Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALÞJÓÐLEGA alnæmis-ráðstefnan er árviss við-burður. Þau Sigurður B.Þorsteinsson, smitsjúk-
dómalæknir á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi og Sigurlaug
Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá
Landspítala og hjá landlæknisemb-
ættinu, sem sóttu ráðstefnuna segja
að umfjöllunarefnin í ár hafi verið af-
ar fjölbreytileg. Ráðstefnuna hafi
sótt fólk sem vinnur að grunnvísind-
um um alnæmisveiruna, lyfjameð-
ferð og þróun lyfja, fólk sem fáist við
almennar forvarnir og einnig tengist
þessu faraldsfræðilegir og félagsleg-
ir þættir.
Sigurlaug segir að eitt af mark-
miðum slíkrar ráðstefnu sé að þátt-
takendur geti lært hver af öðrum um
alnæmi og þar með orðið hæfari til
að takast á við sjúkdóminn þegar
heim er komið, en margt sé líkt í
þessum málum í heiminum, til dæm-
is hvað varðar fordóma gegn sjúk-
dómnum sem alls staðar séu fyrir
hendi. Sigurður segir þessa ráð-
stefnu hafa sérstöðu miðað við
margar aðrar því hana sæki, auk vís-
indamanna, lækna og félagsráð-
gjafa, ýmsir áhugamannahópar og
sjúklingasamtök sem eru að berjast
fyrir réttindum sínum.
„Ýmsir þessara hópa voru mjög
sýnilegir á ráðstefnunni og þeir
höfðu mjög ákveðnar skoðanir á
sumum ræðumönnum. Meðal ann-
ars var heilbrigðisráðherra Banda-
ríkjanna púaður niður og fékk ekki
að segja eitt einasta orð, en hann átti
að halda hálftíma erindi á ráðstefn-
unni. Þar var verið að mótmæla því
hversu lágar upphæðir Bandaríkja-
menn veita hlutfallslega til barátt-
unnar gegn útbreiðslu alnæmis, en
mörg önnur lönd, til að mynda Dan-
mörk, verja hlutfallslega 7 til 10
sinnum hærri upphæðum til þessara
mála en Bandaríkin,“ segir Sigurð-
ur. Sigurlaug bætir við að mikil mót-
mæli hafi verið við kynningarbása
lyfjafyrirtækja á ráðstefnunni.
Um 40 milljónir manna í heim-
inum sýktar af HIV-veirunni
Sigurður segir að útlit alnæmis-
mála í heiminum sé dökkt, einkum í
þróunarlöndunum, en nú séu um 40
milljónir manna sýktar af HIV.
Fimm milljónir hafi smitast af sjúk-
dómnum í fyrra og þá hafi þrjár
milljónir manna látist úr alnæmi.
Dánartíðni í Afríku fari enn beina
leið upp á við og nú séu þar tvöfalt
fleiri dauðsföll á ári en árið 1995, en í
Vestur-Evrópu hafi dánartíðni á
sama tíma lækkað um 80%. Langt
yfir 90% þeirra sem smitast af og
látast úr alnæmi séu íbúar þriðja
heimsins, frá Afríku, suðurhluta
Kína, Taílandi og einnig breiðist al-
næmi hratt út í fyrrverandi Sovét-
ríkjunum.
Hann segir að í yfirskrift ráð-
stefnunnar í ár hafi áhersla verið
lögð á að tímabært sé að hefja að-
gerðir gegn sjúkdómnum. „Þegar
Gro Harlem Brundtland varð yfir-
maður Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, fyrir tveimur árum, sagði hún
að hún vildi hætta að tala einungis
um forvarnir og auka áherslu á að-
gerðir. Nauðsynlegt er að íbúar
þriðja heimsins geti átt
kost á að kaupa sér
ódýrari lyf, en lyfjafyr-
irtæki hafa áhyggjur af
því að lyf sem seld eru
ódýrt í þriðja heiminum
fari bakdyramegin til Vesturlanda
og þetta dregur úr möguleikum þró-
unarlandanna til að fá lyf á viðráð-
anlegu verði,“ segir Sigurður.
Þau Sigurður og Sigurlaug segja
að miklu meiri fordómar séu gegn
alnæmi í Afríku en á Vesturlöndum,
sjúkdómurinn sé almennt ekki
ræddur þar, en á síðustu alæmisráð-
stefnu sem haldin var í Afríku hafi
kjörorðið verið „rjúfum þögnina“.
