Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 20

Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ REKJANLEIKI fisks verður mik- ilvægur þáttur á mörkuðum í Evr- ópu og Norður-Ameríku á næstunni, að sögn dr. Frederics Saldmann, sem er einn af helstu sérfræðingum Frakklands í málefnum er varða ör- yggi matvæla og hefur starfað að þeim málum í fimmtán ár. Hann seg- ir að Íslendingar verði að huga að því að byggja upp ímynd fisks af Ís- landsmiðum á erlendum mörkuðum. Að öðrum kosti sé hætta á að Ísland verði undir í samkeppninni á þessu sviði. Tækifæri Íslendinga í þessum efnum séu hins vegar mikil. Kúariða opnaði augu neytenda Saldmann flutti erindi um fisk og öryggi matvæla á fundi sem haldinn var fyrr í vikunni á vegum Fransk- íslenska verslunarráðsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að málefni varðandi öryggi matvæla væru sífellt að verða veigameira at- riði í allri matvælaframleiðslu og meðhöndlun með mat, sérstaklega á mörkuðum í Evrópu og Norður-Am- eríku. Neytendur væru mun meðvitaðri nú en áður um mikilvægi þessa en það sé tilkomið í framhaldi af kúa- riðu og öðrum erfiðleikum á undan- förnum árum. Þessir erfiðleikar hafi opnað augu neytenda fyrir því að matvæli geti valdið fólki miklum skaða og jafnvel leitt til dauða. Venj- ur fólks hafi því verið að breytast og þær breytingar muni aukast enn á næstunni. Að sögn Salmann eru neytendur bæði í Evrópu og Norður-Ameríku reiðubúnir til að greiða hátt verð fyr- ir vatn séu þeir vissir um hreinleika þess. Það sama eigi við um fisk. Neyt- endur muni vilja greiða hátt verð fyrir fisk sem þeir viti að sé án nokk- urra skaðlegra efna og viti hvaðan kemur. Þar komi rekjanleikinn til. Salmann segir að miklar rann- sóknir séu hafnar í Evrópu varðandi eiturefni í fiski. Niðurstöður rann- sókna hafi til að mynda sýnt fram á skaðleg áhrif kvikasilfurs í fiski. Neytendur viti um þetta og með hlið- sjón af því sem á undan sé gengið séu þeir í sífellt auknum mæli á varð- bergi varðandi hvað þeir láta ofan í sig. Það gefi Íslendingum tækifæri. Mikilvægt að byggja upp ímynd fisks Morgunblaðið/Kristinn Dr. Saldmann segir að þeir verði ofan á í samkeppni á fiskmörkuðum sem geti sýnt fram á að fiskurinn sé án skaðlegra efna og hvaðan hann kemur. FJÖLMIÐLUNARFYRIR- TÆKIÐ Reuters Group Plc. hefur tilkynnt 139 milljóna doll- ara tap fyrir skatta á fyrri helmingi 2002, tæplega 12 milljarða íslenskra króna. Þetta er í fyrsta skipti síðan fyrirtækið fór á markað árið 1984 sem það er rekið með tapi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist fyrirtækið um rösklega 30 milljarða króna. Ástæða tapsins er sögð kostnaðaraðhald ýmissa við- skiptavina fyrirtækisins en helstu viðskiptavinir Reuters á fjármálamarkaðinum ganga nú í gegnum eitt lengsta skeið nið- ursveiflu á mörkuðum í 30 ár. Reuters hefur brugðist við bágri rekstrarafkomu með því að segja upp um 10% af föstum mannafla sínum, eða um 2.000 manns. Forstjóri fyrirtækisins, Tom Glocer, segist þó sjá fyrir end- ann á slæmu ástandi á fjár- málamarkaði og segir að Reu- ters búi sig nú undir betri tíð með blóm í haga. Verð hlutabréfa Reuters á markaði í London hefur ekki verið lægra í níu ár og hefur fallið um 60% á einu ári. Reuters tapar 12 milljörðum  ( ) * +, #*- .-&-/  " '0 122 #*# !3 #*# !4505   #*-/ 77 + 77 77 7 7 7 7 7      * ,5 * 3'5 * 8#"  #' * , *- #*- 5&9  */ .:'5 #/ "  #' * 7 7 + 77 7 77 7 7 7 '!  /!   ;5  !!  $ 4!! ! $   ) @ 4  $ # ! ! ; *&  #*#          , *' #*- , *' #*# 0 5   # #*# 25 #*- 7 + 7 7 7 7     3&9  * "  #' */ 05 - $' *//)- $' *//)-  !  -05 "  #' */05 - 77 7 7 7 7 7 7 7 7 !     ##/ <# !  - #*-  ##/  ##/  ##/ "  #' * 7 7 7 7 7 7 7 7 " ! !#   $! .$ "*&$ 5 #'$ 3$$ ='* /*  2 '* /*   '* /*  0#'''*# / * >'*5/& 80  .$# / #*# /5#// /) /'*#/ #/ 0945-  #'& #  7 7  7 7 7 7 7 ? 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 , 045# / 2  0945 @'$'*#  7 7  7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 , 045# / 2  0945 $'*#  7 7  7 7 7 ? 7 7 7 7 ? 7 7 7 7 7 7 7 7 7 , 045# / 2  0945 .: *#  7 7  7 7 7 7 ? 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 , 045# / 2  0945 >: /A/&:" !"'#5/'0 '/5#/0 5 # /  / **/)/7 /  #/ ')##/  7/')/'0  /5#/7?