Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 31
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
BLANDARAR FYRIR
NUDDPOTTA OG
STURTUR
55
90
140
Heildsala - Smásala
L/Min fyrir 6 sturtur
L/Min fyrir 11 sturtur
L/Min fyrir 25 sturtur
Er vi
nnin
gur í
loki
nu?
fiú sér› strax
Glæsileg gjöf!
Súkkulaði-, krydd- og
piparkvarnir frá
WILLIAM BOUNDS
NOKKUR umræða
hefur orðið um þá
ákvörðun landbúnaðar-
ráðuneytisins að heim-
ila Sæsilfri hf. í Mjóa-
firði að flytja til
landsins notaðan seiða-
flutningabát, svokall-
aðan brunnbát, til
notkunar í fiskeldi hér-
lendis. Veiðiréttareig-
endur hafa mótmælt
þessari ráðstöfun í
ályktun frá síðasta að-
alfundi Landssam-
bands veiðifélaga enda
er það okkar skoðun að
bátar af þessari gerð
skapi augljósa hættu á
að smit veiru- og sníkjudýra berist
til landsins. Hinn 13. júlí sl. fjallar
Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúk-
dóma um þessi mál í tilefni af grein
Þorsteins Þorsteinssonar veiði-
félagsformanns með þeim hætti að
ekki er unnt að láta kyrrt liggja.
Segir Gísli í sama orðinu og hann
nefnir forráðamenn stangveiðinnar
að „það sé með ólíkindum hversu
lágt má leggjast í baráttu fyrir sín-
um málstað“.
Nú vissi ég ekki að dýralæknir
fisksjúkdóma tæki virkan þátt eða
afstöðu í þeim átökum sem hafa ver-
ið milli veiðiréttareigenda og sjó-
kvíaeldismanna um eldi á norskum
laxi í sjó við Ísland. En ef svo er verð
ég að segja að slíkt myndi vissulega
kasta rýrð á hann sem faglegan um-
sagnaraðila um þessi mál og veiði-
réttareigendur hlytu að skoða mál-
flutning hans sem embættismanns í
því ljósi. Vona ég því að ummæli
hans hafi fallið í hugsunarleysi og
hann megi njóta trausts hagsmuna-
aðila áfram í sínu embætti. Í fyrr-
nefndri grein sinni notar Gísli stór
orð um okkur veiðiréttareigendur
þegar einföld leiðrétt-
ing hefði dugað. Það
þykir mér miður og vil
ég þess vegna fara
nokkrum orðum um
málið eins og það blasir
við frá sjónarhóli for-
ystu veiðiréttareig-
enda.
Það var síðla vetrar
2001 að fram kom
áhugi hjá forráða-
mönnum Sæsilfurs hf. í
Mjóafirði að fá heimild
til innflutnings á notuð-
um báti til seiðaflutn-
inga. Var landbúnaðar-
ráðherra þá strax gerð
bréflega grein fyrir af-
stöðu veiðiréttareigenda og töldum
við eftir viðræður m.a. við ráðuneyt-
ið og dýralækni fisksjúkdóma að
slíkur innflutningur kæmi ekki til
greina. Var ekki annað rætt þá en að
í slíku væri fólgin áhætta fyrir villta
laxastofna sem óforsvaranlegt væri
að taka. Töldum við að þar með væri
málið úr sögunni. Þá lá einnig fyrir
að í nýrri endurskoðun laga um lax-
og silungsveiði var lagt bann við inn-
flutningi á notuðum eldisbúnaði.
Ekki var ágreiningur um að slíkur
bátur lyti því banni. Því varð ekki af
innflutningi á notuðum bát sumarið
2001.