Sigurður segir að í sjö Afríkulöndum
séu yfir 20% landsmanna sýkt af al-
næmi og í þremur þeirra sé hlutfallið
yfir 30%. Þetta hafi orðið til þess að
heilu kynslóðir vinnandi fólks hafi
þurrkast út og eftir standi gamal-
menni og börn.
Bóluefni gegn alnæmi
ekki í sjónmáli
Sigurður segir að ákveðinn hluti
ráðstefnunnar hafi verið helgaður
lyfjameðferð. Mörg lyf séu í þróun
og var giskað á að að minnsta kosti
21 lyf væri ýmist farið eða komið
langleiðina í klínískar rannsóknir.
Nýtt lyf, sem nefnist T-20, hafi vakið
mikla athygli en það hindrar veiruna
í að bindast yfirborði CD4-frumna
sem er fyrsta skrefið í að fruman
sýkist. Þetta sé lyf sem þurfi að
sprautast undir húð tvisvar á dag og
virðist hafa litlar aukaverkanir. Sig-
urður bendir á að aukaverkanir af
notkun þeirra alnæmislyfja sem nú
eru á markaðnum séu margar og ný-
lega hafi komið fram rannsóknir
sem bendi til þess að tíðni snemm-
bærs kransæðasjúkdóms aukist við
alnæmismeðferð.
Sigurður segir þau tíðindi hafa
borist í íslenskum fjölmiðlum að
fram hafi komið á ráðstefnunni að
bóluefni gegn alnæmi væri á næsta
leiti. „Hér er mjög frjálslega farið
með staðreyndir. Umrædda frétt má
rekja til blaðamannafundar sem
maður að nafni Donald Francis hélt,
en hann er forseti fyrirtækis sem
heitir VaxGen. Að baki þessu er
bóluefni sem samsett er úr tveimur
mótefnavökum og reynt hefur verið
á dýrum og veitt ein-
hverja vörn, en mjög er
deilt um yfirfærslugildi
þeirra á menn. Engar
niðurstöður eru komnar
og þeirra er í raun ekki
að vænta fyrr en eftir nokkur ár.
Fullyrðingar um að virkt bóluefni
verði komið á markað eftir tvö til
þrjú ár eru því úr lausu lofti gripnar
og það sem eftir var ráðstefnunnar
var sífellt verið að draga úr þessari
yfirlýsingu,“ segir Sigurður.
Að sögn Sigurðar var Robert
Gallo, annar þeirra sem fundu veir-
una fyrstir, ómyrkur í máli á ráð-
stefnunni og sagði að allar
hugmyndir sem byggðust
efnamyndun og jafnvel
frumubundins ónæmis vær
ar til að mistakast. „Han
hinsvegar vera með nýja
um myndun bóluefnis sem
veg fyrir að veiran kæm
frumurnar en þetta bólu
virkt gegn flestum stökk
HIV-stofnum og mætti n
sem fyrirbyggjandi og í
sýkingarinnar. Enn á eftir
ljós hvort Gallo getur staðið
orð. Það er mjög langt
heyrði það fyrst rætt á rá
að nú væru sjö ár þangað
að finna lausn á vandanum
hafa menn talað um önnur
engin varanleg lækning
máli,“ segir Sigurður.
Ferðahömlur gagnvar
smituðum í mörgum r
Sigurlaug segir að í rann
ríkja heims hafi komið fram
þeirra hafi ferðahömlur
HIV-jákvæðum og sum leg
bann við að veita þeim la
leyfi. Einungis 63 lönd séu
opin og er Ísland þar á me
sýni anga þeirrar fordæmi
ríki gegn HIV-smituðum.
