Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURLJÓS hf. skulda lífeyris- sjóðum hér á landi um tvo milljarða króna í skuldabréfum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins á Landsbankinn 22 af þessum bréfum, sem voru með gjalddaga á vaxtagreiðslum hinn 30. maí sl., og hefur bankinn nú gjald- fellt 19 þessara bréfa, en vaxta- greiðslur af þremur bréfanna eru í skilum. Hvert skuldabréf er upp á fimm milljónir króna, þannig að gjaldfellingin er upp á 95 milljónir króna. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að í maímánuði hafi þegar verið ljóst, að félagið gæti ekki að fullu staðið í skilum með vaxtagreiðslurnar til lífeyrissjóð- anna. Því hafi verið hringt í alla sjóðina og þeir hafi verið spurðir hvort Norðurljós mættu dreifa greiðslum á afborguninni yfir sum- armánuðina þrjá, og allir lífeyris- sjóðirnir hafi samþykkt þá tilhögun. „Við höfum því borgað öllum líf- eyrissjóðunum mánaðarlega. Þar á meðal borguðum við Landsbankan- um þrjú bréf sem Lífeyrissjóður sjó- manna átti og bankinn var með í innheimtu og þrjú bréf að fullu sem bankinn átti sjálfur, af þeim 22 sem bankinn átti. Núna sér Landsbankinn sínum hag best borgið, andstætt öllum öðr- um, með því að senda þau 19 bréf sem hann á í lögfræðilega innheimtu og gjaldfellir þau öll,“ segir Sigurð- ur, „þessi bréf eru með gjalddaga árið 2008. Fram til þess tíma eru bara vaxtagjöld á þeim.“ Bréf til Landsbankans Morgunblaðið hefur undir hönd- um afrit af bréfi sem Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, ritaði Brynjólfi Helgasyni, aðstoð- arbankastjóra Landsbankans, af þessu tilefni 15. júlí sl. Í bréfinu seg- ir m.a.: „Með bréfi þessu leyfi ég mér að senda þér fyrir hönd Lands- banka Íslands hf. röksemdir mínar fyrir því að greiða beri af hinum óveðtryggðu skuldabréfum, en þær voru svar mitt við bréfi umboðs- manns lánveitenda sambankalánsins frá 14. júní 2002. Í lok þess bréfs óskaði ég eftir skriflegum fyrirmæl- um frá umboðsmanni bankanna, ef ég ætti að hætta að gæta hagsmuna þeirra og eigenda Norðurljósa sam- skiptafélags hf. að þessu leyti. Mér hafa ekki borist nein fyrir- mæli um að hætta að greiða af skuldum Norðurljósa samskipta- félags hf. og lít ég því svo á að lán- veitendur sambankalánsins telji hagsmunum sínum best borgið með því að halda ró um Norðurljós sam- skiptafélag hf., eins og tekist hefur vonum framar. Í raun eru það að- eins ríkisbankarnir tveir, Lands- banki Íslands hf. og Búnaðarbanki Íslands hf., sem virðast fjandsam- legir Norðurljósum samskiptafélagi hf. og leggja sig sérstaklega fram við að koma höggi á félagið í stað þess að reyna að ná samkomulagi um uppgjör skulda og/eða endur- skipulagningu á fjármálum þess. Búnaðarbanki Íslands hf. með því að gjaldfella lán, sem er í skilum, á tæknilegum forsendum einum sam- an og Landsbanki Íslands hf. nú síð- ast með tilraun til að gjaldfella, þrátt fyrir samkomulag um hið gagnstæða, ótryggð skuldabréf, sem forsvarsmenn Landsbanka Íslands hf. telja jafnframt að óeðlilegt sé að greitt sé af. Það má því segja að það sé vandlifað þegar kemur að við- skiptum við Landsbanka Íslands hf. Með bréfi þessu fylgir tékki að fjárhæð kr. 3.818.326,26 til greiðslu vaxtaafborgunar þeirra 19 skulda- bréfa sem ógreitt var af frá 30. maí 2002 ásamt dráttarvöxtum reiknuð- um til dagsins í dag. Ekki kemur til álita að Norðurljós samskiptafélag hf. greiði lögmanns- þóknun vegna þessarar innheimtu, enda hafði bankinn ekki fyrir því að senda félaginu áminningu eða aðra tilkynningu en þá að skuldabréfin hefðu verið send til lögfræðings. Svona vinnubrögð af hálfu Lands- banka Íslands hf. fá illa samrýmst vinnureglum þeim, sem Benedikt Guðbjartsson, lögfræðingur bank- ans, lýsti í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári. Virtust þær allar miða að því að fara sem mýkstum höndum um skuldara og sýna þeim ríka til- litssemi. Norðurljós samskiptafélag hf. á rétt til sömu meðferðar, enda hefur félagið bæði getu og vilja til að standa við skuldbindingar sínar. Hafni Landsbanki Íslands hf. móttöku þessarar greiðslu verður henni deponerað. Greiðslunni má ekki ráðstafa með neinum öðrum hætti en til greiðslu vaxtaafborgana frá 30. maí 2002 og dráttarvaxta af þeim. Norðurljós samskiptafélag hf. mun jafnframt taka til varnar í inn- heimtumálinu sem bankinn kann að láta lögmann sinn hefja en ekkert af skuldabréfunum er aðfararhæft. Jafnframt mun Lögmannafélagi Ís- lands gert viðvart um að lögmanna- stofan hyggist taka sérstaka þóknun af hverju skuldabréfi að fjárhæð kr. 277.229 auk virðisaukaskatts, en slíkri gjaldtöku hefur margsinnis verið hafnað af Lögmannafélagi Ís- lands og dómstólum sem eiga síð- asta orðið um þóknanir lögmanna úr hendi þeirra sem þeir beina spjótum sínum að fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Virðingarfyllst, Sigurður G. Guðjónsson forstjóri.“ Landsbankinn gjaldfellir 19 skuldabréf Norðurljósa Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í Austurstræti. Landsbankinn gjaldfelldi nýverið 19 skuldabréf Norðurljósa að upphæð 95 milljónir króna. SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur Árna Tómassyni, bankastjóra Bún- aðarbankans, og/eða DV vegna ummæla Árna í blaðinu sl. mánu- dag þess efnis að Sigurður hafi leynt bankann upplýsingum um sambankalán sem Norðurljós tóku á sínum tíma. Sigurður segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort meiðyrðamálið verði höfðað gegn bæði Árna og DV eða öðrum hvor- um aðilanum. Sigurður gaf Árna frest til há- degis í gær að draga ummæli sín til baka en í svarbréfi Árna, sem birt er hér í heild sinni á síðunni með heimild Sigurðar, segir hann m.a. að um misskilning Sigurðar sé að ræða. Sættir Sigurður sig ekki við svarbréfið og segist í sam- tali við Morgunblaðið ætla í fram- haldinu að leita leiða til að fá um- mælin leiðrétt á opinberum vettvangi með atbeina dómstóla, eins og hann orðar það. „Af bréfi bankastjórans má það helst ráða að ég og Norðurljós séum eitt og hið sama, að ég hafi verið lögfræðingur og stjórnar- maður í félaginu þegar samið hafi verið um lánið. Þess vegna hafi ég, líkt og aðrir, leynt Búnaðarbank- ann einhverjum upplýsingum. Þetta er alrangt og Árni Tómasson veit það. Lánið var verk hans og Jóns Ólafssonar, sem sömdu um láns- kjör og alla skilmála. Árni gaf starfsmönnum Búnaðarbankans fyrirmæli um það í rafpósti, sem sendur var áfram til okkar, að lög- fræðingar bankans myndu ganga frá þessu máli í samráði við þáver- andi forstjóra Norðurljósa,“ segir Sigurður og telur það meginmáli skipta að þarna hafi Árni lagt það fyrir lögfræðinga Búnaðarbankans að fá að sjá lánasamninginn og m.a. gjaldfellingarákvæði hans. Sigurður segir að ef eitthvað hafi skort á vitneskju Búnaðarbankans um inntak lánasamningsins þá hafi það væntanlega verið vegna þess að starfsmenn bankans hafi ekki unnið sína heimavinnu rétt. „Við mig, hvorki sem lögfræðing né stjórnarmann, var aldrei nokkru sinni talað af hálfu Bún- aðarbankans um þessi skjöl. Það er alveg á tæru að ég ætla ekki að láta Búnaðarbankann, eða banka- stjóra hans, komast upp með það að halda því að þjóðinni, í gegnum Dagblaðið, að ég hafi leynt Bún- aðarbankann einhverjum upplýs- ingum. Ég mun láta höfða mál á hendur þeim sem standa fyrir þessum aðdróttunum í minn garð. Ef ég man rétt, er það væntanlega Dagblaðið sem situr uppi með skömmina, samkvæmt prentlög- um,“ segir Sigurður. Í ljós kemur hver segir satt Hann segist ætla að ganga eftir svörum frá DV við þeim óskum að blaðið hætti að nota nafn sitt í tengslum við þetta tiltekna mál. „Ég get ekki skilið bankastjóra Búnaðarbankans öðruvísi en svo að hann hafi ekki nafngreint mig í neinum viðtölum, þennan svikula mann, heldur séu það ályktanir fjölmiðlamanna. Það mun svo koma í ljós hver er að segja satt og rétt frá, er það Dagblaðið eða bankastjórinn?“ Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, ætlar í meiðyrðamál Alrangt að ég hafi leynt upplýsingum ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sendi eftirfarandi svarbréf til Sigurðar G. Guðjóns- sonar, forstjóra Norðurljósa, skömmu fyrir hádegi í gær eftir að Sigurður hafði gefið Árna frest til hádegis um að draga ummæli sín í DV sl. mánudag til baka: „Norðurljós hf. Hr. Sigurður G. Guðjónsson Lyngháls 5 130 Reykjavík. Reykjavík, 22. júlí 2002. Varðar: Bréf yðar dags. 22. júlí 2002. Bréf yðar virðist byggt á mis- skilningi. Upplýst var að bankinn teldi Norðurljós hf. hafa leynt okk- ur upplýsingum um þau skilyrði fjölbankalánsins að fyrirtækinu væri óheimilt að efna til lántöku án samþykkis bankanna sem stóðu að lánveitingunni. Fram kemur opin- berlega að þér voruð í stjórn Norð- urljósa hf. þegar umrætt lán var veitt auk þess sem þér voruð lög- maður félagsins. Á fundi sem við áttum fyrr í þessum mánuði var yður gerð ræki- lega grein fyrir þessu atriði. Virðingarfyllst, Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Ís- lands hf.“ Svarbréf bankastjóra Búnaðar- bankans ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að bankinn sé að vinna greinargerð til Fjármála- eftirlitsins í tilefni af kæru Norð- urljósa á hendur bankanum og muni ekki tjá sig frekar um ein- staka þætti málsins. Árni var spurður að því hvort yfirleitt væri einhver möguleiki á því að upplýsingar um lánamál Norðurljósa hjá Búnaðarbankan- um hefðu borist til Fjölmiðla- félagsins á annan hátt en frá bank- anum sjálfum, fyrst upplýsingar um lánanúmerin sjálf og fjárhæð eftirstöðva lánanna lægju fyrir í drögum að yfirlýsingu sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Árni kaus að tjá sig ekki um málið að öðru leyti en því að Bún- aðarbankinn ítrekaði það sem áður hefði komið fram, að lög um bankaleynd hefðu ekki verið brot- in. Tjáir sig ekki frekar um einstaka þætti málsins Búnaðarbankinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.