Morgunblaðið - 14.07.2002, Side 8

Morgunblaðið - 14.07.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Safnamál á Íslandi á safnadeginum Söfn eru byggð- um mikilvæg SAFNADAGURINNer í dag, og í tilefniþess ræddi Morgun- blaðið við Margréti Hall- grímsdóttur, þjóðminja- vörð og formann safnaráðs. – Hvert er ástand safna- mála í landinu? „Mörg byggðasöfn voru stofnuð á 20. öld, aðallega til þess að varðveita bændamenninguna. Einnig voru mörg söfn sett upp í friðuðum byggingum. Ein- kenni hefðbundinna byggðasafna var að allt safnið var til sýnis, nokkurs konar opin geymsla. Hug- myndir um byggðasöfn og safnmenningu hafa breyst mikið og er nú lögð mun meiri áhersla á að velja úr einstaka hluti til sýningar og hanna sýningar þannig að þær endurspegli sögu og sérkenni við- komandi svæðis. Sú vinna stendur einmitt sem hæst um þessar mund- ir á Þjóðminjasafninu. Minjasöfnin um allt land hafa einnig breyst, en þau hafa enn ekki nægilega að- stöðu til varðveislu, rannsókna og forvörslu á gripum sínum.“ – Hver er munurinn á safni og sýningu? „Mjög mikilvægt er að gera greinarmun á safni og sýningu. Söfn hafa fjölþætt hlutverk í sam- ræmi í safnalög og alþjóðleg lög, sem er að safna, varðveita, rann- saka og forverja minjar og sögu viðkomandi svæðis, en einnig að miðla í formi sýninga, kynningar og safnfræðslu. Segja má að sýn- ingar og sögusetur geti verið n.k. útibú frá söfnum, þar sem sögunni er miðlað. Því eru starfandi hér á landi mörg söfn en einnig sýningar og menningarsetur, sem einungis varpa ljósi á ákveðna þætti sög- unnar í sýningum sínum.“ – Safnastarfið er mikilvægt fyrir byggðir landsins, ekki satt? „Jú, við teljum safnastarfið vera hverri byggð mjög mikilvægt, það tengir íbúa svæðisins við menningu sína og sérstöðu. Virk minjasöfn eru þungamiðja í menningarlífi sveitarinnar. Við viljum leggja áherslu á hvað virkt safnastarf get- ur skapað mörg störf í byggðarlög- um. Starfið hefur verið vanrækt hér á landi fram að þessu, og því þarf að breyta.“ – Hvernig er brugðist við nýju hlutverki byggðasafna? „Ný stefnumótun í málefnum byggðasafna hefur verið í mótun undanfarið ár, og er þar um mikið þarfaverk að ræða. Ný safnalög tóku gildi á síðasta ári, og er þar kveðið á um að Þjóðminjasafnið sé höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og hefur því forystu í stefnumótum í safnamálum í landinu í samvinnu við minja- og byggðasöfn. Í anda laganna var ráðist í stefnumótun minjasafna um allt land. Mennta- málaráðuneytið veitti styrk til stefnumótunarinnar. Tilgangur starfsins er að rannsaka stöðu safnamála í landinu, hver sé vandi safnastarfs og hver sé sérstaða hvers og eins af sjö minjasvæðum landsins.“ – Hvernig hefur þessi vinna farið fram? „Fundur var haldinn á hverju minjasvæði með fulltrúum safna, sveitarstjórnarmönnum, þing- mönnum, ferðamálafulltrúum og fulltrúum atvinnuþróunar, enda mikilvægt að nýta þekkingu og frumkvæði heimamanna við mótun safnastefnu. Fundirnir voru mjög fróðlegir og upplýsandi.“ – Hverju komust þið að? „Við teljum mjög mikilvægt að efla samstarf safna, mynda sam- fellt samstarfsnet um landið og bæta starfsaðstöðu safnanna. Einnig komumst við að því að nátt- úru og menningu er ekki hægt að aðskilja í ferðaþjónustu. Tengsl ferðaþjónustu og safnastarfs verð- ur að styrkja. Það þarf hvort tveggja að tengjast og dafna sam- an. Draga verður fram sérkenni náttúrufars og sögu á hverju svæði. Ferðaþjónustan þarf að hafa í huga að miða ekki ferðir ein- göngu út frá náttúruperlum, held- ur vefa saman sagnaslóð, söfn og náttúru. “ – Hvað er helst á döfinni í mál- efnum Þjóðminjasafns? „Nú er unnið að enduropnun safnsins með nýjum sýningum. Safnhúsið verður tilbúið í upphafi næsta árs. Forvörsluátak stendur nú yfir í safninu til þess að und- irbúa gripi fyrir nýju sýningarnar. Á meðan safnhúsið er lokað tekur safnið þátt í sýningum víða um land, hefur lánað gripi til dæmis að Hólum og að Skógum. Einnig má benda á ljósmyndir Fox sem eru til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu, og er það vonandi upphafið að löngu samstarfi Þjóðminjasafns og Þjóð- menningarhúss. Einnig erum við þátttakendur í fornleifarannsókn- um um allt land.