Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 lega 100 börn settust í deildina, sem skiptist í tvo strákabekki og einn telpubekk og til að hafa jafn- marga í hverjum bekk lentum við Maggi og einn annar strákur í stelpubekknum. Úr þessum hópi, auk krakka með hæstar einkunnir úr Miðbæjar-, Austurbæjar- og Laugarnesskólanum, komust aðeins 30 upp í MR. Samkeppnin var því hörð og fóru leikar svo, að við náð- um hvorugir inn í MR en settumst þess í stað í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga, Ágústarskólann, haustið 1946. Að landsprófi loknu 1948 skildu leiðir, Magga hugnaðist ekki frekari skólaganga að sinni og fór til sjós. Mér er enn minnisstætt hvað ég öfundaði Magga, þegar hann tók þessa ákvörðun. Í huga ungra drengja á þessum árum komst ekkert til jafns við að fá pláss á millilandaskipi. Maggi átti hægara um vik að fá pláss en marg- ur annar, því faðir hans, Eymund- ur, var virtur skipstjóri hjá Eim- skip. Maggi sigldi sem háseti hjá Eimskip næstu árin, settist í Sjó- mannaskólann og lauk þaðan far- mannaprófi 1958 og varð stýrimað- ur hjá Landhelgisgæslunni, sem hann starfaði hjá, þar til hann tók pokann sinn og fór í land 1965. Á þessum tímapunkti venti Maggi sínu kvæði í kross og réðst til vinnu hjá vini okkar, Ágústi Kristmanns í Snyrtivörum, og stjórnaði þar þeirri deild, sem sá um úðabrúsa- áfyllingar á allskyns hárlakki og þess konar vörum. Að átta árum liðnum keypti Maggi áfyllingarvél- arnar af Ágústi og stofnaði eigið fyrirtæki, Efnaverksmiðjuna Atlas. Þetta fyrirtæki vann mikið fyrir ol- íufélögin við áfyllingar á úðabrúsa á hinum margvíslegustu vökvum og olíum. Fyrirtæki sitt rak Maggi til 1986 er hann seldi það og hóf störf sem forstöðumaður birgðastöðvar Ríkisspítalanna og starfaði þar til loka starfsferils síns. Eftir að Maggi kom í land hóf hann fljótlega nám í öldungadeild Hamrahlíðarskólans, sem hann stundaði með vinnu sinni, og lauk stúdentsprófi með góðum vitnis- burði 1972. Þarna sannaði Maggi, sem í raun allir vissu, að hann átti létt með nám, enda íhugull og skarpgreindur. Hann átti mjög auð- velt með að tileinka sér hin fjöl- breyttustu störf, eftir að hafa aflað sér góðrar þekkingar á málinu og nægir að nefna stjórn á aðskilj- anlegum keppnismótum. Hann stjórnaði öllum bridge-mótum í stúkunni okkar í hvaða formi sem var, sömuleiðis golfmótum eftir að golfiðkun átti hug okkar allan frá og með stofnun Golfklúbbs Odd- fellowa 1991. Hann skipulagði ekki aðeins mótin, heldur dreif hann sig á námskeið hjá Golfsambandi Ís- lands og tók dómarapróf í golfi 1996 og sinnti dómgæslu upp frá því á fjölda móta hjá golfklúbb- unum í Urriðavatnsdölum. Maggi var mjög félagslyndur maður og sinnti félagsmálum af mikilli einurð og ósérhlífni. Hann tók að sér allt, bæði stórt og smátt, sem hann var beðinn um og hætti ekki fyrr en það var komið heilt í höfn. Það var ekkert hálfkák í kringum hann. Maggi var félagi í Lionshreyfingunni til margra ára- tuga og sat lengi í stjórn klúbbs síns og var forseti hans eitt kjör- tímabil. Árið 1987 gekk Maggi til liðs við stúkuna nr. 5 „Þórstein“ IOOF. Maggi varð strax dyggur liðsmaður hennar og vék sér ekki undan, ef leitað var liðsinnis hans í hinum ýmsu málum. Hann bar hag hennar mjög fyrir brjósti og ljáði öllum málum gott lið. Honum hafa verið falin mörg verkefni, sem hann leysti af lipurð og ósérhlífni. Maggi sat í stjórn stúkunnar um átta ára skeið og síðustu tvö árin sem æðst- ur meðal