Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 32

Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hafa svæsnar rangtúlkanir birst í fjölmiðlum um nýgerðan fiskveiði- samning Möltu við Evrópusambandið. Þannig er það haft eftir talsmanni Samtaka iðn- aðarins á vefsetri sam- takanna (sbr. Stak- steina Morgunblaðsins 18. júlí sl.) að Malta haldi 25 mílna fiskveiði- lögsögu sinni og svipuð fullyrðing hefur endur- ómað í fleiri fjölmiðlum. Kjarni málsins er sá að Malta hefur haft 25 mílna einkalögsögu í rúm 30 ár og ein helsta krafa Möltubúa í aðildarsamn- ingum þeirra við ESB var einmitt sú að veitt yrði undanþága frá megin- reglu ESB um jafnan rétt ESB-ríkja til veiðisvæða utan 12 mílna marka án tillits til þjóðernis. En samninga- nefnd ESB hafnaði því að Malta fengi að halda 25 mílna einkalögsögu sinni og fá því bátar Möltubúa engan forgang á svæðinu milli 12 og 25 mílna umfram báta annarra ríkja ESB. Þetta er raunar viðurkennt í frásögn Samtaka iðnaðarns en þar segir: „Þegar samningurinn er skoð- aður kemur greinilega í ljós að ESB hefur ekki hvikað frá meginreglu sinni um bann við mismunun eftir þjóðerni.“ Það er því vægast sagt villandi þegar jafnframt er fullyrt að „Malta haldi 25 mílna fiskveiðilögsögu sinni“ þegar einmitt hið gagnstæða er að gerast. 25 mílna einkalögsaga Möltu hefur verið við lýði í þrjátíu ár en minnkar nú um meira en helming. Hið nýja 25 mílna fisk- verndarsvæði er allt annars eðlis því að þar fá öll aðildarríki ESB jafnan rétt til veiða. Að sjálfsögðu hafa sjó- mannasamtökin á Möltu snúist harkalega gegn þessum samningi. Í Möltusamningnum er jafnframt gert ráð fyrir því að innan 12 mílna markanna megi einungis bátar undir 12 metra lengd vera að veiðum en á fiskvernd- arsvæðinu milli 12 og 25 mílna markanna mega bátar ekki vera lengri en 24 metrar. Það svarar til að bátarnir geti verið um 60–100 tonn að stærð. Vissulega dregur þessi stærðartak- mörkun úr sókn erlendra báta inn á fiskverndarsvæðið en útilokar engan veginn veiðar báta undir þessum stærðarmörkum frá Sikiley, Suður- Ítalíu og Spáni. Frá Sikiley að mörk- um 25 mílna fiskverndarsvæðis Möltu eru aðeins um 30 sjómílur og þætti það ekki langur róður við Ís- land hvað þá í blíðviðrinu á Miðjarð- arhafi. Því er það harla ósvífið þegar talsmaður Samtaka iðnaðarins laum- ar eftirfarandi athugasemd að les- endum sínum: „á hinn bóginn eru reglurnar þannig sniðnar að þörfum Möltubúa að í raun munu engir aðrir en þeir sjálfir geta veitt á eigin mið- um“. Hvað er lærdómsríkt við samninginn? Í pistli Samtaka iðnaðarns er fjallað um þann lærdóm sem Íslend- ingar geti dregið af viðræðum ESB og Möltu og er hann talinn sá „að það er um eitthvað að semja og það er hægt að semja um niðurstöðu sem er viðunandi, bæði frá sjónarhóli ESB og umsóknarlandsins.“ Heldur er það lítilfjörlegur lær- dómur fyrir Íslendinga að um „eitt- hvað“ sé að semja. En hvað er þá helst lærdómsríkt við samninginn? Aftur og aftur hafa stuðnings- menn aðildar Íslands að ESB reynt að telja okkur trú um að skip ESB- ríkja hafi enga sögulega veiðireynslu við Ísland þar sem miðað sé við veiði- reynslu seinustu ára og því muni skip frá ESB ekki fá neinn kvóta á Ís- landsmiðum. Bent hefur verið á að hér sé um hreina óskhyggju að ræða enda gerði ESB kröfu um veiðirétt- indi í íslenskri og norskri landhelgi þegar EES-samningurinn var gerð- ur og sama gerðist þegar samið var um aðild Noregs að ESB 1994 (sem felld var í þjóðaratkvæði.) Eitt af því sem Möltusamningurinn kennir okk- ur er að trúa ekki falsrökum af þessu tagi því að ESB hefur nú knúið full- trúa Möltu til að hleypa bátum ann- arra ríkja ESB inn í 25 mílna einka- lögsögu sína enda þótt skip frá þessum ríkjum hafi enga veiði- Einkalögsaga Möltu minnkar um helming við aðild að ESB Ragnar Arnalds Rangtúlkanir Þessar blekkingar, seg- ir Ragnar Arnalds, hafa þegar verið raktar beint til upplýsingaskrifstofu ESB á