Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 52

Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar vísindamanna Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE) og samstarfsfólks þeirra á erfðafræðilegum orsökum geðklofa birt- ust á vefsíðu bandaríska vísindatímaritsins The American Journal of Human Genetics í gær- kvöld. Verða niðurstöðurnar einnig birtar í prentútgáfu ritsins innan skamms, að sögn dr. Kára Stefánssonar, stjórnarformanns og for- stjóra ÍE. „Það sem er spennandi við þessar niðurstöður í tengslum við þennan sjúkdóm er að þarna er- um við búin að einangra erfðavísinn sem býr til eggjahvítuefni sem hefur áhrif á myndun boð- efna milli taugafruma [...] og getur í rauninni sameinað umhverfis- og erfðaþættina í myndun geðklofa,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið. Þótt ljóst sé að geðklofi er arfgengur sjúk- dómur telja vísindamenn að erfðaþættir geti ekki útskýrt sjúkdóminn til hlítar, heldur hafi umhverfisþættir einnig áhrif. Þessu til sönnunar er bent á, að ef annar eineggja tvíbura hefur geðklofa eru aðeins 30-50 prósent líkur á að hinn tvíburinn hafi sjúkdóminn líka. Þetta telja vís- indamenn benda til þess, að áhrifaþættir í um- hverfi manns virki á hina arfgengu þætti og komi sjúkdómnum af stað. Kári sagði ennfremur að umræddur erfðavísir, sem einangraður hefur verið, framleiði sameind „sem hefur áhrif á það hvernig við bregðumst við okkar reynslu“. Í þessum erfðaþætti, sem þarna sé kominn í ljós, sé fólginn lykillinn að því hvernig maður bregðist við erfiðum umhverf- isaðstæðum. „Þetta er líka spennandi fyrir okkur vegna þess að þetta opnar leið inn í lyfjaþróun á til- tölulega einfaldan hátt,“ sagði Kári. Erfðavís- irinn, sem nú hefur fundist, svonefndur neure- gulin-1, tengist viðtaka á yfirborði fruma og er það þessi viðtaki, sem lyfi er ætlað að virka á og hafa þannig áhrif á heildarmyndunarferli sjúk- dómsins. Aðalhöfundur rannsóknarinnar er dr. Hreinn Stefánsson, lífefnafræðingur hjá ÍE, en meðal annarra höfunda eru starfsmenn á geðdeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, auk vísindamanna í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kína og víðar. Lyfjaþróunin er undir stjórn Marks Gurneys, framkvæmdastjóra lyfjaþróunar hjá ÍE. Var rannsóknin gerð á 476 íslenskum sjúklingum. Hreinn sagði í samtali við Morgunblaðið að erfðavísirinn, neuregulin-1, hefði fundist á svæði á litningi átta og hafi hann einnig komið fram á þessu svæði í rannsóknum er gerðar hafi verið á hópum sjúklinga frá öðrum þjóðum. Sé þetta einn mikilvægasti staður, sem fundist hafi, er virðist tengjast geðklofa. Næsta skref rannsóknanna sé leit að sjúk- dómsvaldandi stökkbreytingu, eða breytingaröð, á erfðaefninu, sem ef til vill valdi því að of lítið af neuregulini verði til og leiði þannig til sjúkdóms- ins. „Þessa breytingu höfum við enn ekki fund- ið,“ sagði Hreinn. ÍE birtir niðurstöður rannsókna á arfgengum þáttum í orsökum geðklofa Eru sagðar gefa góð færi til lyfjaþróunar ÁLAGNINGARSKRÁR vegna op- inberra gjalda einstaklinga verða lagðar fram eftir eina viku, 31. júlí, í öllum skattumdæmum landsins. Þá verða álagningarseðlar póstlagðir sama dag til framteljenda, en á þeim kemur fram álagning ársins og upp- lýsingar um endurgreiðslur ef um þær er að ræða. Seðlarnir eiga að vera komnir til viðtakenda 1. ágúst. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Skattstjóranum í Reykjavík verða ávísanir til gjald- enda sem eiga inneign hjá skattinum vegna oftekins tekjuskatts, barna- bóta og vaxtabóta póstlagðar um leið, 31. júlí, eða lagðar inn á banka- reikninga viðkomandi. Álagning- arseðlar sendir út eftir viku FRAMKVÆMDIR standa nú yfir á vegum Norðurstáls í gamla JL- húsinu við Hringbraut 121. Freyr Aðalsteinsson hjá Norð- urstáli segir að þarna sé verið að innrétta tólf einstaklingsíbúðir, um 55 fermetra hverja. Þarna hafi verið lagerhúsnæði, geymslur o.fl. en Norðurstál hafi síðan keypt húsnæðið. „Við hóf- um framkvæmdir fyrir tveimur vikum og erum núna að ryðja öllu út og það er stefnt að því að klára verkið upp úr áramót- unum.