Morgunblaðið - 24.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Minnast Frans- manna eystra FRANSKIR dagar áFáskrúðsfirði verðahaldnir í sjöunda sinn nú um næstu helgi. Morgunblaðið ræddi við Esther Ösp Gunnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra daganna. – Hátíðin hlýtur að hafa fest rækilega í sessi hjá ykkur. „Já, nú í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin er fyrirséð að hún verði veg- legri en nokkru sinni fyrr. Við búumst við metþátt- töku og mjög ánægjulegum dögum. Allt laust húsnæði í bænum er pantað, og þeir fyrstu tryggðu sér svefn- pláss í janúar. Við höfum bætt við tjaldstæðum þann- ig að allir ættu að geta fundið sér pláss. Ókeypis verður á tjaldstæðin meðan á hátíðinni stendur.“ – Hvernig tengist Fáskrúðs- fjörður Fransmönnum? „Fáskrúðsfjörður var stærsta verstöð Frakka á Íslandi og hingað leituðu þeir allrar þjónustu. Mest mátti sjá 120 skútur í firðinum, og voru 18 til 25 menn í hverri. Hér var reistur franskur spítali sem enn stendur, einnig ræðismanns- hús, kapella og hús sem reist var úr viði strandaðrar skútu. Á sínum tíma áttu heimamenn mikil við- skipti við Frakkana, stunduðu vöruskipti og komust þannig í kynni við erlent góss eins og rauð- vín, koníak og biskví. Við höfum ætíð rækt tengsl okkar við Frakk- land síðan þá. Einnig er hér franskur grafreitur þar sem að minnsta kosti 49 franskir sjómenn hvíla.“ – Á hvern hátt hafið þið tengt bæinn franskri menningu? „Fáskrúðsfjörður er í vinabæj- arsambandi við bæinn Gravelines í Frakklandi, einnig eru allar götur í bænum nefndar bæði á íslensku og frönsku, og síðast en ekki síst er sá siður að komast á að halda þjóðhá- tíðardag Frakka, Bastilludaginn, hátíðlegan.“ – Hvað einkennir hátíðina í ár? „Hún verður með svipuðu sniði og áður. Bærinn mun skipta um þjóðerni, ef svo má segja, og frönsk stemning ná völdum. Hún hefst á fimmtudaginn með opnun ljós- myndasýningar franska ljósmynd- arans Christian Roger, en við feng- um styrk úr menningarborgarsjóði til þess að fá hann til að koma til okkar og halda sýningu á ljós- myndum frá Íslandi. Á föstudaginn hefst dagskráin kl. sex síðdegis með minningarathöfn í franska grafreitnum, og er fylgt eftir með athöfn við minnisvarðann um Carl Andreas Tulinius kaupmann og fyrrum ræðismann Frakka hér á staðnum. Í ár eru liðin 100 ár síðan minnisvarðinn um hann var af- hjúpaður. Seinna um kvöldið er varðeldur á Búðagrund með til- heyrandi brekkusöng. Á laugar- daginn verður ýmislegt íþrótta- tengt fyrri hluta dagsins, og nær há- marki með hjólreiða- keppninni Tour de Fá- skrúðsfjörður. Á meðan fyrri hluti keppninnar fer fram verður götuhátíð í mið- bænum. Þar verður haldið Íslands- meistaramótið í Pétanque, en það er nokkurs konar franskt boccia. Á laugardagskvöld er franskt hlað- borð á Hótel Bjargi og dansleikur í Skrúði, þar sem hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi.“ – Hvað gerist svo á sunnudag? „Á sunnudaginn verður seinni umferð Tour de Fáskrúðsfjörður, götuhátíðin með tilheyrandi mark- aði og fleiru heldur áfram og stemningin verður vonandi stór- góð.“ – Hverjir heimsækja ykkur helst? „Það er fjöldi brottfluttra Fá- skrúðsfirðinga sem heimsækir okkur árlega. Einnig er alltaf þó- nokkuð um að útlendingar leggi leið sína til okkar, og þá alltaf ein- hverjir Frakkar. Bæjarstjóri Gra- velines getur því miður ekki komið í ár, en hann hefur heimsótt okkur nokkrum sinnum. Að sjálfsögðu er svo fjöldinn allur af fólki sem hefur áhuga á að heimsækja fjörðinn og taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Heilu ættirnar hafa ákveðið að hittast á frönskum dögum, sem og útskriftarárgangar og fermingar- árgangar.“ – Taka bæjarbúar virkan þátt í undirbúningi? „Já, sannarlega. Það leggja margir hönd á plóginn, enda fer enginn varhluta af dagskránni sem hér er boðið upp á. Allir eru mjög jákvæðir gagnvart dögunum og vilja veg þeirra sem mestan.“ – Svo státar Fáskrúðsfjörður af safni um fransmenn á Íslandi. „Já, það hefur verið starfandi í nokkur ár og notið mikilla vin- sælda. Það er eina safnið sem sér- hæfir sig í samskiptum Íslendinga og Frakka á árum áður. Albert Ei- ríksson hóf undirbúning sýninga safnsins árið 2000, og sankaði að sér ýmsum munum sem tengjast veru Frakka á Íslandi. Fransmennirn- ir voru sérstaklega áberandi hér í firðinum og lá beinast við að Fá- skrúðsfjörður kynnti betur þennan þátt menningar sinnar.“ Nánari upplýsingar um franska daga má finna á heimasíðunni www.fask.org og hjá upplýsinga- miðstöðinni þar eystra í síma 475- 1220. Fáskrúðsfjörður stendur við þjóðveg 96 og er í um 660 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík, og reyndar líka frá Borgarnesi, sé far- ið norðurleiðina. Esther Ösp Gunnarsdóttir  Esther Ösp Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1984 og uppalin á Fáskrúðsfirði. Hún hóf nám við Menntaskólann á Egilsstöðum árið 2000 og hyggst ljúka þar stúdentsprófi vorið 2003. Esther Ösp var kynningastjóri hjá Leik- félagi Menntaskólans á Egils- stöðum síðastliðinn vetur og var í vor kosin í nemendaráð Mennta- skólans. Hún hefur starfað við ýmislegt á sumrin, s.s. bókhalds- vinnu, fiskvinnslu og hjá ÁTVR. Auk þess hefur hún sett upp tvær heimasíður, síðu Landsmóts UMFÍ 2001 og Búðahrepps 2000. Tengsl Frakka við Austfirði haldast enn Nú skulu þeir sko aldeilis fá það. Sandalar Sími 525 3000 • www.husa.is stærðir 36-46 með frönskum rennilás 2.995 kr. MIKLAR girðingarframkvæmdir hafa staðið yfir í sumar í Mýrdaln- um en síðastliðinn vetur var boðin út vinna við 20 km girðingarkafla meðfram þjóðvegi nr. 1. Á síðastliðnu ári gerðu Vega- gerðin og Mýrdalshreppur með sér samkomulag um að ef Vegagerðin girti meðfram þjóðvegi 1 í hreppn- um myndi hreppsnefndin setja á lausagöngubann á búfé á þjóðveg- inum. Þessir vegakaflar sem nú er verið að girða eru frá Jökulsá á Sólheimasandi að Pétursey og á leiðinni frá Gatnabrún til Víkur í Mýrdal. Það voru þrír bændur í Mýrdalnum, þeir Benedikt Braga- son frá Sólheimakoti, Einar Guðni Þorsteinsson frá Ytri-Sólheimum og Ólafur Stígsson frá Steig, sem buðu lægst í verkið og hefur vinn- an gengið mjög vel og er langt komin. Að sögn Ólafs Stígssonar er þetta mjög mikil vinna því að auk girðingarvinnunnar þarf að ganga frá hliðum á girðingunni og pípu- hliðum heim á flesta bæi sem eru á þessum vegköflum. Girt fyrir búfé á þjóðvegi 1 Reisa 20 km girðingu í Mýrdalnum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Úlfar Þór Svavarsson og Ólafur Stígsson strekkja girðingarnet. Fagradal. Morgunblaðið. Brúðargjafir Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Ísskálar frá Kr. 4.290

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.