Morgunblaðið - 06.07.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.07.2002, Qupperneq 16
LANDIÐ 16 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að Framkvæmdasjóður Akureyrar kaupi hlutafé í Globodent B.V. fyrir 20 milljónir króna. Globodent er fyr- irtæki Egils Jónssonar, tannlæknis á Akureyri, en fyrirtækið stefnir að framleiðslu og sölu á fjöldafram- leiddum postulínsfyllingum. Gert er ráð fyrir að Globodent starfi á Ak- ureyri og að í kringum fyrirtækið geti skapast tugir starfa á næstu ár- um. Egill fékk verðlaun Nýsköpunar- sjóðs árið 2000, fyrir viðskiptaáætl- un sína og frá upphafi hefur hann unnið með Iðntæknistofnun að þró- un hugmyndarinnar. Einng hafa fjöl- margir sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir verið kallaðir til. Þá hef- ur Globedent samið við danska fyr- irtækið Pinol A/S um smíði á tæki sem tannlæknar þurfa að nota við vinnu með postulínsfyllingarnar. Samþykkt bæjarráðs er bundin því skilyrði að í hluthafasamkomu- laginu skuldbindi aðrir hluthafar eða Globodent B.V. sig til að kaupa ofan- greindan 20 milljóna króna hlut Framkvæmdasjóðs að viðbættum verðbótum og 6% ársvöxtum frá inn- borgunardegi til kaupdags, ef í ljós kemur að 18 mánuðum liðnum frá innborgun hlutafjárins, að uppbygg- ing á starfsemi fyrirtækisins hafi ekki hafist á Akureyri eins og gert er ráð fyrir í fjárfestingarsamningnum. Einnig ef óljóst verður um framtíð starfseminnar í bænum eða að fyrir liggi að hún verði byggð upp annars staðar. Oddur Helgi hefur efasemdir Oddur Helgi Halldórsson, bæjar- fulltrúi L-lista fólksins og bæjar- ráðsmaður, sat hjá við afgreiðslu málsins. „Mér finnst hlutirnir ekki liggja nógu vel fyrir og ég hef heldur ekki alveg nógu mikla trú á þessu. Ég vona þó svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér og von mín er sú að þetta fyrirtæki komi til með að ganga,“ sagði Oddur Helgi í samtali við Morgunblaðið. Framkvæmdasjóður Akureyrar Kaupir 20 millj- óna króna hlut í Globodent starfið að sundlaugin hverfi. Tenging við gamla skólahúsið er vel leyst en útlit nýbygginga samræmist ekki nógu vel nánasta umhverfi. Tillagan er auðveld í framkvæmd og vænleg til þróun- ar. Tillagan er mjög skýr og vel fram sett.“ Alls bárust sjö tillögur og var dómnefnd sammála um að tvær þeirra þættu vænlegastar til frek- ari útfærslu, „þótt engin tillaga skilaði afdráttarlaust fullnægj- andi heildarlausn“, eins og segir í dómnefndarálitinu. Í mati sínu leit nefndin aðallega til heild- arskipulags á skólasvæði, nýt- ingar og aðlögunar að núverandi byggingum og byggðarmynstri, innra skipulags með tilliti til sam- spils rýma og hvernig tillögur féllu innan ramma húsrýmisáætl- unar og innra starfs skólans. Auk þess að velja bestu tillög- una veitti dómnefnd tillögu númer fjögur önnur verðlaun að upphæð 1.500.000 krónur. Að tillögunni stóð arkitektinn Albína Thordar- son. Í umsögn um tillögu númer fjögur segir meðal annars: „Tillagan byggist á áhuga- verðri tilraun til að tengja saman hina ýmsu byggingarhluta um DÓMNEFND í hugmynda- samkeppni um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði hefur lok- ið störfum og voru niðurstöður nefndarinnar kynntar í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði nýlega. Dómnefndin veitti tillögu númer 6 fyrstu verðlaun að upphæð 2 milljónir króna, en að tillögunni stóðu arkitektarnir Einar Ólafs- son og Örn Þór Halldórsson. Í endanlegu dómnefndaráliti segir um verðlaunatillöguna: „Til- lagan er skýr og góð, jafnt hvað varðar innra skipulag, form og áfangaskiptingu. Aðkoma og tenging við Silfurtorg, Aðalstræti og Hæstakaupstað er vel leyst og fellur vel að skipulagi bæjarins. Afmörkun útisvæða, annars vegar Austurvöllur og hins vegar að- alskólalóð, styrkir tillöguna. Höf- undar leysa byggingarnar á ein- faldan og hagkvæman hátt, um leið og þeir skapa eina sannfær- andi heild. Þó mætti styrkja enn frekar götumyndir við Silfurgötu og Brunngötu með t.d. auknum byggingum. Það er ókostur að salur og félagsaðstaða skuli vera í öðru húsi og slæmt fyrir skóla- nýjan sal miðsvæðis á lóð og gamla skólahúsinu er gert sérlega hátt undir höfði. Götumyndir Brunngötu og Silfurgötu eru styrktar til muna með nýbygg- ingum. Tenging við Austurvöll er meðhöndluð á skemmtilegan hátt, en mikil áhersla á aðkomuna frá Aðalstræti og Silfurgötu er á kostnað leiksvæðisins. [...] Ný- byggingar eru stílhreinar og í góðri sátt við umhverfið. Tillagan er athyglisverð og vænleg til þró- unar.“ Dómnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að ráðist skyldi í innkaup á hugmyndum númer 2, 5 og 7, en með innkaupunum mun fást einhver réttur til nýtingar á hugmyndum. Hvað gert verður næst í húsnæðismálum Grunnskól- ans á Ísafirði mun bæjarráð og bæjarstjórn þurfa að ákveða í nánustu framtíð. Höfundar tillögu nr. 7 eru AT4 arkitektar ehf., Gísli Sæmundsson, arkitekt FAÍ og Ragnar Ólafsson, arkitekt FAÍ. Höfundar tillögu nr. 2 eru Zeppel- in-arkitektar og Orri Árnason arkitekt. Höfundar tillögu nr. 5 eru Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt EPFL-FAÍ. Framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði Sigruðu í hugmynda- samkeppni Ísafjörður Ljósmynd/Sigurður Mar Óskarsson Örn Þór Halldórsson og Einar Ólafsson við verðlaunatillöguna. VIÐ SKRIÐUKLAUSTUR í Fljótsdal stendur nú yfir fornleifa- uppgröftur og hafa fundist rústir af því sem líklega hefur verið klaustur, ásamt nokkrum athygli- verðum gripum. Tilgangur upp- graftarins er að rannsaka gerð og uppbyggingu munkaklausturs frá síðmiðöldum. Uppgröfturinn er unninn á vegum Skriðuklausturs- rannsókna, sem er félag á vegum Minjasafns Austurlands og Gunn- arsstofnunar. Það er Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem er verkefn- isstjóri. Hún segir að mikið sé af rústum á þessum stað og að bæj- arstæði sé talið vera undir klaustr- inu. 10 íslenskir og erlendir sér- fræðingar starfa að uppgreftrinum. Miklar fornleifarannsóknir munu fara fram við Skriðuklaustur fram til ársins 2007 og er þessi upp- gröftur liður í þeim. Reiknað er með að grafið verði í klausturrúst- irnar um tveggja mánaða skeið á hverju sumri og unnið úr gögnum þar á milli. Fornleifarannsóknir við Skriðuklaustur Ljósmynd/Skriðuklaustursrannsóknir Unnið er að fornleifauppgreftri við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Fundist hafa rústir munkaklausturs. Egilsstaðir Fundu rústir munka- klausturs frá síðmiðöldum AKUREYRI BOÐIÐ verður upp á ferðir með leið- sögn um verslunarstaðinn Gásir í Hörgárbyggð í sumar eða á tíma- bilinu frá 4. júlí til 9. ágúst. Ferð- irnar verða farnar alla daga kl. 11, 13, 14.30 og 15.30 og verður lagt af stað frá bílastæðinu. Ingibjörg Magnúsdóttir er leiðsögumaður. Fornleifarannsóknin á Gásum er verkefni Minjasafnsins á Akureyri, Þjóðminjasafns Íslands og nokkurra stofnana á Akureyri auk sveitarfé- lagsins Hörgárbyggðar. Fornleifa- stofnun Íslands sér um framkvæmd rannsóknanna og er stefnt að nokk- urra ára rannsóknum á svæðinu. Vonast er til að þær muni leiða margt nýtt í ljós um viðskipti og framleiðsluhætti í nærliggjandi byggðalögum en þess er einnig vænst að niðurstöðurnar hafi gildi langt út fyrir landsteinana. Rann- sóknirnar fela einnig í sér kortlagn- ingu á gróðri og fuglalífi en svæðið á Hörgárósum er á náttúruminjaskrá. Ferðamálasetur Íslands annast verkefnisstjórn og er hún í höndum Kristínar Sóleyjar Björnsdóttur menningarlandafræðings. Í framtíð- inni er stefnt að því að gera Gásir að vel skipulögðum ferðamannastað með áherslu á fræðslu og upplifun ferðamanna á menningararfleifð Ís- lendinga. Rústasvæðið er stórt og tilkomumikið og auðvelt að tengja það við meginatriði miðaldasögu Ís- lands. Einnig er næsta nágrenni áhugavert til náttúruskoðunar. Ferðir með leið- sögn um Gásir HÓPUR ungmenna á aldrinum 16– 20 ára frá Akureyri kom í vikunni heim frá norrænu vinabæjarmóti í Randers í Danmörku. Einnig voru með í för embættis- og stjórnmála- menn, eins og segir á heimasíðu Ak- ureyrarbæjar. Í Randers hittust sams konar hóp- ar frá Lathi í Finnlandi, Vesterás í Svíþjóð, Álasundi í Noregi, ásamt heimamönnum í Danmörku. Þema vikunnar var vatn og skipuðu krakk- arnir hópa sem unnu undir heitunum vatn og líf, vatn og tónlist, vatn og kajak og vatn og vindur. Tilgangur ferðarinnar er að mynda tengsl á milli ungmenna frá vinabæjunum og fyrir tilstilli bæjar- ins geta þau tekið þátt í svona æv- intýri óháð efnahag. Auk þess er til- gangurinn að gefa starfsmönnum og stjórnmálamönnum bæjarins tæki- færi á að mynda persónuleg tengsl við kollega sína frá hinum Norður- löndunum. Ferðin tókst í alla staði vel og krakkarnir voru Akureyrarbæ til sóma og vakti reglusemi og fram- takssemi þeirra athygli annarra og stolt fylgdarmanna, segir ennfremur á heimasíðu bæjarins. Vel heppnuð ferð á vinabæjarmót flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.