Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 44

Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Grundfirðingar – Eyrbyggjar ÞEGAR þið mætið á „helginni“, þ.e.a.s. „Á góðri stund í Grundarfirði“ hafið þá með ykkur gömlu mynd- irnar, bjargið þeim og látið setja þær á geisladisk. Þetta gerum við án endur- gjalds, meðan beðið er. Þeir Gaui Ella og Svenni Arnórs sjá um skönnunina fyrir vestan. Þið getið beðið um þessa þjónustu allt árið. Fyrir greiðann viljum við fá að eiga afrit af þeim myndum sem við erum sammála um að séu heim- ildarmyndir. Hermann Jóh. og Geiri Hallgríms sjá um þessa þjónustu fyrir sunnan. Sjáumst í Grundarfirði 27. og 28. júlí. Eyrbyggjar. Súpudagar ÞAÐ er neyðarástand hjá mörgu fátæku fólki núna þegar hjálparstofnanir eru lokaðar yfir hásumarið. Fá- tæktin fer nefnilega ekki í sumarfrí. Kona ein sagði að nú myndi súpudögunum fjölga hjá sér og börnum sínum og fjöldi fólks hefur svipaða sögu að segja. Ég las í Morgunblaðinu 18. júlí sl. grein eftir Guð- rúnu Ebbu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem ber yfir- skriftina: „Sumarið er tím- inn.“ Þar kemur m.a. fram að meirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur velur hásumarið til þess að reyna að koma í gegn stórfelldri hækkun á leigu á íbúðum í eigu borgarinnar sam- kvæmt beiðni Félagsbú- staða hf. Það er farið fram á 12% hækkun, auk leigu- jöfnunar. Ég er ansi hrædd um að þetta geti fjölgað vanskil- um og jafnvel að fólk gefist upp á að leigja þetta fé- lagslega húsnæði. Verður það kannski götulífsmynd í framtíðinni í borginni okk- ar að sjá stórfjölgun á heimilislausu fólki sem ráf- ar um og á hvergi heima? Eða verður kannski reynt að leysa þetta mál með fjölgun gistiskýla þar sem fólk getur fengið gistingu? Ekki vil ég sjá slíkt gerast hér. Það eru réttindi hverr- ar manneskju að eiga heim- ili og það eru líka sjálfsögð mannréttindi að hafa þau laun, bætur eða lífeyri sem fólk getur framfleytt sér af. Það er endalaust hægt að leika sér að tölum í sam- bandi við fátæktina eins og svo oft er gert. En það sjá allir að sá sem hefur 60–80 þús. á mánuði hefur ekki nóg til að geta séð sér og sínum farborða. Samtök gegn fátækt mótmæla þessari hækkun og vona að hún komi ekki til framkvæmda. Það myndi bara auka á fátækt- ina hér og fjölga súpudög- um þessa fólks sem er allt- of margt fyrir. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Dýrahald Kettlingar fást gefins 9 VIKNA læður fást gefins á gott heimili. Vanar úti- veru og ást. Uppl. gefur Matta í síma 869 4200. Læða í óskilum LÍTIL ljósbröndótt síð- hærð læða fannst í Stang- arholtinu 20. júlí. Hún er ómerkt en mjög gæf og húsvön. Upplýsingar í síma 562 3073. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... SVO virðist sem kanínur séu aðgera usla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Hafa borist fréttir af því að þær leggi til atlögu við sumar- blóm á leiðum og jafnvel annan gróð- ur í görðunum og skemmi þannig að lagfæra verði svo og svo mikið á hverjum degi. Ekki hefur Víkverji samúð með kanínum ef þær fara þannig með næsta nágrenni sitt. Þær munu búa í Öskjuhlíðinni og hafa undanfarin ár haslað sér æ víðari völl þar um slóðir. Börn hafa kunnað vel að meta þessi heimkynni kanínunnar, þar má ganga að henni vísri. Kanna hvað hún aðhefst og fylgjast með ferðum hennar. Þeir sem sýna af sér mest framtak taka með sér kassa og bönd og stunda veiðiskap. Verður þá kan- ínan stundum að lúta í lægra haldi og þola vist í búri. Ekki veit Víkverji hvernig unnt er að sporna við skemmdarfýsn kanín- unnar í kirkjugörðunum. Einhver ráð hljóta að vera með það. En hann fagnar að öðru leyti tilvist hennar í Öskjuhlíðinni eins og börnin þar sem leiðir hans liggja öðru hverju í hress- ingargöngu. Kanínurnar setja skemmtilegan blæ á Öskjuhlíð sem verður sífellt líflegri og vinsælli úti- vistarstaður. x x x REGLUR um útihátíðir verða lík-lega smíðaðar á næstunni ef viðkomandi ráðuneyti taka vel í til- lögur þar að lútandi. Voru þær settar fram á dögunum í því skyni að koma meiri stjórn og skipulagi á þessar samkundur. Víkverji er á því að útihátíðir verði að lúta ákveðnum reglum. Hann hélt hins vegar að til væru nógar reglur og lög til að hafa stjórn á þessum málaflokki. Finnst honum einhvern veginn að allir sem koma við sögu útihátíða hljóti að bera ábyrgð. Þeir sem halda hátíð, yfirvöld sem veita leyfi, yfirvöld sem sinna eftirliti og svo ekki síst þeir sem sækja hátíðir. Allir þessir aðilar hljóta að þurfa að sýna mannasiði og eðlilega fram- göngu. Það er kannski erfiðasti hlut- inn. Og kannski erfiðast hjá gestun- um sem ætla að skemmta sér og sletta úr klaufunum. Þá getur eitt- hvað farið úr böndunum sem erfitt getur verið að hafa stjórn á. En fleiri en Víkverji eiga áreiðanlega eftir að ræða ítarlega um þessi mál – hann ætlar sjálfur að stefna að því að hafa það sem náðugast um verslunar- mannahelgina með því að hreyfa sig sem minnst. Vera í borginni og leyfa sér að vera latur. x x x AÐ síðustu – ef einhver hefur ekkiáttað sig á því: Það er ekki langt í að skatturinn láti á sér kræla. Hann kemur eins og vorskipin, alltaf á réttum tíma og með alls konar glaðning. Annars er þetta ekkert orðið spennandi lengur á tímum staðgreiðslu, tölvubókhalds og raf- rænnar