Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Tvöfaldur hraði – lægra verð
H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð
Lágmarkshraði 512 Kb/s.
ADSL II mótald að verðmæti 11.900 kr.
fylgir með 12 mánaða áskrift að ADSL II.
ADSL II mótald 11.900 kr.
Hringdu strax í síma 800 1111.
VERSLUNIN Bónus var með
lægsta verðið en verslunin Europr-
is fylgdi fast í kjölfarið þegar
Morgunblaðið bar saman verð á
fimm vörutegundum í fjórum mat-
vöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu í gær. Hæst var verðið í
versluninni Krónunni en þar á eftir
kom verslunin Nettó. Vörutegund-
irnar fimm voru eitt kíló af íslensk-
um tómötum, 1 lítri af appelsínu-
safanum Trópí, 567 grömm af
Cheerios, 2 kíló af sykri og 2 lítrar
af Coca Cola. Í Bónus kostuðu
þessar tegundir samtals 975. Í Eu-
ropris kostuðu þær samtals 989. Í
Nettó kostuðu þær samtals 1.027
og í Krónunni kostuðu þær samtals
1.041. Um 5,3% verðmunur var því
á hæsta og lægsta verði.
Blaðamenn Morgunblaðsins
gerðu verðkönnunina í Bónus
Faxafeni, í Europris Lynghálsi, í
Krónunni Lágholtsvegi og í Nettó í
Mjóddinni. Var vörunum rennt í
gegnum kassa verslananna á tíma-
bilinu frá kl. 13.20 til 13.30 í gær.
Tekið skal fram að einungis var
miðað við kassaverð. Þá er ekkert
tillit tekið til gæða eða þjónustu.
Af þeim fimm vörutegundum
sem áður voru taldar upp var Bón-
us með lægsta verðið í þremur til-
fellum en Europris með lægsta
verðið í tveimur tilvikum. Cheer-
ios, 567 g, var ódýrast í Bónus. Þar
var verðið 309 kr. Í Krónunni,
Nettó og Europris var verðið hins
vegar 329 kr. Um 6,5% munur var
því á lægsta og hæsta verði.
Íslenskir tómatar voru sömuleið-
is ódýrastir í Bónus. Þar var kíló-
verðið 149 kr. Í Krónunni, Nettó og
Europris var kílóverðið hins vegar
165 kr. Verðmunur var því um 10%
á hæsta og lægsta verði.
Þá voru tveir lítrar af Coca Cola
ódýrastir í Bónus. Þar kostuðu lítr-
arnir tveir 179 kr. Í Krónunni,
Nettó og Europris kostuðu þeir
189 kr. Þess má þó geta að í Eu-
ropris var um Diet Coca Cola að
ræða. Verðmunur var því um
11,8%.
Appelsínudjúsinn Trópí, einn
lítri, var hins vegar ódýrastur í Eu-
ropris. Þar kostaði lítrinn 137 kr. Í
Bónus kostaði hann 159 kr., í Nettó
einnig 159 kr. en í Krónunni 173
kr. Verðmunur var því um 20%.
Þess má þó geta að Trópí var ekki
skráður í tölvukerfi Europris og á
kassakvittuninni var hann merkt-
ur: ýmis vara. Þar kom jafnframt
fram að 14% virðisaukaskattur var
lagður á djúsinn en gert er ráð fyr-
ir því að lagður sé 24% virðisauka-
skattur á appelsínusafa.
Að lokum voru tvö kíló af dönsk-
um sykri ódýrust í Europris. Þar
kostuðu kílóin tvö 169 kr. Í Bónus
kostuðu þau 179 kr., í Krónunni
185 kr. og í Nettó einnig 185 kr.
Verðmunur var því rúmlega 9%.
Verð á fimm vörutegundum
Ódýrast er
hjá Bónus
!" # $
% ! & ' ! !
&
( $ $ )$ *+ )$ ,$ ) ! $ )$ *+ )$
( -
(
(
NÝ fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á
Þingvöllum verður opnuð nú á
föstudaginn, 26. júlí. Sigurður
Oddsson þjóðgarðsvörður hafði yf-
irumsjón með verkinu. Húsið er
hannað af arkitektastofunni Glámu-
Kím. Þar verður fjölbreytt marg-
miðlunarsýning sem byggist á nýj-
ustu tækni á sínu sviði. Sýningin er
ein sú fyrsta hér á landi sem byggist
að langmestu leyti á margmiðlun.
Hönnuður sýningarinnar er Árni
Páll Jóhannsson, hugbúnaðarfyr-
irtækið Gagarín sá um margmiðl-
unina og Einar Á.E. Sæmundsen,
fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, sá um
handrit margmiðlunarhluta sýning-
arinnar. Um yfirlestur texta sáu
þeir Sigurður Líndal prófessor,
Kristján Sæmundsson jarðfræð-
ingur, Skúli Skúlason rektor, Orri
Vésteinsson fornleifafræðingur og
Jóhannes Sturlaugsson líffræð-
ingur.
