Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Ey-mundsson fædd- ist á Bárugötu 5 í Reykjavík 23. apríl 1932. Hann lést á líknardeild Lands- spítalans í Kópavogi 15. júlí síðastliðinn. Magnús var sonur hjónanna Eymundar Magnússonar, skip- stjóra frá Hafnar- hólma í Steingríms- firði, og Þóru Árnadóttur, hús- móður, fædd á Ytri- Rauðamel í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru auk Magnúsar: a) Þórir, f. 19. apríl 1934, d. 20. júní 1934; b) Kristrún, f. 4. janúar 1936, gift Halldóri Blöndal; c) Árni Þór, f. 17. júlí 1938, kvæntur Elizabeth Ey- mundsson; d) Katrín, f. 23. apríl 1942, gift Gísla G. Auðunssyni. Magnús kvæntist Guðnýju Val- entínusdóttur, f. 20. október 1935, en hún lést 24. júlí 1969. Með henni eignaðist hann Þóru Magn- eu Magnúsdóttur, f. 12. septem- ber 1966, gift Hermanni Valssyni, f. 20. september 1965. Þau eiga tvö börn: Ernu Hrund, f. 27. októ- ber 1989, og Magnús Val, f. 7. er Helga Pálmadóttir. Magnús ólst upp í Reykjavík. Hann fór snemma til sjós og lauk prófi frá farmanna- og fiski- mannadeild Stýrimannaskólans 1958. Hann starfaði hjá Eimskip og síðast sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni. Magnús hætti sjómennsku og fór í land 7. áratugnum. Um fimmtugt lauk hann stúdentsprófi frá öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð. Í landi eignaðist hann og stýrði eigin fyrirtæki, Efnaverk- smiðjunni Atlas hf., en 1986 hóf hann störf hjá Birgðastöð Ríkis- spítalanna þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra til sjötugs. Fé- lagsstörf voru Magnúsi ávallt hugleikin og var hann meðal ann- ars meðlimur í Oddfellowstúk- unni Þórsteini númer fimm. Í Þór- steini sinnti hann ýmsum ábyrgðarstörfum, þar á meðal starfi undirmeistara (1998–2000) og starfi yfirmeistara (2000– 2002). Magnús átti mörg áhuga- mál og eitt þeirra var golf, sem hann spilaði eins oft og hann gat. Auk þess að spila golf tók hann dómarapróf í golfi og sinnti dóm- gæslu á ýmsum mótum síðastliðin ár. Hann sat einnig í stjórn golf- klúbbs Oddfellowa og golfklúbbs- ins Odds. Magnús hafði mikinn áhuga á bridge og spilaði það þegar tími gafst til. Útför Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. október 1991. Börn Guðnýjar, og fóstur- börn Magnúsar, voru: a) Ólafur Ingi; b) Árný Sigríður (d. 19. maí 1979); c) Inga Lóa; d) Valentínus Guðmundur. Eddu Magnúsdóttur, f. 1. október 1960, eignað- ist Magnús með Guð- laugu Árnadóttur, f. 22. september 1930. Edda er gift Magnúsi Helga Árnasyni, f. 25. september 1959. Börn þeirra eru: Steinn Helgi, f. 4. júlí 1994, og Magnea, f. 7. apríl 1997. Áður hafði hann eignast Sonju Hilmars, f. 1. ágúst 1949, með Önnu Sigurðardóttur, f. 20. febrúar 1927. Sonja er gift Þorvaldi Jóhannessyni. Börn Sonju eru Anna Sigrún Auðuns- dóttir, f. 23. janúar 1970, og Sig- urbjörg Þorvaldsdóttur, f. 13. febrúar 1978. Árið 1975 hóf Magnús búskap með Eiríku S.P. Sigurhannesdóttur, f. 9. júní 1936. Þau giftust síðar en slitu samvist- um árið 1984. Sonur Eiríku, og fóstursonur Magnúsar, er Agnar Már Jónsson. Vinkona Magnúsar síðustu ár var Erna Ármannsdótt- ir, f. 6. júlí 1936, og hennar dóttir Þú ert ljósið, þú ert myrkrið, þú ert pabbi minn. Pabbi minn sem ég elska. En þú varst veikur og ég varð að