jafningja. Hann lauk kjör- tímabili sínu í janúar sl. og skilaði stúkunni í hendur arftaka síns með mikilli sæmd, þó fársjúkur væri orðinn. Ekki má gleyma þætti Magga í uppbyggingu golfvallar Oddfellowa í Urriðavatnsdölum. Ég held ég muni það rétt, að Maggi hafi setið í stjórnum beggja klúbb- anna, allt frá 1993 til síðasta aðal- fundar í sl. nóvember. Í þessum störfum lagði Maggi sig allan fram, var jafnan gjaldkeri eða féhirðir, og vann þau störf af nærgætni og festu. Mér til efs, að orðið nei hafi verið til í orðasafni Magga Eym, þegar verk þurfti að vinna fyrir golfklúbbana! Maggi var stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins og vann jafnan fyrir hann í kosningum en leitaði ekki frekari frama á þeim vettvangi. Maggi var meðalmaður á hæð, fríður sínum, brosmildur og kankvís á svipinn, fremur feitlaginn er leið á ævina en vörpulegur. Göngulag Magga var dálítið sérstakt, hann var nefnilega útskeifur eða eins og hann sjálfur tók til orða; „ég geng eins og klukkan sé kortér í þrjú“. Eins og fram kemur í aðfararorð- um hér að framan var Maggi þrí- kvæntur og eignaðist þrjá dætur. Við andlát sitt átti hann orðið 6 barnabörn. Eins og fram hefur komið and- aðist Maggi á líknardeild Lands- spítalans. Líknardeild þessi var inn- réttuð fyrir tilstilli gjafafjár Oddfellowreglunnar á Íslandi í til- efni 100 ára afmælis hennar, auk vinnuframlags fjölmargra Oddfell- owa, og tekin í notkun fyrir réttum tveimur árum. Ég hef ekki komist hjá því að veita því athygli í heim- sóknum mínum til Magga, hve ynd- islegar manneskjur það eru, sem vinna á þessari deild. Umhyggja þeirra fyrir velferð skjólstæðinga sinna, varfærnin sem þær sýna þessum langþjáðu meðbræðrum sínum, eru í einu orði sagt, aðdáun- arverð. Ég hef eiginlega aldrei upp- lifað nokkru líkt. Það var einn heit- an og sólríkan dag í byrjun þessa mánaðar um kvöldmatarleytið, að við tveir stúkubræður Magga vor- um í heimsókn hjá honum. Þá kom ein þessara elskulegu kvenna og spurðu, hvort hann vildi ekki koma út á veröndina til hinna og njóta veðurblíðunnar og eta kvölverðinn þar? Það skipti engum togum, á augabragði var búið að aka rúminu út á veröndina þar sem Maggi átti yndislega stund í himnesku veðri og naut samverunnar með hinum sjúk- lingunum. Dætur Magga hafa beðið þá, sem minnast vilja föður þeirra, að láta framlögin renna til líkn- ardeildar Landspítalans í Kópavogi. Ýmislegt vantar þar ennþá og er Oddfellowreglan með stórt átak á prjónunum í þágu deildarinnar, sem verður gert heyrin kunnugt innan skamms. Í veikindum sínum hefur Maggi sýnt afburða rósemi og hugrekki. Hann hefur allan tímann ekki geng- ið þess dulinn hvert stefndi og hef- ur talað um það óttalaust. Ég hef mikið af þessu lært og virðing mín fyrir þessum mæta vini mínum og bróður hefur aldrei risið hærra, en á undangengnum vikum. Við Ása Hanna biðjum þess, að góður Guð styrki dætur og barna- börn Magga, systur hans og bróð- ur, í sárri sorg þeirra. Blessuð sé minning öðlingsins Magnúsar Ey- mundssonar. Gylfi Guðmundsson. Í dag er til moldar borinn Magn- ús Eymundsson, iðnrekandi og for- stöðumaður. Eftir lifir minningin um góðan dreng og traustan félaga. Okkar fundum bar fyrst saman vorið 1977 gegnum smáauglýsingar Vísis. Þar hafði ég sett inn smá- klausu um sjálfstætt starfandi sölu- mann sem vildi bæta við sig vörum til sölu úti á landi. Þetta var í þá góðu gömlu daga þegar hár tollur var á snyrtivörum og það borgaði sig að setja