Langur vegur að leiðarlokum
Að sögn Guðnýjar Káradóttur,
framkvæmdastjóra Gagarín, liggur
mikil vinna að baki sýningunni.
„Vinnan hófst með þarfagreiningu
á gildi og hlutverki sýningarinnar,
sem Gagarín vann fyrir þjóðgarð-
inn. Vegna þess hve mikil vinna var
lögð í grunnhugmyndina varð eft-
irleikurinn auðveldari. Þá var búið
að leggja línurnar um hvað yrði
gert og hvernig ætti að setja sýn-
inguna fram.“ Hringur Haf-
steinsson var verkefnisstjóri hjá
Gagarín og vann náið með Einari í
hugmyndavinnu og uppsetningu
margmiðlunarhluta sýningarinnar.
Gagarín hefur unnið að ýmsum
verkefnum álíka þessu, en ekki hef-
ur verið opnuð sýning af þessu tagi
áður hér á landi. Hins vegar var
sömu tækni beitt á heimssýning-
unni í Hannover árið 2000.
Nútímaleg sýning
fyrir ferðamenn
Sýningin er mjög nútímaleg og
virkar á þann veg að þegar komið
er inn í nýja húsið verða á vegi
manns þrjár tölvur með snert-
iskjám. Þegar valið er tiltekið við-
fangsefni hefst myndskeið um efnið
sem stendur í nokkrar mínútur. Alls
eru um 40 mínútur af efni á sýning-
unni. Efnið verður bæði sjáanlegt á
snertiskjánum og á stærri skjá ofan
við viðkomandi sem fleiri geta horft
á. Þannig eiga leiðsögumenn auð-
velt með að stjórna sýningu fyrir
heilan hóp ferðamanna.
Einar Á.E. Sæmundsen segist
hafa unnið handrit sýningarinnar í
anda þeirrar leiðsagnar sem ferða-
mönnum sé veitt um svæðið.
„Helstu atriði úr sögu staðarins,
ásamt fróðleik um náttúrufar og
sérstöðu Þingvalla, mynda grunn
sýningarinnar. Hana er hægt að sjá
á fjórum tungumálum, íslensku,
ensku, dönsku og þýsku, og er
möguleiki að bæta við tungumálum
síðar.“ Alls eru 25 meginþættir í
handritinu sem skiptast nokkuð
jafnt á milli sögu og náttúru. Ferða-
menn geta á auðveldan hátt valið
það efni sem þeim þykir mest
spennandi án þess að þurfa að sjá
alla sýninguna í einu.
Á skjánum birtast myndskeið,
ýmist brot úr kvikmyndum, þrívídd-
arskýringarmyndir eða náttúrulífs-
myndir, vandaður texti heyrist úr
stefnuvirkum hátölurum. Hægt
verður að velja um að sjá texta á
skjánum og með því móti munu
heyrnarskertir einnig njóta sýning-
arinnar. Með þessum hætti er sýn-
ingin bæði fyrir eyru og augu í
senn. „Sýningin er sannkölluð
menningartengd ferðaþjónusta, og
er þjóðgarðinum til sóma,“ sagði
Einar að lokum.
Mikið gildi fyrir þjóðgarðinn
Að sögn Sigurðar Oddssonar
þjóðgarðsvarðar er gildi nýju
fræðslumiðstöðvarinnar mjög mik-
ið fyrir þjóðgarðinn. „Hér verður
sýningin í öndvegi, en umhverfi
hennar verður í anda Þingvalla.
Veggir hússins eru úr grágrýti og
sýna snið í berggrunni svæðisins.
Þar að auki verður stór glerskjár
sem sýnir myndir úr lífríki vatnsins
meðan rennandi vatn leikur um
skjáinn.“ Ný bílastæði við fræðslu-
miðstöðina hafa leyst þau eldri af
hólmi, og við það hefur aðstaða fyr-
ir ferðamenn batnað til muna.
Stefnt er að því að fræðslu-
miðstöðin á Hakinu verði opin alla
daga vikunnar frá fyrsta maí til
fyrsta október, en eftir sam-
komulagi á öðrum tímum.
Morgunblaðið/Kristinn.
Sigurður Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, við nýju fræðslumiðstöðina.
Ný fræðslumiðstöð þjóðgarðsins senn opnuð
Nútímaleg
sýning á Þingvöllum
Morgunblaðið/Kristinn.
Vel völdum textum sem tengjast sögu Þingvalla er varpað á bergvegg-
inn í nýju fræðslumiðstöðinni. Veggir hússins eru úr grágrýti.
Á þessari skjámynd má sjá fjórar söguhetjur, þau Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur, Þorgeir Ljósvetningagoða, Hrafnkel Freysgoða og Gunnar á
Hlíðarenda. Með því að snerta einhvert þeirra opnast fyrst kynning á
viðkomandi söguhetju og því næst nýtt myndskeið, sem sýnir reiðleið
viðkomandi til Alþingis séð úr lofti. Einnig sést hér skjáröndin við efri
brún skjásins, en þar má velja leiðir um sýninguna.