Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÓBELSKÁLDIÐ Daríó Fo gæti verið stoltur af þeim farsa sem leik- inn hefur verið í kringum íslenskan landbúnað undanfarnar vikur og mánuði. Fyrst var það grænmetis- farsinn sem endaði með því að tekn- ir voru aurar úr vinstri vasa neyt- enda og settir í þann hægri og við bætt örlitlum aukaskammti til tóm- ataframleiðenda. Og nú er hafinn nýr þáttur í kringum kjúklinga- framleiðsluna. Fyrir ekki svo löngu bjó ég í nokkur ár í Danmörku. Þar gat maður yfirleitt keypt kjúklinga í stórmörkuðum fyrir um 12–14 danskar kr/kg (það samsvarar um 140–160 kr./kg). Hér á landi er kg af kjúklingi selt á um 700 kr. Þá hafa neytendakannanir yfirleitt staðfest að verð þessarar vöru sé yfirleitt meira en þrefalt hærra hér á landi en í nágrannalöndum okkar í Evr- ópusambandinu. Ég hef yfirleitt furðað mig á þessum verðmun. Nú er það svo að kjúklingaframleiðsla er eins konar verksmiðjuframleiðsla kjöts. Allt fóður til framleiðslunnar er keypt frá öðrum löndum á heims- markaðsverði, þ.e.a.s. sama verði og evrópskir framleiðendur kaupa það á (og jafnvel betra þar sem koma til útflutningsbætur ESB). Launa- kostnaður hér á landi er jafnvel lægri en víðast hvar í Norður-Evr- ópu og virðisaukaskattur er jafnvel ívið hærri t.d. í Danmörku en hér á landi. Hvað skýrir þá þennan verð- mun? En fáránleiki íslenskrar landbún- aðarstefnu á sér engin takmörk. Í Morgunblaðinu 18. júlí upplýsir deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu að lagður sé tollur á kjúk- lingafóðrið, 80 aurar pr. kg. ef um óblandað fóður sé að ræða en 7,80 kr. pr. kg ef fóðrið sé blandað. Og hvers vegna þessi tollur. Jú, til að vernda íslenska grasframleiðslu! Að vísu séu allar graskögglaverksmiðj- urnar komnar á hausinn nema ein og sú eigi í miklum rekstrarerfið- leikum. Maður hefur vissulega orðið var við það að neytendur, borgarbörnin, séu komnir langt frá uppruna land- búnaðarafurðanna sem þeir eru að neyta. Mér hefur hins vegar aldrei komið til hugar að starfsmenn land- búnaðarráðuneytis héldu að hænur lifðu á grasi. Guðni heldur kannski að marglitu hænurnar sem vöppuðu um hlað- varpana í Flóanum hér forðum daga, og stungu goggnum stöðugt í jörðina, hafi verið að bíta gras. Verður óhamingju íslenskra neyt- enda allt að vopni? Nú má það vel vera að þessi fá- ránlega tollapólitík skýri ekki þann verðmun sem hér er minnst á og skulda kjúklingaframleiðendur neytendum skýringar á honum. Það er hins vegar ekki til nein réttlæt- ing á því að íslenskir neytendur skuli vera að borga þrisvar sinnum hærra verð fyrir verksmiðjufram- leitt kjöt en neytendur annarra þjóða í kringum okkur. Sá verðjöfn- uður kemst ekki á fyrr en þessir ör- fáu íslensku framleiðendur mæta fullri samkeppni erlendis frá og geta ekki lengur skákað í skjóli fá- ránlegrar verndar innflutnings- hafta. KRISTJÁN E. GUÐMUNDSSON félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. Kjúklingafarsinn Frá Kristjáni E. Guðmundssyni: Í BRÉFI í Morgunblaðinu 17. júlí síðastliðinn fjölluðu höfundar þess um umgengni ferðamanna á hálend- inu sem þeir töldu að mætti bæta verulega og tek ég heilshugar undir það. Eitt af því sem þau nefndu var að meðfram vinsælum gönguleiðum bæri of mikið á því að fólk hefði gert stykkin sín og skeinipappírinn varð- aði þær. Ég gekk leiðina milli Land- mannalauga og Þórsmerkur í fyrstu viku júlí og get tekið undir það að þessi ummerki sá ég og tel þau al- gjörlega óþörf. Á þessari gönguleið er ekki svo langt á milli skála þar sem salernisaðstaða er til staðar, í flestum tilfellum vatnsklósett úr postulíni, að með smáfyrirhyggju má komast hjá því að ganga örna sinna úti í náttúrunni nema í algjörri neyð. Þá er líka til ráð sem eyðir skeinipappírnum fljótt og vel og því kynntist ég um daginn í fjögurra daga gönguferð og tjaldgistingu, með Íslenskum fjallaleiðsögumönn- um. Þar fengu þátttakendur í upp- hafi ferðar afhentan lítinn kveikjara til þess að bera eld að skeinipapp- írnum að notkun hans lokinni. Annað atriði er varðar umgengni og leiðsögumaður Íslenskra fjalla- leiðsögumanna lagði áherslu á í fyrrnefndri ferð var að sneiða hjá viðkvæmum gróðri eins og mögu- legt var, t.d. mosabreiðum. Vissu- lega höfðu myndast göngustígar á hluta leiðar okkar, bæði á grónu landi og ógrónu, en hjá því er erfitt að komast. En hugsun leiðsögu- mannsins var jú sú að fleiri ættu eft- ir að koma á eftir okkur og ættu rétt á að njóta eins óspilltrar náttúru og kostur væri. Því bæri honum og okkur, að hlífa því sem hægt var. Það er ánægjulegt að geta borið vitni um ferðaþjónustuaðila sem stuðlar markvisst að bættri um- gengni um landið á þann hátt sem þessi dæmi sýna. Að sjálfsögðu bár- um við að allt rusl sem féll til í ferð- inni til byggða. ÞÓRODDUR F. ÞÓRODDSSON, Hátúni 8, Reykjavík. Umgengni í óbyggðum Frá Þóroddi F. Þóroddssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.