Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEINDÓR Stein- dórsson, náttúru- fræðingur frá Hlöð- um, hefði orðið 100 ára 12. ágúst næst- komandi, en hann fæddist á Möðruvöll- um í Hörgárdal 12. ágúst 1902 og lést á Akureyri 26. apríl 1997. Steindór var einn afkastamesti fræði- maður 20. aldar, bæði á sviði grasafræði og bókaþýðinga, auk þess sem hann tók virkan þátt í stjórnmálum og þjóðmálaum, sat í bæjarstjórn Akureyrar og á Alþingi. Hann kenndi við Menntaskólann á Ak- ureyri í yfir fjóra áratugi og var síðast skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri til 1972. Aldarafmælis Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum – náttúru- fræðingsins, kennarans og mannsins – verður minnst með ráðstefnu í Menntaskólanum á Akureyri mánudaginn 12. ágúst næstkomandi. Ráðstefnan verður sett klukkan 9 með ávarpi Tóm- asar Inga Olrich menntamálaráð- herra og síðan hefst vísindaráð- stefna um grasafræði þar sem fjórir vísindamenn munu fjalla um efni sem tengjast grasafræði- rannsóknum Steindórs Stein- dórssonar. Að loknum léttum há- degisverði í boði Menntaskólans á Akureyri munu sex kunningjar Steindórs og vinir fjalla um aðra þætti í starfi hans og lífi. Flutt verða brot úr erindum og viðtöl- um við Steindór úr safni Ríkisútvarps- ins og einnig verður sýning á myndum frá æviferli hans. Síðdegis verður opnuð sýning á Amtsbókasafninu á Akureyri á bókum, handritum og mun- um sem tengjast lífi og starfi Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Ráðstefnan er öllum opin, en Akureyrarbær býður svo heið- ursgestum til hátíðarkvöldverð- ar, en Steindór var heiðursborg- ari Akureyrar. Að aldarafmælinu standa Menntamálaráðuneytið, Menntaskólinn á Akureyri, Ak- ureyrarbær, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Náttúru- fræðistofnun Íslands, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Hið íslenska náttúrufræðifélag. Frekari upplýsingar um aldaraf- mæli Steindórs Steindórssonar eru á heimasíðu á slóðinni http:// www.rala.is/steindor. Í framkvæmdanefnd afmæl- ishátíðarinnar eru dr. Bjarni Guðleifsson hjá RALA, Steindór Gunnarsson lögmaður, Tryggvi Gíslason skólameistari og Þórir Haraldsson, náttúrufræðikennari við MA. Efnt verður til ráðstefnu í MA Aldarminning Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum DJANGODJASSHÁTÍÐIN „Django Jazz 2002 Festival Ak- ureyri“ verður haldin dagana 14. til 17. ágúst næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar, en sú fyrsta sem haldin var í fyrrasumar tókst ein- staklega vel. Gestir fjölmenntu mjög á tónleikana og seldust miðar upp á þá alla, en lokatónleikarnir fóru fram á Glerártorgi sem rúm- aði á sjöunda hundrað manns. Kveikjan að Django Jazz Festi- val Akureyri er að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar, eins að- standenda hátíðarinnar, árlegar heimsóknir Robin Nolan Trio allt frá árinu 1998. Líta nánast á Akureyri sem heimabæ Pétur Bjarnason, sem einnig stendur að hátíðinni, sagði tryggð félaganna í Robin Nolan Trio við Akureyri einstaka. Tríóið hefði þegar það fyrst heimsótti bæinn ekki öðlast þá frægð sem nú væri staðreynd og þrátt fyrir að það væri þétt bókað á tónleikum víða um heim gæfu þeir félagar sér ávallt tíma til að heimsækja bæinn í ágústmánuði. „Þeir líta nánast á Akureyri sem sinn heimabæ,“ sagði Pétur þegar hátíðin var kynnt á blaðamannafundi á Gler- ártorgi. Hátíðin er tileinkuð Django Reinhardt sem af mörgum er tal- inn einn snjallasti djassgítarleikari og djasstónskáld sem uppi hefur verið. Hátíðin veitir landsmönnum tækifæri til að sækja heimsviðburð á heimaslóð og veitir einnig aðdá- endum beggja vegna Atlantshafs tækifæri til að mætast á miðri leið. Í tengslum við hátíðina er haldið námskeið sem þeir félagar í Robin Nolan Trio sjá um, en fyrri nám- skeið hafa verið árangursrík og vinsæl. Þeir halda nú sitt fimmta námskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri og lýkur því með tón- leikum í innigötu Glerártorgs laug- ardaginn 17. ágúst en úti ef veður og aðstæður leyfa. Jón Hlöðver sagði að þátttakendur á námskeið- unum kæmu víða að og að jafnaði bærist fjöldi fyrirspurna frá áhugasömum útlendum tónlistar- mönnum. Fimm tíma stórtónleikar á Glerártorgi Þrennir tónleikar verða í boði á Django-hátíðinni nú. Robin Nolan Trio leikur í Ketilhúsinu fimmtu- dagskvöldið 15. ágúst, Hot Club of San Francisco leikur á sama stað á föstudagskvöldinu, 16. ágúst, en þetta er fimm manna hljómsveit með hinn fræga gítarleikara Paul Mehling í fararbroddi. Loks verða stórtónleikar á Glerártorgi á laug- ardagskvöld og standa þeir raunar fram á sunnudag, eða til kl. 2 um nóttina. Sígaunatónlist og djangó- sveifla verður þar í fyrirrúmi í stærsta innigötuveitingahúsi Ak- ureyrar, en alls koma þar fram 14 tónlistarmenn, m.a. Robin Nolan Trio, Hot Club of San Francisco, Randy Greer, sem er víðþekktur söngvari frá Barcelona og sló í gegn á tónleikunum í fyrra en einnig má nefna Björn Thoroddsen og hljómsveitina Hrafnaspark, hljómsveit sem varð til í kjölfar fyrsta námskeiðs þeirra félaga í Robin Nolan Trio. Forsala aðgöngumiða á tón- leikana er þegar hafin en miða má nálgast í Pennanum-Bókvali á Ak- ureyri og Pennanum-Eymundssyni í Kringlunni í Reykjavík. „Django Jazz Festival Akureyri“ verður haldin öðru sinni um miðjan ágúst Heimsviðburður á heimaslóð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrska djasshljómsveitin Hrafnaspark lék fyrir gesti og gangandi á Glerártorgi þegar Djangodjass 2002 hátíðin var kynnt á blaðamannafundi. TRÍÓIÐ Hrafnaspark, sem skipað er gítarleikurunum Jóhanni Guð- mundssyni og Ólafi Hauki Árnasyni og bassaleikaranum Pétri Ingólfs- syni, hefur þegið boð um að leika á Django-hátíðinni í Torshalla í Sví- þjóð 11. ágúst næstkomandi. Hrafnaspark var stofnað eftir að þremenningarnir höfðu allir sótt námskeið Íslandsvinanna í Robin Nolan-tríóinu og kynnst þar tónlist Django Reinhardt, árið 1999. „Þetta var fyrsta námskeiðið sem Nolan hélt hérna. Við Jóhann vor- um báðir að læra á klassískan gítar en höfðum satt að segja ekkert rosalegan áhuga á því námi – en síðan vaknaði mikill áhugi hjá okk- ur báðum á djassinum á námskeið- inu,“ sagði Ólafur Haukur í samtali við Morgunblaðið. Þeir Jóhann voru sem sagt vinir en þekktu ekkert til Péturs fyrir námskeiðið. Þeir léku um stund hver í sínu horni að því loknu en tríóið stofnuðu þeir í maí 2001 „og það má segja að við höfum verið á kafi í Django-spili síðan. Þetta er aðaláhugamálið og fátt annað sem kemst að,“ sagði Ólafur Haukur. Frumraun tríósins var Blue North-tónlistarhátíðin á Ólafsfirði í júní 2001 og svo Djangojazz-hátíðin á Akureyri tveimur mánuðum seinna. Í kjölfarið hefur tríóið spil- að víðs vegar um Akureyri á hinum ýmsu uppákomum sem og í nær- liggjandi sveitum. Hrafnaspark til Svíþjóðar SVO gæti virst að bormenn á Þeistareykjum væru að nálgast aðsetur Húsavíkur-Jóns sem fornar sagnir greina frá. Þegar borinn Sleipnir var aðeins á rúmlega 200 metra dýpi kom yf- ir 200° heitt gufu/gasskot í hol- una. Þetta var nokkuð óvænt og var ákveðið að auka örygg- isbúnað við borun umfram það sem byrjað var með og venju- legt er. Steyptur var tappi í holuna og borinn tekinn ofan. Er nú unnið við þær breytingar á aðstöðu sem þarf til að tvö- falda gosvara á holutoppi. Að því loknu verður borinn reistur að nýju og verkinu haldið áfram með auknu öryggi gagn- vart gufugosi og öðrum mögu- legum hremmingum. Verkinu seinkar um eina viku af þessum sökum. Morgunblaðið/BFH Litadýrð er mikil á háhitasvæði Þeistareykja. Heitt er í neðra á Þeistareykjum Mývatnssveit ÚTLENDUR karlmaður, sem hand- tekinn var í miðbæ Akureyrar sl. föstudag eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela stafrænni myndavél í Pedromyndum við Skipa- götu, var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til á föstudag. Málið er enn í rannsókn og unnið að öflun gagna. Maðurinn er með norskt vegabréf og er eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol. Í gæsluvarð- hald þar til á föstudag LANDSMÓTI skáta að Hömrum við Akureyri var slitið í gær að viðstöddu fjölmenni. Mótið tókst í alla staði afar vel, en talið er að um 6–7 þúsund manns hafi verið á svæðinu síðasta laugardag, á opinberum heimsóknar- degi. Forsvarsmenn landsmótsins eru afar ánægðir með það hvernig til tókst og segir Ásgeir Hreiðarsson, umsjónarmaður svæðisins, að Hamr- ar hafi nú fest sig í sessi sem líklegur vettvangur fyrir landsmót skáta í framtíðinni, á móti Úlfljótsvatni þar sem landsmótin hafa flest verið hald- in. „Það er rætt um að landsmótin verið haldin að Hömrum í þriðja hvort skipti og ég held að það verði ágætt,“ sagði Ásgeir. „Þetta landsmót tókst mjög vel, vonum framar raunar,“ sagði hann. Hann sagði svæðið líta vel út þrátt fyrir að 4-5 þúsund manns hafi að jafnaði verið þar. „Það tekur einhvern smá tíma að jafna sig, en heilt yfir lít- ur það vel út.“ Landsmóti skáta lokið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glatt var á hjalla á Landsmótinu sem lauk á Akureyri í gærdag. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.