Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 38

Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ íslensku: „Ég vissi að ég myndi finna ykkur hérna,“ og þar var Helgi mætt- ur ásamt konu sinni og voru miklir fagnaðarfundir. Ég gleymi ekki bros- inu hennar Eddu, þegar hún sá þau og sagði: „Þú veist nú hvar við höld- um okkur, Helgi minn.“ Helgi bjarg- aði því að við kæmumst á æfingu hjá flokknum og fórum við bakdyramegin inn í þessa frægu byggingu, sjálfa Parísaróperuna. Við gengum marga langa ganga, fóðruðum dökkrauðu plussi og salurinn, þvílík upplifun. Þarna sátum við sjö saman, vinkon- urnar, og horfðum á stórkostlega sýn- ingu. Hittum þau hjónin á eftir og átt- um þar unaðsstundir við að rifja upp gamla tíma, þegar við vorum öll í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Síðan eru liðin fimmtíu ár, ótrúlegt. Ég man hvað Edda naut sín vel í þessari ferð. Hún var alltaf fyrst á fætur og alltaf fremst í flokki, röggsöm, ósérhlífin en tilfinninganæm. Næm fyrir lífinu, listræn með afbrigðum og smekkleg. Ég minnist þess einnig þegar ég leit inn á æfingu í Borgarleikhúsinu, þar sem hún var að setja á svið skóla- sýningu, en hún starfrækti Ballett- skóla Eddu Scheving til fjölda ára. Þessi netta kona varð „stór“, þar sem hún stóð fremst við sviðið í þessum stóra sal, í eldrauðri peysu og logaði af lífskrafti, með eitt til tvö hundruð börn uppi á sviði, en þar stóð Brynja dóttir hennar, sem er kennari við skólann, og færði litlu stýrin fram og til baka. Allt í einu sé ég litla stelpu með stór augu og mikla útgeislun í hópnum, tek strax eftir hvað hún hef- ur góðar hreyfingar eins og ekta ball- erína og spyr Eddu hver þetta sé. „Þetta er litla stélið mitt, Edda barna- barnið mitt,“ sagði hún og ljómaði. Og ég hugsaði, þarna var þá litli demant- urinn hennar, ekki ólík ömmu sinni. En núna í dag er von á öðrum dem- anti og sorglegt að Edda skyldi ekki fá að lifa það. En ég veit, að Edda mín fylgist með þessu öllu og stjórnar þessu ofan frá ef að líkum lætur. Ég ætla að enda þetta með að þakka Eddu samfylgdina. Hún gaf mér mikið, eins og hún gaf öllum litlum og stórum ballerínum Íslands, ól þær upp fyrir lífsleiðina miklu. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð, Margréti móður Eddu, Hörpu, Brynju og fjölskyldum og ekki síst litla stélinu, Eddu. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tíma- mótum. Ingunn Jensdóttir. Ég kveð þig vina mín „vors og blóma“. Þú sagðir þetta oft, ég veit ekki beinlínis hvað það þýðir, en það var mjög passandi þegar þú notaðir þessa setningu eins og svo margt ann- að sem þú sagðir. 46 ár þekktumst við stjörnurnar, fórum í gegnum ýmislegt; alltaf sam- an fyrstu árin og seinna studdum við hvor aðra oftast í einu og öðru sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég man þegar ég sá þig í fyrsta skipti. Þú varst svo merkileg með þig, ha, ha. Mína Mína hafði sent mig til að fá vinnu í „Kjöti og grænmeti“ þar sem þú varst að minnsta kosti æðsta manneskja. Ég fékk vinnuna og við urðum bestu vinkonur strax. Við „komplementeruðum“ hvor aðra vel: ég svona fiðrildi og þú vinnu- söm. Báðar ákveðnar, sterkar og dug- legar. Við lékum okkur um tíma, gift- umst svo ágætis körlum sem urðu líka bestu vinir „vors og blóma“. Þú áttir þínar tvær dætur með þínum manni. Ég skildi við minn og flutti til