ilmvötn á spraybrúsa og steypa varaliti. Magnús rak Efnaverksmiðjuna Atlas um árabil og vann fyrir ýmsa heildsala sem höfðu umboð fyrir þekkt vörumerki. Hann framleiddi einnig sjálfur sína eigin vörulínu í snyrti- og hreinlæt- isvörum. Ég seldi fyrir hann í fimm ár og dreifði síðan vörum frá Magn- úsi fyrstu árin eftir að við hjónin stofnuðum Rekstrarvörur árið 1982. Árið 1988 seldi Magnús sinn rekstur og gerðist forstöðumaður birgðastöðvar Ríkisspítala þar sem birgjar mættu ákveðnum og glögg- um samningamanni. Allt frá fyrstu kynnum til síðasta dags áttum við Magnús mikil og góð samskipti og með okkur tókst náinn vinskapur. Þegar okkar leiðir lágu saman var ég tvítugur strákur en hann lífsreyndur maður á miðjum aldri. Samt hefur aldrei verið neitt kynslóðabil á milli okkar og ef nokkurt orð gæti einkennt Magnús öðru fremur, þá er það orðið aldursleysi. Hann lét sig til að mynda aldrei vanta á „Fúavarn- ardaga“ á Búskhamri og var þar ávallt mesti strákurinn þótt við værum flestir 20-30 árum yngri í þeim fagnaði. Magnús Eymundsson var lífskúnstner og félagsmálaljón og það var gaman að umgangast hann og skemmta sér með honum. Fyrir þremur árum áttum við sam- leið á sýningu í Þýskalandi og kynntist ég þá betur heimsmann- inum Magnúsi Eymundssyni, en hann fór víða á sínum yngri árum og var m.a. lengi í siglingum. Í ald- arfjórðung átti ég samtöl við Magn- ús um lífsins gagn og nauðsynjar og á honum mörg góð ráð að þakka. Magnús átti við mikil og erfið veikindi að stríða síðustu tvö árin sem hann lifði. Hann var ótrúlega sterkur í þeirri baráttu og fullur af lífsvilja fram á síðasta dag. Mér var það mikil ánægja að þessi góði og trausti vinur skyldi mæta á 20 ára afmæli Rekstrarvara 24. maí sl. þrátt fyrir að vera bundin við hjóla- stól og þjáður af miklum veikind- um. Það var síðasta samkoman sem hann sótti. Það er ómetanlegt að hafa átt slíkan vin sem Magnús Eymunds- son var. Blessuð sé minning hans. Við hjónin sendum samúðar- kveðju til dætranna Eddu og Þóru og fjölskyldna þeirra og vinkonu Magnúsar, Ernu Ármannsdóttur. Kristján Einarsson. Við Magnús Eymundsson kynnt- umst í stjórn Félags sjálfstæðis- manna í vestur- og miðbæ, en Magnús var sannur vesturbæingur af gamla skólanum og vildi vinna fyrir sitt hverfi. Magnús var í stjórn félagsins nánast frá upphafi og gegndi flest- um trúnaðarstörfum og var formað- ur félagsins um tíma. Hann var þessi dæmigerði ósér- hlífni fótgönguliði sem enginn stjórnmálaflokkur getur verið án. Liðsmaður sem hugsar um hags- muni og velferð flokksins síns en ekki sína eigin. Hann lá ekki á liði sínu þegar kom að kosningaund- irbúningi, prófkjörsvinnu og loks kjördagsstarfinu þar sem hann var flestum hnútum kunnugur. Hann sat flesta landsfundi flokksins í um aldarfjórðung og tók virkan þátt í landsfundarstarfinu Magnús var þó aldrei neinn flokkshestur eða já-bróðir, en svo eru þeir stundum kallaðir sem fylgja flokkslínunni blint. Hann hafði ákveðnar og svolítið sérstakar skoðanir sem hann studdi sterkum rökum. Hann var í senn íhalds- maður og frjálshyggjumaður, en umfram allt sjálfstæðismaður. Gott dæmi um sérstakar skoð- anir Magnúsar er að hann var ein- dreginn stuðningsmaður einmenn- ingskjördæma, af því að hann taldi það fyrirkomulag tryggja sterka einstaklinga á þing en ekki þau meðalmenni sem hann taldi að stundum slæddust með við núver- andi kjördæmaskipan, enda var meðalmennskan honum síst að skapi. Þó að Magnús Eymundsson hafi