skattskýrslu. Það er hægt að sjá þetta allt fyrir nærri því upp á krónu. Er ekki miklu skemmtilegra að spila í þessu eins og hverju öðru happdrætti, skella skýrslunni inn á gamla forminu og bíða svo eftir því hvort maður er í plús eða mínus? Nei, það er sama þróun í þessu eins og með barnsfæðingar. Það er hægt að fá að vita allt fyrirfram, stærð, þyngd og kyn og hver veit hvað. Það er orðið fátt undir sólinni sem getur komið á óvart. MÉR finnst að fólk eigi ekki síður að þakka það sem vel er gert en kvarta undan því sem miður fer. Ég ætlaði að skreppa á bílnum mínum fyrir skömmu þegar ég sá að eitt dekkið var vindlaust og í ljós kom að vara- dekkið var það líka. Í öngum mínum hringdi ég í Bílkó á Smiðjuvegi. Þeir komu strax á staðinn og sóttu dekkin, komu með þau viðgerð til baka og skiptu um dekk á bílnum. Þetta kostaði ekkert aukalega. Í annað skipti fór ég þangað með bílinn í þvott og bón, en var tíma- bundin. Þeir í Bílkó sögðu að ég þyrfti ekki að bíða eftir bílnum, keyrðu mig heim og komu svo með minn bíl þegar hann var tilbúinn. Enn tóku þeir ekkert aukagjald fyrir aksturinn og í ofanálag gáfu þeir mér ríflegan ör- yrkjaafslátt. Þetta kalla ég góða þjónustu og viðmót starfsmanna Bílkó er af- skaplega elskulegt. Þóra K. Helgadóttir, Nónhæð 3, Garðabæ. Góð þjónusta í Bílkó 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 klifra, 4 óhrein, 7 álappi, 8 fiskur, 9 veiðar- færi, 11 hermir eftir, 13 kraftur, 14 harmur, 15 rúmstæði, 17 hvæs, 20 ambátt, 22 segl, 23 ávöxt- ur, 24 fiskúrgangur, 25 teinunga. LÓÐRÉTT: 1 elda, 3 aðgæta, 3 fædd, 4 svalt, 5 tungl, 6 jarða, 10 ráfa, 12 kveikur, 13 amboð, 15 bjór, 16 læst, 18 blés, 19 sól, 20 skor- dýr, 21 tarfur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 klámhöggs, 8 kippi, 9 guldu, 10 níu, 11 farga, 13 leifa, 15 hress, 18 snagi, 21 tík, 22 nefna, 23 remma, 24 liðsinnir. Lóðrétt: 2 lipur, 3 meina, 4 öngul, 5 gulli, 6 skúf, 7 gufa, 12 gys, 14 enn, 15 hönk, 16 erfði, 17 starfs, 18 skrín, 19 aumri, 20 iðan. Skipin Reykjavíkurhöfn: Salmo kemur í dag. Sel- foss kemur og fer í dag. Vædderen, Sturlaugur H Böðvarsson, Dettifoss og Bjarni Sæmundsson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ljósafoss kemur í dag, Selfoss fer frá Straums- vík í dag. Prizvani fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Sum- arlokun frá 1. júlí til 1. september. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta kl. 13 spil- að, kl. 13.30 keila og frjáls spilamennska. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Bingó verður næst spil- að 9. ágúst kl. 13.30. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 banki, kl. 13–16.30 spil- að. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan lokuð til 7. ágúst. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi í s. 899 4223. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst, munið að greiða gíró- seðla sem fyrst. Orlofs- ferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar kl. 19 og 21. Sími 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Hringferð um Norðausturland 17.– 24. ágúst. Greiða þarf staðfestingargjald í síð- asta lagi fyrir 24. júlí. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst. Ekið inn Dómadal niður hjá Signu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning hafin. Ath. Línudans fellur niður í kvöld vegna sumarleyfa. Fyrirhug- aðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í þrjár vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, tak- markaður fjöldi, skrán- ing hafin á skrifstofunni í síma 588 2111. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 f.h. í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, kl. 9–17 hárgreiðsla. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs er sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Um- sjón Brynjólfur Björns- son íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 13 félagsvist FEBK, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11– 11.30 banki, kl. 13–14 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 13 banki og félagsvist. Fótaaðgerðarstofan op- in. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 13–14 spurt og spjallað. Verslunarferð í Bónus kl. 13.30. Vitatorg. kl. 10 morg- unstund, kl. 12.30 versl- unarferð í Bónus. Bankaþjónusta tvo fyrstu miðvikudaga í mánuði. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerð. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dvalarheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs apó- tek, Sogavegi 108, Ár- bæjar apótek, Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsið, Lauga- vegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgötu 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Ein- arsdóttir Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur, Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín, Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss apótek, Kjarninn. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins á Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minningar- kort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Í dag er miðvikudagur 24. júlí, 205. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur varð til. (Jóh. 17, 5.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.