New York, en það stöðvaði ekki okkar sterka vinskap og við sáumst oft í gegnum árin. Við ætluðum að hittast í Kaup- mannahöfn seinna í sumar. Það hryggir mig mikið að það skuli ekki geta orðið af því. Þú verður bara að undirbúa þeim mun fínni veislu fyrir mig í þínum nýju húsakynnum þegar ég fer í þá ferð. Ég hefi margt að þakka þér, Edda mín, en mest af öllu hvað þú varst góð við mömmu Mínu (ömmu mína). Brynja mín, leiðinlegt að hún skyldi ekki fá að sjá ófædda barnið þitt, og Harpa, við höfum samband elskan. Guð geymi ykkur öll. Ásdís Inga Steinþórsdóttir Það er með sárum söknuði sem ég set þessar línur á blað. Við fráfall Eddu, vinkonu minnar, fljúga minn- ingabrot sem leiftur í gegnum hug- ann. Við þekktumst í rúma hálfa öld. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Dans- skóla FÍLD. Þá var hún unglingur sem hreif alla með sér með glensi og gamni. Við áttum síðan eftir að vinna saman að mörgum verkefnum, við dönsuðum saman og síðar vann ég við skólann hennar. Edda var þessi fíni dansari með þvílíka útgeislun að eftir var tekið. Hún var einstaklega skemmtilegur og sterkur persónuleiki sem gott var að umgangast. Hún var einlæg og op- inská og sagði sína meiningu umbúða- laust, sama hver í hlut í átti. Edda var stór í sniðum í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún rak ballettskóla sinn með glæsibrag í áratugi. Þær eru ófáar „stjörnunar“ sem tóku sín fyrstu dansspor hjá henni. Eddu verður sárt saknað. Við Álfþór þökkum Eddu áratuga vináttu og kveðjuna góðu sem hún sendi mér nokkrum dögum fyrir and- lát sitt. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Innilegar samúðarkveðjur sendum við þeim sem eiga um sárt að binda við skyndilegt fráfall Eddu. Björg Bjarnadóttir. Elsku Edda frænka. Mig langar að minnast þín með nokkrum línum við ótímabært fráfall þitt langt um aldur fram. Þú varst að- eins 66 ára, einungis sex árum eldri en ég. Hvers vegna ertu burt kölluð á besta aldri? Vantaði ballettkennara þarna efra? Ég efa það ekki að betri kennarar í þinni list eru vandfundir hér sem ann- ars staðar og betri stjórnendur og leiðbeinendur en þú voru vart til með- an þú varst á meðal okkar. Ég fluttist frá fæðingarbæ okkar til Reykjavíkur fjögurra ára gamall og þið komuð skömmu síðar. Ég minnist ykkar, ég á Laugaveg- inum og þið á Grettisgötunni, Nönnu- götunni, Bergþórugötunni, Álfhóls- veginum (Himnaríki) og víðar. Síðan eru liðin allmörg ár, þú giftist og eignaðist dætur þínar, þær Hörpu og Brynju sem eru góður minnisvarði um þig, heilar og sannar. Síðan skildu leiðir í allmörg ár þar til dótturdóttir mín hóf ballettnám hjá þér, Edda mín, fyrir einum fimm til sex árum, þá fórum við að hittast einu sinni til tvisvar í viku þegar ég fylgdi henni til ykkar Brynju. Það voru gleðistundir þrátt fyrir annríki þitt við stjórn dansskólans ykkar Brynju. Við ræddum um dag- inn og veginn og um stórfjölskylduna og einnig töluðum við um hvort ekki væri rétt að koma á ættarmóti, en þetta varð ekki að veruleika fyrr en frænka okkar Hrafnhildur J. Schev- ing kallaði okkur saman, einn frá hverju systkini foreldra okkar. Við hittumst allnokkrum sinnum eins og þú manst og vorum komin vel á veg þegar við ákváðum að yngja upp ættarmótsnefndina um einn lið, en þá sem svo oft áður studdirðu við bakið á mér. Þetta vildi ég segja þér og þakka þér fyrir. Elsku