sleppa þér og leyfa þér að yfirgefa þennan heim í von um að nú sért þú betur settur. Í sjálfu sér þarf ég ekki að vona því ég veit að þér líður vel, ég sá það þegar þú fórst. Þú fannst ekki lengur til og líkami þinn varð afslappaður. Elsku pabbi, þú sem varst svo veikur og þjáður, þú þurftir á hvíldinni að halda og ég er tilbúin að sleppa þér. Ég verð að sleppa, hversu sárt sem það er. En ég get hugsað um þig, enginn getur tekið það frá mér. Og ég mun hugsa um þig og ég mun gráta en ég mun líka brosa vegna þess að ég hef fengið að kynnast því að eiga föður sem elskar mig skilyrðislaust. Við áttum saman líf sem var skemmtilegt en stundum erfitt en það sem mestu skipti var að við vorum saman, ég og þú. Þú sagðir mér margt, kenndir mér margt en oft þagðir þú og ég lærði að lesa látbragð þitt. Við fengum okkur ís og keyrðum niður á höfn. Ég hélt niðri í mér and- anum því ég var hrædd við sjóinn, en sjórinn hafði um tíma verið líf þitt og þess vegna hafðir þú gaman af því að skoða skipin. Í bíltúrunum þögðum við yfirleitt og borðuðum „ís með dýfu“. Lífið var fullt af tilbrigðum í alls kyns litum, við fluttum oft en við vorum samt alltaf saman. Hinir og þessir komu inn í líf okkar – stöldr- uðu mismunandi lengi við, en alltaf enduðum við aftur saman, tvö ein. Þangað til ég stofnaði til minnar eigin fjölskyldu, giftist og eignaðist börn. Þú varst hreykinn af mér þegar ég útskrifaðist frá Háskól- anum, þú varst hreykinn af börn- unum mínum, sem nú sakna „afa Magga“ sem alltaf eyddi jólunum með okkur. „Hvernig verða jólin hjá okkur núna?“ spyrja þau, „hver fer með okkur í kirkjugarðinn til ömmu Guðnýjar?“ En í dag skulum við líka brosa og þakka öllu því fólki sem hjálpaði okkur. Allt þetta góða fólk; Guðjón Har- aldsson læknir, sem leyfði okkur að hringja í sig hvenær sem var, Heimahlynning Krabbameinsfélags- ins, sem sinnti þér af alúð, og síðast en ekki síst allt það góða fólk sem starfar á líknardeildinni í Kópavogi með Valgerði Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Guð gefi þeim styrk til að halda áfram þessu erf- iða starfi. Þetta fólk vinnur óeig- ingjarnt starf og á skilið að fá allar þær íslensku orður sem veittar eru. En nú skulum við kveðjast og mundu eftir að skila kveðju til mömmu. Haltu áfram að elska mig og ég mun halda áfram að elska þig. Góða nótt, sofðu rótt og Guð veri með þér í alla nótt. Þín dóttir Þóra Magnea. Kæri afi, takk fyrir að hafa verið til. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér, manninum sem kom til okkar á aðfangadagskvöld, þegar þú prílaðir upp á fjórðu hæð, upp allar 64 tröppurnar. Að því loknu settistu inn í stofu með Freskaglas í hend- inni og beiðst eftir að maturinn yrði til. Síðan settistu við borðið og brytjaðir þrjár rjúpur niður í einu. Þegar sá áfangi var búinn tók allt meðlætið við. Síðan þegar þú varst loksins byrjaður að borða vorum við búin. Manninum sem leyfði mér að taka viðtal við sig fyrir ritgerð- ina mína, manninum sem hélt mér undir skírn. Manninum sem kom sérstaklega til Noregs til þess að sjá barnabarnið sitt og leyfði mér að sofa á maganum sínum, og gaf mér flottustu sumargjöf sem nokk- ur afi hefur gefið barnabarninu sínu, tölvu og prentara. Fyrir allt þetta og allt annað, takk elsku afi. Erna