Sigurður bendir á að s
sem hafa verið talin mjög f
séu nýlega farin að setja
landvistarleyfi fyrir HIV
sem dæmi megi nefna Kan
Svíþjóð séu menn jafnvel
herða á reglum varðandi þ
urlaug segist hafa orðið vit
að heilbrigðisráðherra Spá
átti að halda erindi á ráðs
var púuð niður og hafi
hún forvitnast um
ástæður þess. „Þá var
mér sagt að það væri
vegna þess að hluti smit-
aðs fólks sem kom frá
Asíuríkjum á ráðstefnuna
landvistarleyfi á Spáni af
við að þau myndu ekki fara
landinu.“
Hún segir að á ráðstefn
komið fram að ekki sé ré
einungis á alnæmi sem he
vandamál heldur sé einnig
tískt mál að ræða. „Það er
taka ákvarðanir um hvort
loka augunum fyrir vanda
Dökkt útlit
næmismál
Um 15.000 manns með ólíkan bakgrun
öllum heimsálfum tóku þátt í 14. alþjóð
alnæmisráðstefnunni sem haldin va
Barcelona á Spáni nú í júlí. Ræddu full
ýmis mál í tengslum við alnæmi. Þau
urður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæ
og Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðg
voru meðal þátttakenda á ráðstefnun
Morgunblaðið/J
Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi og Sigurður B. Þorst
smitsjúkdómalæknir voru meðal þátttakenda í 14. alþj
alnæmisráðstefnunni sem fram fór í Barcelona á dögunum
Heilu kynslóð-
irnar hafa
þurrkast út
ÓLGA Á MÖRKUÐUM
Ekkert lát er á lækkunum á al-þjóðlegum hlutabréfamörk-uðum. Í Bandaríkjunum hafa
helstu hlutabréfavísitölur ekki verið
lægri frá árinu 1998. Dow-Jones-
vísitalan er komin vel undir sjö þús-
und stig. Ef tekið er mið af Standard
& Poor’s 500-vísitölunni þarf að fara
aftur til ársins 1987 til að finna tíma-
bil þar sem hlutabréf hafa lækkað
eins mikið í einu og undanfarnar
tvær vikur.
Þetta eru mikil umskipti frá því að
vísitölurnar náðu hámarki fyrir rúm-
um tveimur árum og ekkert lát virt-
ist vera á hækkun á gengi hluta-
bréfa. S&P 500 hefur lækkað um 45%
frá því vísitalan náði hinu sögulega
hámarki sínu og Nasdaq um 75%.
Samkvæmt vísitölunni Wilshire
5000, sem mælir nánast hvert ein-
asta skráð félag á markaði í Banda-
ríkjunum, hefur markaðsvirði
bandarískra hlutafélaga lækkað um
sjö billjónir dollara frá því í mars ár-
ið 2000 og um þúsund félög hafa horf-
ið af markaði. Þetta er stjarnfræði-
lega há upphæð en í hverri billjón
eru þúsund milljarðar.
Þetta hefur bein áhrif á milljónir
fjárfesta um allan heim allt frá risa-
vöxnum stofnanafjárfestum til ein-
staklinga er hafa bundið ævisparnað
sinn í hlutabréfum.
Engin ein ástæða er fyrir þessari
miklu lækkun. Gengi hlutabréfa er í
eðli sínu sveiflukennt. Því má ekki
gleyma að hlutabréf hafa haldið
áfram að hækka í verði nær látlaust
frá árinu 1982 þótt fjórar tíma-
bundnar niðursveiflur hafi átt sér
stað árin 1987, 1990, 1994 og 1998.
Ávallt náði markaðurinn sér hins
vegar á strik eftir skamman tíma.
Það hefur ekki gerst enn í þetta
skipti og eru margir farnir að ókyrr-
ast verulega af þeim sökum.
Í uppsveiflum gleymist iðulega að
hlutabréf eru langtímafjárfesting og
þar að auki áhættufjárfesting. Ekk-
ert er tryggt þegar hlutabréf eru
annars vegar. Auðvitað munu hluta-
bréf hækka á nýjan leik. Hvenær það
gerist og hversu hratt mun hins veg-
ar tíminn einn leiða í ljós.
Ein skýring sem stundum heyrist
er að sú lækkun sem átt hefur sér
stað sé á engan hátt óeðlileg. Mark-
aðsvirði fyrirtækja hafi hreinlega
verið orðið allt of hátt ef tekið er mið
af tekjustreymi þeirra og arðsemi.
Gengi þeirra nú sé nær raunvirði en
verið hefur og langt í frá að hlutabréf
í bandarískum fyrirtækjum séu á
einhverri útsölu.