“ Freyr segir að íbúðirnar verði seldar allar í einu lagi. Og það er greinilega eftirspurn eftir „nettum“ íbúðum á þessu svæði: „Við erum sennilega búnir að selja þetta, við vorum búnir að fá vilyrði en það var forsenda þess að við fórum af stað í þessa fram- kvæmd.“ Morgunblaðið/Jim Smart Nýjar ein- staklings- íbúðir í JL-húsinu FLAKI Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur Lófót- en í N-Noregi um miðjan júnímánuð, verður ekki lyft af hafsbotni á vegum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Þetta ákváðu TM og fulltrúar erlendra endurtryggjenda félagsins í gær- morgun. „Við munum reyna að selja flakið, við teljum það ekki fjárhagslega hagstætt fyrir okkur að lyfta því en teljum að það gæti verið það fyrir aðra aðila,“ segir Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Hann segist ekki geta gefið upp neinar tölur um hvað það gæti kost- að að lyfta flakinu og flytja til hafnar. Nokkrir hafi sýnt því áhuga að gera tilboð í flakið þar sem það liggur á hafsbotni. Segist Gunnar vona að til- boð fari að berast fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvort olían, sem er um borð í flakinu, verði seld með því eða skipið tæmt fyrst og flakinu síðan lyft upp segir Gunnar það samnings- mál. Allt sé opið í því sambandi. Tel- ur hann þó eðlilegast að skipið verði selt með olíuna innanborðs. Lætur ekki lyfta flakinu af hafsbotni Tryggingamiðstöðin leitar tilboða í flak Guðrúnar Gísladóttur VERSLUNIN Bónus var með lægsta verðið en verslunin Europris fylgdi fast í kjölfarið þegar Morg- unblaðið bar saman verð á fimm vörutegundum í fjórum matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu um hádegisbil í gær. Hæst var verðið í versluninni Krónunni en þar á eftir kom verslunin Nettó. Vörutegund- irnar fimm voru íslenskir tómatar, Trópí, Cheerios, sykur og Coca Cola. Í Bónus kostuðu þessar tegundir samtals 975. Í Europris kostuðu þær samtals 989. Í Nettó kostuðu þær samtals 1.027 og í Krónunni kostuðu þær samtals 1.041. Um 5,3% verð- munur var því á hæsta og lægsta verði. Af þessum fimm vörutegund- um var Bónus ódýrastur í þremur tilvikum en Europris í tveimur. Um 5,3% verð- munur  Ódýrast / 6S „ÞETTA var voldugt kvikindi. Við fengum eina hundrað kílóa lúðu á dögunum, en þessi gæti verið mamma hennar,“ sögðu Einar Guðjónsson og Daníel Þorgeirs- son á Gussa SH 116 í gærkvöld. Þeir félagar hafa nú með skömmu millibili fengið tvær risalúður í Breiðafjarðarál. Sú fyrri sem Ein- ar minnist á var raunar sú stærsta sem fengist hafði í Ólafs- vík um tveggja ára skeið. „Þung? Það er mjög erfitt að segja, hún gæti verið 140 og upp í 170 kíló, ég þori eiginlega ekki að giska á það, hún er einhvers stað- ar á þessu bili. Við fengum hana djúpt í álnum, þetta er svona þriggja til fjögurra tíma stím.“ Einar segir það hafa tekið þá einn og hálfan klukkutíma að drösla lúðunni inn fyrir borð- stokkinn. „Þetta var níðþungt, við erum bara með eitt netaspil og enga halíu eða neitt og áttum erf- itt með að ná henni inn. Við ætl- uðum þá að hengja hana á síðuna og sigla með hana heim, en það var svo mikill kaldi að við urðum að hætta við það, vorum hræddir um að slíta hana af. Við tókum okkur tak og fengum einhvers staðar aukaorku og náðum henni loksins inn.“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Daníel og Einar með lúðuna, sem var 220 cm og reyndist vega 150 kg. Tvöfalt lúðulán ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.