/0  5# / / ' $0#- % =5* 5 $5/-/B - $5/ -/B - $5/-/B -   - 7 7 7 7 77 EJS og Tölvulistinn hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Tölvulistinn verður einn af endur- söluaðilum Dell-vélbúnaðar á Ís- landi, auk EJS. Tölvulistinn er fyrsti endursöluaðilinn sem EJS semur við um sölu á Dell-tölvum. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu í gær. Í fréttatilkynningunni segir að Dell-tölvur séu í mikilli sókn hér á landi sem annars staðar í heiminum. Þá segir að samstarf EJS og Tölvu- listans sé fyrst og fremst tilkomið vegna vaxandi markaðshlutdeildar Dell, en fyrirtækið sé í dag með ríf- lega fjórðungs markaðshlutdeild í Bandaríkjunum og Evrópu. „Það er okkur mikið ánægjuefni að efna til samstarfs við Tölvulist- ann, enda erum við að auka þjónustu Dell á íslenska markaðnum og þetta er hluti af því átaki okkar,“ segir Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS. „Staða Dell er mjög sterk á heims- vísu og vörulína fyrirtækisins mun styrkja markaðssókn þess og gera Tölvulistanum kleift að bjóða heild- arlausnir bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvulistans. Í tilkynningunni segir að Dell Computer sé söluhæsti tölvufram- leiðandi í Evrópu og Bandaríkjunum og annar söluhæsti framleiðandinn í heiminum. Fyrirtækið sé enn í mikl- um vexti, en sérstaða þess byggist á því að það framleiðir einungis upp í pantanir. Birgðir fyrirtækisins séu því aldrei eldri en sex daga gamlar. Með þessari tilhögun sé tryggt að Dell-tölvur séu ávallt framleiddar með nýjustu örgjörvum og íhlutum og verðinu haldið í lágmarki. EJS og Tölvulistinn í samstarf með Dell-vélbúnað á Íslandi GENGI bréfa sjávarútvegsfyr- irtækja í Kauphöll Íslands hef- ur hækkað skarpt síðustu 10 mánuði í kjölfar góðrar afkomu og bættra rekstrarskilyrða í greininni. Frá áramótum hefur vísitala sjávarútvegs hækkað um 18% en á sama tímabili hef- ur vísitala Aðallista hækkað um 12,2%. Vísitala sjávarútvegs hefur jafnframt hækkað um 75% frá því hún náði lágmarki hinn 7. ágúst 2001 en heldur hefur dregið úr hækkunum á allra síðustu mánuðum og hefur hún lækkað um 1,8% á síðustu þremur mánuðum. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun vísitöl- unnar á hún töluvert langt í sögulega hámarkið frá 29. júlí 1997 (146,4 stig en nú er hún 102,3 stig). Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka en þar segir enn fremur: „Að óbreytt- um ytri forsendum er það mat Greiningar ÍSB að ekki séu for- sendur fyrir því að vísitala sjáv- arútvegs nái slíkum hæðum á árinu, sérstaklega þar sem krónan hefur styrkst um rúm 10% frá áramótum.“ Hátt gengi í sjávar- útvegi ● MICROSOFT Corporation hefur til- kynnt að samningaviðræðum um kaup á danska fyrirtækinu Navision Software A/S sé lokið, en greint var frá tilboði þessa efnis í maí síðast- liðnum. Í framhaldi af kaupunum verður Navision hluti af Microsoft Business Solutions. Kaupverð er áætlað um 1,45 millj- arðar Bandaríkjadala, sem greiðist með hlutabréfum og reiðufé. Navi- sion Ísland ehf. greindi frá þessu í fréttatilkynningu í gær. Microsoft kaupir Navision NÝLEGA var tekin í notkun lagerskemma á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn í Reykja- vík. Skemman, sem er hönnuð og framleidd af íslenskum aðilum, er aðallega úr límtrésbitum og segl- dúk, um 1.500 fermetrar að flat- armáli með vegghæð upp á fjóra metra og hæstu lofthæð tæpa átta metra. Seglið yfir bygg- inguna er sérstakur eldvarinn dúkur með hámarks vind- og álagsþoli. Um hönnun skemmunnar sáu þeir Björgvin Barðdal hjá Segla- gerðinni Ægi og Grétar Guð- mundsson grindhúsahönnuður en þessir aðilar hafa um langt skeið þróað og hannað segldúksbygg- ingar fyrir innlendan og erlendan markað. Verklegar framkvæmdir og út- reikningar á límtrésgrindinni voru í höndum Bjarna Ingibergs- sonar hjá Límtré. Það tók um tvær vikur að reisa lagerskemmuna en við hönnun og byggingu hennar var sérstaklega tekið tillit til aðstæðna, s.s. stað- setningar og íslensks veðurfars, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Lagerskemman á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn sem reist var á um tveimur vikum með sérstakri hönnun. Tók tvær vikur að reisa skemmuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.