Aðrir sérfræðingar benda á að
þótt hlutabréfamarkaðir gefi vís-
bendingu um stöðu efnahagsmála
séu þeir ekki algildur mælikvarði á
stöðu hagkerfisins. Hagtölur benda
síður en svo til að kreppa sé í upp-
siglingu í Bandaríkjunum. Hagvöxt-
ur var um 4,3% á ársgrundvelli á
fyrstu sex mánuðum ársins og því er
spáð að á síðari sex mánuðum þessa
árs verði hagvöxtur um 3% á árs-
grundvelli. Þá er ekkert lát á einka-
neyslu Bandaríkjamanna. Vaxta-
lækkanir bandaríska seðlabankans
síðastliðin tvö ár hafa sömuleiðis ýtt
undir fasteignakaup. Þá hafa margir
fasteignaeigendur endurfjármagnað
húsnæðislán sín á lægri vöxtum og
aukið þar með ráðstöfunarfé sitt.
Lækkun Bandaríkjadollars upp á
síðkastið mun þar að auki styrkja
bandarískan útflutningsiðnað, sem
hefur átt undir högg að sækja.
Frá þessu sjónarhorni er ástandið
ekki mjög alvarlegt. Hins vegar er
hættan sú að hin mikla lækkun á
hlutabréfamörkuðum muni þegar
fram í sækir fara að hafa neikvæð
áhrif á hagkerfið í heild. Hvað gerist
ef neytendur, sem sjá sparnað sinn
verða að engu, fara að halda að sér
höndum? Hvað ef fyrirtæki hætta að
geta aflað sér fjár með sölu hluta-
bréfa á markaði? Mun efnahagslífið
þá sigla inn í samdráttarskeið? Eftir
því sem niðursveiflan á mörkuðum
heldur lengur áfram eykst hættan á
að sú verði raunin.
Mörg áföll hafa dunið yfir síðast-
liðin tvö ár. Netbólan sprakk árið
2000 og ellefti september var reið-
arslag fyrir bandarískt efnahagslíf.
Kauphallarviðskipti og flugsam-
göngur lágu niðri dögum saman. Um
það leyti sem efnahagslífið virtist
vera að jafna sig eftir það áfall skall
það næsta á. Þau fjölmörgu hneyksl-
ismál er upp hafa komið á síðustu
vikum og mánuðum í Bandaríkjunum
hafa ýtt verulega undir lækkun á
gengi hlutabréfa. Margir fjárfestar
treysta hreinlega ekki lengur þeim
tölum sem fyrirtæki leggja fram um
afkomu sína. Ágætt dæmi er fjar-
skiptafyrirtækið WorldCom. Ekki er
langt síðan sérfræðingar spáðu því
að það myndi verða ráðandi á alþjóð-
legum fjarskiptamarkaði innan
nokkurra ára. Nú skömmu síðar eru
hlutabréf í WorldCom nær verðlaus.
Sömu sögu má segja um Enron.
Það vekur sérstaka athygli að
ræða George W. Bush Bandaríkja-
forseta á Wall Street fyrr í mánuðin-
um virðist ekki hafa haft nein áhrif
né heldur síðari yfirlýsingar forset-
ans og Alans Greenspans, banka-
stjóra bandaríska seðlabankans.
Dow Jones hefur lækkað um 16% frá
því forsetinn flutti ræðu sína.
Sú staðreynd, að yfirlýsingar Bush
og Greenspan hafa ekki megnað að
lægja öldurnar, sýnir enn og aftur
fram á að traust verður að ríkja á
milli fjárfesta og fyrirtækja á mark-
aði. Það er grundvöllur markaðsvið-
skipta með hlutabréf. Rofni það
traust er voðinn vís.
Það er íhugunarefni að mál af
þessu tagi skuli geta komið upp í
Bandaríkjunum þar sem rík hefð er
fyrir hlutabréfaviðskiptum og
strangar reglur í gildi. Ef þetta get-
ur gerst á þróaðasta hlutabréfa-
markaði í heimi hversu líklegt er þá
að svipuð mál geti komið upp hér á
landi þar sem kauphallarviðskipti
voru fyrst tekin upp fyrir örfáum ár-
um?
Þótt ekkert bendi til að svipuð mál
leynist á íslenska hlutabréfamark-
aðnum sýnir hin dýrkeypta reynsla
Bandaríkjamanna fram á nauðsyn
þess að fara ofan í þær reglur og
venjur sem gilda um viðskipti með
hlutabréf, reikningsskilavenju og
upplýsingagjöf til fjárfesta. Íslend-
ingar hafa í auknum mæli fest
sparifé sitt í hlutabréfum á undan-
förnum árum, jafnt sem einstakling-
ar og í gegnum lífeyrissjóði. Þau við-
skipti byggjast á trausti, ekki síður
en viðskipti í Bandaríkjunum.