Möltu. UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hefur und- irrituð ásamt kollega krafist lögmætra or- lofsgreiðslna á fasta yf- irvinnu fyrir þann tíma sem þær unnu sem sál- fræðingar á Skólaskrif- stofu Suðurlands. Hvorki hefur þokast lönd né strönd í máli þessu. Síðustu skilaboð stjórnar, í formi illskilj- anlegrar lögfræðimála- misku, voru þess efnis ef rétt er skilið að mál þetta yrði að sækja fyr- ir dómstólum ef eygja ætti nokkra von um að greiðslurnar yrði inntar af hendi. Það er erfitt að átta sig á hvers vegna stofnunin gerir ekki það sem einfaldast og réttast væri, að greiða viðkomandi aðilum orlofið eins þegar hefur verið gert gagnvart fyrrver- andi samstarfsmönnum eftir að bæði Héraðsdómur Suðurlands og Hæsti- réttur dæmdi þeim í hag eftir mála- ferli. Þurfa starfsmenn raunverulega að fara með samsvarandi mál fyrir dómstóla oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svo stjórnendur megi fremur neyðast til að greiða starfs- mönnum það sem þeim ber heldur en gera það af fúsum og frjálsum vilja? Þetta litla mál er þó aðeins angi af stærri hlutum, þ.e.a.s. stefnumiðum Stjórnar samtakanna almennt. Á Skólaskrifstofu Suðurlands hafa á undanförnum árum átt sér stað mikil starfs- mannaumskipti og stöðug málaferli. Þegar undirrituð kom umbeð- ið til afleysingastarfa á skrifstofuna í byrjun árs 2000 ríkti uppnám hjá starfsfólki vegna þess að sérkennilega hafði verið staðið að tímabundinni ráðningu forstöðumanns skrif- stofunnar. Í stuttu máli voru þar hvorki vönduð né fagleg vinnubrögð viðhöfð eins og reyndar félagsmálaráðuneytið gerði athugasemdir við. Tveir starfsmenn, karl og kona, gáfu kost á sér til starfans en í stað þess að kynna þau bæði fyrir stjórninni form- lega, var karlinn ráðinn án þess að nafn hins umsækjandans væri getið í fundargerðum. Starfskonan sem hafði djörfung til að bjóða sig fram til forstöðustarfans kvartaði við framkvæmdastjóra og stjórn Samtakanna og benti á hversu ranglega hafði verið staðið að ráðn- ingu afleysingarforstöðumannsins og henni lítil virðing sýnd, en allt kom fyrir ekki. Ákvörðunin hafði verið tekin og hvorki stjórn né fram- kvæmdastjóri vildu bakka með gjörð- ir sínar til að ná fram réttlæti og sátt. Starfskonunni var því nauðugur einn kostur að leita ásjár kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin taldi að stjórn SASS hefði brotið lög og taldi konuna hæfari til starfans. Beindi nefndin þeirri ósk til stjórnar SASS að bæta henni skaðann. Því má við bæta að í kjölfarið á þessu undarlega ráðningarferli for- stöðumannsins var í raun búið að fyr- irgera trausti starfsmanna til stjórn- enda Samtakanna. Svo þegar starfsmenn uppskáru ekki annað en fálæti og óþýðleika framkvæmda- stjóra og formanns stjórnar Skóla- skrifstofu gagnvart tillögum um nauðsyn þess að stuðla að breyting- um og þróun á starfsemi Skólaskrif- stofunnar, tók steininn úr. Fimm há- menntaðar fagkonur sögðu upp störfum sínum hjá skrifstofunni og fluttu annaðhvort burtu úr bæjar- félaginu eða hurfu til annarra starfa. Sumir stjórnendur á landsbyggðinni hefðu grátið minni atgervisflótta. Sumir stjórnendur hefðu meira að Opið bréf til stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) Guðrún Einarsdóttir Orlof Enn ein málaferlin við stjórn Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga eru bæði til óþurftar og hreinasta óráðsía, segir Guðrún Einarsdóttir, í opnu bréfi. FYRIR nokkru rit- aði Haraldur Stur- laugsson, fram- kvæmdastjóri Har- aldar Böðvarssonar hf., grein í Morgunblaðið um auðlindagjald sem fyrirhugað er að leggja á sjávarútvegsfyrir- tæki á Íslandi. Mikil umræða hefur átt sér stað um „réttlæti“ hvað varðar aðgang að auð- lindum landsins og sýnist sitt hverjum. Auðlindagjald á sjávarútveg er það sem pólitískur meirihluti hefur orðið um á Alþingi og telja menn að sú aðferð sé lausnin á þræt- um um aðgang að fiskistofnunum. Ekki bólar á sams konar lausnum varðandi aðgang að öðrum auðlind- um