Hrund. Nú er Magnús Eymundsson vin- ur minn og mágur fallinn frá. Hann hafði verið með krabbamein, sem tókst vonum lengur að halda í skefjum. Nú var Magnús kominn á líknardeildina í Kópavogi svo að við blasti að endalokanna yrði skammt að bíða. En síðasti kafli vegferð- arinnar var strangur og langdreg- inn. Tólf vikur. Magnús hélt þó geðró sinni og var sjálfum sér líkur. Hann átti það til að bregða á glens og það brá fyrir glampa í augum hans. Og hann hélt áfram að vinna, hafði tölvuna við rúmið og á rúminu og skrifaði viðskiptabréf þótt mátt- ur líkamans færi þverrandi. Og vin- ir hans og samstarfsmenn komu til hans. Í vetur flutti hann af efstu hæð Bárugötu 5 á neðstu hæðina. Í því húsi vildi hann vera, þótt hann hefði ekki lengur styrk til að ganga stigana. Hann vildi ekki vera á för- um alveg strax og vissi að streng- urinn við upprunann var lífæð hans. Þangað sótti hann aflið og kjarkinn og viljann til lífsins. Í fyrra fórum við Kristrún með Magnúsi og Árna og Lísbet vestur á Snæfellsnes, í Hausthús, Skóg- arnes og Löngufjörur. Þarna upp- lifðu systkinin gömul sumur ofan í sumarið. Nöfn á löngu dánu fólki komu fram á varirnar, smáatvik rifjuðust upp og örnefni fengu dýpri merkingu, af því að systkinin vissu, að þau myndu aldrei aftur ganga þar saman. Fuglar á báru, sprek í sandi og þessi endalausi hvíti litur, sem leystist upp, þar sem fjaran hvarf inn í hafið. Það þurfti töluvert átak til að slíta sig frá þessari mynd. Af því að hún var svo falleg og skipti svo miklu. Af því að hún hafði vaxið inn í mann. Af því að hún fylgir manni héðan af. Fyrir ári fórum við Magnús að leika golf á Oddfellow-vellinum í Garðabæ. Þar var gott að láta hug- ann reika og tala um hvaðeina. Á þessu rölti okkar kynntist ég Magn- úsi nánar en ella. Og líka því, hvernig aðrir sáu hann. Þeir köst- uðu brosandi á hann kveðju og ég fann að hann hafði unnið trúnað þeirra og vináttu með starfi sínu í Golfklúbbi Oddfellowa og í Odd- fellowreglunni. Þar hafði hann verið í forystu og hann hafði einsett sér að ljúka þeim skyldum sem hann hafði tekið að sér. Og það gerði hann. Síðan var hann heiðraður sér- staklega fyrir góð störf fyrir stúku sína Þórstein. Kristinn Baldursson frændi minn lét mig vita um það svo að ég gæti verið viðstaddur og glaðst með Magnúsi. En svo fór að Kristinn féll frá skyndilega á undan Magnúsi sem enginn okkar bjóst við. Ég var þá staddur vestur í Kanada. En þegar heim kom hafði Magnús orð á því undir eins að þessi röð væri ekki rétt. Hann sá eftir Kristni og auðvitað þótti mér vænt um það þótt ég vilji ekkert hafa um það að segja í hvaða röð vinir mínir og frændur falli frá. Eða ég sjálfur. Magnús mágur minn var heil- steyptur og sór sig í ættir foreldra sinna með sínum hætti. Þegar ég kynntist honum var hann hættur á sjónum en rak lítið iðnfyrirtæki og komst vel af. Hann vildi hafa það þannig, vera sjálfstæður og byggja afkomu sína á þeim verðmætum sem honum tókst að skapa. Breytt tollalöggjöf og ný tækni ollu því að ekki voru lengur forsendur fyrir framleiðslu hans eins og margir iðnrekendur fengu að reyna á þeim árum. Þá hóf hann störf við Landspít- alann sem hann auðvitað rækti með prýði eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. En þau störf