Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Átök og ófriður við þjóðveginn er nýstárleg vegahandbók þar sem farið er með lesendur eftir hringveginum og heimsóttir ýmsir merkir staðir þar sem afdrifarík átök hafa átt sér stað. Atburðirnir eru rifjaðir upp samhliða því sem sagt er frá ýmsu merkilegu sem mætir ferðamanninum. Einstakir ferðafélagar Ófriður í friðsælli náttúrunni Þjóðsögur við þjóðveginn er nú komin út á hljóðbók, bæði á geisladiskum og snældum. Tröll, álfar, draugar og ýmsar fleiri þjóðsagnaverur spretta fram ljóslifandi um leið og ferðast er um sveitir landsins. Skemmtilegur fróðleikur og spennandi sögur fyrir alla fjölskylduna í vönduðum upplestri Hjalta Rögnvaldssonar leikara og höfundarins, Jóns R. Hjálmarssonar. Lifandi upplestur TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur vikið Þorfinni Óm- arssyni tímabundið úr embætti framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands vegna alvarlegra athuga- semda Ríkisendurskoðunar við stöðu bókhalds sjóðsins sem og skil og vörslu á bókhaldsgögnum. Nefnd sérfróðra manna mun skera úr um hvort Þorfinni verður veitt lausn frá embættinu að fullu eða honum boðið að taka aftur við því. Þorfinni var kynnt þessi ákvörðun ráðuneytisins í gær. Forsaga máls- ins er sú að menntamálaráðuneytið óskaði, í lok mars síðastliðins, eftir því að Ríkisendurskoðun tæki reikn- ingsskil Kvikmyndasjóðs Íslands fyrir árin 2000 og 2001 til rannsókn- ar. Segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að tilefnið hafi verið að- finnslur af hálfu Ríkisbókhalds við reikningsskil sjóðsins. Í greinargerð Ríkisendurskoðun- ar eru gerðar „alvarlegar athuga- semdir við skil og vörslu á gögnum og stöðu bókhalds sjóðsins“. Segir að Ríkisbókhald og Ríkisendurskoðun hafi á liðnum árum gert margar og ítrekaðar athugasemdir við þessa þætti í rekstri Kvikmyndasjóðs, en með litlum árangri. Þessi verkefni hafi allt fram á þetta ár fyrst og fremst verið í höndum forstöðu- manns sjóðsins. Fylgiskjöl hafa týnst og erfitt að loka reikningum sjóðsins „Árum saman hefur gengið örðug- lega að fá hann til þess að skila nauð- synlegum gögnum til Ríkisbókhalds á réttum tíma þannig að ganga hafi mátt frá lögboðnu ársuppgjöri sjóðs- ins. Viðvarandi hirðuleysi við að halda bókhaldsgögnum til haga hef- ur m.a. leitt til þess að fylgiskjöl hafa týnst og erfiðleikar skapast við að loka reikningum sjóðsins,“ segir í greinargerð Ríkisendurskoðunar. Bent er á að hirðuleysi hafi valdið því að öll vinna í tengslum við reikninga sjóðsins hafi reynst tímafrekari en ella. „Fram hjá því verður ekki held- ur litið að með því að hirða á ófull- nægjandi hátt um vörslu og skil á bókhaldsgögnum, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um átak í þeim efnum, hefur forstöðumaðurinn virt að vettugi grundvallarreglur, sem gilda um bókhald ríkisins og vörslu bókhalds- gagna.“ Segir að þegar endurskoðunin fyr- ir árið 2001 hófst hafi uppgjörsmál verið mjög skammt á veg komin. „Í raun hafði ekkert þokast í því efni um nokkurt skeið, einkum vegna óreiðu á gögnum og skorts á af- stemmingu á bankareikningum. Mikið af bókhaldsgögnum á borð við ferðareikninga og fylgiskjöl til af- stemmingar á bankareikningum lágu ekki fyrir.“ Hefur ítrekað verið hvattur til að taka sig á Kemur fram að þegar upp var staðið hafi ekki fundist reikningar fyrir ferðakostnaði að fjárhæð 363.000 krónur sem allur tengist ferðum forstöðumanns sjóðsins. Um mörg kostnaðartilefni sé að ræða, sem ýmist tilheyra árinu 2001 eða 2000. „Þó svo að forstöðumaður sjóðsins hafi gert trúverðuga grein fyrir þessum útgjöldum verður ekki fram hjá því litið að greiðslur úr rík- issjóði verða skilyrðislaust að byggj- ast á fullnægjandi gögnum. Varsla forstöðumanns og hirða um greiðslu- og bókhaldsgögn er að mati Ríkis- endurskoðunar ámælisverð og þá ekki síst í ljósi þess að hann hefur á liðnum árum ítrekað verið hvattur til þess að taka sig á í þessum efnum.