haft ákveðnar skoðanir í stjórnmál- um, þá var hann ekki sífellt að tönnlast á þeim, nokkuð sem ýmsir stjórnmálamenn mættu taka til fyr- irmyndar. Hann lýsti skoðun sinni skilmerkilega og æsingalaust í stuttu máli, og kippti sér ekki upp við það þó aðrir væru á annarri skoðun, enda laus við þá áráttu að verða að troða skoðunum sínum uppá aðra, Magnús kunni þá list að vinna í pólitískri stjórn og gat þá verið maður málamiðlana. Hann studdi oft nýkjörinn formann sinn þó hann væri ekki alveg sammála um máls- meðferð og gerði þá ekki ágreining um smáatriði. En ef hann var ósammála þá lýsti hann skoðun sinni umbúða- laust og var ekkert að skafa utan af því. Hann var ekki sú manngerð sem sagði það sem hann taldi við- mælandann helst vilja heyra. Þó að Magnús veldist oft í stjórn- ir á sínum áhugasviðum, í pólitík, í golfklúbbnum og víðar vegna dugn- aðar síns, var hann síður en svo svokallað félagsmálafrík. Hann vildi hespa stjórnarfundi af, taka mál- efnin skipulega fyrir og ljúka fundi sem fyrst. Það var oft gaman að fylgjast með þegar hann kurteis- islega en ákveðið stuggaði við kjaftaglöðum meðstjórnendum þeg- ar hann taldi þá vera komna út fyr- ir efnið. Fyrir hönd Félags sjálfstæðis- manna í vestur- og miðbæ, sem naut krafta hans svo lengi, sendi ég fjölskyldu hans samúðarkveðju. Einar Eiríksson. Mikið þykir mér leitt að geta ekki fylgt mínum kæra vini Magn- úsi Eymundssyni til grafar, þar sem ég er erlendis um þessar mundir. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman fyrir allmörgum árum þegar ég keypti af honum heild- sölurekstur á snyrtivörum. Ég var þá ung og með öllu óreynd í heimi viðskiptanna. Magnús tók mig í harða kennslu sem ég hef búið að allar götur síðan og á ég honum allt að þakka. Er ég lít yfir farinn veg finnst mér ég gæfurík að hafa fengið að kynnast Magnúsi. Ýmsar myndir koma í huga mér er ég hugsa til hans, því svo margs er að minnast. Oft á tíðum gerum við okkur ekki ljóst hve mikil áhrif við samferða- fólkið höfum hvað á annað. Allt hefur sinn tilgang sem stundum er ekki auðvelt að skilja. Engin rós er án þyrna og öll ættum við að hlúa að lífinu svo það haldi áfram að blómstra því þegar allt kemur til alls þá munum við aðeins muna það góða úr minningabók lífs- ins. Magnús var einlægur vinur og gaf okkur hinum auðveldlega af hjarta sínu. Sumir teljast gjafmildir og góðir því þeir gefa einhvern hluta af eignum sínum en aðrir eins og Magnús gefa okkur líka af sjálf- um sér og hjarta sínu af heilum hug. Það hlýtur að teljast hin sanna gjöf því ef slíkt yrði sett á vog- arskálarnar hlýtur andinn og sálin að vega þyngra en efnið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa sagt Magnúsi fyrir stuttu hve vin- átta hans og velvild hefði markað djúp spor í mína lífsgöngu og hve hún væri mér mikils virði. Magnús var fagurkeri og þrátt fyrir veikindin hélt hann í reisn sína og strákinn í sjálfum sér. Vin- ur minn hefur nú lagt aftur augun og boðið okkur góða nótt. Megi Guð blessa minningu Magnúsar Eymundssonar. Rósa Matthíasdóttir. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Íbúar Eyja og Kleifahrauns eru hvattir til að mæta. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Uppl. í s. 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Háaleitisbraut 58-60. Samkoma í Kristni- boðssalnum í kvöld kl. 20:30. Ræðumað- ur Guðlaugur Gunnarsson. . Safnaðarstarf KIRKJUSTARF ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.