Næst gerist það í málinu að upp-
lýst er að Sæsilfur hf. muni flytja til
landsins nýjan bát til nota nú í sum-
ar. Að sjálfsögðu var ekkert við slíkt
að athuga. Síðan kemur í ljós að um-
ræddur bátur verður notaður í Nor-
egi áður en hann verður fenginn til
landsins. Nú var því borið við að ekki
væri hægt að standa á móti innflutn-
ingi á notuðum bát vegna þess að
samkvæmt reglum EES sé báturinn
flokkaður sem flutningatæki en ekki
sem eldisbúnaður og því skylt að
leyfa innflutninginn. Kom fram sú
afstaða ráðuneytisins, eftir lauslega
athugun á málinu, að þeir myndu
heimila notkun á notuðum bát frá
Noregi á grundvelli reglna hins evr-
ópska efnahagssvæðis. Það sem vek-
ur athygli í þessu sambandi er að
stjórnvöld virðast beygja sig undir
reglur EES ef það þjónar hagsmun-
um sjókvíaeldismanna sbr. þetta til-
vik en slíkt var t.d. ekki gert varð-
andi það hvort risaeldisstöðvarnar í
Mjóafirði og Berufirði skyldu fara í
umhverfismat, en slíkt hefði verið
ófrávíkjanlegt skv. reglum EES.
Það að brunnbátur flokkist sem
flutningatæki skv. reglum EES
breytir ekki þeirri staðreynd að í
slíkum bát eru fiskidælur og annar
búnaður sem óhjákvæmilega fellur
undir búnað í fiskeldi og er óheimill
innflutningur á. Því eru allar líkur á
að með því að heimila innflutning á
notuðum bát með öllum búnaði hafi
ráðuneytið gengið gegn nýsettum
lögum um lax- og silungsveiði. Þetta
er atriði sem Landssamband veiði-
félaga mun skoða, en það er brýnt í
ljósi þess að landbúnaðarráðuneytið
er nú búið að skapa fordæmi hvað
varðar innflutning á notuðum brunn-
bátum frá öðrum löndum. Sú afstaða
ráðuneytisins að ekki hafi verið
hægt að standa á móti innflutningn-
um á grundvelli öryggissjónarmiða
vegna sóttvarna, eins og við óskuð-
um eftir, er tvímælalaust fordæm-
isgefandi. Ekki verður annað séð en
hér eftir hafi sjókvíaeldismenn um
þetta frjálsar hendur fari þeir eftir
þeim reglum sem settar eru á hinu
evrópska efnahagssvæði. Íslenskum
lögum hefur því verið vikið til hliðar
að því virðist til að þjóna undir eld-
inu á norska laxinum fyrir austan.
Þetta er uggvænleg staðreynd
þegar litið er til þess hvernig sjúk-
dómar breiðast út í sjókvíaeldinu.
Nærtækast er að líta til Færeyja þar
sem veirusjúkdómar fara um fisk-
eldisstöðvar eins og faraldur. Auð-
vitað munu þessir sjúkdómar berast
til Íslands. Framtíðin ein mun leiða í
ljós afleiðingar þess að heimila inn-
flutning notaðra brunnbáta til seiða-
flutninga hér við land á komandi ár-
um. Veiðiréttareigendur telja að
grenndarréttur þeirra hafi verið
gróflega fyrir borð borinn í þessu
máli. Notaðir brunnbátar sem fara á
milli landa og koma hingað til notk-
unar eru ógnun við heilbrigði ís-
lenska laxastofnsins. Við getum ekki
tekið gildar fullyrðingar um að hægt
sé að sótthreinsa bát og búnað þann-
ig að ekki stafi hætta af. Nú er ég
ekki að saka dýralækni fisksjúk-
dóma um að hann tali gegn sannfær-
ingu eða betri vitund þegar hann
fjallar um áhættuna af notkun
brunnbáta en t.d. mannleg mistök er
nokkuð sem ekki er hægt að útiloka
við sótthreinsun. Hér eru einfald-
lega of miklir hagsmunir í húfi til að
hann eða nokkur annar geti tekið
ábyrgð á ef illa fer. Því eru það von-
brigði hversu lítið hald er í ráðuneyt-
inu í þessu máli. Hver skyldi svo
vera ábyrgur ef sjúkdómar berast í
villta laxastofna með notuðum seiða-
flutningabáti? Er það fjárvana
hlutafélag sem stendur í erfiðum
rekstri, eða er leyfisveitandinn tilbú-
inn að axla þá ábyrgð?