“ Af ofangreindu tilefni hafi ráðu- neytið talið að ekki yrði hjá því kom- ist að veita Þorfinni Ómarssyni lausn frá embætti framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands um stund- arsakir á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lögum samkvæmt mun nefnd sér- fróðra manna skera úr um hvort Þorfinni verði veitt lausn að fullu eða honum boðið að taka aftur við emb- ættinu. Embættismenn njóta helm- ings af föstum launum sínum meðan lausn um stundarsakir stendur. Stjórnin geri tillögu um hver gegni stöðunni tímabundið Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra fór þess á leit við stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands í gær að hún gerði tillögu til hans um hver skuli gegna embætti framkvæmda- stjóra sjóðsins þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. „Ákvörð- unin var tekin að mjög yfirlögðu ráði og í ljósi þess afdráttarlausa orða- lags sem er á greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Óhjákvæmilegt þótti að vísa þessu máli til nefndarinnar,“ segir Tómas Ingi. Formaður og varaformaður nefndarinnar eru þeg- ar fyrir hendi, en tvo menn þarf að skipa í nefndina. Ráðherra skipar annan þeirra og samtök ríkisstarfs- manna sameiginlega hinn. Sagði Tómas Ingi að ekki væri verið að kveða upp endanlegan dóm í málinu heldur vísa því til rannsóknar. Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands, segir þetta mjög leiðinlegt mál. Sjálfur lagði hann til á fundi stjórn- arinnar í byrjun mars að Þorfinnur yrði áminntur. Hann segir að hratt verði unnið að því að finna einhvern til að gegna stöðu framkvæmda- stjóra tímabundið. Stjórnin muni funda fljótlega og vonar hann að það gangi fljótt fyrir sig að finna ein- hvern, stjórnin hafi engan í hendi sem gæti tekið verkefnið að sér. Mið- að sé við að niðurstaða verði komin í málinu innan sex mánaða. Þorfinni Ómarssyni vikið tímabundið úr embætti Sagður hafa virt reglur um bókhald ríkisins að vettugi ÞORFINNUR Ómarsson, sem í gær var vikið tímabundið úr embætti framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs fyrir að hafa virt að vettugi grund- vallarreglur um bókhald ríkisins, undrast tímabundna brottvikningu sína. „Þetta eru gömul mál sem um ræðir, sem ég er búinn að gera brag- arbót á. Stofnunin er í mjög góðum farvegi hvað öll bókhaldsskil og fjár- málaumsvif varðar og hefur verið allt þetta ár,“ segir Þorfinnur. Hann segist ekki hafa fengið tæm- andi tækifæri til að koma sínum mál- um á framfæri við Ríkisendurskoðun og menntamálaráðuneytið, en hann muni nú gera það með ítarlegum hætti. Þorfinnur segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að honum verði boðið að taka aftur við embætti framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs þegar nefnd sérfróðra manna, sem ætlað er að skera úr um hvort Þorfinni verður boðin staðan aftur eða veitt lausn að fullu, hefur lokið störfum. „Öll þessi mál eru til mikillar fyr- irmyndar núna, það væri hálfein- kennilegt ef menn ætluðu að bregð- ast harkalega við nú þegar ég hef vissulega brugðist við þessum athugasemdum sem þarna er rætt um,“ segir Þorfinnur. Ekkert sem orkar tvímælis Hann segir það rangt sem fram kemur í skýrslunni að reikningar að upphæð 363.000 krónur fyrir árið 2000 og 2001, sem ekki fundust við gerð ársreikninga, tengist allir hans ferðakostnaði. „Þarna töpuðust ein- faldlega nótur þegar stofnunin flutti fyrir einu og hálfu ári. Þar var um mannleg mistök að ræða. Þessi gögn voru aldrei á mínu borði sem slík þótt ég beri auðvitað ábyrgð á stofn- uninni í heild sinni,“ segir Þorfinnur og vekur athygli á því að búið sé að fara í gegnum allar þessar færslur. Í öllum tilfellum sé vitað hver var viðtakandi greiðslunnar og hvers vegna. Ríkisendurskoðun segir í skýrslunni að skýringar á þeim kostnaði þyki trúverðugar. „Þarna er engin færsla sem orkar tvímælis eða að verið sé að greiða einhverjum fyrir eitthvað sem er ekki í samræmi við lögbundin verkefni Kvikmynda- sjóðs. Hvergi er um neitt fjármála- misferli að ræða.