Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 25 Níðsterkir regngallar á alla krakka. Litir: Blár, bleikur, rauður. Verð: 4.900 - 7.400 kr. settið. „Og þá kom steypiregn...“ HAMSLAUS græðgi vestræns „túrbó“-kapítalisma síðari ára hefur samhljómgazt undravel við hávær- asta en um leið innihaldslausasta skeið allra tíma í poppsögu fyrsta heimsins. En nú þegar glýjan af gullkálfinum fer óðum að dofna í kjölfar hverrar kollsteypu á fætur annarri, rís á móti æ sterkari von um að hæfileikaríkasti hluti yngri kynslóðar leiði jafnaldra sína til aukins fylgilags við mannbætandi músík. Meðan við bíðum þess á vettvangi nýgildrar tónlistar, má ausa úr verðtryggðum fjársjóðum hinnar sí- gildu. Kyrrlát kynngi hennar er sem betur fer enn tiltæk sem eilíf fyrirmynd jafnt meðskapandi hlust- enda sem frumskapandi tónskálda. Og enn má draga fjölda höfunda fram úr aldalangri óverðskuldaðri gleymd, eins og fram kom af ofan- getinni dagskrá þar sem Marcello var líklega kunnastur sónötuhöf- undanna þriggja. Í hópi téðra síð- barokktónskálda þarf ekki að hafa mörg orð um J. S. Bach og 4. selló- svítu hans, sem Ólöf Sigursveins- dóttir lék í upphafi furðuvel sóttra tónleika í Fríkirkjunni s.l. sunnu- dag. Svo óbrotgjarn er ljóminn af þessum sex merkustu verkum tón- sögunnar fyrir selló án undirleiks að frekari bakgrunnsútlistun gerist óþörf. Það gilti síður um verk smámeist- aranna þriggja næst á eftir, þar sem hlustendum hefði verið akkur í einhverri umfjöllun tónleikaskrár, en henni var ekki að heilsa, þrátt fyrir allítarleg ágrip af ferli hinna ungu flytjenda. Fæst orð bera minnsta ábyrgð segir máltækið, enda saknaði maður óneitanlega skýringar á hinni sjaldséðu tvíleiks- áhöfn sellós og gömbu. Nema ein- faldlega hafi verið um tríósónötur að ræða, með sembal sleppt úr „basso continuo“. Einföld bassalína gömbunnar, sem í öllum þrem són- ötunum minnti mest á hefðbundna fylgibassarödd, gæti alltjent bent til þess. Sé rétt til getið, hlýtur slíkt að teljast í hæpnara lagi, ekki sízt hjá flytjendum sem sverja sig undir merki kórrétts upphaflegs flutn- ingsmáta á nákvæmar eftirlíkingar af barokkhljóðfærum með girnis- strengi, gólfpinnalaust selló o.s.frv. Fimmþætt sellósvíta Bachs í Es- dúr BWV 1010 var prýðisvel leikin af Ólöfu, sem þrátt fyrir einstaka byrjunarhnökra í forleiknum sýndi mikið og stílvisst öryggi og ágæta bogatækni á ískurgjarnt girnið. Styrkræn mótun var að vísu fremur flöt, a.m.k. séð um rómantísk gler- augu, og lítið varð stundum úr dæmigerðri bergmálsdýnamík bar- okksins. Þá virtust Courante og Sarabande þættirnir örlítið stress- aðir á köflum. En danstilfinningin náði samt oftast yfirhöndinni – mik- ið til þökk sé hrynrænni festu sem hefði jafnvel mátt vera áherzlu- þyngri, þrátt fyrir nokkuð hressi- legt en ekki ósannfærandi tempóval í hröðu þáttunum. Endurtekningum var sjaldnast sinnt, en það er eins og gengur. Sérkennilegust var kannski stakkatókennd „secco“ túlkun Ólafar á Bourée II, þar sem flestir láta sellóið syngja af mætti á tvíhljómunum sem kontrast við fis- sprangandi fyrri hlutann. En ugg- laust má venjast því eins og öðru. Sellóið lék óumdeilanlega „fyrstu fiðlu“ í sónötunum þremur er á eftir komu, þar sem gamban var und- antekningarlaust í bassaundirleiks- hlutverki með margfalt færri nótur á tímaeiningu. Fyrst var Sónata nr. 2 í e-moll eftir Ítalann Benedetto Marcello (ekki „Marchello“), sem uppi var 1686–1739 og aðallega kunnur af óbókonsert sínum og ádeiluritinu Il teatro della moda frá 1720. Fyrirtaks „B-tónlist“ í fjór- þættu kirkjusónötuformi (hægt– hratt–hægt–hratt) og ágætlega leikin. Um landa hans Andrea Caporale (1700–46) er sárafátt vit- að, nema hvað hann dvaldi áratug í Lundúnum og skóp sér nafn sem sellóvirtúós. Þríþætt sónata hans nr. 6 (sem hefst á sama fimm tóna frumi og „Öxar við ána“) náði hæst í líflegum Allegro miðþættinum, en lokaþátturinn (Cantabile) hefði að skaðlausu mátt leika hægar. Síðasta og áhugaverðasta smá- meistaraverk dagsins var fjórþætt Sónata Óp. 8 nr. 9 eftir hollenzka fiðlusnillinginn Willem („William“) De Fesch (1686–1757 (1761?)). Líkt og Caporale settist hann að í Lond- on (1732) en bjó þar hins vegar til æviloka. De Fesch lék m.a. í hljóm- sveit Händels, enda mátti stundum kenna áhrifa þaðan, fyrir utan ítölsku kollegana Corelli og Vivaldi. Á hinn bógin varð einnig vart við hinn þá nýmóðins franska „galanta“ stíl, einkum í lokaþætti sónötunnar, Menuetto. Þrátt fyrir að De Fesch hafi fengið slæma útreið hjá al- ræmdasta sleggjudómara meðal brezkra tónlistargagnrýnenda á 18. öld, Charles Burney, er kallaði tón- list hans „þurra og óheillandi“, var annað upp á teningnum í Fríkirkj- unni. Sónatan reyndist nefnilega hin áheyrilegasta smíð; persónuleg, fersk, þokkafull og gædd eftir- minnilegum og vel útfærðum stefj- um sem þær stöllur skiluðu með bravúr. Enda þótt gömburöddin hafi hér sem fyrr setið frekar í aft- ursæti frá höfundar hendi, verður þess vonandi ekki langt að bíða að við fáum að heyra Hönnu Loftsdótt- ur takast á við bitastæðara hlutverk á bassagígju sína. Síðbarokk á girnisstrengi TÓNLIST Fríkirkjan J. S. Bach: Sellósvíta nr. 4. Sónötur eftir Marcello, Caporale og de Fesch. Ólöf Sigursveinsdóttir, selló; Hanna Lofts- dóttir, gamba. Sunnudaginn 21. júlí kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson EFLAUST hafa íslenskir ferða- menn rekist á útisýningar á ljós- myndum teknum úr lofti á ferðum sínum um hinar ýmsu borgir heims- ins. Hér er á ferð afrakstur áratugar vinnu fransks ljósmyndara, Yann Arthus-Bertrand, sem tekur hvar- vetna ljósmyndir af jarðarkringlunni úr þyrlu sinni. Á síðasta ári var gefin út bók með 365 myndum eftir hann, undir heitinu Jörðin úr lofti, og til- einkar ljósmyndarinn hverjum degi eina mynd frá öllum mögulegum heimshornum. Hún hefur þegar ver- ið þýdd á fjölda tungumála enda þeg- ar selst í tveim milljónum eintaka. Bókina hefur reyndar verið hægt að fá í bókabúðum hér á landi þótt sýn- ingin sjálf láti á sér standa. Yann Arthus-Bertrand er fimmtíu og sex ára og elstur sex systkina. Sem barn og unglingur var hann afar uppreisnargjarn, einkum