EES og notaðir
brunnbátar
Óðinn
Sigþórsson
Seiðaflutningabátur
Notaðir brunnbátar
sem fara á milli landa og
koma hingað til
notkunar eru, að mati
Óðins Sigþórssonar,
ógnun við heilbrigði
íslenska laxastofnsins.
Höfundur er formaður
Landssambands veiðifélaga.
Höfundarréttur er
virkur án sérstakrar
skráningar eða merk-
ingar. Hins vegar er
mikilvægt að þeir sem
eiga höfundarrétt geri
notendum grein fyrir
skilyrðum sem gilda
um not verka með því
að nota áminningu um
höfundarrétt. Þetta á
ekki síst við um verk
sem birt eru á netinu
því mörgum er ókunn-
ugt um hvaða reglur
gilda þar.
Verk, sem birt eru á
netinu, er einungis
heimilt að lesa af skjá samkvæmt
höfundalögum. Útprentun,
geymsla, áframsending eða önnur
notkun efnisins er því óheimil nema
til komi ótvírætt samþykki rétthafa
eða sérstök lagaheimild. Þeim fjölg-
ar stöðugt sem prenta út af netinu
greinar úr dagblöðum eða fræði-
tímaritum í atvinnuskyni (án þess
að gera sér grein fyrir því að slíkt
sé ólöglegt) í stað þess að ljósrita af
pappírsútgáfum sömu rita.
Mikið af því efni,
sem birt er á netinu,
er ætlað til frjálsrar
dreifingar og fjölföld-
unar (auglýsingar, al-
mennar upplýsingar
o.s.frv.). Samkvæmt
höfundalögum hefur
notandinn ekki rétt til
þess að fjölfalda eða
dreifa efni sem birt er
á netinu, utan til
einkanota, nema til
komi ótvírætt sam-
þykki rétthafa eða sér-
stök lagaheimild. Af
þeim sökum er það
skylda rétthafa, sem
ætlar efni sitt til frjálsrar notkunar
framar því sem höfundalög heimila,
að kynna notendum það á augljósan
hátt.
Notkun áminningar um höfund-
arrétt hefur venjulega engin sér-
stök réttaráhrif. Öll verk sem falla
undir höfundalögin eru vernduð
samkvæmt þeim hvort sem þau eru
merkt og skráð eða ekki. Hins veg-
ar hafa höfundarréttaráminningar
upplýsandi áhrif. Einnig er ljóst að
notendur hafa þörf fyrir leiðbein-
ingar um hvaða reglur gilda um efni
sem sett er á netið, í gagnabanka og
á geisladiska.
Því vill Fjölís hvetja alla til að
nota áminningu um höfundarrétt
þegar verk eru birt burtséð frá því
hvar og hvernig sú birting fer fram.
Í því skyni hefur Fjölís sett á
heimasíðu sína www.fjolis.is tillögu
að stöðluðum áminningum til að
nota vegna birtingar á netinu, í raf-
rænum gagnabönkum, á geisladisk-
um og vegna verka í prentuðu
formi. Umfjöllun um höfundarrétt-
aráminningar Fjölís er á slóðinni
www.fjolis.is
Gætið höfundar-
réttar ykkar
Rán Tryggvadóttir
Höfundarréttur
Nota ber áminningu
um höfundarrétt, segir
Rán Tryggvadóttir,
þegar verk eru birt
hvort sem er á Netinu, í
rafrænum gagnabanka,
á geisladiskum eða í
prentuðu formi.
Höfundur er lögfræðingur hjá Fjölís.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna