Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR ófögur sjón sem blasti
við starfsfólki og ungum smiðum
sem mættu galvaskir samkvæmt
venju á smíðavöllinn í Reykja-
nesbæ á mánudag. Búið var að
eyðileggja marga kofa, hreinlega
jafna þá við jörðu. Skemmdar-
verkin hafa verið unnin um
helgina og ekki hefur enn tekist
að hafa uppi á þrjótunum sem
spjöllin unnu.
Mikil sorg meðal barnanna
Kofar hafa tekið að rísa á
smíðavellinum frá því í lok júní
en hann er á malarvellinum í
Keflavík, við fjölfarna götu og í
nágrenni við íbúabyggð. Það hef-
ur ekki aftrað skemmdarvörg-
unum og sagðist Ragnar Örn Pét-
ursson, forvarna- og
æskulýðsfulltrúi, hafa trú á að um
einstaklinga í yngri kantinum
hefði verið að ræða sem ekki
hefðu gert sér fulla grein fyrir
þeirri vinnu og alúð sem lögð
hafði verið í kofasmíðina. Ragnar
Örn telur að um 50–60 börn á
aldrinum 7–12 ára hafi smíðað á
vellinum í sumar, en kofarnir
voru flestir að verða fullbúnir
þegar þeir voru eyðilagðir þar
sem loka á smíðavellinum í næstu
viku. „Þetta er mjög leiðinlegt
fyrir börnin, en því miður árvisst
að skemmdarvargar séu á ferð-
inni að eyðileggja kofabyggðina,“
segir Ragnar Örn. „Krakkarnir
eru auðvitað miður sín enda hafa
þau lagt heilmikla vinnu í smíðina
undanfarnar vikur og sumir verið
að taka að sér aukavinnu á vell-
inum og mætt með verkfæri eftir
lokun til að klára í tíma.“
Erfitt að fylgjast með óvel-
komnum gestum
Ragnar segir að þar sem völl-
urinn sé á opnu svæði sé erfitt að
fylgjast með og stjórna umferð
um völlinn. „Þar sem krakkar eru
oft að koma og vinna í kofunum
sínum og leika sér utan opnunar-
tíma þá er ekki eftir því tekið
þótt krakkar á svipuðu reki komi
inn á völlinn í öðrum tilgangi.“
Ragnar Örn segir að ef koma á
í veg fyrir skemmdarverk af
þessu tagi þurfi kofabyggðin
helst að vera á afgirtu og lokuðu
svæði.
Rekstrarsamningur er milli
íþrótta- og tómstundaskrifstofu
Reykjanesbæjar og Skátafélags-
ins Heiðarbúa um smíðavellina.
Skátarnir sjá um rekstur vall-
arins, innritun og fleira en bær-
inn greiðir fyrir og útvegar að
hluta efni og aðstöðu.
Ragnar Örn segir að í lok sum-
ars standi til að halda fund með
skátunum þar sem farið verði yfir
stöðuna og leiðir að öruggari
smíðavöllum kannaðar. „Það gæti
vel farið svo að fyrirkomulaginu
á smíðavöllunum yrði breytt,“
segir Ragnar Örn. „Það má t.d.
hugsa sér að fleira verði í boði
fyrir börnin á vellinum en kofa-
smíði, t.d. leikir og annað í anda
skátanna.“
Fyrirkomulag smíðavallanna verður endurskoðað
Skemmdarverk á smíðavelli
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Krakkarnir sem unnið hafa að smíði kofa á malarvellinum í Keflavík undanfarna daga og vikur urðu skiljanlega
fyrir sárum vonbrigðum er þeir sáu skemmdarverkin á smíðavellinum á mánudagsmorgun.
Reykjanesbær
ELDUR kom upp í kaffi-
brennslunni Kaffitári í Njarð-
vík í gærmorgun og barst til-
kynning til lögreglunnar í
Keflavík um mikinn reyk frá
húsinu laust eftir kl. 9. Ekki
reyndist eldurinn jafnmikill og
talið var í fyrstu og tókst
slökkviliði að ráða niðurlögum
hans á skömmum tíma. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu
er talið að kviknað hafi í út frá
brennsluofnum sem notaðir eru
til að brenna kaffið. Skemmdir
urðu litlar en reykræsta þurfti
húsnæðið.
Eldur í
Kaffitári
Njarðvík
bæta alla aðstöðu fyrir kennara í
elsta hluta skólahússins. Þar er m.a.
að finna nýja kaffistofu og vinnu-
stofu.
Gerðaskóli mun fagna 130 ára af-
mæli í byrjun október, en að sögn
Ernu er hann næstelsti skóli lands-
ins sem starfað hefur samfleytt. Af-
mælinu verður fagnað á ýmsan hátt
og mikil hátíðarhöld. Í vikunni fyrir
afmælið verður hefðbundin kennsla
lögð niður að hluta og unnið í þema-
vinnu í tengslum við afmælið og boð-
ið upp á ýmsar uppákomur.