svöruðu ekki starfslöngun hans eða gáfu nógu mikið í aðra hönd svo að hann hélt áfram rekstri einkafyr- irtækis síns og annaðist umboðs- viðskipti á kvöldin og um helgar. Samt virtist hann alltaf hafa tíma til að sinna fjölskyldu sinni og áhugamálum eða svara kalli vina sinna. Magnús lét sig þjóðmál miklu skipta og fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um fast að málum. Það lætur að lík- um að oftar en ekki skeggræddum við pólitík þegar við hittumst. Þá spurði hann oft knýjandi spurninga og ég held mér sé óhætt að fullyrða að í huga hans var hlutverk ríkisins ekki síst það að tryggja að menn stæðu jafnir gagnvart lögunum. Þess vegna voru höft og hvers kon- ar opinber fyrirgreiðsla eitur í hans beinum. Einstaklingarnir áttu að hafa rétt til að vinna sig upp en þeir áttu líka að standa ábyrgir gagnvart því sem þeir tóku sér fyr- ir hendur. Þeir áttu að hefjast af sjálfum sér. Magnús var slíkur maður. Hann var mikill iðjumaður og alltaf að, líka í sínum frístundum eða þegar hann var að rækja áhugamál sín. Hann fór með sínum hraða og komst þangað sem hann vildi. Hann tileinkaði sér nýja við- skiptahætti og fjarskiptatækni jafn- óðum. Fram í andlátið las hann fag- tímarit og hélt sínum persónulegu samböndum. Oft dáðist ég að mági mínum þessa síðustu mánuði, stál- vilja hans og elju. Ég sakna hlýju hans og gamansemi, drenglyndis hans og félagsskapar. Það eru margir sem sakna hans. Ég kann ekki að enda þessi fáu orð nema með því að segja að þau bera ykkur, Þóra Magnea og Edda, og fjölskyldum ykkar samúðar- kveðjur okkar Kristrúnar. Megi Guð styrkja ykkur öll. Blessuð sé minning Magnúsar Eymundssonar. Halldór Blöndal. Síðla kvölds hins 15. júlí sl. var helstríð æskuvinar míns, Magnúsar Eymundssonar, loks á enda runnið. Þetta var búið að vera löng og ströng barátta og öllum – ættingj- um hans, vinum og honum sjálfum – löngu ljóst, hvernig enda myndi. Fyrir um fjórum árum að lokinni þvagkirtilsaðgerð greindist Maggi Eym, en svo var hann jafnan kall- aður á meðal vina sinna, með krabbamein í beinum. Frumuvöxt meinsins tókst læknum hans að halda í skefjum um langa hríð og gerði það Magga kleift að halda áfram störfum sínum og sinna fjöl- breyttu félagsmálastússi sínu. Fyrir um það bil ári varð ljóst, að sjúk- dómurinn var að ná yfirhöndinni. Maggi var tíðum á Landsspítalan- um, þar sem hann gekk undir strangar lyfja- og geislameðferðir, sem, því miður, náðu aðeins að lina en ekki lækna meinið og frá miðjum mars sl. átti hann ekki það- an afturkvæmt. Það var á haustdögum 1945 að leiðir okkar lágu fyrst saman. Báðir höfðum við þá um vorið lokið fulln- aðarprófi, eins og það var kallað, og nú var meiningin að reyna að kom- ast inn í Menntaskólann í Reykja- vík og við sestir í undirbúningsdeild hans, sem kennd var við hinn nafn- togaða kennara og ítroðara, Einar Magnússon, yfirkennara MR. Að- sókn var mikil, miklu meiri en nokkurn tímann áður hafði verið – heimsstyrjöldin um garð gengin og tekjur íslenskra heimila betri en nokkru sinni áður í sögunni. Tæp- MAGNÚS EYMUNDSSON Mig langar til að minnast vinar míns Þóris Ormssonar í nokkrum orðum. Þeg- ar ég man fyrst eftir mér, þá var einn af föstum punktum dag- legs amsturs heimilisfólksins á Valshamri samskipti við