Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 19 LIONSKLÚBBURINN Múli á Fljótsdalshéraði og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar hafa undanfarna daga starfrækt á Eiðum alþjóðlegar unglingabúðir. Um er að ræða verkefni í samvinnu við alþjóðlegu Lionshreyfinguna og er þetta í þriðja skiptið sem slíkar búðir eru starfræktar á Íslandi. Unglinga- skipti á vegum Lions hafa þó í mörg ár farið fram milli Íslands og ann- arra landa. 14 ungmenni á aldrinum 17 til 21 árs komu til landsins 12. júlí sl. og fara af landi brott 24. júlí. Þau koma frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Sviss, Noregi, Írlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Belgíu og Jap- an. Dagskrá þeirra hefur verið ströng og mjög fjölbreytt. Auk þess að skoða Egilsstaði og Fljótsdals- hérað allt, Seyðisfjörð og Fjarða- byggð var farið inn að Snæfelli og vítt um Brúaröræfi. Þá var farið með krakkana í þriggja daga ferð frá Stórurð undir Dyrfjöllin, um Borgarfjörð, Húsavík, Loðmundar- fjörð og til Seyðisfjarðar og var stór hluti leiðarinnar genginn. Þá heimsóttu þau íþróttamót ÚÍA og listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði. Ástráður Magnússon hefur setið í undirbúningsnefnd að verkefninu fyrir hönd Múla. Hann segir tilgang þess að fá unglingana austur vera góða landkynningu, sem síðar getur aukið ferðamannastraum til svæð- isins. Þá stuðli slík ungmennaskipti að auknum skilningi og vinarhug milli þjóða. Þema búðanna nú er ís- lensk náttúra og umhverfi, alþjóð- leg vinátta og skilningur. Íslenskir unglingar eiga þess kost að komast í samsvarandi ung- lingaskipti til annarra landa og fara krakkar frá Austurlandi árlega í búðir vítt og breitt um heiminn. Unglingarnir hafa haldið til í Barnaskólanum á Eiðum undir handleiðslu búðastjóranna Lárusar Bjarnasonar sýslumanns og sr. Vig- fúsar Ingvarssonar en Gunnar Sverrisson frá Lionsklúbbi Seyðis- fjarðar var formaður undirbúnings- nefndar. Lionsklúbbar á Austurlandi sameinast um alþjóðlegar unglingabúðir á Eiðum Auka skiln- ing og vinarhug Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Alþjóðlegar unglingabúðir Lions á Eiðum. F.v. Vigfús Ingvarsson og Lárus Bjarnason búðastjórar, 14 ung- menni frá 10 þjóðlöndum og Gunnar Sverrisson og Ástráður Magnússon úr undirbúningshóp verkefnisins. Egilsstaðir SKÚLI Guðmundsson frá Sæ- nautaseli tekur sig vel út á hlaðinu á Sænautaseli ásamt heim- alningunum þar. Skúli fæddist á Sænautaseli og ólst þar upp þar til bærinn fór í eyði árið 1943. Bær- inn var síðan endurbyggður í upp- runalegri mynd árið 1993 og síðan hefur verið lifandi starfsemi á Sæ- nautaseli. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Æskustöðva vitjað Norður-Hérað SVEITARSTJÓRN Breiðdals- hrepps hefur samþykkt að ráða Sig- fríði Þorsteinsdóttur, fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akureyri, í stöðu sveitarstjóra Breiðdalshrepps frá 15. ágúst til loka kjörtímabilsins. Sigfríður var bæjarfulltrúi á Ak- ureyri í níu ár, þar af forseti bæj- arstjórnar í þrjú ár og varabæjar- fulltrúi í fjögur ár. Sigfríður, sem var valin úr hópi sex umsækjenda, hefur lokið prófi úr félagsvísindadeild Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Breiðdalshreppur Sigfríður Þorsteins- dóttir ráðin sveitarstjóri Norður-Hérað VEIÐI hefur verið fremur róleg í Þistilfjarðaránum fyrri hluta sumars og í Hölkná komu fyrstu laxarnir á land um miðjan júlí þegar Húsvíking- ar voru þar að veiðum. Það voru þrír laxar; þyngdin frá 5,5 pundum upp í tíu pund sá stærsti og veiddust ofar- lega í ánni á maðk og spún. Þistilfjarðarárnar eru þekktar fyr- ir stórlaxa og meðalþyngd veiddra laxa er einna hæst í þeim ám en svo virðist sem stórlaxinn hafi ekki skilað sér sem skyldi það sem af er sumri. Menn binda þó vonir við að úr rætist þegar líður á sumarið með góðar smá- laxagöngur en Hölkná er síðsumarsá eins og Þistilfjarðarárnar eru al- mennt. Gott veiðihús er við ána og all- góður vegur upp að efsta veiðistað nr. 27, sem er um hálftíma akstur frá veiðihúsinu. Mikil náttúrufegurð er þar en áin rennur þarna um allstórt gljúfur og veiðisvæðið endar við stór- an foss þar sem laxinn safnast gjarn- an saman. Þarna í óbyggðum Þistil- fjarðar geta menn gleymt sér og losnað við stress og amstur hvers- dagsins og eflaust kunna margir að meta það að þarna uppi er ekkert samband á gemsanum. Fyrstu laxarnir úr Hölkná Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Tengdafeðgarnir Gylfi Sigurðsson og Ívar Júlíusson eru fastagestir í Þistilfjarðaránum. Með þeim er Hallgrímur Sigurðsson, sem veiddi maríulaxinn sinn, en ungu dömurnar hafa fengið veiðiáhugann. Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr. jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, BLEIKJUKVÍSL Stórglæsilegt einbýli á frábærum stað - Innb. bílsk. Gert ráð fyrir aukaíb. í tengibygg. Fallegur garður. Góð loft- hæð, fallegar innréttingar og góð gólf. Hús um 230 fm m. bílsk. Fallegt og rólegt hverfi. Hús, sem öllum mun líða vel í. Verð 28,7 millj. Nr. 2138

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.