Nemendur Gerðaskóla eru um 220
í 1.–10. bekk og starfsmenn verða 34
í vetur, þar af rúmlega 20 kennarar.
FJÓRAR nýjar kennslustofur verða
fullbúnar og teknar í notkun í Gerða-
skóla í haust. Að auki verður tekinn í
notkun samkomusalur og er ætlunin
að skólasetning fari þar fram í haust
þrátt fyrir að salurinn sé ekki alveg
frágenginn. Með nýju kennslustof-
unum er Gerðaskóli orðinn einset-
inn, en lögum samkvæmt eiga allir
grunnskólar að vera einsetnir í
haust.
Viðbygging við Gerðaskóla, þar
sem bæði skólastofurnar og
samkomusalinn er að finna, hefur
verið að rísa að undanförnu og
verður henni að mestu lokið nú í
ágúst.
„Skólastofurnar munu breyta
mjög miklu fyrir okkur og gera það
að verkum að við getum einsett skól-
ann,“ segir Erna M. Sveinbjarnar-
dóttir, skólastjóri Gerðaskóla. „Það
gjörbreytir allri aðstöðu að hafa ein-
setinn skóla.“
Bætt aðstaða fyrir kennara
„Í nýju stofunum er ætlunin að
hafa nemendur 1.–4. bekkjar og ætl-
um við okkur að byggja upp byrj-
endakennslu eins og hún best getur
orðið.“
Erna segir að einnig sé verið að
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar
Í viðbyggingu Gerðaskóla, sem tekin verður í notkun í haust, eru fjórar kennslustofur og samkomusalur.
Fjórar nýjar skólastofur í Gerðaskóla
Skólinn einsetinn í haust
Garður
NORSKA loðnuskipið Magnarson
kom með 500 tonn af loðnu til Sand-
gerðis síðastliðinn fimmtudag og
landaði hjá fiskimjölsverksmiðju
Barðsness ehf. Er þetta fyrsta
norska loðnuskipið sem landar í
Sandgerði. Myndin var tekin þegar
skipið lagðist að bryggju. Loðnan
var veidd í grænlenskri lögsögu og
að löndun lokinni hélt skipið áleiðis
til heimahafnar í Björgvin.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Norskt
skip landar
græn-
lenskri
loðnu
Sandgerði
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Gerðahrepps
bryddaði upp á þeirri nýjung nú í
sumar að gefa leikskólabörnum kost
á að koma á leikjanámskeið, en slík
námskeið hafa hingað til einungis
verið í boði fyrir yngstu grunnskóla-
börnin og notið mikilla vinsælda.
Námskeiðið tókst vel og voru
börnin sérstaklega ánægð, enda leik-
skólinn í fríi yfir hásumarið og því
minna við að vera.
Betri þátttaka á námskeiðinu
meðal yngri barnanna
Hátt í 20 börn sóttu námskeiðið,
sem er mun betri þátttaka en hjá
eldri börnunum, að sögn Helgu
Eiríksdóttur, íþróttakennara og um-
sjónarmanns námskeiðanna.
Börnin gerður ýmislegt skemmti-
legt á leikjanámskeiðinu. Farið var í
ýmsa leiki, bæði utandyra og innan-
dyra og börnin voru látin spreyta sig
á allskyns leikfimiæfingum, sem féll
mjög vel í kramið hjá þeim og óhætt
að fullyrða að þau hafi fengið góða
útrás fyrir hreyfiþörfina.
Andlitsmálning
og frjálsir leikir
Blaðamaður Morgunblaðsins kom
við í Íþróttamiðstöðinni á útskriftar-
daginn síðastliðinn föstudag og
mætti hópi mikilla fjörkálfa sem
augljóslega voru ánægð með leikj-
anámskeiðið.
Börnin höfðu verið máluð eftir eig-
in óskum, allir fengu gómsætan ís og
námskeiðinu lauk með frjálsum leik.
Það mátti heyra á foreldrum
barnanna að þau hefðu gjarnan vilj-
að að námskeiðið stæði lengur fram
á sumarið, enda börnin verið mjög
ánægð með námskeiðið og þá dag-
skrá sem boðið var upp á.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Á leikjanámskeiðinu voru börnin m.a. látin klifra í rimlunum. Hér hafa
þau brugðið sér í líki katta, ljóna og tígrisdýra og þarna má líka sjá
prinsessur að ógleymdum hina sívinsæla Harry Potter.
Leikja-
námskeið
leikskóla-
barna
heppnað-
ist vel
Garður