Edda mín, fráfall þitt snerti mig og mína mjög djúpt. Þú með þinn kraft og dugnað og ótrúlega elju ert burt kölluð ótímabært á besta aldri. Þetta er einn af þeim hlutum sem maður skilur ekki. Hvers vegna þú ? Vegir Guðs eru órannsakanlegir og eins og ég sagði áðan þá hlýtur Guð að hafa vantað góðan ballettkennara til sín. Ég sé enga aðra ástæðu. Elsku Magga mín, Harpa, Brynja, bræðurnir fjórir og aðrir aðstandend- ur, við Stína mín, Anna Kristín og Hildur Björk nemandi þinn sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Góður Guð varðveiti Eddu okkar og ykkur sem eftir lifið. Guð veri með ykkur í ykkar stóru sorg en munið minninguna um góða konu sem vildi ykkur og öðrum vel. Sveinn Scheving. EDDA SCHEVING ;%     %    0  7 /  ;   8* > ) 4 ;$ 5      3     6   44*  $7 #&%& &  &% $!"  85$ 7 #&%& &$  *$ !"   7 #&%& 7 #$&$7 #&!"  $ &$ ) &% $ &$ $ &$ ) &, <  $   #   " ="   0    =   : . 2  -; : = ; #$ $ 8$$G4 #$5, .# "   "&,1% &%&, <  $   #   " ="   0           -D ,>M: $ !& %5 7$ (% & , .# "      !$,>$N8*$&& . $2N% $% $( # , )  $             =   " ="                   2.  .- . > &:%&$&$ >$&!$ # & *, & #) 1% &!" -$ & 8% -$ & -&&-$ &7?(   7?(  > N% $*$&8$7?(   (&$ &&$ !" , &    %    > .- ; >.     .    0 ,  44*  7  #$ &$ %& D$&&7  #$ &$ !"  $ $7  #$ &$ !" ,  %         2 D= ; $($8  9J    )    ,  44* 8        "      +    > D #$"8$&&!"  * &! D  = ($ %& &&$7 &= ($ !"  *$ $N  * ;$5 $N, Það er erfitt að finna viðeigandi orð til að kveðja þig, kæri afi. Ótal sinnum höf- um við heilsast og kvaðst, en að þessu sinni er kveðjan frá- brugðin. Hugur þinn og hönd fylgdu okk- GARÐAR ÞÓRHALLSSON ✝ Garðar Þórhalls-son fæddist á Djúpavogi 18. apríl 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Langholts- kirkju 24. júní. ur ætíð, þótt örlög hafi hagað því svo að okkur skildi úthaf. Það var þér engin fyr- irstaða. Þú gerðir þér lítið fyrir og birtist óvænt með fríðu föru- neyti í fimmtugsaf- mæli móður okkar, þó að um höf og lönd væri að fara. Þú minntir okkur ræki- lega á upprunann með því að senda okkur hangikjöt í jólamatinn. Það gladdi okkur ósegjanlega. Þú kenndir okkur veiðilistina; list sem var þér bæði meðfædd og ástríða. Það var unun að njóta þeirrar leið- sagnar. Þú leiddir okkur um bakka veiðiánna og kenndir okkur að um- gangast náttúruna með virðingu. Þú skaust yfir okkur skjólshúsi í heimsóknum til Íslands, kenndir okkur að spila Gamla Nóa á píanó- ið, leiðbeindir okkur bræðrum og Kari um íslenskt mál, sem nokkuð var farið að stirðna. Hnyttni þín, orðheppni og uppátektarsemi vakti sífellt kátínu okkar og færði gleði í hópinn. Það var gæfa okkar að eiga þig að afa. Þú gafst okkur ætt sem við erum stoltir af, móður sem við dáum og arfleifð til að byggja á. Garðar er mjög hreykinn af því að bera nafn þitt. Í gömlum málshætti segir: „Það breytir engu hversu mikill maður afi þinn var – þú verður að vaxa af eigin verkum.“ Í augum okkar barst þú alltaf af fyrir dyggðir þínar og styrka skap- gerð. Samferðamenn þínir virtu þig og dáðu. Það verður gæfa okkar ef við náum að feta í fótspor þín. Kveðjan okkar að þessu sinni er: „Farðu heill. Þín verður sárt sakn- að.“ Magni, Garðar og Kari, Kanada. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðs- ins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vin- samleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.