Morgunblaðið - 06.07.2002, Side 42

Morgunblaðið - 06.07.2002, Side 42
42 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á ÍSLANDI eru lygilega margir sem telja sig vita meira um Kína en Kín- verjar sjálfir, en í Kína þar sem fyrstu sprotar menningar skutu rót- um býr fjölmenn- asta þjóð verald- ar. Það er mikil þjóð sem hefur á nokkrum áratug- um brotist úr viðj- um landlægs hungurs, fátækt- ar og grimmi- legra siða sem leiddu fjölda kvenna til ör- kumlunar. Kín- verjar hafa mátt þola nýlenduáþján og ótal styrjaldir og nú koma þeir fram sem stórveldi sem þorir að taka á vandamálum. Þeir hafa gert mistök eins og flestar þjóðir, en þeir eru að koma út úr sortanum og hafa máls- bætur umfram svo ótal marga. Úr bernsku man ég setninguna: „Mundu svöngu börnin í Kína.“ Ég dreg í efa að nokkur landi minn geri sér ljóst hvað þarf til að koma í veg fyrir hungursneyð í milljarða þjóðfélagi. Hafa ber í huga mállýskur, fjærlægð- ir, misjafna siði og fjöldann. Í litla landinu Noregi eru margar mállýsk- ur. Það er víðar en í Sómalíu og Afg- anistan sem sjálfskipaðir herstjórar, sem eru lítið annað en fjöldamorð- ingjar, gera löndin erfið í að búa. Kín- verjar taka slíkan glæplýð engum vettlingatökum og firra samfélag sitt upplausn og ógæfu og fá t.d. eitur- lyfjasmyglarar það sem þeir eiga skilið. Öndvert Vesturlöndum er ekki liðið að glæpalýður græði á að drepa börn og unglinga á eitri. Kínverjar taka alþýðuna fram yfir glæpalýðnn á róttækari hátt en vestrænum þjóð- um hugnast. Hvor vinnur heildinni betur? Sá sem tekur hagsmuni ein- staklingsins umfram þjóðar eða öf- ugt. Ég trúi að Kínverjar viti betur en útlendingar hvað þjóð þeirra kem- ur best. Bandaríski rithöfundurinn Pearl S. Buck skrifaði skáldsögur með sannsögulegu ívafi um Kína og skín aðdáun hennar á þjóðinni víða í gegn. Eftir Cang Kai Cék, Maó Ce Tung og fjórmenningaklíkuna, sem skapaði skaðræðisöfl rauðliðanna, kom mikil óvissa og hætta fyrir þjóð- ina. Öldungurinn Cao Ping komst aftur til valda og náði á ótrúlega skömmum tíma að koma málum í við- unandi horf. Kínverjar hafa mátt þola endalausa gagnrýni vesturveld- anna fyrir að leyfa ekki trúarhreyf- ingum að fara sínu fram. Skiljanlega óttast þeir trúarbragðaþvæluna sem tröllríður heiminum meira í dag en nokkru sinni. Aðgangsharka trúar- hópa er misjöfn en trúarofstækis- menn úr röðum múslima eru erfið- astir og hafa þeir náð fótfestu með ofbeldi eins og á Filippseyjum, þar sem þeir stunda mannrán, eitursölu og morð til að fjármagna starfsemi sína. Á Vesturlöndum og víðar reka þeir áróður úr moskum sínum gegn viðtökulöndunum. Auðvitað er hér átt við takmarkaða hópa bókstafstrú- aðra ofstækismanna sem einskis svíf- ast. Ísraelsmenn og Palestínumenn berast á banaspjót því í þeirra trú hefur hatur og hefnd undirtökin í skjóli fyrirlitlegrar klausu um auga fyrir auga og er eins og öll skynsemi og góðvild sé útlæg á þeim slóðum. Ótal fleiri eru dæmin um óhugnað þann sem trúarbrögð geta valdið og er Írland nærtækast. Það ætti engan að undra þó Kínverjar láti annarra þjóða víti sér til varnaðar verða og fari sér hægt í varasamt frjálsræði og láti málin þróast á viðráðanlegan hátt. Kínverjar sýna kristinni trú mestu þolinmæði og er það vel. Allir eiga að vita að ókurteisi við fulltrúa erlendrar þjóðar, sérstaklega í opin- berri heimsókn, er virðingarleysi við þjóð hans. ALBERT JENSEN, Sléttuveg 3, Reykjavík. Frá Alberti Jensen: Albert Jensen Morgunblaðið/Þorkell Allir eiga að vita að ókurteisi við fulltrúa erlendrar þjóðar, sérstaklega í opinberri heimsókn, er virðingarleysi við þjóð hans, segir í greininni. Kína og Ísland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.