meðan hann sat á skólabekk, enda átti hann erfitt með að þola franskt skólakerfi. Til dæmis skipti hann sextán sinnum um skóla áður en hann varð sáttur við námið. Hann hafði enga sérstaka drauma um það hvað hann vildi verða né ákveðin áform um fram- haldsnám. Hins vegar hafði hann hugboð um að eitthvað mikilvægt biði hans á fullorðinsárunum. Um miðjan áttunda áratuginn hélt Arthus-Bertrand með konu sinni til Kenýa til að rannsaka ljón. Honum hafði þá tekist að ljúka námi í nátt- úrufræði og nú tóku við þriggja ára njósnir um hagi ljónafjölskyldu sem þau hjónin slepptu varla úr augsýn þann tíma sem þau dvöldu í Afríku. Niðurstöðurnar af ljónarannsóknum hjónanna komu meðal annars út á stórri ljósmyndabók, árið 1981. Arthus-Bertrand telur að ein af ástæðunum fyrir áhuga sínum á ljós- myndun stafi af því hve miklu auð- veldara var að taka myndir af skepn- unum en lýsa atferli þeirra með orðum. Þannig er hann sjálfmenntaður í ljósmyndun, þökk sé því hve lélegur penni hann var. Til að halda sér og konu sinni á floti rak Arthus-Bertr- and loftbelg fyrir ferðamenn í Ken- ýa. Það varð til þess að hann kynntist jörðinni séðri með augum fljúgandi fugla. Þótt hann færi gjarnan sömu leið í loftbelgnum, dag eftir dag, leiddist honum aldrei að horfa á landslagið ofan frá. Nú lætur þessi sérstæði ljósmyndari sér nægja þyrlu til að sveima yfir byggðu bóli í endalausri leit sinni að myndefni. Frá því Ljónabókin góða kom út hafa birst fimmtíu ljósmyndabækur eftir hann um margvíslegt efni. Sýningin á Wallenbergstorginu fer ekki framhjá þeim sem leggja leið sína um miðborg Stokkhólms. Svæðið er allstórt, framan við Dramaten – Konunglega leikhúsið – þar sem tugir frístandandi sýninga- veggja eru prýddir myndum Arthus- Bertrand, í bak og fyrir. Hverri mynd fylgir texti á ensku, frönsku og sænsku, þar sem rækilega er útlistað það sem fyrir augu ber. Í miðju sýn- ingarinnar er risastórt, lárétt landa- kort af heiminum, alsett smámynd- um af myndunum á sýningunni, staðsettum á viðkomandi stöðum á jarðarkringlunni. Þótt því fari fjarri að allar mynd- irnar í bókinni rúmist á þessari stóru útisýningu taldi ég að minnsta kosti sex myndir frá Íslandi, hverja ann- arri sterkari. Raunar virðist sem ljósmyndaranum takist ætlunarverk sitt, að gera alla jörðina kunnuglega fyrir hinum gangandi vegfaranda, fanga athygli hans og fylla hann samkennd með náttúrunni, dýrunum og mönnunum sem hana fylla. Fólk staldraði unnvörpum frammi fyrir hinu sérkennilega mynstri fljóta, fugla, flugvéla, stórborga, strand- lengja, sandfláka, skóga, skepna, mannhafs og ræktarlands, bersýni- lega dolfallið yfir margbreytileik þessarar plánetu sem það byggir. Til bjargar jörðinni Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Bláa lónið, séð úr lofti, 14. september.Sýningarveggirnir teygja sig í allar áttir svo langt sem augað eygir. Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST Raoul Wallenbergstorgið, Stokkhólmi Til ágústloka 2002. LJÓSMYNDIR YANN ARTHUS-BERTRAND Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.