“ – Einnig eru það gömlu húsin. „Já, Þjóðminjasafnið hefur í sinni umsjá um 40 hús um allt land, til dæmis Glaumbæ, Laufás og Núpsstað. Ís- lendingar þurfa að átta sig á sérstöðu íslenska torfbæjarins, og nauð- syn þess að viðhalda þeim fáu bæjum sem til eru. Við höfum nú sótt um að komast á heimsminjaskrá meðal annars vegna torfbæjanna. Þeir þykja al- veg einstakir. Af þeim sökum er okkur ekki stætt á öðru en að halda vel við þeim fáu bæjum sem við eig- um. Mikilvægt er að það fjármagn sem til er sé notað til að varðveita gömlu bæina frekar en nýta það í eftirlíkingar.“ Margrét Hallgrímsdóttir  Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður lauk fil. kand.-prófi í fornleifafræði frá Stokk- hólmsháskóla 1987. Hún stund- aði framhaldsnám í fornleifa- fræði við Stokkhólmsháskóla 1987–89. Cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993. Safn- vörður á Árbæjarsafni 1987–89 og stjórnaði m.a. fornleifarann- sóknum við Aðalstræti 8 og í Við- ey. Borgarminjavörður frá 1. nóvember 1989. Í fornleifanefnd ríkisins frá 1990 og formaður frá 1999. Margrét tók við starfi þjóð- minjavarðar árið 2000. Margrét á fjögur börn. Safn er þungamiðja menningar Hann er ekkert nema montið síðan þau fóru út að ríða, Gráni minn. HEILDARFJÖLDI gistinátta árið 2001 var 1.742 þúsund sem er 0,3% fjölgun frá árinu 2000 þegar þær námu 1.737 þúsundum. Þetta kemur fram í ritinu Gistiskýrslur 2001 sem birt er á heimasíðu Hagstofu Íslands. Gistinætur voru fleiri á heimagisti- stöðum, farfuglaheimilum, svefn- pokagististöðum og í skálum í óbyggðum árið 2001 en 2000. Þær voru aftur á móti færri á hótelum og gistiheimilum, sem og í orlofshúsa- byggð og á tjaldsvæðum. 68% gistinátta voru þó á hótelum eða gistiheimilum. Gististöðum í þessum flokki fjölgaði um fjóra milli áranna 2000 og 2001, úr 244 í 248. Herbergjum fjölgaði um 129 og rúm- um um 161. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 1.180 þúsund árið 2001, eða um 6.000 færri en árið áður, sem er 0,5% fækkun. Gistinóttum í orflofshúsum fækk- aði um 15% milli áranna 2000 og 2001. Þrátt fyrir að farfuglaheimilum fækkaði um þrjú á tímabilinu voru gistinætur þar 8% fleiri árið 2001 en 2000. Sama var uppi á teningnum á heimagististöðum, þar fjölgaði gisti- nóttum um 5%, úr 53 þúsundum í 55 þúsund en gististöðunum sjálfum fækkaði um sjö. Stöðum sem bjóða upp á svefn- pokagistingu fjölgaði um sex árið 2001 og gistinóttum um 24%, úr 21.000 í 26.000. Gistinóttum í skálum í óbyggðum fjölgaði hlutfallslega mest, þrátt fyrir að skálunum fækk- aði um tvo milli áranna 2001 og 2000. Árið 2001 voru 55 þúsund gistinætur í skálum. Gistinóttum á tjaldsvæðum fækkaði um 2% milli áranna. 40% gistinátta á höfuðborgarsvæðinu Þegar heildarfjöldi gistinátta er sundurliðaður eftir landshlutum kemur í ljós að tæp 40% gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, líkt og árið 2000. 19% gistinátta voru á Suð- urlandi, 16% á Norðurlandi eystra, 10% á Austurlandi, 6% á Vesturlandi, 4% á Norðurlandi eystra og um 3% á Vestfjörðum og Suðurnesjum, hvor- um fyrir sig. Helmingur gistinátta útlendinga var á höfuðborgarsvæðinu. Ferða- menn frá Bandaríkjunum, Kanada, Norðurlöndunum, Bretlandi og Ír- landi eru þar mest áberandi. Ferða- menn frá öðrum löndum Evrópu eyddu 14–23% gistinátta sinna á Suð- urlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra árið 2001, sem er nokkuð hærra hlutfall en hjá öðrum útlend- ingum. Íslenskir ferðamenn eyddu um 30% gistinátta sinna á Suður- landi, 20% á Norðurlandi eystra og um 13% á Austurlandi. Gistinóttum í fjalla- skálum fjölgaði um 28% þrátt fyrir fækkun skála ÞESSA furðulegu mynd tók Helgi Hall- varðsson, er hann var staddur í leyfi á Mallorca. Skýin mynda hér skringi- legt andlitslíki, en Helgi sjálfur kallar þetta „Sirkustrúðinn yfir Mallorca“ og verður að teljast af- bragðsgott dæmi um listfengi Móður nátt- úru. Trúð- urinn yfir Mal- lorca Ljósmynd/Helgi Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.