“ Þorfinnur hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs frá hausti 1996 og hann bendir á að fjárreiður sjóðsins hafi fjórfaldast að umfangi frá þeim tíma. „Haustið 1998 var gerður samningur um að fjórfalda framlög til Kvikmynda- sjóðs á fjárlögum, án þess að aukið væri við starfsfólki. Ég lagði það til strax haustið 1999 að fjármálastjóri yrði settur sem hefði með þessi mál að gera, en það fékkst ekki samþykki fyrir því.“ Þorfinnur segir að hann hafi síð- asta haust breytt starfslýsingu skrif- stofustjóra sjóðsins þannig að fjár- málastjórnun var sett á herðar hans. Ýmis önnur verkefni sem skrifstofu- stjóri hafði voru þá færð á aðra starfsmenn sjóðsins. „Mér finnst það ekki forsvaranlegt að stýra stofnun sem er með nálægt 400 milljónir á fjárlögum á ári án þess að hafa fjár- málastjóra til að hafa þessi mál í sem bestum farvegi. Þannig er málum háttað núna og þess vegna hafa þessi mál verið í góðum farvegi núna,“ segir Þorfinnur. „Mér finnst það hálfeinkennilegt að í skýrslunni sé sagt að ítrekuðum óskum um að grípa til ráðstafana hafi ekki verið sinnt, því það er ég búinn að gera fyrir löngu,“ segir hann. Þorfinnur Ómarsson um tímabundna brottvikningu sína Gömul mál sem búið er að gera bragarbót á ÞEIR voru heldur daufir að sjá ferðamennirnir sem skýldu sér með marglitri regnhlíf í rigningunni á Laugaveginum. Síðustu daga hefur verið blautt veður á sunnan- og vestanverðu landinu og útlit fyrir að svo verði áfram, að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands. Haraldur segir að samkvæmt langtímaspá eigi að vera vætusamt fram yfir næstu helgi, einkum sunn- an- og vestanlands. Veðrið verði öllu skárra á Norðaustur- og Aust- urlandi þótt íbúar og ferðamenn þar muni líklega ekki sleppa algjörlega við að fá einhverja dropa á sig. Það er því enn einhver bið eftir sólinni og góða veðrinu. Haraldur sagði of snemmt að segja til um hvernig mun viðra á landsmenn um verslunarmanna- helgina, fyrstu helgina í ágúst. „Maður verður bara að vona það besta,“ sagði Haraldur bjartsýnn. Morgunblaðið/Jim Smart Áfram vætusamt ÁTTA manns sóttu um starf forstöðumanns fréttasviðs Rík- isútvarpsins, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarps- stjóra. Um er að ræða nýtt starf yfir sameiginlegu fréttasviði Ríkisútvarpsins. Umsóknar- frestur rann út 17. júlí sl. Eft- irfarandi sóttu um starfið: Arn- ar Páll Hauksson fréttaritari, Ágúst Karl Ágústsson kerfis- fræðingur, Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, Gísli Þór Gunnarsson sálfræðingur, Jón Ásgeir Sigurðsson útvarps- maður, Kjartan Emil Sigurðs- son stjórnmálafræðingur, Sig- urður Ómarsson markaðs- fræðingur og Þórhallur Birgir Jósepsson fréttamaður. Að sögn Markúsar Arnar er gert ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá og með 1. október nk. Útvarpsráð veitir umsögn um umsækjendur en útvarpsstjóri ræður í starfið. Markús segir að málið verði tekið fyrir á fundi útvarpsráðs, þegar það kemur saman að nýju eftir sumarhlé, í ágústmánuði. Stefnt er að því að ráðið verði í starfið fljótlega eft- ir það. Forstöðumaður fréttasviðs RÚV Átta sóttu um stöðuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.