Þóri og Júllu frænku. Þá bjuggu þau í svo- kölluðu Ormshúsi í Borgarnesi, en þar fæddist ég einmitt á heimili þeirra á sínum tíma. Seinna byggðu þau sér hús á Kjartans- götu 17, en þar bjuggu þau þangað til þau fluttu í Hamravíkina fyrir tveimur árum. Þegar ég var að alast upp og við á Valshamri fórum í Borgarnes var alltaf komið við hjá Júllu og Þóri í hverri ferð og eins komu þau oft að Valshamri með börnin sín, þannig að samskipti heimil- anna og frændsystkinanna voru mikil. Þórir og Júlla voru alltaf ákaflega samrýnd hjón og sam- hent, alltaf jafnnotaleg í viðmóti. ÞÓRIR VALDIMAR ORMSSON ✝ Þórir ValdimarOrmsson fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1927. Hann lést á Akranesi 13. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borgarneskirkju 22. júlí. Seinna þegar ég var að fullorðnast fór ég oft á Kjartansgötuna, hvort sem ég þurfti einhvers með eða ekki. Til dæmis var oft gott að koma og fá sér að borða hjá þeim hjónum, eða jafnvel skipta um föt þegar maður var ungur og fór á ball eftir vinnu- dag og of tímafrekt var þá að fara heim að Valshamri þegar mik- ið lá við. Þórir var einstakur maður fyrir margra hluta sakir. Þessi einstaka yfirvegun og róleg- heit, sem ég dáðist oft að og ekki hvað síst er heilsan bilaði hjá hon- um. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum mögulegum hlut- um og maður hlustaði oft með and- akt á hann tjá sig um ýmis mál- efni, en hann tjáði skoðanir sínar ekki að óþörfu. Sjálfstæðismaður var Þórir fram í fingurgóma og var oft gaman að tala við hann um pólitík. Þórir var trésmiður að mennt og af guðs náð. Lengi vann hann sjálfstætt og byggði mörg hús, þar á meðal tók hann þátt í byggingu Borgarneskirkju og byggði húsið á Valshamri fyrir foreldra mína, mág sinn og svilkonu. Það voru margar skemmtilegar samveru- stundir og rökræður sem við átt- um saman yfir því verki. Undanfarin ár, er Þórir var hættur að vinna þessa venjulegu vinnu, var gaman að fylgjast með honum er hann einbeitti sér að handverki. Hann skar út og renndi þvílík listaverk að unun var á að horfa. Hann hefur framleitt marg- ar klukkur, blómasúlur, aska og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Í garði þeirra hjóna við Hamravík- ina standa nokkrir snyrtilegir dvergar og verkfæri úr tré, torf- bær og fleira, sem Þórir prýddi heimili þeirra Júllu með. Veiðiskap stundaði Þórir, bæði laxveiði og skotveiði. Í gamla daga áður en Urriðaá var leigð út kom hann oft í veiði til okkar og fylgd- ist ég oft með því hvernig hann fangaði fiskana. Alltaf var þessi yf- irvegun og rólegheit til staðar sem ég heillaðist af í fari hans. Það var sama á hverju gekk, alltaf var Þór- ir æðrulaus og rólegur með báða fætur á jörðinni. Að endingu vil ég þakka Þóri allar samverustundirnar, sérstak- lega á mínum yngri árum, þær eru mér ógleymanlegar og lærdóms- ríkar. Heimili Þóris og Júllu hefur alltaf staðið mér og mínum opið og viljum við fjölskylda mín þakka fyrir það. Ég votta Júllu frænku minni, öllum frændsystkinunum og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu sam- úð á erfiðri stundu. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur öllum í Háhóli. Hálfdán S. Helgason, Háhóli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.