þjóðarinnar. Þegar auðlinda- gjaldið verður lagt á er gert ráð fyrir innheimtu um 2,2 milljarða króna af sjávarútveginum í landinu og þrátt fyrir að einhver breyting verði á öðr- um gjöldum stendur eftir að veru- legar fjárhæðir renna til ríkissjóðs sem ný skattheimta. Svo nefnd séu dæmi um þetta gjald þá blasir við að á Akranesi verða innheimtar á ári um 112 mkr., á Akureyri um 263 mkr., í Vestmannaeyjum um 216 mkr., í Fjarðabyggð um 109 mkr. og á Ísafirði um 100 mkr. Af þessu má sjá að þessi fimm byggðarlög munu standa undir um 800 mkr. af þessari skattheimtu og ekki verða þessi fjár- munir nýttir til þróunarverkefna eða uppbyggingar í fyrirtækjunum á stöðunum. Nú kunna einhverjir sem búa á þessum stöðum að spyrja hvers vegna í því sé fólgið svo mikið rétt- læti að leggja á burðarása byggða- laga þessar álögur – án þess að nokkuð skili sér til baka til þess sam- félags. Réttlæti getur verið afstætt hugtak og það sem einn telur réttlátt telur annar ranglátt. Öllum er ljóst að þau sveitarfélög sem byggja á fiskveið- um og fiskvinnslu standa í öflugri varnar- baráttu. Aðgerðir stjórnvalda hafa með ýmsum hætti – og ef til vill af nauðsyn – tak- markað aðgang að fiskistofnum og þrýst á um hagræðingu sem hefur þýtt að fyrirtækjum hefur fækkað og einingarnar orðið stærri. Sú þróun hefur komið hart niður á sjávarbyggðunum. Nokkuð víst er að staðan í dag er enginn endapunktur á þeirri þróun sem verið hefur á liðnum árum og enn má búast við því að fyrirtækjum fækki og víst er að auðlindagjald þrýstir þar á. Þá er sveitarstjórnum ljós sú þróun að þrátt fyrir afbragðs hafnir víða um land og uppbyggingu þeirra þá fer löndunarstöðum fækk- andi og nú vilja flestir landa frystum fiski í Reykjavík eða Hafnarfirði. Kann það að vera út frá sjónarmiði útgerðarinnar hagkvæmara heldur en að landa aflanum úti á landi og aka með til útflutnings í Reykjavík. Ekki telur ríkisstjórnin ástæðu til að löndun auðlindarinnar á þeim stöð- um kalli á sérstaka gjaldtöku og vafalaust teldu þessar hafnir ekki sanngirni í slíku fólgið. Úti á landi standa heimamenn hins vegar ráða- lausir yfir því að afla, sem fyrirtæki í byggðarlögunum verða skattlögð fyrir, sé landað á höfuðborgarsvæð- inu og án þess að hann skili krónu til viðkomandi sveitarfélags. Byggðirnar utan höfuðborgar- svæðisins sem byggja stóran hluta afkomu sinnar á fiskveiðum og fisk- vinnslu eru því í harðri varnarbar- áttu og auðlindagjald ríkisins verður ekki til að létta róðurinn heldur til að gera stöðuna enn snúnari og verri. Í grein Haraldar sem nefnd var hér að ofan kemur fram sú hugmynd að ríkið skili auðlindagjaldinu til þeirra byggða þar sem gjaldið verð- ur til. Í nafni réttlætis finnst mörg- umtalsmönnum auðlindagjalds ekki gott mál – en frá sjónarhóli lands- byggðarinnar er sjálfsagt réttlætis- mál – að svo verði. Leggja mætti þetta auðlindagjald í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og ætla því hlutverk í framkvæmdum sveit- arfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrst fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar og réttlæti byggist á að skattleggja þau fyrirtæki sem sækja í þess stofna og halda með því uppi atvinnu á landsbyggðinni, þá er það sjálfsögð krafa að þessir fjármunir skili sér á þá staði sem búa þessa fjármuni til. Margt hefur verið rætt um byggðastefnu en fátt gert. Helstu afrekin í byggðamálum hafa verið fyrir atorku og dugnað heima- fólks fremur en fyrir atbeina eða stefnu stjórnvalda. Útlit er fyrir að svo verði áfram og því er sjávar- byggðunum utan höfuðborgarsvæð- isins brýn nauðsyn að taka saman höndum og verjast, en hluti af því er að fá sanngjarna niðurstöðu í þeirri nýju skattheimtu sem auðlinda- gjaldið er. Auðlindagjald og byggðamál Gísli Gíslason Byggðastefna Það er sjálfsögð krafa, segir Gísli Gíslason, að þessir fjármunir skili sér á þá staði sem búa þessa fjármuni til. Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.