sögu að segja, þótt sá sé „eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur“. Reynsla almennings er oft hverjum ráðherra trúverðugri. Ég tel víst, að félagsmálaráð- herra og aðstoðarmenn hans hafi fyrir löngu komið auga á að það var villa að leggja Húsnæðisstofn- un ríkisins niður. Hinn svonefndi Íbúðalánasjóður sýnist hvergi nærri geta sinnt hlutverki Hús- næðisstofnunar. – Hundruð manna eru sögð á götunni. Sumir sofa á torgum eða í bílskriflum. Það þarf greinilega, án tafar, að gera nýtt átak til að skapa sjálfstætt fólk. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Leiguliðar og sjálfstætt fólk Frá Sveini Kristinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.